Morgunblaðið - 25.03.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.03.1999, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Milosevic býður NATO birginn en kann að ljá máls á friðarsamningi síðar Talinn geta misst völdin gefi hann eftir baráttulaust Loftvarnir Júgóslava Skæðustu vopn Júgóslavíuhers gegn loftárásum NATO. Vopnin eru öll sovéskrar gerðar. SA-6 flugskeyti » Gerð: Færanleg flugskeyti SFjöldi: 60 SA-6 flugskeyti, auk annarra gerða * Lengd: 6 m * Þvermál: 33 sm * Þyngd:550 kg * Hraði: 3.400 km/klst N Framleidd fyrst 1967. Notuð af mörgum bandam. Sovétríkjanna fyrrverandi. “Hæð: 18.000 m Ffugdrægni: 60 km SA-2 flugskeyti ZSU-57-2 stórskotaliðsvopn Íb Gerð: Meðaldrægt/ langdrægt flugskeyti, skotið af föstum pöllum * Fjöldi: 24 á 8 stöðum B Lengd: 11 m • Þvermál: 43 sm ■ Þyngd: 2.300 kg m Hraði: 3.700-4.200 km/klst *f Framleidd fyrst 1956. Hafa grandað nokkrum banda- rískum U-2 njósnaflugvélum ' Hæð: 28.000 m Flugdrægni: 35-50 km Heimildir: Encyclopedia of World Military Weapons, Jane’s Weapons Systems, Jane’s Armour and Artillery, The Military Balance m Gerð: Sjátfknúin tveggja hlaupa 57 mm loftvamafallbyssa ■ Fjöldi: 1,850 (57mm, 20mm and 30mm) S Lengd: 8,5 m. m Breidd: 3 m B Þyngd: 28 tonn B Hraði: 50 km/klst li Áhöfn: 6 m Framleidd fyrst 1957. Hvort hiaup skýtur u.þ.b. einu skoti á sekúndu. Skotkraftur upp í: 4.000 m ■=• Dregur: Um 5 km. Júgóslavfa ísamanburði við írak: ■ Stórskorið fjalllendi í Júgóslavíu sem skýlt getur hersveitum. ■ Júgóslavneskar hersveitir eru harðskeyttar og vel þjálfaðar. ■ Meiri úrkoma og skýjafar en er í írösku eyðimörkinni. Talið er að Slobodan Milosevic óttist að hann missi völdin í Jú- góslavíu gefi hann eftir í Kosovo-deilunni bar- áttulaust og hugsanlegt þykir að hann ljái máls á að undirrita friðar- samning eftir að loft- árásir NATO hefjast, einkum ef honum tekst að uppræta Frelsisher Kosovo. Markmið Serba „Betra er að falla í orrustu en að lifa í vansæmd. Við reynum að lok- um að sætta okkur við píslarvættið og lifa að eilífu í himnaríki.“ Þetta á prins Serba, Lazar, að hafa sagt kvöldið áður en afdrifai-fk orrusta þeirra og Tyrkja um Kosovo hófst árið 1389. Prinsinn féll í orrustunni og Serbar biðu ósigur. Sex öldum síðar komst Slobodan Milosevic, þá kerfiskarl í kommún- istaflokknum, til valda í Júgóslavíu með því að boða þjóðemishyggju og lofa því að Serbar myndu aldrei gefa Kosovo og fleiri landsvæði sín eftir. Hann hét því að vernda gömlu Júgóslavíu en tíu árum síðar leyst- ist sambandsríkið upp í fimm ríki og Serbar búa sig aftur undir úrslita- orrustu um Kosovo. Orð Lazars prins gætu nú verið vígorð Milosevic og stuðnings- manna hans. í nýjasta stefi júgóslavneska ríkissjónvarpsins eru Serbar hvattir til að fórna sér fyrir hið helga land sitt ,jafnvel þótt himnarnir opnist og dómsdagur hefjist“. Dragoljub Ojdanic hers- höfðingi, forseti júgóslavneska her- ráðsins, hefur sagt hermönnum sín- um að búa sig undir „píslarvættis- dauða“. Reynt að endurvékja dýrkunina Þegar Milosevic komst til valda