Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mannvernd sendir kæru vegna eyðublaðs landlæknis SAMTÖKIN Mannvernd hafa sent heilbrigðis- ráðherra stjórnsýslukæru vegna eyðublaðs sem landlæknisembættið hefur útbúið fyrir þá sem vilja ekki láta skrá heilsufarsupplýsingar sínar í miðlægan gagnagi-unn á heilbrigðissviði. Telja samtökin að eyðublað landlæknis sé ekki í sam- ræmi við gagnagrunnslögin. Fara þau þess á leit við ráðuneytið að það felli úr gildi ákvörðun land- læknisembættisins um eyðublaðið og að hannað verði nýtt eyðublað. „Petta er í rauninni athugasemd við eyðublaðið og ósk okkar um að gert verði annað og betra eyðublað, svo auðveldara verði fyrir fólk að átta sig á því og auðveldara að segja sig úr grunnin- um,“ segir Pétur Hauksson, varaformaður Mann- verndar. Ekki skilyrði að eingöngu séu notuð eyðublöð landlæknis Mannvemd gerir fjölmargar athugasemdir við eyðublaðið í kærunni, m.a. það orðalag yfirskrift- ar eyðublaðsins að um sé að ræða beiðni um úr- sögn úr gagnagrunninum. Þetta orðalag sé ekki í samræmi við lögin og almenningur gæti skilið það svo að landlæknir hefði vald til að hafna beiðninni. Mattin'as Halldórsson aðstoðarlandlæknir bendir á að í lögunum segi að fólk geti sent beiðni um úrsögn úr grunninum. Það sé heldur ekki sjálfgefið að orðið sé við beiðninni ef t.d. væri um að ræða beiðni um að skrá ekki upplýsingar um látna ættingja o.s.frv., því ekki sé heimilt að verða við því skv. lögunum. Mannvernd gagnrýnir einnig ummæli Magn- úsar Baldurssonar, deildarstjóra landlæknisemb- ættisins, um að einungis eyðublöð landlæknis verði tekin gild sem úrsögn. Matthías segir að hér sé misskilningur á ferðinni því ekki sé gerð krafa um að einungis séu notuð eyðublöð sem landlæknir hafi útbúið. „Ef það er alveg skýrt hvað við er átt í beiðnum sem okkur berast, þá tökum við þær líka gildar,“ sagði hann. I stjórnsýslukærunni eru ennfremur gerðar athugasemdir við að á eyðublaðinu segi að þar til gengið hafi verið frá skilyrðum rekstrarleyfis sé ekki ljóst nákvæmlega hvaða upplýsingar verða í gagnagrunninum. „I fyrsta lagi er það fráleitt að einstaklingur sem undirritar þetta skjal skuli eiga að undirrita yfirlýsingu um að ekki sé ljóst hvaða upplýsingar verði í fyrirhuguðum gagna- grunni á sama tíma og einstaklingurinn er að reyna að gera landlækni ljóst hvað ekki má fara í gagnagrunninn af upplýsingum um hann. Skýr- ingar (hugleiðingar) landlæknisembættisins eiga ekki við ofan við undirskrift einstaklingsins. I öðru lagi er rangt að einstaklingur geti „skipt um skoðun" án þess að tiltaka hvaða takmarkanir eru á því að geta skipt um skoðun. Lögin gera ráð fyrir því að upplýsingum sem einu sinni eru komnar inn verði ekki eytt ef einstaklingur tekur ákvörðun um að hætta þátttöku eftir að færsla upplýsinga hefst,“ segir í kærunni. Hægd að eyða upplýsingum án þess að brjóta dulkóðun Matthías segir að tæknilega sé ekkert því til fyrirstöðu að eyða upplýsingum um einstaklinga úr grunninum án þess að brjóta dulkóðun gagn- anna og persónugreina viðkomandi einstakling. Lögin geri ráð fyrir að stöðugt sé bætt við þær upplýsingar sem fyrir eru í grunninum eftir þvi sem tímar líða