Morgunblaðið - 25.03.1999, Side 33

Morgunblaðið - 25.03.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 33 Skúlasonar frá fjórða áratugnum sem uppi hanga eins og allir geta gengið úr skugga um. Annað mál er að brautryðjendurnir voru ekki beinlínis í framvarðsveit núlista þótt ýmsar tilraunir og uppákom- ur Kjarvals sköruðu þær óneitan- lega. En það er raunar einnig nokkuð langt frá myndum Snorra og Þorvaldar til hins róttækasta í núlistum álfunnar á fyrirstríðsár- unum. Sjálft hugtakið, módern- ismi, hvað sjónlistir áhrærir, teng- ist listastefnu sem dafnaði í Kata- lóníu í lok síðustu aldar með rætur í þjóðernisrómantík, Renaixenca, og var í beinum tengslum við þau nýviðhorf í Evrópu, sem áður- nefndir og raunar margir fleiri ruddu rúms. Atti einkum við á sviði afmarkaðrar húsagerðarlist- ar svo og listiðnaðar sem sótti skyldleika til listíða á Englandi og æskustílsins, þróaðist síðan á ýmsa vegu til heimstyrjaldarinnar fyrri. Hvað húsagerðarlistina snerti kvíslaðist stefnan í þrjár áttir og ber fyrstan að nefna Ant- onio Gaudi, en auk hans þá Francesco Berenguer, Joan Rubió og Josep Maria Jujol, síðan Lluís Doménech i Montaner, sem teikn- aði tónlistarhöllina í Barcelona, er reis 1904-8, Jeroni Granell og Ant- oni Gallissá. Loks Joseph Puig með sinn nýgotneska stíl sbr. Casaramona verksmiðuna í Barcelona. Hugtakið festist svo'við allar nýstefnur og nýtískuleika er fram komu í arkitektúr og myndlist allt til skilanna er síð- módernisminn leit dagsins ljós í upphafí áttunda áratugarins og menn þekkja hér betur undir nafn- inu, postmódernismi, og síðustu misseri hefur valdið svo miklum deilum og hugaræsingi meðal fræðifauska í bókmenntum og heimspeki hér á útskerinu. Hvað hræringarnar á fjórða ára- tugnum snertir, var helst um að ræða hvörf innan módernismans í átt til róttækai'i og óhlutlægari túlkunarmáta með samfélagsraun- sæi í bland. Gerjun sem var öllu nær meginstraumum núlista í álf- unni en áður hafði sést. Hér er einnig alrangt að líta svo á, að landslagið hafi alla jafna skipað lægri sess en önnur myndefni í módernismanum, því hann gerir ekki upp á milli hinna þriggja gnmnþátta og sígildu meginvið- fanga málaralistarinnar, sem skil- greinast á frönsku, Figure - Pa- ysage - Marine, mannvera - lands- lag - haf. I ljósi þessa er illskiljan- legt hví málarar eins og Jón Þor- leifsson og Júlíana Sveinsdóttir eru ekki í þessum hópi einkum í ljósi þess að þetta var tvímælalaust frjósamasti áratugur í listferli Jóns, og ábyggilega hægt að finna þar myndverk sem Hriflujónasi hefði fundist vond lykt af, Gefjun- ai-glugginn rúmaði nefnilega ekki nema rétt stikkprufu af því öllu. Hér hefði málverk Jóns, Grjótpramminn á Reykjavíkurhöfn frá 1940, fallið að hugmynd sýn- ingarinnar sem og flís við rass, bæði hvað þjóðfélagsraunsæi og útfærslu varðar, en kannski ekki einslita sósíalíska hugmyndafræði vestursins. að var fyrst eftir seinni heimstyrjöldina að módern- isminn kvíslaðist merkjan- lega í tvennt hérlendis, tvær and- stæðar fylkingar þ.e. áhangendur hlutveruleikans og hins sértæka, abstrakta, sem fljótlega lenti sam- an. Hinir róttækustu burtkústuðu um stund öllu hlutlægu úr mynd- fletinum, þar á meðal landslaginu, álitu það og manninn ekki eiga heima í nýsköpun