Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 44

Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Af hófsemd og tvöföldu siðferði Um skort á sjálfstæðri fjölmiðla- gagnrýni, dýrkeypta „hófsemd(í og Sigbjarnar-mál“ Ifréttaflutningi af lands- fundi Sjálfstæðisflokksins var gjarnan komist svo að orði að „hin hófsömu öfl“ hefðu haft undirtökin og „hin hörðu hægri mál eins og einkavæðing" lotið í lægra haldi, eins og sagði á einum stað. Voru ályktanir fundarins um heilbrigð- ismál og málefni aldraðra sér- staklega hafðar til marks um sig- ur hinna „hófsömu afla“. Fáum dögum síðar var sagt frá því að tillögur „hófsemdar“-manna myndu kosta skattborgarana sjö milljarða! Það telst sem sagt til „hófsemdar" að vilja stórauka út- gjöld ríkisins án þess að gera nokkra grein VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson fyrir hvemig eigi að fjár- magna þau. Samkvæmt þessari skil- greiningu eru Ogmundur og Jó- hanna Sigurðardóttir væntanlega að springa af ,,hófsemd“(l). Orðanotkun þessi endurspegl- ar hvimleiða hlutdrægni sem alltof oft bregður fyrir í íslensk- um Ijölmiðlum. Þeim sem vilja eyða almannafé á báðar hendur er gjarnan stillt upp sem góð- mennum, fullum samúðar með lítilmagnanum, en hinir sem vilja sýna aðhald og ekki safna skuld- um eru gjarnan málaðir í dökk- um litum og kenndir við harð- neskju og öfga. E.t.v. má segja að fjölmiðlarnir hafl spillst af því orðfæri sem ríkir á leiksviði stjórnmálanna í heimi hinna svart/hvítu andstæðna. Ef fjölmiðlar vilja sýna raun- verulegt „hlutleysi" í umfjöllun um stjórnmál verða þeir að hefja sig upp yfir hina venjubundnu stjórnmálaumræðu og fjalla um mál út frá eigin forsendum um almannahagsmuni. „Hlutleysi“ fjölmiðlanna felst ekki í því að fjalla öðrum þræði um stjórn- málaflokk á forsendum andstæð- inga hans, það bætir ekki nýrri vídd í umræðuna heldur rígnegl- ir hana í hið gamalkunna svart/hvíta far. Eftir að hafa sloppið undan ára- tuga löngu fargi stjórnmálaflokk- anna hefði maður haldið að fjöl- miðlarnir hæfu sína sjálfstæðu göngu spriklandi af fjöri eins og kálfar að vori en í þess stað er oft ekki að sjá annað en þeim standi hálfpartinn stuggur af ný- fengnu frelsi. Stundum hefur maður á tilfinningunni að ís- lenskir fjölmiðlar séu fremur sendiboðar fyrir valdsmenn en upplýsingagjafar fyrir almenn- ing. Fjölmiðlar eiga óhikað að sýna sjálfstæði sitt í verki og fjalla um álitaefni á sínum eigin forsendum - halda uppi sjálf- stæðri gagnrýni utan við hinn hefðbundna skotgrafahernað stjómmálanna. Gott dæmi um tregðu fjölmiðl- anna við að standa algerlega á eigin fótum er Sigbjarnar-málið fyrir norðan. Þar komast aðiljar máls upp með að segja aðeins hálfan sannleik af því fjölmiðl- arnir leyfa þeim það. Hér er í rauninni um stórmál að ræða í lýðræðisríki; lýðræðislegt próf- kjör er hundsað og enginn fær að vita almennilega hvers vegna. Ekki er langt síðan Ingibjörg Sólrún taldi það hina mestu ■ óhæfu að rifja upp opinberlega fjármálaóreiðu félaga sinna í Arnarsson & Hjörvar sf., en þá höfðu fjölmiðlar verið neyddir til að skýra að nokkru frá málavöxt- um eftir að menn úti í bæ komu upplýsingum á framfæri á Net- inu. Sigbjörn Gunnarsson kveðst ekki hafa gerst sekur um vanskil á vörslusköttum eins og þeir fé- lagar Arnarsson & Hjörvar, en samt virðast Samfylkingarmenn átölulaust mega