Morgunblaðið - 25.03.1999, Síða 11

Morgunblaðið - 25.03.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 11 FRÉTTIR Stefnuyfírlýsing um auðlindir Þjóðarsátt um breytt stjórn- kerfí fískveiða Samkeppnisstofnun um ósk Landssímans Tilmæli meðan málið er rannsakað HÉR fer á eftir sá kafli úr stefnuyf- irlýsingu Samfylkingarinnar sem fjallar um sjávarútvegsmál og skip- an auðlinda og umhverfísmála. „Samfylkingin boðar réttláta og skynsamlega skipan í auðlinda- og umhverfismálum. Hún vill að eignar- hald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum lands og sjávar verði tryggt í stjórnarskrá og að tekið verði sanngjarnt gjald fyi-ir not af þeim, m.a. til þess að standa straum af þeim kostnaði sem þjóðin ber af nýtingu þeirra og stuðla að réttlótri skiptingu á afrakstri auðlinda. Sam- fylkingin vill ná þjóðarsátt um breytt stjórnkerfi fiskveiða í síðasta lagi ár- ið 2002. Markmið slíki’ar sáttar eiga að vera vemdun nytjastofna, hag- kvæm nýting þeirra, traust atvinna og öflug byggð í landinu. Jafnframt að gætt sé jafnræðis þegnanna til nýtingar á auðlindinni. Meginatriðin í slíkri sátt eru að tryggja fjölbreytni í útgerð og vinnslu, stuðla að fullvinnslu afla inn- anlands, auka nýsköpun í atvinnu- gi’eininni, hvetja til nýtingar nýrra tegunda, efla fiskmarkaði, viðhalda öflugri smábáta- og bátaútgerð á grunnslóð, taka tillit til umhverfis- sjónarmiða, m.a. um orkunotkun og áhrif á lífríki, auðvelda aðkomu nýrra aðila að greininni, koma í veg fyrir samþjöppun aflaheimilda á fáar hend- ur og koma í veg fyrir að eignarréttur geti myndast á fiskistofnum. Einnig að treysta byggð í landinu með því að stuðla að eðlilegri dreifingu aflaheim- ilda með úthlutun byggðakvóta eða öðrum sambærilegum hætti. A meðan unnið er að fyrrgreindri sátt verða þær breytingar gerðar á núverandi kerfi, að haustið 1999 verður sá hluti aflaheimilda, sem nemur aukningu frá fyrra ári, leigð- ur til eins árs á opinberu uppboði. Frá haustinu 2000 aukist þessi leigu- kvóti árlega um 5-10% af úthlutuð- um aflaheimildum þai- til ákvörðun hefur verið tekin um nýtt stjórn- kerfi. Slíkan leigukvóta verður ekki heimilt að framselja. Takmarkað verður hversu mikið einstakir aðilar geta leigt af aflaheimildum við slík SAMFYLKINGIN vill breyta lögum um fjármagnstekjuskatt á þann hátt að sett verði frítekjumark á vaxta- tekjur og að þær tekjur sem og aðr- ar fjármagnstekjur sem eru umfram frítekjumarkið verði skattlagðar eins og um venjulegar atvinnutekjur sé að ræða. „Við erum fyrst og fi’emst að tala um að skattleggja eignafólk en ekki eðlilegan spamað, þannig að það yrði sett eðlilegt frítekjumark þai’,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, þeg- ar hún kynnti stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar í gær. Samfylkingin vill gera miklar breytingar á skattkerfinu, koma á fjölþrepa skattkerfi og stokka upp ríkisfjármálin, að sögn Margrétai’. Hún lagði áherslu á að Samfylkingin vildi rétta hlut svokallaðra milli- tekjuhópa sem ættu að njóta meira réttlætis í skattkerfinu því núver- andi kerfi hefði bitnað mjög illa á þessu fólki, sérstaklega á ungu barnafólki. Að hennar sögn leggur Samfylk- ingin til hækkun tryggingagjalds um tæplega eitt prósentustig. Einnig er uppboð og þess jafnframt gætt að tillit sé tekið til byggðarlaga sem höllum fæti standa vegna skorts á aflaheimildum. Á meðan þessi aðlög- unartími varir skal sérstaklega gætt að stöðu báta- og smábátaútgerðar. Öflugur landbúnaður er ein af meg- instoðum byggðar í landinu. Sam- fylkingin vill hefja sókn til endur- reisnar íslenskum landbúnaði. Á gildistíma núgildandi búvörusamn- inga skal nota svignímið til að vinna að heilbrigðu samræmi milli