og að mati sérfræðinga Iand- læknisembættisins sé hægðarleikur að senda skipun inn í grunninn um að eyða tilteknum upplýsingum með þessum hætti. „Ur því að það er hægt að setja dulkóðaðar upplýsingar inn í grunninn, hlýtur að vera hægt að eyða þeim líka með því að senda skilaboð með sömu dulkóðun um að eyða gögnunum. Ef ekki væri hægt að senda boð um að eyða gögnum um einstaklinga væri ekki heldur hægt að bæta við upplýsingum um sama einstakling inn í grunninn," sagði Matthías. Matthías segir að landlæknisembættið hafi lagt sig fram um að kynna málið á hlutlausan hátt fyrir fólki og auðvelda þeim sem það vildu að skrá sig úr grunninum. Ók á bifreið langveikrar stúlku fyrir utan sjúkrahús og stakk af Hafði átt bifreiðina í 3 stundir Morgunblaðið/Golli ROSA Oddrún Gunnarsdóttir við skemmdan bflinn. EKIÐ var á glænýja bifreið sem sautján ára gömul stúlka var að fá til eignar í fyrrakvöld fyrir utan sjúkrahúsið sem hún lá á og síðan af vettvangi. Stúlkan, Rósa Oddrún Gunnarsdóttir, hefúr átt við lang- vinn veikindi að striða og er háð því að hafa bifreið til afnota. Tjón- valdurinn hafði ekki gefið sig fram eða fundist í gærkvöldi. Forsaga málsins er sú að fyrir um þremur árum fékk Rósa Odd- rún heilabólgu í kjölfar flensu og hefur æ síðan glímt við alvarleg veikindi, þar á meðal ólæknandi flogaveiki. Hún fær flogaveikisköst fyrirvaralaust og verður bifreið að vera innan seilingar þegar slíkt gerist. „Hún kemst ekkert án þess að vera á bfl, hvorki í skólann né annað, og því var þetta vægast sagt bagalegt fyrir hana,“ segir móðir Rósu, Guðbjörg B. Guðmundsdóttir. Ætluðu að sýna bflinn Hefur Rósa lagt til hliðar um langt skeið peninga af örorkubót- um sínum, auk þess sem lán fékkst hjá Tryggingastofnun, og átti loks fyrir skömmu nægjanlega mikið til að kaupa bifreið af tegundinni Toyota Yaris. „Pabbi Rósu, bróðir og systir, komu gagngert frá Keflavík til að sýna henni bflinn. Þau komu að Landspitalanum og gengu inn á Bamaspítala Hringsins til að segja henni fréttimar. Rósa hafði verið í aðgerð í gær og verið svæfð, þannig að hún var of máttfarin til að komast fram úr rúminu fyrr en um muleytið. Þá fómm við inn í herbergið sem foreldrar hafa að- stöðu í og bentum henni á bifreið- ina í gegnum rúðuna. Þar var þá stödd kona sem hafði séð að ekið var á bifreiðina en ekki vitað hver ætti hana. Pabbi Rósu hljóp út og það reyndist rétt vera; bifreiðin var dælduð eftir ákeyrslu. Bifreiðin hefur kannski staðið á bflastæðinu í um tuttugu mínútur áður en þetta gerðist," segir Guðbjörg. Einungis var búið að keyra bif- reiðina frá bflasölunni og í bæinn þegar ákeyrslan varð. Bfllinn var því alls búinn að vera í eigu Rósu Oddrúnar í þtjár stundir og búið að aka honum um 50 kílómetra. „Þetta var alveg grátlegt,“ segir Guð- björg. Vitnið sem sá til tjónvaldsins sagði hann hefði ekið ljósri fólksbif- reið, nokkurra ára gamalli, sem lagt var við hliðina á bfl Rósu. Vitn- ið sá hins vegar ekki bflnúmerið áð- ur en tjónvaldurinn branaði á brott. Hins vegar var Subaru Justy-bifreið þar skammt frá og er talið að öku- maður hennar hafi séð atvikið bet- ur, en það vitni að atburðinum hef- ur hins vegar ekki gefið