Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 14

Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ h Fjölsóttur borgarafundur um framtíð Akureyrarvallar Morgunbláðið/Kristján FRAMTIÐ Akureyrarvallar var rædd á borgarafundi í Sjallanura í fyrrakvöld, þeir Kristján Þór Júhusson bæjarsljórí, Árni Ólafsson skipu- lagsstjóri, Benedikt Guðmundsson atvinnuráðgjafi, Bragi Guðmundsson, formaður Ungmennafélags Akureyrar, og Hannes Karlsson, aðstoð- arframkvæmdasljóri verslunarsviðs KEA, sátu fyrir svörum. Stórmarkaður eða íþrótta- iðkun í hjarta bæjarins? STEFÁN Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA (t.v.) var einn þeirra sem leituðu svara við mörgum spurningum sem brenna á vörum knattspyrnuáhugamanna. Skiptar skoðanir voru meðal bæjarbúa á borgarafundi um það hvort reisa skyldi stór- markað á íþróttasvæði miðbæjarins. Þeir sem vilja aðalleikvanginn áfram á sínum stað voru meira áberandi. Margrét Þóra Þórs- dóttir sat fundinn. NDSTÆÐINGAR þess að stórmarkaður verði byggður á Akureyrar- velli höfðu sig meira í frammi á fjölsóttum borgarafundi sem haldinn var í Sjallanum í fyrrakvöld, en Útvarp Norðurlands og útvarpsstöðin Frostrásin efndu til hans. Fundarefnið var framtíð Akur- eyrarvallar en tvö fyrirtæki, Rúm- fatalagerinn og KEA Nettó, hafa sótt um leyfi til að byggja 12 þús- und fermetra verslunarhúsnæði á vellinum. Vinnuhópur á vegum skipulagsnefndar bæjarins hefur að undanfórnu skoðað ýmsar hliðar málsins og er gert ráð fyrir að hann Ijúki störfum innan skamms, þá hefur íþrótta- og tómstundaráði verið falið að gera áætlun um hvað kostar að reisa ný íþróttamann- virki annars staðar verði aðalvöll- urinn lagður niður. Um mikið hita- mál er að ræða á Akureyri og sitt sýnist hverjum, ýmist þykir mönn- um hugmyndin fráleit eða frábær, en þeir sem eru þeirrar skoðunar benda á að ekki veiti af þeirri inn- spýtingu sem fjárfesting af þessu tagi myndi hafa í fór með sér. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, sagðist líta svo á að ósk fyrirtækjanna tveggja um hvort hægt sé að útvega þeim um- rædda lóð undir verslunarhúsnæði feli ekki í sér neina afarkosti fyrir íþróttafélögin. „Það er engan veg- inn verið að stilla fólki upp gagn- vart einhverjum afarkostum,“ sagði Kristján. „Ég vil að málið verði skoðað fordómalaust frá öll- um hliðum. Ég er hlynntur því að fyrirtækjum sé kleift að fjárfesta hér í bænum fyrir nokkur hundruð milljóna króna. Við þurfum ein- faldlega á því að halda að auka okkar skatttekjur,“ sagði Kristján og kvað ekkert mæla á móti því að aðalleikvangur bæjarins yrði byggður upp annars staðar, vildu menn á annað borð hafa slíkan leikvang. Benedikt Guðmundsson atvinnu- ráðgjafí sagði að ef tekin yrði ákvörðun um að leggja íþróttavöll- inn niður yrðu bæjaryfirvöld jafn- framt að hafa tilbúna áætlun um gerð sambærilegs eða betra svæðis í hans stað. Eins og staðan væri nú gætu hvorki KA- né Þórs-svæðin tekið við því starfí sem fram færi á Akureyrarvelli. Taldi Benedikt að uppbygging nýs aðalvallar ásamt byggingu fjölnota íþróttahúss myndi kosta um einn milljarð og þó svo að Akureyringar skulduðu lítið og margir bentu á að í lagi væri að taka lán til framkvæmda væru bæjarbúar örugglega ekki sam- mála því að nota þá alla í fram- kvæmdir á íþróttasviðinu. Stórfyrirtæki setja aðalskipulag í uppnám Bragi Guðmundsson, formaður Ungmennafélags Akureyrar, sagði afskaplega einkennilegt að stórfyr- irtæki gætu sett aðalskipulag bæj- arins í uppnám. Hann sagði frjálsí- þróttaaðstöðu á Akureyrarvelli vissulega þurfa endurbóta við, en á vellinum væru mikilvæg mann- virki. Það sem þó skipti mestu í sínum huga væri spurningin um hvort Akureyringar vildu aðalleik- vang í bænum eða ekki. Stórvið- burðir á íþróttasviðinu nytu sín betur þar en á félagssvæðum og hvatti Bragi því til þess að leik- vangurinn yrði byggður myndar- lega upp í stað þess að leggja hann undir stórmarkað. Bragi taldi það vissulega gott ef fyrirtæki vildu fjárfesta í bænum, „en mér finnst það nú ekki mikill vilji til fjárfestinga ef þessi stórfyr- irtæki geta ekki hugsað sér að fjár- festa nema einmitt í þessari lóð. Það eru margar aðrar lóðir til í bænum og vegalengdirnar hér eru ekki slíkar að það skipti öllu máli hvar þessar verslanir eru, við ök- um þangað á bílum,“ sagði Bragi. Hann benti á að óhemju fé kostaði