Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
S
Landsbanki Islands tengir saman íbúðalán og líftryggingu í heimilislánum
Hámarks-
lán 10 millj-
ónir króna
s
Landsbanki Islands kynnti á dögunum fyrir-
ætlanir um að bjóða íbúðarveðlán undir nafn-
inu Heimilislán. Sverrir Sveinn Sigurðarson
ræddi við þá Björn Líndal, framkvæmda-
stjóra markaðssviðs Landsbanka Islands, og
Tómas Hallgrímsson, útibússtjóra, en hann er
formaður starfshóps sem sinnt hefur undir-
búningi að Heimilislánum Landsbankans.
íbúðaveðlán Landsbanka íslands og húsbréfalán Dæmi 1: Miðað er við hjón með eitt barn, og 250.000 kr. heildarmánaðartekjur. Tryggingartaki líftryggingar er 30 ára karlmaður sem reykir ekki. Upphæð iáns 4.000.000 kr. ,x . . Veðdeildarlán LÍ Veðdeildarlán LÍ Veðdeildarlán LÍ með söfnunarlíftr. Húsbréfalán v | L rllml S til 30 ára, með líftr. til 30 ára, til 30 ára, til 25 ára, t"wmrn 111111 i i 1 M M (ffill | vextir5,65% vextir5,6% vextir5,5% vextir5,1%
Mánaðarleg útgreiðsla 23.518 23.978 24.212 23.891
Heildargreiðslubyrði á lánstímanum 8.417.117 8.371.593 8.649.159 7.152.351
Vaxtabætur á lánstímanum* 392.766 371.180 1.270.288 152.074
Samtals greiðslubyrði m.t.t. vaxabóta 8.024.351 8.000.413 7.378.871 7.000.277
Nettó vextir að teknu tilliti til vaxtabóta 5,36% 5,34% 4,57% 5,10%
Dæmi 2: Miðað er við einstakling með 150.000 kr. í mánaðartekjur. Tryggingartaki líftryggingar er 30 ára karlmaður sem reykir ekki. Upphæð láns 4.000.000 kr. ^ Veðdeildarlán Veðdeildarlán Veðdeildarlán með söfnunarlíftr. Húsbréfalán
..^occ<^n5oívYV>> r r r i P til 30 ára, með líftr. til 30 ára, til 30 ára, til 25 ára, vextir 5,1%
i rí i I ! I I I i I 1 1 vextir 5,65% vextir 5,6% vextir 5,5%
Mánaðarleg útgreiðsla 23.518 23.978 24.212 23.891
Heildargreiðslubyrði á lánstímanum 8.417.117 8.371.593 8.649.159 7.152.351
Vaxtabætur á lánstímanum* 1.609.451 1.572.005 3.330.714 940.948
Samtals greiðslubyrði m.t.t. vaxabóta 6.807.666 6.799.588 5.318.445 6.211.403
Nettó vextir að teknu tilliti til vaxtabóta 3,67% 3,67% 1,84% 3,66%
* Skv. núverandi reglum um vaxtabætur. Heimild: Landsbanki Islands
Bréf í Baugi í
almenna sölu
um páskana
Reiknað með að gengi
bréfanna verði um 10
UM 16% hlutabréfa í Baugi hf.,
eignarhaldsfélagi Hagkaups,
Nýkaups, Bónuss og Hraðkaups,
verða væntanlega boðin til sölu á
almennum markaði um páskana,
en um er að ræða 10% hlut Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins og
6% hlut Kaupþings hf.
Nafnvirði hlutafjár í Baugi er
einn milljarður króna og voru
viðskipti með hlutabréf í félaginu
þegar þau voru seld fjárfestum
fyrr í vetur á genginu í kringum
8,5. Er reiknað með að gengi
bréfanna sem fara á almennan
markað verði talsvert hærra, eða
um 10, þannig að um verði að
ræða sölu fyrir 1,5 milljarða
ki-óna.