fram- leiðslu og markaðar, auka vistvæna og lífræna framleiðslu, efla búgrein- ar eins og garðyrkju, ylrækt, skóg- rækt og ferðaþjónustu, styrkja mennta- og rannsóknastofnanir landbúnaðar og auka samráð milli ríkisvalds, sveitarfélaga, bænda og neytenda um landbúnaðarmál. Sam- fylkingin vill að íslendingar verði öðrum þjóðum fordæmi í umgengni við landið og auðlindirnai’. Hún legg- ur áherslu á vemd ósnortinna víð- ema landsins, minja og landslags, fjölgun þjóðgarða, almannarétt og alþjóðlegar skuldbindingar á sviði náttúruverndar. Við skipulag og stjórn hálendisins verði náttúru- vernd höfð að leiðarljósi og aðgangur almennings að skipulagstillögum tryggður. Sérstakt átak verður gert i að vinna gegn mengun hafsins, m.a. með aukinni baráttu gegn lífrænum, þrávirkum efnum. Samfylkingin vill að mat á um- hverfisáhrifum framkvæmda, sem geta haft veruleg áhrif á náttúrufar og landnotkun, sé meginregla. Hún vill að Islendingai’ undh’riti Kyoto- bókunina um losun gróðurhúsaloft- tegunda. Einnig að sett verði heild- arlöggjöf um vernd og nýtingu líf- rænna auðlinda og gerð fram- kvæmdaáætlun um verndun og nýt- ingu þeirra á gi’undvelli Ríó-samn- ingsins. Nýsettum lögum um rann- sóknir og eignarhald á auðlindum í jörðu ber að breyta til að tryggja þjóðareign á sameiginlegum auðlind- um og móta sjálfbæra orkustefnu með forgangsröðun um nýtingu og verndun vatnsfalla og jarðhita- svæða.“ lagt til að tekin verði upp umhverfis- og mengunargjöld, sem skila eiga um einum milljarði króna, að því er fram kom í máli hennar. I stefnuyfirlýsingunni segir: „Samfylkingin vill endurskoða tekju- öflunai’kerfi ríkisins og gera tekju- skattskerfið að raunverulegu tæki til tekjujöfnunai’. Hún vill taka upp fjöl- þrepa tekjuskattskerfi þai’ sem skatthlutfall lækkar eftir því sem tekjur lækka og setja heildarlöggjöf um umhverfis- og mengunarskatta. Samfylkingin vill breyta lögum um fjái’magnstekjuskatt þannig að sett verði frítekjumark á vaxtatekjur, en þær og aðrar fjármagnstekjur um- fram það verði meðhöndlaðar eins og atvinnutekjur. Samfylkingin vill bæta stöðu bai’nafólks verulega með hækkun ótekjutengdra bai’nabóta og heimila foreldrum að nota ónýttan persónuafslátt barna að 18 ára aldri. Ennfremur að dregið verði verulega úr jaðarskattaáhrifum, sérstaklega hvað varðar áhrif tekjutengingar á trygginga- og bótagreiðslur. Húsa- leigubætur skulu vera skattfrjálsar," segir í stefnuyfirlýsingunni. „VIÐ fengum kvörtun í haust vegna lækkunar Landssímans á GSM- gjöldum sínum og beindum þá þeim tilmælum til Landssímans að hann héldi að sér höndum í þessum efn- um meðan málið væri í rannsókn. Henni lýkur væntanlega í næsta mánuði og við höfum því ekki bann- að Iækkun heldur erum með málið í rannsókn," sagði Guðmundur Sig- urðsson, forstöðumaður samkeppn- issviðs Samkeppnisstofnunar, er hann var spurður um þau ummæli stjórnarformanns Landssíma Is- lands hf. á aðalfundi fyrirtækisins í fyrradag að samkeppnisyfirvöld stæðu í vegi fyrii’ verðlækkunum. Guðmundur Sigurðsson rifjaði það upp að undanfarin ár hefði Samkeppnisstofnun afgreitt alls 18 mál er vörðuðu Landssímann og forverann, Póst og síma. „í yfir- gnæfandi meirihluta tilvika var samkeppnisráð knúið til að beina fyrirmælum til fyrirtækjanna um að breyta hegðun vegna þess að þá höfðu þau verið að misnota stöðu sína á markaðnum." Taldi hann að áðurgreind ummæli Þórarins V. Þórarinssonar, stjórnarformanns Landssímans, mörkuðust af ákveðnum pirringi yfir því að þeim fyndist Samkeppnisstofnun sífellt vera að angra fyrirtækið. Ástæða til rannsókna í ljósi reynslunnar Guðmundur sagði að Samkeppn- isstofnun hefði á liðnu hausti feng- ið kvörtun frá samkeppnisaðila Landssímans, Tali, þess