tala sín á milli um fjármál hans og fjölmiðlar jafnvel tæpa á þeim í véfréttastfl, þótt aðeins séu fáeinir mánuðir frá því það kölluðust grimmileg- ar ofsóknir að minnast einu orði á fjáiTnál Arnarsson & Hjöi-var! Gilda önnur siðalögmál í Sam- fylkingunni norðan heiða en und- ir verndarvæng Ingibjargar Sól- rúnar í Reykjavík? Og hvað segir siðapostulinn Jóhanna Sigurðar- dóttir? Allir vita að hún hefur tvo siðferðismælikvarða - annan fyr- ir Sverri Hermannsson, hinn fyr- ir kosningastjóra sinn, Hrannar B. Arnarsson. Væri ekki við hæfi að spyrja hinn óopinbera for- ingja Samfylkingarinnar hvorn mælikvarðann hún leggur á mál Sigbjörns? Og af hverju dregur Sigbjörn sig skyndilega í hlé? Varð eitt- hvað sérstakt þess valdandi að hann gengur nú glaður á brott frá vísu þingsæti eftir að Sig- hvatur Björgvinsson fór á hans fund? Vissulega er oft erfitt að fjalla um viðkvæm mál í fámennu landi, örðugt að fóta sig vegna hagsmunatengsla, fjölskyldu- banda og vináttu. En nútíma samfélag krefst þess að horfst sé í augu við viðkvæm deilumál og það hreinsar andrúmsloftið ef fjallað er um þau opinberlega af hreinlyndi. Það verður - ekki bara öðru hverju heldur með reglubundnum hætti - að bregða kastljósinu baksviðs, annars grefur spillingin um sig og Gróa á Leiti fær lausan tauminn. Hin „hófsömu öfl“ hafa um tíð- ina komist upp með fáránlegar röksemdir vegna skorts á sjálf- stæðri fjölmiðlagagnrýni. Það er ekki langt síðan forsætisráðherra landsins var maður sem hélt því fram að lögmál efnahagslífsins giltu ekki á Islandi! Það má kannski kalla Steingrím Her- mannsson holdgerving „hófsömu aflanna"; alltaf var hann reiðubú- inn að auka ríkisútgjöldin í þágu „góðs málefnis" - og senda síðan næstu kynslóð reikninginn. Valdaferill hans var jafn langur og raun ber vitni ekki síst vegna hlífðarsemi fjölmiðla; það var aldrei tekið með gagnrýnum og markvissum hætti á stjórnarfari hans. Sl. sumar birtist í Morgun- blaðinu viðtal við Steingrím sem er dæmigert fyrir hvernig hon- um hefur jafnan tekist að vefja fjölmiðlunum um fingur sér. I viðtalinu er hinum skuggalega ferli snyrtilega sópað undir tepp- ið og fyrirsögnin segir allt sem segja þarf um það sem á eftir fer: „Rós handa Steingrími". Undirgefni og þægð við viðmæl- endur hefur, því miður, lengst af verið regla fremur en undan- tekning í íslenskri blaða- mennsku. Ný öld krefst breyttra hátta. Opið bréf til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra ÁG/LTI Davíð í ræðu sem þú fluttir við setn- ingu landsþings ykkar sjálfstæðismanna muntu skv. heimildum Morgunblaðsins hafa lýst því hversu mjög það væri betra fyrir ör- yrkja og fatlaða í þessu landi að lifa við ríkis- stjórnir sem leiddar era af Sjálfstæðis- flokknum en aðrar rík- isstjórnir. Þessi framsetning þín kallast víst list stjórnmálanna, það er að snúa erfiðri umræðu uppí samanburðar- fræði og ræða í mesta lagi forsendur vandans og sögu en forðast að ræða vandann sjálfan. Bág hagur öryrkja í dag er hins- vegar raunveralegur núna rétt eins og á áranum 1987 til 1991 sem eru árin sem þú notaðir til samanburð- ar í ræðunni. Eg reikna með að við getum prð- ið sammála um að mat á kjörum fólks sé afstætt, kjör afa okkar og ömmu vora t.d. allt önnur en kjör samtímans. Ef við erum sammála um þetta þá ættum við einnig að vera sammála um að ef öryrkjar fá minna