Núverandi hluthafar í Baugi
hf. eru félag Bónusfeðganna Jó-
hannesar Jónssonar og Jóns As-
geirs Jóhannessonar, Gaumur
ehf., sem á 25% í félaginu, al-
þjóðlega verslunarkeðjan
Reitangruppen sem á 20%, er-
lendir fjárfestar sem keyptu
hlutabréf fyrir milligöngu
Kaupthing Luxembourg SA, sem
eiga 20%, FBA sem á 10%,
Kaupþing sem á 6%, félagið
sjálft sem á 5%, Hof hf., félag í
eigu fyrri eigenda Hagkaups,
sem á 2,5%, ýmsir sjóðir , t.d.
VÍB og Landsbréf, sem eiga um
9% samtals, Búnaðarbankinn,
sem á um 1%, Rúmfatalagerinn,
sem á um 1%, og ýmsir smærri
hluthafar eiga samtals um 1% í
félaginu.
Að sögn Óskars Magnússon-
ar, stjórnarfonnanns Baugs hf.,
hefur það alla tíð legið fyrir að
FBA og Kaupþing seldu hluta-
bréf sín í Baugi á fyrrihluta
þessa árs og markmiðið væri að
fá mörg þúsund manns inn í fé-
lagið sem hluthafa sem þar með
yrðu vonandi traustir viðskipta-
vinir um leið.
Telekom býður
í max.mobil
HEIMILISLÁN Landsbankans
verða boðin í þremur flokkum; al-
menn veðdeildarlán, veðdeildarlán
með líftryggingu og veðdeildarlán
með söfnunarlíftryggingu. Heimil-
islánin verða til 30 ára og munu
bera vexti á bilinu 5,5-5,65%. Ein-
stök lán geta numið allt að 10 millj-
ónum króna. Lánin verða fjár-
mögnuð með svonefndri verðbréf-
un, í samstarfi við sjö lífeyrissjóði.
„Við sjáum að ákveðnar breyt-
ingar eru að eiga sér stað á fjár-
málamarkaði," sagði Tómas Hall-
grímsson. „Tryggingamarkaður-
inn, bankamarkaðurinn og verð-
bréfamarkaðurinn eru að renna
saman í eitt. Það er undirstrikað í
þeim áherslum sem við erum að
koma fram með í þessum nýju lán-
um, þar sem húsnæðislán, líftrygg-
ingar og verðbréfasöfnun eru
tengd saman.“
Heimilislánin
loka hringnum
Húsnæðismarkaðurinn á íslandi
hefur verið í vexti á síðustu árum.
Árið 1996 var fjöldi lántakenda í
húsbréfakerfinu nálægt því 5.100
og fjárhæð útgefinna húsbréfa
vegna þeirra viðskipta 13,8 millj-
arðar króna, árið 1997 var fjöldinn
5.400 og fjárhæðin 14,5 milljarðar,
og árið 1998 var fjöldinn 6.800 en
fjárhæðin 20,6 milljarðar. Heildar-
fjárhæðir í viðskiptum með húsbréf
hafa því aukist um 49,3% á tveimur
árum.
„Á síðustu árum höfum við lagt
þyngri áherslu á að veita heildar-
fjármálaþjónustu og Heimilislánin
loka hringnum," sagði Tómas. „Við
ætlum að þjónusta einstaklinginn
með öll hans fjármál, hvort sem um
er að ræða fjármögnun, spamað
eða tryggingar. Við höfum ekki
verið umsvifamiklir við fjármögnun
íbúðarkaupa, en við teljum að
Landsbankinn geri það með sann-
færandi hætti á þeim kjörum sem
við bjóðum í dag.“
Þeir segja að eftirspumin eftir
íbúðarlánum sé langmest á höfuð-
borgarsvæðinu og svo muni vera
áfram. „Við reiknum því með að
spurn eftir Heimilislánum verði
mest á því svæði en vitaskuld lán-
um við líka utan þess svæðis. Við
leggjum eingöngu áherslu á að all-
ar okkar lánveitingar uppfylli skil-
yrði útlánareglna,“ segir Björn.
