Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 19 VIÐSKIPTI Akvarðana að vænta um breytingar á lánum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins I athugun að breyta vöxt- um og hækka hámarkslán HJÁ Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er nú til athugunar að breyta vöxtum á lánum til sjóðsfé- laga og hækka hámarkslán, og mun stjórn sjóðsins taka ákvarðan- ir í þessu sambandi innan skamms, að sögn Hauks Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er í dag hægt að fá tvenns- konar lán, samtals að upphæð 4 milljónir króna. Annars vegar er um að ræða aðallán að hámarks- upphæð 2 milljónir króna með 6,0% vöxtum, og hins vegar viðbót- arlán, sem einnig getur verið að hámarki 2 milljónir og ber það 6,8% vexti. Hvað veðhlutfall varðar er miðað við 65% af fasteignamati eignar. Til þess að fá lán úr lífeyr- issjóðnum þarf viðkomandi að hafa greitt í sjóðinn í eitt og hálft ár. Hámarkslán nýlega hækkað hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum Hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum geta sjóðfélagar nú fengið að há- marki 6 milljóna króna lán til allt að 30 ára frá 1. febrúar síðasthðn- um, en áður var hámarkslánið 2 milljónir króna. Að sögn Jóhannes- ar Siggeirssonar, framkvæmda- stjóra sjóðsins, hafa vextir af lán- um sjóðsins farið lækkandi undan- farin misseri, en vextimir eru breytilegir samkvæmt skilmálum skuldabréfanna og eru nú 5,6%. Miðað er við að lán sjóðsins og önn- ur lán sem áhvílandi eru á viðkom- andi eign á undan séu innan við 65% af markaðsvirði eignarinnar. „Miðað er við að menn séu reglu- legir greiðendur í sjóðinn, og miða reglurnar við að greitt hafi verið samfellt í þrjú ár til sjóðsins, en einnig er tekið tillit til þess hvort greitt hafi verið í einhvern annan sjóð og hvort menn hafa verið við nám. Við erum ekki að lána öðram en okkar sjóðfélögum og það má segja að það sé kjarninn í okkar starfsemi. Við erum með vextina sífellt til skoðunar og gerum ráð fyrir að þeir muni fylgja ríkispapp- írunum, en ég á ekki von á því að menn breyti hámarkslánsupphæð- inni á næstu vikum eða mánuðum. Enda er það þá líka m.a. orðið spurning um greiðslugetu fólks,“ sagði Jóhannes. Fjórar milljónir á 5,5% vöxtum hjá Lífiðn Hámarkslán hjá Lífiðn er 4 milljónir króna til 25 ára og eru vextir á lánunum 5,5% og hafa þeir verið það frá því síðastliðinn vetur. Að sögn Friðjóns R. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins, hefur veðhlutfallið sem miðað er við verið 65% í þó nokkuð langan tíma og er þá miðað við fasteigna- mat eða söluverð eignar. Við lán- veitingar er almennt miðað við að greitt hafi verið í lífeyrissjóð í 3 ár og umsækjendur séu komnir með 5 stig fyrir þau, og einnig að greitt hafi verið í sjóðinn í 6 mánuði sam- fellt. „Það er ekki búið að ræða um neinar breytingar á þessu, en við fórum úr 6,4% niður í 5,5% síðast- liðinn vetur og mönnum fannst það frekar rausnarlegt þá miðað við flestalla aðra sjóði. Eg reikna með að sú ákvörðun standi allavega ein- hverja mánuði í viðbót,“ sagði Frið- jón. Hjá hfeyrissjóðnum Framsýn er lánað til þeiraa sem greitt hafa í að minnsta kosti 3 ár í lífeyrissjóð og náð 5 stigum, og einnig þurfa lán- takendur að hafa greitt í sjóðinn í 6 mánuði af 12 síðustu mánuðum. Hámarkslán er 2 milljónir króna og veðhlutfallið sem miðað er við er 60% af fasteignamati eða söluverð- mæti eignar. Vextir af lánum Framsýnar eru 5,7% og hafa þeir verið það síðan í maí á síðasta ári, en þá var hámarkslánið einnig hækkað úr 1,5 milljón króna í 2 milljónir. Að sögn Halldórs Björnssonar, stjórnarformanns Framsýnar, verður ákvörðun hugsanlega tekin um það á stjórnarfundi sem hald- inn verður eftir næstu viku hvort einhverjar breytingar verða gerðar á lánum sjóðsins. „Hvort það verð- ur eitthvað í framhaldi af þessu öllu saman, bankalánunum og Ibúðalánasjóði, er