að byggja upp nýjan aðalvöll, en tiltölulega lítið að gera nauðsynleg- ar breytingar á þeim sem fyrir er. Óviðunandi aðstaða og stækkun því nauðsynleg „Við sóttum um þessa lóð fyrst og fremst af rekstrarlegum for- sendum,“ sagði Hannes Karlsson, aðstoðarframkvæmdastjóri versl- unarsviðs KEA. Hann sagði KEA Nettó nauðsynlega þurfa að stækka við sig, núverandi húsnæði væri um 1.350 fermetrar og velta síðasta árs hefði verið um 1.300 milljónir, eða 100 milljónir á fer- metra. „Þetta er aðstaða sem við getum ekki búið við mjög lengi,“ FERMINGARTILBOÐ FOTONEX 101ix APS Sjálfvirkur fókus Sjálvirkt ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Dagsetning Taska fylgir FUJIFILM NEXIA filma fylgir Verð aðeins kr. 9.990 vs&mzEísföm Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 sagði Hannes. Akureyrarvöllur væri albesta svæðið sem völ væri á í bænum og verslunin vildi vera þar sem fólkið er flest eða mið- svæðis í bænum. Sagði Hannes að fengist leyfi til að byggja á íþrótta- vellinum myndi strax verða hafíst handa, Rúmfatalagerinn myndi eiga bygginguna en KEA leigja pláss í húsinu. Árni Ólafsson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, sagði að undan- farna áratugi hefði þróunin orðið sú að stórverslanir hefðu leitað út úr bæjunum, þar sem landrými er nægt og gott pláss fyrir bílastæði. Víða væri verið að reyna að snúa þessari þróun við með handafli, fá stórmarkaðina nær miðbæjunum. Sjálfur hefði hann áhuga á að stuðla að minni umferð. Greindi skipulagsstjóri frá því að um breytingu á aðalskipulagi væri að ræða sem um giltu ákveðin lög sem tryggðu lýðræðislega umfjöll- un og afgreiðslu, þannig að slík breyting gæti aldrei farið fram hjá bæjarbúum. Aðalleikvangur á Melgerðismelum? Fjölmai-gir fundarmanna tóku til máls, en m.a. spurði Jón Hjaltason ^ hvort ekki væri til önnur lóð undir ■ „svona höll“ en íþróttavöllurinn. Ifi Tómas Ingi Olrich taldi óskynsam- p legt að einblína eingöngu á völlinn og spurði hvort menn hefðu skoðað aðra kosti í miðbænum sem og að byggja bílastæðahús. Sýrulist hon- um deilur um málið komnar á það stig að stefndi í óefni. Skipulags- stjóri sagði að fyrirtækin bæði hefðu áform um að stækka við sig og myndu eflaust gera það hvort « sem þau fengju völlinn eður ( Ýmsir möguleikar hefðu ver skoðaðir, m.a. bílastæðið austan við “ Skipagötu. Hannes sagði íþrótta- völlinn ekki einu lóðina sem til gi-eina kæmi en hún væri hins veg- ar besti kosturinn. Benedikt Guð- mundssson dró mjög í efa að svo væri, benti á slæma aðkomu úr suðri og að Glerárgata væri þjóð- vegur í þéttbýli. Ævarr Hjartarson kvaðst tals- j maður þess að nýta íþróttavöllinn < undir annað, en að sínu mati væri ( nýting vallarins lítil, engum væri hleypt inn á völlinn fyrr en eftir 17. júní og tímabilið væri búið í sept- ember. Menn væru hræddir um að stórmarkaðurinn dræpi miðbæinn, en hann sæi ekki hvernig hægt væri að drepa eitthvað sem þegar væri dautt. Benti Ævarr á að ákjósanlegt væri að byggja nýjan k aðalleikvang á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit, en einnig var á J ; fundinum bent á uppbyggingu slíks W leikvangs á Hrafnagili. Urðu marg- ir, einkum þeir sem tengjast frjáls- um íþróttum, til að mótmæla öllum slíkum hugmyndum. Myndu Akureyringar mótmæla Akureyrarkirkju? Stefáni Gunnlaugssyni var heitt í hamsi og vildi fá að vita hver það hefði verið innan bæjarkerfisins sem bent hefði á Akureyrarvöll sem svæði undir stórmarkað. Hann sagði völlinn þann eina utan höfuð- borgarsvæðisins þar sem hægt væri að leika landsleiki og þá mót- mælti hann því að völlurinn væri lítið nptaður, ofnotkun væri nær lagi. Óviðunandi ástand væri í knattspyrnunni, þegar væri búið að leggja mður Sanavöllinn og MA- L völlinn og íþróttaskemman heyrði brátt sögunni til, en ekkert nýtt jj hefði komið í staðinn. „Það er ekki jp hægt að bjóða upp á þetta,“ sagði Stefán og fannst sem verið væri að etja saman vinsælum fyrirtækjum í bænum og íþróttafólki. Skoraði hann á bæjaryfirvöld að láta gera skoðanakönnun á vilja bæjarbúa í málinu, sjálfur væri hann ekki í vafa um að mikill meirihluti væri á móti þessu ráðslagi. Árni skipu- lagsstjóri sagði á fundinum að hann væri viss um að Akureyring- ar myndu mótmæla Akureyrar- kix-kju á núverandi stað væri hún óbyggð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.