Heimilislán Landsbanka Islands
verða boðin í þi'emur flokkum. Þeir
em almenn veðdeildarlán, veð-
deildarlán með líftryggingu og veð-
deildarlán með söfnunarlíftrygg-
ingu.
Gmnnskilmálar lánanna era þeir
að lánið er veitt einstaklingi, hjón-
um eða sambýlisfólki. Lántakandi
verður að standast kröfur um fjár-
hagslega getu til að standa undir
skuldbindingum sínum. I lánshæf-
ismati Landsbankans verða tekjur
væntanlegs lánþega vegnar á móti
öllum hans væntuútgjöldum í
framtíðinni, til að leggja mat á það
hvort hann geti í framtíðinni greitt
það lán sem hann hyggst taka.
„Landsbankinn mun leggja
áherslu á stuttan afgreiðslufrest.
Við ætlum að leggja mjög þunga
áherslu á aukna og vandaðri fjár-
málaráðgjöf en verið hefur á mark-
aðnum hingað til. Við ætlum að
skoða tekjur viðkomandi, hvernig
vaxtabætur koma inn í myndina og
skoða í ljósi heildaraðstæðna hjá
viðkomandi einstaklingi eða fjöl-
skyldu, en munum ekki bara skoða
lánin sem verða á viðkomandi
íbúð,“ sagði Tómas.
Að sögn Björns og Tómasar mun
Lanksbankinn einnig leggja
áherslu á sveigjanleika í viðskipt-
um við lántakendur. „Framtíð
þessara viðskipta liggur í sérsniðn-
um lausnum fyrir hvern og einn,“
sagði Björn.
I upphafi stendur valið um að
greiða vexti og afborganir ýmist
mánaðarlega eða á þriggja mánaða
fresti. Lántakandi getur einnig val-
ið um hvort hann vill greiða jafnar
afborganir af höfuðstól lánsins eða
hvort hann vill greiða sömu upp-
hæð mánaðarlega. Þeir gera ráð
fyrir að 90% lántakenda muni
kjósa jafnar mánaðarlegar afborg-
anir, en það sé alltaf einhver sem
hin endurgreiðsluaðferðin henti
betur, og því muni Landsbankinn
bjóða upp á það einnig.
Almenn veðdeildarlán era afar
lík húsbréfalánum að flestu leyti.
Þau eru til 30 ára með föstum vöxt-
um allan lánstímann, sem nú era
5,65%. Lánin era verðtryggð sam-
kvæmt vísitölu neysluverðs. Há-
marks veðhlutfall er 65%, en 70%
ef um er að ræða kaup á fyrstu
íbúð. Veðdeildarlánin má greiða
upp hvenær sem er á lánstímanum.
I veðdeildarlánum með líftrygg-
ingu leitast Landsbankinn við að
tengja saman íbúðarkaup og kaup
á líftryggingu. Lánin bera lægri
vexti en hin almennu veðdeildarlán
eða 5,6% og era einnig til 30 ára.
Hámarksveðhlutfall verður það
sama og í almennu veðdeildarlán-
unum. „Við teljum að það sé í raun
óskynsamlegt að ráðast í jafn stóra
fjárfestingu og kaup á íbúðarhús-
næði án þess að tryggja fjárhags-
legt öryggi- fjölskyldunnar með
þeim hætti sem líftrygging veitir,“
sagði Tómas.
Að sögn þeirra Björns og
Tómasar er iðgjald líftiyggingar-
innar miðað við upphæð lánsins, og
lækkar mánaðarlegt iðgjald á láns-
tímanum, eftir því sem lánið greið-
ist upp. Þeir segja einnig að lántak-
endur á lánum með líftryggingu
muni fá góðan afslátt af iðgjaldi líf-
tryggingarinnar hjá Landsbankan-
um.
Hámarkar
upphæð vaxtabóta
Veðdeildarlán með söfnunarlíf-
tryggingu era líklega sú nýjung
sem mestum tíðindum sætir á ís-
lenskum íbúðalánamarkaði. Lán-
takendur geta valið um lánstíma
upp á 15, 20, 25 og 30 ár. Vextir eru
5,5% en þeir eru með endurskoð-
unarákvæði á fimm ára fresti.