af góðærinu en aðrir versnar staða þeirra þ.e.a.s í samanburði við aðra. Þú nefndir í þinni ræðu að kaup- máttur lágmarkslauna hefði hækk- að um 38,6% og kaupmáttur launa opinberra starfsmanna (sem era ykkar viðsemjendur) hafi hækkað um 29% á meðan samsvarandi tölur vegna algengustu flokka almanna- tiygginga séu annarsvegar 10,9% og hins vegar um 21,9%. Það þarf því ekki að deila um að bilið á milli þessa hópa og öryrkja hefur breikkað á kjörtímabilinu. Ríkis- Friðrik Sigurðsson stjórn þín verður því að svara þeirri spurn- ingu hvort það hafi verið stefna hennar að þeir sem allra minnst höfðu (öryrkjar) hafi átt að fá minnst af ábata góðærisins síð- ustu fjögur ár? I ræðu þinni kom fram að þú hefðir ekki viljað fara í kosninga- baráttu með skerðing- artölur vinstri stjórn- arinnar á bakinu. Það er útaf fyrir sig skilj- anlegt, en í fyllstu ein- lægni finnst þér gott að hafa þá staðreynd á bakinu að öryi’kjar hafi notið minna góðs af góðærinu en aðrir? Því á ég bágt með að trúa. Það er staðreynd að öryrkjar sækjast í auknum mæli eftir aðstoð Öryrkjar Það er staðreynd, segir Friðrik Sigurðsson, að öryrkjar sækjast í auknum mæli eftir að- stoð hjálparstofnana vegna bágs efnahags hjálpai-stofnana vegna bágs efna- hags. Hámarks bætur almanna- trygginga eru um 66 þúsund krón- ur á mánuði, flestir hafa reyndar mun lægri bætur en 66 þúsund. Þessar bætur nægja engan veginn til framfærslu og nú þarf að beina kröftum til að bæta þar úr og hætta karpi um prósentur og for- tíð. Sú staðreynd snertir okkur öll, mig, þig og landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og má minna á í því sambandi að yfir 77% kjós- enda flokksins lýstu því yfir í könnun félagsvísindastofnunar að þörf sé á að bæta þessi kjör. Verð- ur ekki forysta flokksins að svara þessu fólki því hvernig flokkurinn vill að það sé gert? Þú fjallaðir einnig um í ræðu þinni að aukning hefði orðið á framlögum ríkissjóðs til stofnana fatlaðra, eða um 35% á síðustu 6 árum og eftir Morgunblaðinu að dæma valdir þú að gera saman- burð á fjölda sambýla með því að bera saman árin 1993 til 1996 en sleppa síðustu þrem árunum. Þessi samanburður er enn og aftur vandmeðfarinn og ég ætla ekki að gera við hann athugasemdir enda er það efni í aðra blaðagrein. Stað- reyndin er hins vegar sú að á biðlistum fatlaðra eftir búsetu eru núna um 360 manns eða fleirí en nokkru sinni áður. Þú getur ef- laust fengið þetta staðfest hjá þingmönnum m.a. úr eigin flokki sem hafa af miklum heilindum tek- ið þátt í störfum nefndar sem fjall- aði um vanda þeirra sem eru á biðlistum eftir búsetu. Það hefði verið innihaldsríkara ef formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra hefði fjallað um á landsfundi hvernig hann sæi framþróun í þessum málaflokkum í stað þessa að festast í sagnfræði og fortíðarpólitík. Eg skora því á þig að gera þar á bragarbót og svara því hvað Sjálfstæðiflokkur- inn ætlar að gera í nútíð og fram- tíð í þessum málaflokki. Slík um- ræða er líklegri til að skila okkur eitthvað fram á við og vera „allra hagur“. Höfundur er framkvæmdastjóri Lan dssam takanna Þroskahjálpar. Föstusöfnun Caritas - aðstoð við holdsveik börn á Indlandi HUGSJÓNIR um alþjóðlegt samstarf sækja margt til krist- inna markmiða. Mill- jónir saklausra ein- staklinga, ekki síst barna, deyja ótíma- bæram dauða vegna slæms