tímanna. En vel að merkja höfnuðu fæstir upphafs- menn óhlutlægan málverksins ytra fortíðinni sem slíkri, það er af og frá, nema þeir væru blindaðir af pólitísku ofstæki. Það telst nor- rænn miskilningur, því hér var öðru fremur um að ræða ferska endurnýjun í anda nýrri tíma og framfara á tækni og vélaöld. Höfn- un fortíðarinnar var í grunni sín- um sprottin af pólitískri henti- stefnu byltingarafla, múgsefjun og ofstæki í nafni samvirkrar framníngar þjóðreisnar. Upphaf- lega á dögum frönsku byltingar- innar, sem á seinni tímum á sér helst hliðstæðu í múgæðinu í Rúss- landi eftir byltinguna ásamt menn- ingarbyltingunni í Kína. Einu skelfilegasta niðurrifi menningar- verðmæta sem þessi öld frambar, sem olli því að tvö mestu skáld og bestu synir rússnesku þjóðarinnar Jesenín og Majakovskí lögðu í ör- vætningu hönd á sig með nokkurra ára millibili. Og ekki dugðu loft- árásir vestursins á Dresden, sem líkast til voru gerðar að undirlagi Stalíns, heldur bætti Ulbricht um betur eftir stofnun Alþýðulýðveld- isins, sennilega til að þóknas barnavininum! Angi þessarar höfnunaráráttu og niðurrifsstarf- semi kemur á seinni tímum eink- um fram í öfgafullri andstöðu við málverkið og fagurfræðina, og svo eiginlega allt sem ekki er in á hverjum tíma og stjórnast er svo er komið skondið nokk af hráum markaðsöflum beggja vegna Atl- antsála. Málverkið er nú aftur höf- uðóvinurinn, sem andstæða hug- myndafræðilegrar nýsköpunnar líkt og á áttunda áratugnum, en þá vill mönnum hrapallega yfirsjást hið yfirgengilega flóð hugmynda- fræði og kenninga sem óðu uppi á mektardögum abstraktsmálverks- ins og allt það meinlæti sem þeim fylgd, og telst í eðli sínu ekkert annað en hrein og klár hugmynda- fræði, þótt á öðrum grundvelli væri. Það er helst vegna hinna gi-einilegu umskipta eftir heimstyrjöldina síðari, sem menn miða alla framsækna mynd- list og núviðhorf við ártalið 1945. Hugtakið „samtímalist varð til, sem ekki síður en „módernismi á í grunneðli sínu erfitt uppdráttar til kórréttrar skilgreiningar hér á landi. Einkum af 1968 kynslóðinni og sporgöngumönnum sem vilja einangra alla nútímalega hugsun við sjálfa sig og hvöríin í kringum 1970. Það á jafnt við í myndlist sem bókmenntum að slíkum er fyrir- munað að líta lengi'a til baka, og er þegar allt kemur til alls í hárfínu samræmi við hina frægu stefnuyf- irlýsingu módemismans, í listum liggur engin leið til baka, sem við- komandi hafa þó hafnað opinber- lega. Samræðan er mun opnari og lýðræðislegri í hinum stærri þjóð- félögum og þar skilja menn þá eðli- legu þörf listamanna að vera sam- kvæmir uppruna sínum og mennt- un lífið í gegn, viðurkenna viðhorf- in og verk þeirra sem fullgilda samtímalist við hlið yngri kynslóða. Engir afskrifaðir hvort heldur þeir aðhyllast ófomlega listsköpun, art infomel, eða strangflatalist, né allt þar á milli og fyi’rum taldist til rót- tækustu núviðhorfa ... Báðar sýningarnar er rétt að gaumgæfa en hér hefði fýllri skil- greininga verið þörf til að gera gesti safnsins að virkari þáttakend- um í samræðunni, og engan veginn mögulegt að kyngja slíkum vinnu- brögðum athugasemdalaust. Morgunblaðið/Kjartan GRETAR Reynisson í sýningarsal gallerís Ingólfsstrætis 8. ársins. Hins vegar höfum við sjálft myndmálið sem birtir okkur reynsluna af því að vera í tínianum." Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 og lýk- ur 25. apríl. Gallernð er lokað yfir páskana. Barátta manna og dýra Sýningin 1998 í Ingólfs- stræti 8 SÝNING á verkum Gretars Reynissonar verður opnuð í galleríi Ingólfsstræti 8 í dag, fimmtudag, kl. 17. Sýningin ber heitið 1998 en verkin eru unnin frá síðustu viku desembermán- aðar 1997 til fyrstu viku janúar 1998. Gretar hefur haldið 16 einka- sýnignar og gert á fimmta tug leikmynda fyrir leikús. í umfjöllun segir Ólafur Gíslason: „Sem fyrr er megin- ramminn um verkin tíminn - tíminn eins og við mælum hann eftir gangi himintungl- anna annars vegar og tíminn eins og við lifum sjálf okkur í honum hins vegar. Annars vegar höfum við tímann sem hlutlægan rainma eða umgjörð um líf okkar eins og hann birt- ist í fjölda og uppröðun vikuplattanna eftir mánuðum Lesið úr þýðingum Kópavogs- skálda GYLFI Gröndal, Hjörtur Pálsson, Hrafn A. Harðarson og Eyvindur P. Eiríksson lesa úr þýðingum Kópavogsskálda í kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, í dag, fimmtudag kl. 17-18. Upplest- urinn er á vegum Rithstar- hóps Kópavogs. Aðgangur er ókeypis. Vortónleikar kórs FB í Seljakirkju KOR Fjölbrautaskólans í Breiðholti heldur vortónleika í Seljakirkju í dag, fimmtu- dag, kl. 20.30. Á dagskrá eru þjóðlög frá ýmsum löndum og dægurlög. Einsöng og hljóðfæraleik með kórnum sjá kórfélagar um sjálfir. Stjórnandi er Erna Guð- mundsdóttir. KVIKMYJVÐIR Kringlubfó, Saga bíó og Stjörnubíó MIGHTY JOE YOUNG ★★ Leikstjórn: Ron Underwood. Handrit:- Merian €. Cooper og Ruth Rose. Að- alhlutverk: Bill Paxton, Charlize Theron, David Paymer og Regina King. Walt Disney 1998. JILL hefur alltaf átt heima í Af- ríku og er besti vinur risagórill- unnar Joe. Joe er í hættu vegna veiðiþjófa sem vilja græða á hon- um, og því þarf að flytja hann á vemdað svæði í Bandaríkjunum. Vondir glæpamenn gefast ekki auðveldlega upp og elta Joe uppi. Þessi mynd er afskaplega ófrumleg og fyrirsjáanleg. Sögu- þráðinn þekkjum við úr mörgum dýramyndum; góðir á móti vond- um og apinn bjai'gar barni úr hættu einmitt þegar á að fara að skjóta hann. Myndin er hins vegar ágætlega gerð að öllu leyti. Leikararnir standa sig vel og tæknibrellur eru vel af hendi unnar. Vinátta bams og dýrs er alltaf líkleg tO vinsælda meðal bama, og mörgum á eflaust eftir að líka þessi mynd og lifa sig auðveldlega inn í ævintýri risavöxnu górillunnar. Hildur Loftsdóttir Fréttir á Netinu ýi> mbl.is /\LLTAf= eiTTHVAÐ NÝT7 ENDURMENNTUNARSTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS • i't Sjálfstætt fólk Nýtt námskeið hefst 6. apríl ENDURTEKIÐ VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA 1 Námskeið í samvinnu við Þjóðleikhús Fjallað verður um skáldsöguna Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness, aðdraganda hennar og MriWÍ?f'iré ýmsum hliðum. Kennari: Halldor Guðmunc Kennsludagar: 6. - 8. - 13. - 15. apríl. Kl. 20.15 - 22.15. Þátttakendur eiga kost á afslætti á ákveönum sýningum Þjóöleikhússins á Sjálfstæöu fólki. Umræður verða 27. apríl að viöstöddum aðstandendum sýningarinnar. Upplýsingar og skráning í síma 525 4923. Netfang: endurm@hÍ.ÍS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.