Lánið er þannig úr garði gert að
lántakandi gi-eiðir engar afborgan-
ir af láninu á lánstímanum, aðeins
vexti og verðbætur á vaxtaþáttinn.
I stað þessa fylgir láninu söfnunar-
líftrygging, þar sem lántakandi
leggur fyrir ákveðna upphæð mán-
aðarlega, sem ávöxtuð er í sjóði að
vali lántakandans. Sú upphæð er
þannig ákvörðuð, að upphæðin
safnist saman á lánstímanum og
verði í lok hans jafn há og lánsupp-
hæðin, miðað við gefnar forsendur
um ávöxtun söfnunarinnar á hinum
30 ára lánstíma. Er þá lánið greitt
upp í lokin með þeim sjóði sem
safnast hefur. Ofan á það bætist
svo að greiða þarf fjármagnstekju-
skatt af ávöxtun söfnunarinnar, og
væri því betra að sú upphæð hefði
safnast saman á lánstímanum
einnig. Iðgjald líftryggingarinnar
miðast við upphæð lánsins í upp-
hafi, en lækkar svo jafnt og þétt
eftir því sem í sjóðinn hefur safn-
ast.
Hámarksveðhlutfall í þessum
flokki lána verður 75%, við kaup á
fyrstu íbúð, sem er hærra en í
húsbréfakerfinu. „Með þessu er-
um við að koma til móts við óskir
yngra fólks, gegn því að það hefji
söfnun til að fá lánið,“ sagði
Tómas.
„Þetta lán hámarkar upphæð
vaxtabóta þar sem höfuðstóll er
greiddur í lok lánstímans, að
minnsta kosti eins og reglur um
vaxtabætur eru í dag. Við teljum
að þessi lán henti sérstaklega
yngra fólki á þrítugs- og fertugs-
aldri,“ sagði Björn Líndal.
Landsbankinn hefur gert samn-
ing við Ibúðalánasjóð um að bank-
inn þjóni viðskiptavinum sjóðsins í
húsbréfakerfinu. „Við viljum taka
það fram að þrátt fyrir að við sé-
um að bjóða lán í samkeppni við
sjóðinn, þá er það samt ásetningur
okkar að veita lántakendum sem
hyggjast taka lán hjá íbúðalána-
sjóði þá bestu þjónustu sem völ er
á. Við höfum gert við hann samn-
ing og ætlum okkur að standa
fyllilega við hann,“ segir Björn
Líndal.
Frankfurt. Reuters.
DEUTSCHE Telekom fjarskiptar-
isinn í Þýzkalandi hefur boðið í
meirihluta hlutabréfa í austurríska
farsímafyrirtækinu max.mobil Tel-
ekommunikation-Service.
Deutsche Telekom sagði í yfir-
lýsingu að fyrirtækið stefndi að því
að auka hlut dótturfyrirtækis síns
T-Mobil í max.mobil úr 25% í rúm-
lega 50%. Fyrirtækið kveðst hafa
gert „viðeigandi" tilboð í önnur
hlutabréf max-mobil og sagði að
fyrirtækin mundu skýra frá sam-
komulagi eftir viku.
„Kaup meirihluta hlutabréfa í
max.mobil er enn eitt skref í þeirri
viðleitni Deutsche Telekom að
treysta og efla stöðu sína sem
helzta fjarskiptafyrirtæki Evrópu,"
sagði í yfirlýsingunni.
800.000 viðskiptavinir
Viðskiptavinir max.mobil eru
800.000 og tekjur fyrirtækisins
námu 600 milljónum marka í fyrra.
Það hefur náð 37% hlutdeild á
austurríska farsímamarkaðnum á
tveimur áram.
Telekom kveðst einnig eiga í við-
ræðum við Elektrim, pólskan með-
eiganda í farsímasameignarfélag-
inu Polska Telefonia Cyfrowa, um
möguleika á aukinni starfsemi í
Póllandi.