sig fram við lögregluna enn sem komið er. Guðbjörg segir að frambretti bif- reiðarinnar sé talið ónýtt og erfitt hafi reynst að opna framhurð henn- ar eftir ákeyi-sluna. Ijónið var met- ið lauslega í gærmorgun og talið nema að minnsta kosti 70 þúsund krónum. Umboðið býðst til að borga „Það var hringt í okkur frá Toyota-umboðinu í dag og þeir buðust til að greiða kostnaðinn við viðgerðina, sem er mjög vel gert og við emm afar þakklát. Það er þó vonandi að tjónvaldurinn fái sam- viskubit og gefi sig fram, eða þá að vitnið á Subaru-bifreiðinni hafi séð númerið á bflnum sem tjóninu olli og láti vita,“ segir Guðbjörg. Davíð Oddsson um loftárásir á Serba Ríkis- stjórnin samþykk DAVIÐ Oddsson forsætisráð- herra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að ríkisstjórnin hefði fyiTr sitt leyti samþykkt að Atlantshafsbandalagið hótaði loftárásum ef árásir Serba á þjóðemishópa í Kosovo héldu áfram og benti á að í þeirri sam- þykkt hefði falist að ríkisstjórnin myndi styðja loftárásir á Serba bæru hótanh’nar ekki árangur. Davíð benti einnig á að þessi afstaða ríkisstjórnaiinnai- hefði verið ítrekuð við Javier Solana, framkvæmdastjóra NATO, þeg- ar hann kom hingað til lands í janúar sl. „Við höfum líka samþykkt að ef friður næst munum við leggja okkar fram í fjármunum til að taka þátt í eftirlitsstarfi á staðnum með sama hætti og við höfum áður gert í Bosníu,“ sagði forsætisráðherra og benti á að m.a. Solana hefði verið kynnt þessi afstaða ríkisstjórn- arinnar í heimsókn hans til Is- lands. Keflavíkur- flugvöllur hugsanlega notaður HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra sagði í gær að ís- lensk stjómvöld styddu fyrir- hugaðar hemaðaraðgerðir Atl- antshafsbandalagsins gegn Jú- góslavíu þrátt fyrir að þau von- uðust til þess að eitthvað yi'ði til að koma í veg fyrir að af þeim þyrfti að verða. „Það er mjög alvarlegt að NATO geri árásir á ríki sem ekki hefur gert árás á aðildarríki þess en hér er um mjög sérstak- ar aðstæður að ræða,“ sagði hann. „Arásimar em örþrifaráð sem gripið er til þar sem við telj- um að okkur beri að standa með bræðmm okkar í Kosovo.“ Þá sagði Halldór það hafa leg- ið fyiir mánuðum saman að ís- lensk stjómvöld muni veita heimild til þess að Keflavíkur- flugvöllur yrði notaður í tengsl- um við hernaðaraðgerðirnai' ef þess gerðist þörf. Tveir úrskurð- aðir í gæslu- varðhald RÚMLEGA fertugur karlmaður vai- úrskurðaður í fyrrakvöld í gæsluvarðhald til 6. april næst komandi, í svo kallaða síbrota- gæslu, að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Maðurinn var handtekinn í tengslum við rannsókn lögregl- unnar á auðgunarbroti sem snýst meðal annars um vörur sem sviknar hafa verið út úr verslunum og fyrirtækjum. Alls er verðmæti þess varnings sem um ræðir talið nema um Geimur milljónum króna. Maðurinn er einnig talinn tengjast ýmsum öðrum málum sem lögreglan hefur til rannsóknar, þar á með- al fíkniefnamálum. Einn maður er þegar í gæsluvarðhaldi vegna málsins. heimilisbankinn www.bi.is a rettn ókeypis aðgangur til ársins 2000 ff, S k í m ®BÚNAÐARBANKINN Tmustur banld mánaða internettenging fylgir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.