Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 10

Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRETTIR MARGRÉT Frímannsdóttir kynnti stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar á fundi með fréttamönnum í gær. Morgunblaðið/Golli Samfylkingin kynnir stefnuyfírlýsingu sina vegna alþingiskosninganna í vor Kostnaður talinn 35 millj- arðar á kjörtímabilinu Samfylkingin vill koma á nýju stjórnkerfí fískveiða í síðasta lagi árið 2002, stórauka fjárfestingu í menntun, lengja fæðingaror- lof, afnema tengingu örorku- og ellilífeyris- bóta við tekjur maka og koma á fót jafn- réttisráðuneyti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stefnuyfírlýsingu Samfylk- ingarinnar, sem Margrét Frímannsdóttir kynnti í gær. Aætlaður kostnaður við að- gerðirnar sem boðaðar eru nemur um 35 milljörðum kr. Ómar Friðriksson var á fréttamannafundi Samfylkingarinnar. MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins og for- svarsmaður Samfylldngarinnar, kynnti stefnuyfirlýsingu Samfylk- ingarinnar á fréttamannafundi í gær. Um er að ræða sex mála- flokka sem Margrét sagði að brýn- ast væri að taka á á næsta kjör- tímabili og Samfylkingin teldi að kosið yrði um í komandi Alþingis- kosningum. Ekki vikið að utanríkismálum Ekkert er vikið að utanríkismál- um í stefnuyfirlýsingunni en Mar- grét sagði að um þau mál yrði fjall- að í verkefnaskrá Samfylkingar- innar, sem væri ekki frágengin en yrði dreift síðar. Aðspurð tók hún fram að ekki væri stefnt að því að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu á næsta kjörtímabili og ekki yrðu teknar ákvarðanir um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu. Gerðar eru m.a. tillögur um breytingar í skattamálum, velferð- armálum, menntamálum og fleiri málaflokkum. Að sögn Margrétar er áætlað, samkvæmt sérstöku kostnaðarmati, að heildarkostnað- ur við þær aðgerðir sem Samfylk- ingin vill ráðast í á næsta kjörtíma- bili nemi tæpum 35 milljörðum króna. Á móti komi hins vegar auknar tekjur vegna nýrra tekju- stofna, sparnaður vegna hagræð- ingar o.fl. aðgerða. Tók Margrét fram að Samfylkingin stefndi að því að ríkissjóður yrði rekinn halla- laus á næsta kjörtímabili. „Við er- um að tala um kostnað upp á um 8 milljarða á ári sem felast í þeim til- lögum sem hér hafa verið lagðar fram. Til samanburðar má nefna að á því kjörtímabili sem nú er að ljúka, eru sambærilegar tölur upp á 53 milljarða króna. Við eram því með um það bil 25 milljarða minni útgjaldaaukningu en verið hefur í tíð ríkisstjórnarinnar," sagði hún. Fram kom í máli hennar að að- gerðir sem boðaðar eru í mennta- málum og menningu á næsta kjör- tímabili muni fela í sér um níu milljarða aukin útgjöld á næsta kjörtímabili. Aðgerðir í jafnréttis- málum, sem fela m.a. í sér breyt- ingar á fæðingarorlofi, byggðamál- um, stofnun jafnréttisráðuneytis, þróunaraðstoð o.fl., fela í sér aukin útgjöld upp á 8,3 milljarða kr. Þá munu framlög til velferðar-, félags- og heilbrigðismála aukast um 16,5 milljarða verði aðgerðum sem boð- aðar era í stefnuyfirlýsingunni hrint í framkvæmd og útgjalda- aukning vegna annaira málefna nemur 1,2 milljörðum kr., að sögn Margrétar. Samfylkingin vill stórauka fjár- festingu í menntun og menningu á næsta kjörtímabili. í