var hann nánast dýrkaður sem átrúnaðargoð en lýðhylli hans hefur minnkað eftir að Serbar misstu landsvæði sín í Króatíu og Bosníu. Þótt forsetinn sjáist sjaldan opin- berlega hefur hann reynt að endur- vekja persónudýrkunina. „Eg elska þig, forseti minn, ég elska þig, jafnvel þótt ellilífeyrir minn sé rýr og ég hafi aðeins 50 dín- ara [andvirði tæpra 300 króna] í vasanum," hrópaði serbnesk kona á útifundi sem stjórnvöld í Belgrad stóðu fyrir nýlega. „Slobo, Slobo,“ hrópa stuðningsmenn forsetans á íþróttaleikvöngum. Jafnvel dyggustu stuðningsmenn forsetans viðurkenna þó að það er liðin tíð að þúsundir manna komi saman til að hylla hann. Þeir eru ekki margir sem sækja útifundi til stuðnings forsetanum og stjórnvöld þurfa að flytja þá þangað með rút- um. Ríkisfjölmiðlamir í Serbíu greina ekki frá fámennum mótmælafund- um, sem foreldrar ungra hermanna hafa haldið víða um landið. Þeir spyrja hvers vegna sonur forsetans, Marko, taki ekki þátt í baráttu Serba í Kosovo í stað þess að reka skemmtistað og aka um í dýrum bfl- um. Óljóst hvað vakir fyrir forsetanum Oljóst er hvers vegna Milosevic ákvað að bjóða Atlantshafsbanda- laginu birginn þrátt fyrir hótanir þess um loftárásir féllist hann ekki á að veita Kosovo víðtæka sjálf- stjórn og heimila NATO að senda 28.000 hermenn til héraðsins. For- setinn fer sjaldan úr embættisbú- stað sínum og hefur ekki ávarpað serbnesku þjóðina frá því í október. Ýmislegt þykir þó benda til þess að Milosevic óttist að staða hans sé orðin svo veik að hann kunni að missa völdin. Nokkrir yftrmenn í hernum og öryggisstofnunum Jú- góslavíu hafa verið reknir á síðustu sex mánuðum, eða síðan Milosevic lét undan þrýstingi NATO og fækk- aði hermönnum sínum í Kosovo. Þaggað hefur verið niður í óháðum fjölmiðlum landsins. Stjómendur einkabanka og stöndugra fyrirtækja hafa verið handteknir og ákærðir fyrir spillingu, en talið er að mark- miðið með handtökunum hafi í reynd verið að ná peningum til að rfldð geti staðið undir dýrum stríðsrekstri. Tveir fyrrverandi embættismenn í innsta hring Júgóslavíuforseta telja að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann gæti misst völd- in ef hann „gæfi Kosovo eftir“ bar- áttulaust. Hershöfðingjar hans hafi einnig sagt honum að herinn gæti gersigrað Frelsisher Kosovo á skömmum tíma fái hann til þess frjálsar hendur. „I augum Milosevic er þetta eins og póker,“ sagði annar embættis- mannanna fyrrverandi í samtali við Financial Times. „Hann vill að NATO geri sprengjuárásir á nokkur skotmörk í Kosovo og ætlar síðan að undirrita friðarsamning. Hann verð- ur að geta sagt eitthvað heima fyrir til að útskýra hvers vegna hann sættir sig við það sem ekki er hægt að sætta sig við. Hann hyggst -segja að hann hafi reynt að bjarga þjóð- inni. Við römbum á barmi hengiflugsins. Hætta er á að NATO haldi sprengjuárásunum áfram, eins og í Irak, og hann missi völdin." Völd Milosevic hafa minnkað Dregið hefur úr völdum Milosevic á síðustu árum og stjórn hans hefur þurft að mynda ótraust bandalög með fyrrverandi