Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 49

Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ _____FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 49 UMRÆÐAN ” " ~~ ~~ Landsfundarályktun í heilbrigðismálum Á NÝAFSTÖÐNUM landsfundi Sjálfstæðis- flokksins fór að venju fram mikil umræða í hinum ýmsu málefna- nefndum. Sú umræða fer oft ekki hátt og er ekki gerð mikil skil í ijölmiðlum. Ályktun um heilbrigðismál hef- ur vakið nokki-a athygli en hún er byggð á því málefnastarfi sem fram hefur farið í heilbrigð- isnefnd flokksins und- anfarin ár. Tekið er á ýmsum málum almennt svo sem að valfrelsi ein- staklinga, jafnrétti og frjálst að- gengi að heilbrigðisþjónustu verði tryggt. Ennfremur er fjallað um menntunarmál heilbrigðisstétta, eflingu háskólastarfsemi á sjúkra- húsum, forvarnarstarf, upplýsinga- mál, ýmis vandamál landsbyggðar- innar og fleira. Þá ályktar fundur- inn að markmiðum Sjálfstæðis- flokks í þessum málaflokki verði best náð með því að hann taki að sér ráðuneyti heilbrigðismála í næstu ríkisstjórn. Það eru einkum þijú atriði sem mér finnst ástæða til að fjalla nánar um hér. Sjúkratryggingar Mikil endurskoðun og breytingar hafa átt sér stað í heilbrigðiskerf- um nágrannalanda okkar. Einn helsti ágalli þeirra var að sami aðili, þ.e. ríkið, tryggði sjúklingana og sá um rekstur þjónustunnar. Allt var sem sagt rQdsrekið og menn sáu auðvitað að slíkt kerfi er ekki skil- virkt. Grundvallarat- riði var að skilja á milli tryggingahlutverksins og reksturs starfsem- innar. Jafnvel þar sem allt er á hendi ríkisins hefur þessi aðskilnaður orðið stofnanalega séð, þannig að komið hefur verið á kaupanda þjón- ustunnar annars vegar og seljanda hennar hins vegar. Við höfum verið með vísi að þessu fyrirkomulagi hvað varðar þjónustu sér- fræðinga utan spítala, þar sem Tryggingastofnun ríkisins semur við lækna um verð og umfang þjón- ustunnar. Mjög mikilvægt er að öll fjármögnun af hálfu ríkisins sé á sömu hendi en ekki skipt eins og nú er. Aðeins þannig er hægt að nýta þær breytingar til hagræðingar sem hafa orðið í heilbrigðisþjónustu á undanförnum árum. Margar Evrópuþjóðir reka heil- brigðisþjónustu sína á grundvelli sjúkratryggingakerfis. Með því móti er fjárhagsgrundvöllur heil- brigðisþjónustu aðskilinn frá ríkis- sjóði. Sveiflur í þjóðartekjum geta ekki raskað öllum grundvelli í rekstri heilbrigðiskerfisins. Heil- brigðiskerfið á ekki að þurfa að standa í samkeppni um ijármagn við landbúnað, samgöngumál, skólamál o.fl. Rekstur kerfisins verður að byggjast á tekjum sem Heilbrigðismál Öllum er ljóst, segír Olafur Orn Arnarson, að tími mikilla breyt- inga í rekstri heil- brigðisþj ónustunnar er framundan. duga til að halda uppi skilgi-eindri þjónustu við sjúklinga, sem byggð er á tryggingarétti hvers og eins. Tekjur slíks kerfis verða að koma að hluta til af tekjutengdri skyldu- tiyggingu og framlögum ríkis og e.t.v. atvinnurekenda og einstak- linga. Fjármögnun Það er ljóst að fjármögnunarleið- ir hafa mikil áhrif á það hvernig einstaklingar og stofnanir haga rekstri þjónustunnar. Undanfarin 20 ár höfum við búið við kerfi fastra fjárlaga. Fjárveitingar hafa verið ákveðnar á grundvelli reynslu fyrri ára, sem skapar tregðu til breyt- inga þannig að hætta er á að stofn- anir lokist inni í ákveðnu ferli. Hvati til hagkvæms rekstrar er mjög takmarkaður og samkeppni eða samanburður milli stofnana lít- ill. Lítill hvati er til þess að greina kostnað við einstaka þætti starf- seminnar og