Morgunblaðið - 25.03.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.03.1999, Qupperneq 1
70. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fregnir af mannfalli og loftbardögum - Rússar slíta samstarfí við Atlantshafsbandalagið HERSTÖÐVAR SERBA ÍLJÓSVM LOGVM L.JÓSGLAMPAR frá miklum sprengingum lýstu upp næturhimininn yfir Belgrad, höfuðborg Serbíu, eftir að NATO-ríkin hófu árásir á Júgóslavíu í gærkvöld. Þá var stýriflaugum skotið frá herskipum á Adríahafi og B-52-sprengjuflugvélum á hernaðarlega mikilvæg skot- mörk í Kosovo, Serbíu og í Svartfjallalandi. Myrkvaðist Pristina, höf- uðstaður Kosovo, í kjölfarið. Eftir iyrstu stýriflaugahrinuna fóra um 80 orrastuþotur á loft frá NATO-herflugvelli á Ítalíu og fluttu ítalska sjónvarpið og serbnesk sjónvarpsstöð þá frétt í gærkvöld, að ein flug- vélanna hefði verið skotin niður en því hefur verið neitað. Fleiri árásarhrinur fylgdu í kjölfarið. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, flutti sjónvarpsávarp í nótt þar sem hann ítrekaði, að óhjákvæmilegt hefði verið að stöðva blóðbaðið í Kosovo. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði er hann tilkynnti árás- irnar, að til þeiira hefði verið gripið til að koma í veg fyrir frekari kúgun í Kosovo en viðbrögð Rússa við þeim eru mjög hörð. Pað var um klukkan 20.00 í gær- kvöld sem Javier Solana, fram- kvæmdastjóri NATO, tilkynnti í Bnissel, að árásirnar væru hafnar og á sama tíma urðu miklar sprengingar við Belgrad, Pristina, Novi Sad í norðurhluta Serbíu og við tvær borg- ir í Svartfjallalandi. Var meðal ann- ars ráðist á herstöðvar, ratsjárstöðv- ar, loftvarnastöðvar, hernaðarlega mikilvægar verksmiðjur og flugvelli. Lýst yfir stríðsástandi Serbnesk hernaðaryfirvöld segja, að ráðist hafi verið á skotmörk við marga bæi og borgir og hafi óbreyttir borgarar, fjölskyldur her- manna, látið lífið. Serbneska frétta- stofan Tanjug sagði í gær, að ríkis- stjórn Júgóslavíu hefði lýst yfir stríðsástandi í landinu. Italska sjónvarpið og serbnesk sjónvarpsstöð skýrðu frá því í gær- kvöld, að ein NATO-flugvélanna hefði verið skotin niður en jafnt bandarísk sem bresk heryfirvöld neita því. Serbar segjast einnig hafa skotið niður þrjú flugskeyti, líklega stýriflaugar, og óstaðfestar fréttir voru um, að NATO-flugvélarnar hefðu skotið niður einhverjar MiG- orrustuþotur júgóslavneska hersins. Árásirnar á Júgóslavíu eru fyrstu beinu hernaðaraðgerðir NATO en í loftárásunum í gærkvöld tóku meðal annars þátt þýskar flugvélar. Er það í fyrsta sinn frá stríðslokum, sem þýski herinn á aðild að hernað- araðgerðum. Milosevic hafnaði samningum I yfirlýsingu leiðtogafundar Evr- ópusambandsins í Berlín um miðjan dag í gær sagði, að ekki væri of seint að komast hjá átökum. Tilraunir Rússa, bandamanna Serba, báru engan árangur. Knut Vollebæk, ut- anríkisráðherra Noregs og yfirmað- ur OSE, Oryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu, ræddi við Milosevic í síma í gær en hann var óhagganleg- ur. „Milosevic kvaðst búinn undir hvað sem væri,“ sagði Vollebæk. „Hann vildi ekki semja.