aðbúnaðar, hungurs og sjúkdóma sem hægt væri að lækna ef heilbrigðis- þjónustan, eins og hún býðst í velferðarríkjum heims, nyti við. Að vonum draga menn í efa, að fámenn eyþjóð fái nokkra áorkað í samfélagi þjóðanna og af þeim sökum eigi hún að kæra sig kollótta um annarra vanda. En hitt er víst, að örlagaþættir okkar eru samofnir örlögum annarra og af þeim sökum getum við ekki skorist úr leik. „Því meðan til er böl, sem bætt þú gazt, og barist var á meðan hjá þú sazt, er ólán heimsins einnig þér að kenna.“ Hjáipar er þörf Á þessari föstu mun Caritas á íslandi (hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar) safna fé sem mun renna til hjálparstarfs við holds- veikisjúkra barna á Indlandi, nán- ar tiltekið við stofnun Jeevodaya center. Aðstæður holdsveikra á Indlandi eru hörmulegar. Félags- leg vandamál holdsveikra eru oft þungbærari en sjúkdómurinn sjálfur. Oft er sjúklingunum út- skúfað úr eigin fjölskyldu og hafa þeir yfirleitt ekki tök á því að lifa eðlilegu lífi og búa í verstu kofum fátækrahverfanna. Holdsveikisj úklingar fá frá ríkinu mánaðar- legan framfærslu- styrk, um 3 dollara eða um það bil 210 ís- lenskar krónur sem nægir varla til að skrimta í eina viku. Flestir neyðast til að framfleyta sér og fjöl- skyldu sinni með betli. Börn holdsveikra fá ekki skólavist. Dr. Adam Wisni- ewski var pólskur pre- stur af reglu Pallotina, sem einnig var læknir að mennt. Þegar hann hélt til hjálparstarfa til Indlands, einsetti hann sér að bæta hag holdsveikra í landinu. Hann benti á að alvarlegasta heil- Föstusöfnun En hitt er víst, að ör- lagaþættir okkar eru samofnir örlögum ann- arra, segir Sigríður Ingvarsdóttir, og af þeim sökum getum við ekki skorist úr leik. brigðisvandamálið hjá holdsveiki- sjúklingum væri vonleysið. Hann lagði áherslu á að beita læknis- fræðilegum lausnum auk félagas- legra úrræða til að sigrast á holds- veikinni. Hann fékk sjúklinga sem höfðu fengið bata til að aðstoða við hjálparstarfið. Þannig byggðu holdsveikir eigið heimili sem hlaut nafnið Jeevodaya undir handleiðslu hans. Þá var byggður skóli til að bjarga holdsveikum börnum frá óhugnaði fátækrahverfanna. í hjálparstarfi skólans er talið brýnt að forða börnum frá bráðri smit- hættu og hins vegar að sjá þeim fyrir nægum mat, lyfjum, hreinlæti og menntun. Smátt og smátt komu fleiri til liðs við dr. Wisniewski. Pólsk félagssamtök hafa gegnt ómetanlegu hlutverki í hjálpar- starfinu. Þegar séra Wisniewski lést tók dr. Helena Pyz við starfi hans. Jeevodaya hefur lengi verið starfrækt án þess að nokkrir veittu því sérstaka athygli aðrir en þeh sem eignuðust betra líf. Starfs- menn era í sjálfboðavinnu því að laun eru smánarlega lág. Fólk hefur mismunandi mat á því hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Þegar upp er staðið hefur framlag stofnunar sem Jeevodaya skipt margfalt meira máli en margt sem hefur verið hampað mest. Nú er leitað til mín og þín um hjálp til að lina þjáningar þess- ara holdsveiku barna. Caritas á Is- landi vill með gleði leggja því lið með svolitlu fjárframlagi. Vertu með! Föstusöfnunin fer fram í öllum kaþólskum kii’kjum og kapellum á pálmasunnudag, 28. mars. Gíróreikningur Caritas á Islandi er nr. 0900-196002. Höfundur er starfsmnður Sotheby’s og fornmður Caritas á ístandi. Sigríður Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.