efnis að Landssíminn hefði verið að lækka HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra segir að 500 milljóna króna viðbótarframlag til vegamála í dreifbýliskjördæmunum á þessu ári verði að hluta til fjármagnað með lántökum og hluta til með framlög- um úr vegasjóði en viðbótarfram- lögin á næstu þremur árum verði eingöngu fjármögnuð með fé úr vegasjóði. Samtals hefur ríkisstjómin ákveð- ið tveggja milljarða króna viðbótar- framlag til vegamála á næstu fjórum GSM-gjöld sín til að hamla sam- keppni með því að koma keppi- nautnum út af markaðnum. „Við töldum í ljósi reynslunnar fulla ástæðu til að rannsaka málið og fórum þess á leit að Landssíminn héldi að sér höndum varðandi lækkanir meðan á rannsókn stæði en hún hefur tekið lengri tíma en við ráðgerðum," sagði Guðmundur og ítrekaði að þarna hefði verið um tilmæli að ræða til Landssímans en ekki fyi-irmæli. Hann býst við nið- urstöðu í málinu seint í næsta mán- uði. Guðmundur kvaðst ekki útiloka að tilmæli um að bíða með lækkun DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að gagnrýni bankastjómenda á nýjar reglur Seðlabanka Islands um Iausafjárskyldu bindiskyldra lána verði að skoða mjög nákvæmlega og einkum hvort þær reglur eigi ekki lengur við „miðað við miklu opnai’a og frjálsara bankakerfi í dag heldur en áður þegar sömu reglum var beitt“. Gagnrýni þessi kom m.a. fram í máli Vals Valssonar bankastjóra Is- landsbanka hf. á aðalfundi bankans á mánudag. Sagði hann m.a. að um- árum í dreifbýliskjördæmum lands- ins eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær. Halldór bendir þó á að á þessari stundu liggi ekki fyrir hversu mikil lántakan þai’f að vera vegna framlagsins í ár en ítrekar að framlagið hin þrjú árin rúmist innan langtímaáætlunar vegasjóðs. Halldór leggur áherslu á að sam- þykkt ríkisstjórnarinnar um viðbót- arfé til vegamála sé í samræmi við tillögu byggðanefndar sem skipuð hafi verið í kjölfar hugmynda kjör- gjalda yrðu afturkölluð þegar rann- sókn væri lokið en vildi að öðru leyti ekki velta vöngum yfir væntanlegri niðurstöðu. „Stefna Landssíma Islands hf. er að lækka GSM símagjöldin en þar sem óhóflegur dráttur hefur orðið á þvf að Samkeppnisstofnun komist að niðurstöðu höfum við litið svo á að fyrirtækið sé ekki lengur bundið af þessum tilmælum," sagði Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála Landssím- ans. Ólafur kvaðst ekki geta til- gi-eint tímamörk í þessu sambandi en taldi að skammt yrði að bíða gj aldskr árlækkunar. ræddar reglur útilokuðu nánast bæði langtíma- og skammtímamarkaði og svokallaða Reibor-vexti í millibanka- viðskiptum. Davið taldi á hinn bóginn, í samtali við Morgunblaðið í gær, að það hefði verið rétt mat hjá Seðlabankanum að gn'pa til aðgerða svo sem að hækka vexti bankans. „En hvort þessi teg- und aðgerða [reglur um lausafjár- skyldu lánastofnana] sé orðin úrelt er annað mál sem við þurfum að fara betur yfir,“ sagði hann en minnti á að úrræði bankans væru takmörkuð. dæma- og kosningalaganefndar um breytta kjördæmaskipan landsins. Allir þingflokkar á Alþingi hafi átt fulltrúa í byggðanefnd sem skipuð hafi verið 15. október sl. Formaður nefndarinnar var Einar K. Guð- finnsson alþingismaður, en í tillög- um hennar var kveðið á um að við- bótarfénu yrði varið í vegafram- kvæmdir á svæðum þar sem íbúa- þróun væri alvarleg og vegagerð væri líkleg til þess að hafa áhrif á byggðaþróun. Fjármagnstekjur yfír frítekjumarki verði skattlagðar sem atvinnutekjur Halldór Blöndal um viðbötarfé til vegamála Akvörðun sem tekin var af nefnd allra þingflokka Davíð Qddsson forsætisráðherra Skoða þarf reglur um lausafjárskyldu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.