andstæðingum hans. Stjómarandstæðingar eru við völd í nokkrum stórum borgum. Svartfjallaland, eina landið fyrir ut- an Serbíu sem hefur ekki sagt skilið við Júgóslavíu, hefur lýst yfir hlut- leysi komi til stríðs við NATO og aðskilnaðarsinnar þar hafa sótt í sig veðrið að undanförnu. ,AHir vita að stefna Milosevic síð- ustu 10 árin hefur brugðist," sagði embættismaðurinn fyrrverandi. „Við eigum enga vini lengur. Rússar eru fátækir frændur og verða að hugsa um eigin hagsmuni. Lögreglumenn hugsa með sér: „Hvað geri ég nú? Hvers vegna er ég hér í Kosovo?“ Lögreglumennimir vita að þeir eru á landsvæði þar sem allir eru óvinir þeiira. Best væri að gefa Kosovo eftir til Atlantshafsbanda- lagsins og láta það um að leysa vandann. Milosevic veit þetta en það eina sem hann hugsar um er að halda sjálfur velli.“ Frelsisherinn upprættur? Wesley Clark, yfírmaður her- sveita NATO, hefur sagt að hugsan- lega vilji Milosevic uppræta Frelsis- her Kosovo áður en hann undirriti friðarsamning. „Ef til vill geta þeir það á fimm dögum, en það myndi koma mér á óvart,“ sagði hann. Bandarískir stjómarerindrekar hafa einnig skýrt frá því að Milos- evic hafi sagt fyrr í mánuðinum við Richard Holbrooke, sendimann Bandaríkjastjórnar, að öi'yggis- sveitir hans gætu upprætt Frelsis- herinn á einni viku. Clark og Jackson stjórna aðgerðum Herforingjarnir Brussel. Reuters. MIKIÐ mæðir á Bandaríkjamann- inum Wesley Clark, yfirhershöfð- ingja NATO (SACEUR), sem hef- ur yfirumsjón með loftárásum NATO á hemaðarleg skotmörk í Júgóslavíu og Bretanum Sir Mich- ael Jackson, undirhershöfðingja, sem mun sfjórna innrás landhers NATO ef fyrirskipun um það berst frá yfírherstjórninni. Hinn fimmtugi Wesley Clark er í daglegu tali kallaður „foring- inn“, í höfuðstöðvum NATO. Kunnugir segja Clark vera mjög agaðan hermann sem fylgi regl- um í einu og öllu. Hann er fremur fámáll maður, lætur lítið uppi og velur orð sín vandlega. Clark útskrifaðist efstur í sín- um árgangi frá herskólanum í West Point áður en hann hóf nám í sljórnmálafræði, heimspeki og hagfræði við háskólann í Oxford, á Rhodes-námsstyrk. Stærsta áhrifavaldinn í lffí sínu hefur CI- ark þó talið vera Víetnam-stríðið, sem hann barðist í sem almennur fótgönguliðiu. Á áttunda áratugn- um hóf Clark störf í Hvíta húsinii og var annálaður fyrir skipulags- hæfileika sína. Clark, sem er fæddur og upp- alinn í Little Rock í Arkans- as eins og Bill Clinton Banda- rflgaforseti, varð helsti ráð- gjafi forsetans undir lok Bosn- íustríðsins. Sir Michael Jackson mun stjórna innrás NATO-herliðs í Kos-ovo ef loft- árásir skila ekki tilætluðum ár- angri. Jackson, sem er 55 ára, hóf feril sinn í pjósnadeild breska hersins þegar hann var nífján ára. Þaðan fluttist hann til fallhlífaherdeildar hersins og varð yfírmaður hennar árið 1984. Jackson var yfirforingi friðargæsluliðs SÞ í Bosníu og Herzegóvínu 1995-1996. Þaðan fór hann til starfa á N-írlandi og í Berlín, áður en hann hlaut undir- hershöfðingjatign hjá NATO. Michael Jackson Síðasti dans „egóanna tveggja“ var árangurslaus Togstreitan RICHARD Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar, sagði eftir ár- angurslausan fund sinn með Slobod- an Milosevic, forseta Júgóslavíu, í fyrradag að ástandið á Balkanskaga væri nú „hið ísjárverðasta frá því friðarumleitanirnar hófust fyrir tæp- um fjórum árum“. Holbrooke ræddi fyrst við Milos- evic í Belgrad í ágúst 1995 vegna átakanna í Bosníu. Seinna hófu þeir erfiðar viðræður í Dayton í Banda- ríkjunum, sem lauk með samkomu- lagi um frið í Bosníu, og síðasti fund- ur þeirra var í Belgrad í fyrradag þegar sex tíma viðræður þeirra um framtíð Kosovo fóru út um þúfur. „Egóin tvö dönsuðu í alla nótt,“ varð bandaríska embættismanninum Robert Frasure að orði um fyrsta fund Holbrookes og Milosevic í júgóslavnesku höfuðborginni fyrir tæpum fjórum árum. Samband þeirra hefm- alltaf verið þrungið spennu og einkennst af gagnkvæmu hatri og gremjublandinni virðingu. Bandarískur embættismaður í föruneyti Holbrookes sagði eftir fundinn í íyrradag að Milosevic hefði hafnað „hverju tækifæri" sem gafst til að afstýra því að Atlantshafs- bandalagið hæfi loftárásir á Ser- bíu. „Ef við hefð- um greint ein- hver merki um að málamiðlun væri möguleg værum við lflc- lega ekki á leið- inni til flugvallar- ins núna,“ bætti embættismaður- inn við. Holbrooke hef- ur aldrei velkst í vafa um að hann hefur átt í við- ræðum við óvenju skæðan stjóm- málamann. Þegar hann hóf friðar- umleitanimar komst hann þó að því að Milosevic var mjög umhug- að að binda enda á Bosníustríðið þar sem Serbar áttu í vök að verjast. Sáttfýsi Milosevic auðveldaði við- ræðumar um frið í Bosníu og einnig sú staðreynd að Holbrooke þurfti að- eins að semja við einn mann vegna óvenjumikilla valda viðsemjandans. Viðræður þeirra einkenndust ým- ist af hrópum, fagurmælum, hlátri og reiðiköstum og þeir lærðu smám saman að takast á og ná árangri. Þeir gerðu sér einnig grein fyrir því að þeir bera báðir djúpstæða virð- ingu fyrir hervaldi. Milosevic er van- ur að beita hersveitum sínum á sama tíma og viðræður standa yfir, eins og í Kosovo á síðustu dögum. Sprengju- árásir NATO á Bosníu árið 1995 hafa einnig sannfært Holbrooke um að friðarumleitanir beri ekki árangur á Balkanskaga nema þeim sé fylgt eft- ir með hervaldi. Virðingin vék fyrir toríryggni „Þegar maður nokkur fylgdist með Milosevic beita persónutöfrum sínum varð honum að orði að ef hann hefði fæðst á öðrum stað og fengið aðra menntun myndi hann vera far- sæll stjómmálamaður í lýðræðis- ríki,“ skrifaði Holbrooke í endur- minningum sínum, „Að binda enda á stríð“. Lítið hefur þó farið fyrir „per- sónutöfrum" Milosevic að undan- förnu. Svo virðist sem sú gagn- kvæma virðing, sem vottaði fyrir í fyrstu, hafi vikið fyrir einskærri beiskju og tortryggni og Holbrooke sé ekki lengur fær um að knýja Milosevie til samninga. Að minnsta kosti ekki um Kosovo, sem margir Serbar tengjast tilfinningaböndum og geta ekki hugsað sér að gefa eftir. Slobodan Milosevic Richard Holbrooke
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.