“ I stuttu sjónvarpsávarpi, sem Milosevic flutti í gær, sagði hann, að eina rétta ákvörðunin hefði verið að hafna veru erlends herliðs í landinu og sagði, að Serbar myndu verjast. Skoraði hann á landsmenn að standa með hernum og stofnunum ríkisins. „Örlagaríkt skref“ Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ræddu við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, í gær og hvöttu hann tii að beita áhrifum sín- um gagnvart Milosevic. Jeltsín var- aði þá á móti við að stíga það „ör- lagaríka skref‘, sem árásirnar yrðu. Sagði hann, að Milosevic væri vissu- lega erfiður viðureignar en í húfi væri öryggi allrar Evrópu. „Pað er um að tefla stríð í Evrópu og kannski víðar,“ sagði hann. Hætta samstarfi við Nato Viðbrögð Rússa við loftárásunum hafa verið mjög hörð. Þeir hafa sett herinn í viðbragðsstöðu og haft er eftir heimildum í rússneska varnar- málaráðuneytinu, að Moskvustjórn- in muni hugsanlega afturkalla fyrri yfirlýsingar um kjarnorkuafvopnun og koma jafnvel kjarnavopnum fyrir í Hvíta-Rússlandi. Rússar hafa kraf- ist skyndifundar í öryggisráði SÞ og átti hann að verða í gærkvöldi. Jeltsín hefur kallað heim fulltrúa Rússa hjá NATO og Rússar hafa hætt um sinn þátttöku sinni í Sam- starfi um frið. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær, að hann skildi hvers vegna nauðsynlegt hefði verið að beita valdi gagnvart Milosevic en eðlilegra hefði verið að bera aðgerð- irnar undir öryggisráð samtakanna. ■ Árás NATO/22 og 24 Reuters NÆTURHIMINNINN logaði yfir Pristina, höfuðborg Kosovo, er loftárásirnar hdfust í gærkvöldi. Milosevic tekur hern- að fram yfír frið Washington. Morgunblaðið. „BANDARÍKJAHER hefur ásamt bandamönnum okkar í NATO hafið loftárásir á serbnesk skotmörk í fyrrverandi Júgó- slavíu," voru fyrstu orð Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta þegar hann gekk inn í blaðamannafundarher- bergið í Hvíta húsinu skömmu eft- ir klukkan tvö að staðartíma í gær og bætti við að ekki hefði verið hafist handa fyrr en eftir endur- teknar tilraunh- til að tala um fýrir Slobodan Milosevic, forseta Ser- bíu: „Við reyndum að knýja fram friðsamlega lausn en Milosevic forseti hefur enn tekið hernað fram yfir frið.“ Forsetinn ítrekaði að Milosevic hefði verið upphafsmaðurinn að ófriðnum í Bosníu og enn væri hann árásaraðilinn. Honum hefði staðið friður til boða, en hann hefði hafnað samkomulagi, sem Albanar í Kosovo hefðu samþykkt. „Sveitir hans hafa þvert á móti hert árásirnar, brennt albönsk þorp í Kosovo og myrt óbreytta borgara," sagði Clinton. „í þess- um töluðum orðum er verið að flytja aukinn serbneskan herafla Reuters BILL Clinton ræðir við blaða- menn í Hvíta húsinu. inn í Kosovo og fleira fólk hefur flúið heimili sín - 60 þúsund manns á síðustu fimm vikum og 250 þúsund samanlagt. Margir hafa haldið til grannríkjanna. Neyðarástandið er nú algert og ástandið verður verra ef við aðhöf- umst ekkert. Aðeins staðfesta nú getur komið í veg fyrir meiri harmleik síðar.“ Clinton kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú áhætta, sem fylgdi því að gera árás nú, væri sýnu minni en fýlgdi því að halda að sér höndum. Tilgangur árásanna væri þríþættur. I fýrsta lagi að sýna að alvara fylgdi and- stöðu NÁTO við árásum og stuðn- ingi við frið. í öðru lagi að koma í veg fyrir að Milosevic héldi áfram með því að láta hann gjalda fýrir hegðun sína. í þriðja lagi, ef nauð- synlegt reyndist, að draga úr getu Serba til að herja á Kosovo með því að veikja herstyrk þeirra. Öðru sinni á tveimur dögum vísaði for- setinn til sögu þessarar aldar þeg- ar hann ítrekaði nauðsyn aðgerða: „Við lok 20. aldarinnar, eftir tvær heimsstyrjaldir og kalda stríðið, höfum við og bandamenn okkar tækifæri til að tryggja börnum okkar frelsi, frið og stöðugleika í Evrópu. En við verðum - við verð- um - að láta til skarar skríða nú til að gera það vegna þess að verði Balkanskaginn aftur vettvangur grimmilegra morða og allsherjar fólksflótta verður ekki hægt að ná því takmarki."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.