bara eitthvað sem verður að ræða,“ sagði hann. Ekkert þak á lánum Samvinnulífeyrissjóðsins Sú breyting var gerð hjá Sam- vinnulífeyrissjóðnum í fyrra að þak á lánum var afnumið, svo framar- lega sem fullnægjandi veð era fyrir hendi, en miðað er við 60% af markaðsvirði eignar og var veð- hlutfallið hækkað úr 50% í 60% um síðustu áramót. Að sögn Margeirs Daníelssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, era 6% vextir af annuitet- slánum til 15 ára frá Samvinnulíf- eyrissjóðnum, en af lánum til 30 ára eru 6,7% breytilegir vextir. „Við höfum ekki breytt þessu, enda er það mikið skipt á lánunum og era um 40% af okkar lánum í dag í höndum aðila sem aldrei hafa greitt til sjóðsins. Það er sjálfsagt svipað hjá mörgum öðram sjóðum. Það hafa engar ákvarðanir um breytingar á vöxtunum verið tekn- ar ennþá, og ef þær verða teknar þá verður það eingöngu af nýjum lánum,“ sagði Margeir. Frakkar einkavæða risa í flug- iðnaði París. Reuters. FRANSKA stjórnin hefur samþykkt einkavæðingu flug- iðnaðarfyrirtækisins Aér- ospatiale og rutt veginn fyrir sameiningu þess og Matra landvarnadeildar Lagardere Group. Samkvæmt opinberri til- kynningu í franska lögbirtinga- blaðinu hefur franska stjómin ákveðið að meirihluti fjár- magns í Aérospatiale skuli fær- ast í hendur einkaaðilum. Einkavæða á Aérospatiale með samrana fyrirtækisins og Matra og frönsk blöð segja að tilkynningin bendi til að sam- komulag hafi náðst um skilyrði fyrir samruna. Blöðin Les Echos og La Trí- hune sögðu að Lagardere mundi greiða um tvo milljarða franka fyrir 33% í nýju fyrir- tæki, en hluti upphæðarinnar er háður afkomu þess. Tuttugu af hundraði hlutabréfa verða sett í sölu, en 48% munu verða áfram í eigu ríkisins. Hlutabréf í Lagardere hækkuðu fyrst í verði, en iækk- uðu síðan um 1,8% í 38,50 evr- ur. BA kaupir hlut í Iberia London. Reuters. BRITISH Aii-ways mun kaupa 9% hlut í ríkisrekna spænska flugfélaginu Iberia fyrir um 200 milljónir punda. Sala hlutarins er liður í einka- væðingu Iberia. America Air- lines, samstarfsaðili BA í Bandaríkjunum, kaupir 1% í Iberia. Iberia fær.þar með inngöngu í klúbb nokkurra flugfélaga, sem hafa stofnað til markaðs- bandalagsins „oneworld“. Auk BA og America Airlines eru í klúbbnum ástralska flug- félagið Qantas, Cathay Pacific flugfélagið í Hong Kong og kanadíska flugfélagið. Flugvél- ar bandalagsins fljúga til 632 staða í 138 löndum. Njir riki.svixlar i Utboð þiiðjudag L JL. í dagkl. ii:oo mun fara fram útboð á rílásvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 6 og m mánaða ríkisvíxla, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og i síðustu útboðum. I boði verða eftirfarandi rikisvíxlar: Mokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Atetlað háinark tekinnatilboða,i' RV99-0519 19. maí 1999 3 mánuðir 0 2-000 RV99-0817 17. ágúst 1999 6 mánuðir 3.247 1.000 RV99-0217 17. febrúar 1999 12 mánuðir 0 1.000 * MiUjónir króna. MiUj.kr. Uppbjgging markflokka ríkisvíxLa Staða ríkisvixla 15. febrúar i3.63? milljónir. Áætluð hámarksstærð ogsala 16. febrúarogi. ogio. mars 1999. 7.OOO 6.000 5.000 4.000 3.ooo 3.000 3 mán 12 mán Gjalddagar I Áætluð áfylling síðar | Áætluð sala lO.mars 1999 j Áæduð sala 1. mars 1999 | Áæduð sala 16. febrúar 1999 I Staða lS.febrúar 1999 RV99-0217 RV99-0316 RV99-0416 RV99-0S19 RV99-0618 RV99-0817 RV99-1019 RV99-1217 RV00-0217 Sölufyrirkomulag: Ríkisvixlamir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. öllum er heimilt að bjóða í ríkisvixla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrir- tækjum, verðbréfasjóðum, hfeyrissjóðum og tiyggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarld 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00 í dag, þriðjudaginn 16. febrúar 1999. Utboðs- skilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í sima 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.