stefnuyfirlýs- ingunni segir: „Skólakerfið, allt frá leikskólum til háskóla, þarf að bæta. Sveitarfélögum verður að gera kleift að efla grunnskólann þar til námsárangur jafnast á við það sem best gerist annars staðar. Bjóða verður upp á skemmri námsbrautir á framhalds- og há- skólastigi. Efla þarf vísindarann- sóknir og þróunarvinnu og styrkja starfsemi Háskóla Islands og ann- arra háskóla. Auka verður tölvu- kennslu í skólum og meðal al- mennings, beita nýrri upplýsinga- tækni til hins ýtrasta í þágu menntunar og atvinnulífs og tryggja aðgang allra að upplýs- ingahraðbrautinni. Það er enn- fremur sameiginlegt verkefni hins opinbera, samtaka launafólks og atvinnufyrirtækja að veita öllum möguleika á símenntun og starfs- menntun. Með þessu er traustur grunnur lagður að hagsæld til framtíðar, unnið gegn atvinnuleysi og stuðlað að því að hæfileikar hvers og eins fái notið sín.“ Auðlindagjald skili þremur milljörðum á ári í kafla um auðlindir í sameign þjóðarinnar segir m.a. að tekið verði sanngjamt gjald fyrir not af þeim. Fram kom í máli Margrétar að auðlindagjaldið myndi skila þremur milljörðum króna á ári. Margrét sagði að í stefnuyfirlýs- ingunni fælist að kvótakerfið yrði endurskoðað og nýtt kerfi tekið upp árið 2002. „Fram að þeim tíma að nýtt kerfi verður til, viljum við grípa til ráðstafana sem verða meðal annars til miðað við dóm Hæstaréttar. Við viljum setja við- bótaraflaheimildir á leigumai’kað og síðan komi 5-10% aflaheimilda á uppboðsmarkað á hverju ári,“ sagði hún. Margrét sagði að við út- færslu þessa væru byggðasjónar- mið höfð í huga og einnig þau sjón- armið að hver einstaklingur eða út- gerð gæti ekki tekið of mikið til sín af þeim kvóta sem færi á uppboðs- markaði hverju sinni. „Við setjum fram mjög skýr markmið í okkar sjávarútvegs- stefnu, sem við viljum ná sem mesti’i sátt um. Þegar við tölum um þjóðai-sátt þýðir það að við vilj- um fá sem flesta hagsmunaaðila, sem þama koma að málum, að borði til þess að leiðrétta það mis- rétti sem núvei’andi sjávarútvegs- kerfi hefur í för með sér. Með því að taka viðbótarheimildimar og setja þær á uppboðsmarkað eru það mjög skýr skilaboð af okkar hálfu að við stefnum að því að af- leggja algerlega eignarhaldið sem hefur myndast. Allt brask verður bannað," sagði Margrét. Afnám tekjutengingar elli- og örorkulífeyrisbóta Boðuð er endui’nýjun velferðar- þjónustunnar í stefnuyfirlýsing- unni. Einnig er boðuð stofnun jafnréttisráðuneytis. „Það er ekki síst mikilvægt fyrir ungt fólk að hægt sé að samræma fjölskyldu- ábyrgð og virka þátttöku í at- vinnulífinu. Til að svo megi verða þarf að lengja fæðingaroi’lof og samræma rétt allra, óháð kyni eða atvinnugrein, til launaðs fæðingai’- orlofs. Þá þarf að skapa fólki tæki- færi til að nýta rétt sinn til for- eldraorlofs og auka sveigjanleika á vinnumarkaði," segir í yfirlýsing- unni. „Samfylkingin telur sjálfsagt að samtök aldraði’a og öryrkja taki þátt í samningum um hagsmuna- mál þeirra. Hún vill láta bætur al- mannatrygginga fylgja almennum launahækkunum og afnema teng- ingu öroi’kubóta og ellilífeyris við tekjur maka. Samfylkingin ætlar að tryggja að heilbi-igðisþjónustan fái fjár- muni til þess að vinna þau verkefni sem stjórnvöld krefjast af henni með lögum og reglum. Hún