Morgunblaðið - 25.03.1999, Side 54

Morgunblaðið - 25.03.1999, Side 54
JL FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Stefnuyfirlýsing Samfylkingarinnar Samfylkingin stefnir að þjóðfélagi sem skapar einstaklingum, fjölskyldum og hópum öryggi til að njóta frelsis og hamingju. Hún vill þjóðfélag sem byggir á virkri þátttöku karla og kvenna i fjölskyldulífi, atvinnulífi og við mótun samfélagsins. Allir eiga að hafa jafna möguleika, jafnan rétt og jafnan aðgang að velferðar- þjónustu og samfélagslegu öryggi, hvar sem þeir búa og hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra. Efnahagslegt réttlæti á að koma i stað auðhyggju. Jöfnuður í stað misréttis. Virk samkeppni i stað fákeppni og einokunar. Samfylkingin er afl nýrrar aldar. SamfyLkingin leggurfram ítarlega stefnumörkun til næstu ára þar sem boðaðar eru afgerandi áherslubreytingará mörgum sviðum. Aukið svigrúm i efnahagslifinu gefur okkur einstakt tækifærí til að gera tvennt i senn: Treysta undirstöður atvinnulifsins og gera samfélagið vinsamlegra fólki. Samfylkingin telur nauðsynlegt að setja fram nýja hugsun og nýjar Lausnir og Leggur áherslu á nokkur meginverkefni sem þjóðin þarf að standa saman um. Héfjum nýtt skéið Fjárfestíng í mannauði í menntun og menningu felst uppspretta framfara í efnahags-, atvinnu- og velferðar- málum á nýrri öld. Samfylkingin vilL stórauka fjár- festingu í menntun og menningu á næsta kjörtimabili til að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar á alþjóóamarkaði og bæta lífskjör og mannlíf á íslandi. Skólakerfið, allt frá leikskólum til háskóla, þarf að bæta. Sveitarfélögum veróur að gera kleift aó efla grunnskólann þar til námsárangur jafnast á við það sem best gerist annars staðar. Bjóóa verður upp á skemmri námsbrautir á framhalds- og háskóLastigi. Efla þarf vísindarannsóknir og þróunarvinnu og styrkja starfsemi HáskóLa ísLands og annarra háskóla. Auka verður tölvukennslu í skólum og meðal almennings, beita nýrri upplýsingatækni til hins itrasta í þágu menntunar og atvinnuLífs og tryggja aðgang allra að upplýsingahraðbrautinni. Það er ennfremur sameiginLegt verkefni hins opinbera, samtaka launafólks og atvinnufyrirtækja að veita öllum möguleika á símenntun og starfsmenntun. Með þessu er traustur grunnur lagður að hagsæLd til framtíðar, unnið gegn atvinnuleysi og stuðlað að því að hæfileikar hvers og eins fái notið sin. Samfylkingin vill breyta skattkerfinu þannig að það hvetji til fjárfestingar í rannsóknum, eflingar menntunar og menningar og nýsköpunar i atvinnulifi, ekki síst til að ungt vel menntað fólk finni sér störf við hæfi á íslandi. Hún vill endur- skoóa lögin um Lánasjóð íslenskra námsmanna m.a. þannig að teknar verði upp samtima- greiðslur, grunnframfærsla hækkuó og endur- greiðslubyrói Lækkuð. Samfylkingin vill að ítarlega úttekt verði gerð á stöðu menningarlifs í Landinu og í kjölfarið mótuð markviss menningarstefna, sem fylgt verði eftir með framkvæmdaáætlun. Samfylkingin vill afnema viróisaukaskatt á íslenskt ritmál. Jöfnuður og jafnrétti í reynd Samfylkingin ætlarað endurnýja velferðarþjónustuna þannig að saman fari réttlæti og fyrirhyggja og hagsmunir fjöL- skyldunnar séu i öndvegi. Það er einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífi í hag að velferðarþjónustan tryggi öryggi og virka þátttöku sem allra flestra. Samfylkingin vill að sjónarmið kvenfreLsis verði ofin inn í allar helstu ákvarðanir stjórnvalda. Hún telur að jafnréttis- málum eigi að skapa afgerandi stöðu innan stjórnarráðsins, t.d. með stofnun jafnréttisráðuneytis og setningu nýrra jafnréttislaga. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að breyta rekstrarumhverfi atvinnulífsins til samræmis vió þaó sem geristí vióskiptalöndum okkar. Samfylkingin telurað nú sé röðin komin að réttindum fólks. Það er ekki síst mikiLvægt fyrir ungt fólk að hægt sé að samræma fjölskylduábyrgð og virka þátttöku í atvinnulífinu. Til að svo megi veróa þarf að lengja fæðingarorlof og samræma rétt aLlra, óháó kyni eða atvinnugrein, til Launaðs fæðingarorlofs. Þá þarf að skapa fóLki tækifæri til að nýta rétt sinn til foreLdraorLofs og auka sveigjanleika á vinnumarkaói. Samfylkingin telur sjáLfsagt að samtök aldraðra og öryrkja taki þáttí samningum um hagsmunamál þeirra. Hún vill láta bætur almannatrygginga fylgja almennum launahækkunum og afnema tengingu örorkubóta og ellilífeyris við tekjur maka. SamfyLkingin ætlar að tryggja að heilbrigóisþjónustan fái fjármuni til þess að vinna þau verkefni sem stjórnvöld krefjast af henni með lögum og reglum. Hún vill afnema komugjöld í heilsugæsLu og minnka hlut sjúklinga i greiðslum fyrirýmsa sérhæfóa heilbrigðisþjónustu. Samfylkingin telur nauðsynlegt að stofnað verói á ný til félagslegra valkosta i húsnæðismálum og tryggt að féLagsleg úrræði falli sem best aó þörfum fóLks á hverjum tíma. Leiguhúsnæði verði raunhæfur kostur fyrir þá sem annaðhvort viLja ekki eóa geta ekki eignast eigió húsnæði. AuðLindir sameign þjóðarínnar Samfylkingin boðar réttláta og skynsamlega skipan i auðLinda- og umhverfismálum. Hún vill að eignarhald þjóðarinnar á sameigin- Legum auðLindum lands og sjávar verði tryggt í stjórnarskrá og að tekið verði sanngjarnt gjald fyrir not af þeim, m.a. til þess að standa straum af þeim kostnaði sem þjóðin ber af nýtingu þeirra og stuðLa að réttlátri skiptingu á afrakstri auðlinda. Samfylkingin viLl ná þjóðarsátt um breytt stjórn- kerfi fiskveiða i sióasta lagi árió 2002. Markmið slikrar sáttar eiga að vera verndun nytjastofna, hagkvæm nýting þeirra, traust atvinna og öfLug byggó í landinu. Jafnframt að gætt sé jafnræðis þegnanna til nýtingar á auðlindinni. Meginatriðin í sLíkri sátt eru aó tryggja fjöl- breytni í útgerð og vinnsLu, stuðla að fullvinnsLu afla innanlands, auka nýsköpun í atvinnu- greininni, hvetja tiL nýtingar nýrra tegunda, efla fiskmarkaði, viðhalda öflugri smábáta- og bátaútgerð á grunnslóð, taka tiLlit tiL umhverfis- sjónarmiða, m.a. um orkunotkun og áhrif á lífríki, auðvelda aðkomu nýrra aðila að greininni, koma í veg fyrir samþjöppun afLa- heimilda á fáar hendur og koma í veg fyrir að eignarréttur geti myndast á fiskistofnum. Einnig að treysta byggð í landinu með því aó stuðla að eðlilegri dreifingu aflaheimilda með úthlutun byggðakvóta eða öðrum sambæri- Legum hætti. Á meðan unnið er að fyrrgreindri sátt verða þær breytingar gerðar á núverandi kerfi, að haustið 1999 verðursá hluti aflaheimilda, sem nemur aukningu frá fyrra ári, leigður til eins árs á opinberu uppboði. Frá haustinu 2000 aukist þessi leigukvóti árlega um 5-10% af úthlutuðum aflaheimiLdum þar tiL ákvörðun hefur verið tekin um nýtt stjórnkerfi. SLíkan leigukvóta verður ekki heimilt að framselja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.