reglur settar af stjórn- völdum takmarka mjög svigrúm stjómenda. Föst fjárlög eru enda Ólafur Öm Amarson mjög mikilvægur liður í að viðhalda miðstýrðu heilbrigðiskerfi. Landsfundur leggur því til að þetta fyrirkomulag verði lagt niður en sjúkratryggingakerfi greiði fyrir þjónustu við sjúklinga í samræmi við kostnað. S.l. haust fól Samstarfsráð sjúki-ahúsa Hagfræðistofnun Há- skólans að kanna fyrirkomulag fjármögnunar í nágrannalöndum okkar og gera tillögur um hvaða kerfi myndi henta okkur best. Stofnunin skilaði skýrslu fyrir nokkrum vikum og telur að núver- andi fjármögnunarkerfi sé gengið sér til húðar. Hún leggur til að tekið verði upp blandað kerfi þar sem föstum kostnaði stofnana verði mætt með föstu fjárframlagi. Þetta framlag gæti numið ca. 30—40 % af heildarkostnaði. Af- ganginum verði mætt með því að greiða fyrir veitta þjónustu á grundvelli kostnaðargreiningar og eðlis sjúkratilfella, samkvæmt kerfi sem þróað hefur verið í þess- um tilgangi (Diagnosis related groups-DRG). Sjúkrastofnanir eru misjafnlega vel búnar undir slíka breytingu. Mikil vinna að þessu markmiði hefur þó þegar farið fram á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítala og tími til aðlögunar þarf því ekki að vera mjög langur. Þessar hugmyndir voru nýlega ræddar á fjölmennum fundi, sem félag um heisluhagfræði og heil- brigðislöggjöf ásamt félagi for- stöðumanna sjúkrahúsa stóðu fyr- ir. Eftir undirtektum að dæma verður að telja mjög líklegt að góð sátt gæti náðst um þessa aðferð. Andstaða við sameiningu Mikil umræða var um hvort heppilegt væri að sameina Sjúkra- hús Reykjavíkur og Ríkisspítala í eina stofnun. Niðurstaðan var sú að „fundurinn er andvígur saipein- ingu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík í einn ríkisrekinn spít- ala og vill tryggja faglega og rekstrarlega samkeppni í heil- brigðisþjónustu sem á öðrum svið- um“. Margir fundarmanna töldu að varhugavert gæti verið að búa hér til risafyrirtæki á okkar mæli- kvarða þar sem störfuðu um 5000 starfsmenn og veltan væri um 16 miiljarðar króna eða 10% af fjár- lögum íslenska ríkisins. Hér væri um að ræða stofnun sem yrði ríki í ríkinu og spurning hver segði hverjum fyrir verkum. Öll sam- keppni eða samanburður, faglegur eða rekstrarlegur hyrfi. Hætta væri á að fagleg einokun gæti skapast í mörgum greinum, sem gæti orðið til tjóns. Ekki væru heldur forsendur til þess á meðan greining á kostnaði hefur ekki farið fram, að taka ákvarðanir um fyrir- komulag sem leiði til hagræðingar. Þá var vitnað til reynslu á samein- ingu spítala t.d. í Svíþjóð þar sem hafa orðið mjög dýr mistök og stjómmálamenn þegar farnir að tala um að ganga til baka í þessum efnum. Hlutverk Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum Fundarmenn gagnrýndu forystu flokksins nokkuð vegna þess að flokkurinn hefur ekki viljað hafa af- skipti af heilbrigðismálum undarS- farin tvö kjörtímabil. Öllum er ljóst að tími mikilla breytinga í rekstri heilbrigðisþjónustunnar er framundan. Sjálfstæðisflokkurinn er þó eini flokkurinn sem er treystandi til þess að gera þær þannig að nauðsynleg hagkvæmni náist og það fjármagn sem til fæst nýtist sem flestum þeirra sem á þjónustunni þurfa að halda. Höfundur er læknir. •r 25% KYNNINGARAFSLÁTTUR Á NÆRFÖTUM ÞESSA VIKU. manclassic ATH. OPHD ALLA VIRKA DAGA 10-20 OG ALLA LAUGARDAGA 10-18 Ath Sendum í póstkröfu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730. Fax 562-9731

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.