vill af- nema komugjöld í heilsugæslu og minnka hlut sjúklinga í greiðslum fyrir ýmsa séi'hæfða heilbrigðis- þjónustu. Samfylkingin telur nauð- synlegt að stofnað vei’ði á ný til fé- lagslegra valkosta í húsnæðismál- um og tryggt, að félagsleg ún-æði falli sem best að þöifum fólks á hverjum tíma. Leiguhúsnæði verði raunhæfm- kostur fyrir þá, sem annaðhvoi’t vilja ekki eða geta ekki eignast eigið húsnæði," segir þar ennfremur. Ofluga byggðakjai-na „Samfylkingin vill ti’eysta byggð í landinu með átaki í samgöngu- málum, sem miði að öflugum byggðakjömum og stærri atvinnu- svæðum, jafna búsetuskilyrði, auka opinbera þjónustu, byggja upp menntastofnanir og auka stuðning við menningai’starfsemi," segir m.a. í kafla um byggðamál. „Einnig verður að tryggja að stjórnkerfi fiskveiða og skipulag landbúnaðar treysti undirstöður byggðar í land- inu. Almannatryggingakei’fið á að taka þátt í að greiða kostnað sem fólk þarf að bera þegar það þarf að leita lækninga fjaxri heimabyggð. Ennfremur verður að draga veru- lega úr þeim kostnaði sem nem- endur bera af því að sækja sér menntun fjarri heimabyggð, m.a. með breytingum á lögum um lána- sjóð námsmanna. Jafnframt verður að tryggja með löggjöf að stjórn- kerfið allt sé meðvitað um hvaða áhrif aðgerðir þess og ákvarðanir þess hafa á byggðaþi’óun," segir í yfii’lýsingunni. 12 mánaða fæðingarorlof Margrét sagði að með þeim að- gerðum sem Samfylkingin boðaði væri hún í raun að svar-a strax að hluta til þeim kröfum sem gerðar verða á ríkið þegar aðilar vinnu- markaðarins endurnýja kjai'a- samninga á næsta ári. Benti hún í því sambandi á boðaðar aðgerðir m.a. varðandi afnám tekjutenging- ar vegna tekna maka, 12 mánaða fæðingarorlof með sjálfstæðum í’étti feði’a til töku þriggja mánaða orlofs, sveigjanlegan vinnutíma, breytingar á bamabótum, auk að- gerða í húsnæðismálum og heil- brigðismálum. Margi’ét var spurð til hvaða ráð- stafana Samfylkingin vildi gi’ípa vegna viðvarana sem komið hafa fram um hættu á aukinni þenslu í hagkerfinu. „Ég held að hættan sé kannski mest í munni forsætisi’áð- hen-a vegna þess að þetta enda- lausa tal um möguleikana til fjár- festinga og góðærið hefur orðið ákveðinn þensluvaldur. Það þai’f að taka þarna verulega á og hvetja til sparnaðar. En ég vek athygli á að það er ekki mikið um beina fjár- festingu í tillögum okkar, heldur er þarna fyrst og fi’emst um að i-æða breytingar á framkvæmd," sagði hún. Gagnrýndi hún yfii'lýs- ingar af hálfu ríkisstjórnarinnar á undanförnum vikum sem hefðu í för með sér venxleg útgjöld fyrir ríkissjóð og sveitarfélög, og oft á tíðum óútfylltar ávísanir í aðdrag- anda kosninganna. „Ég tel að þetta sé afar hættulegt og að við eigum að taka fullt mark á þeim viðvörunum sem við höfum feng- ið,“ sagði Margrét. „Samfylkingin sker sig fyrst og fi’emst úr varðandi það að við erum með stefnu í átt til jöfnuðar og réttlætis en misskipting hefur auk- ist vei'ulega í tíð þessarar xikis- stjói'nar. Við erum með tölulegar staðreyndir þar um. Allar okkar tillögur og verkefni á komandi kjörtímabili lúta að því að leiðrétta ýmislegt sem gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjómai' og leiðrétta kjörin og jafna þau,“ sagði Mar- grét.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.