Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 58

Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Nýir bygg- ingarhættir HÉR er komið inn á nýjar aðferðir í bygg- ingarmálum sem ekki hafa komið fram áður á þann hátt sem hér er talað um. Þetta er í fyrsta sinn sem teikn- ingum og nánari skýr- ingum um slík hús hef- ur verið þinglýst. Þetta *■ er í fyrsta sinn sem bent er á leiðir til að hefja stóriðnað á ís- landi. Þetta eru stór og lítil hús, blokkir og einbýl- ishús og hús nánast af hvaða tagi sem vera skal. Slík hús yrðu helmingi ódýrari í byggingu en hús reist í dag með hefðbundnum að- ferðum og þau yrðu varanlegri en þau hús sem við höfum framleitt til þessa. Húsin stæðu eingöngu á steypt- um súlum sem undirstöðum stað- settum laust fyrir innan útveggina. Ofan á undirstöðurnar kæmu burð- arvirki framleidd úr áli, stáli eða límtrjám þar sem það hentaði. Fyr- 'Byggingariðnaður Slík hús yrðu helmingi ódýrari í byggingu, segir Hafsteinn Olafsson, en hús reist í dag með hefðbundn- um aðferðum. ir innan burðarvirkin yrðu aðrir út- veggir reistir. Þeir yrðu reistir úr öryggisglerjum, einu eða tveimur glerjum, tvöfóldum milli herbergja og þreföldum milli íbúða. Það færi þó eftir því hvar þessi hús yrðu reist, hvort þau yrðu reist á norð- lægum eða á suðrænum slóðum. Fyrir innan innri glerveggi yrðu hin eiginlegu hús reist. Þau yrðu reist úr léttum einangrandi eldtraustum og sjálfberandi plötum framleiddum sérstaklega fyrir þessi hús. Hér kemur perlusteinninn inn í þessi mál raunar í fyrsta sinn í byggingarsögunni í þeim mæli sem hér er talað um. Perlusteinninn er hitaður upp í um 900 eða 1000 gráð- ur í þar til gerðum hitaofnum sem auðvelt yrði að framleiða hér á landi. Hann þenst út við hitann um 20-30-falt að magni til og er því ódýr í framleiðslu. Utan um húsin og yfir þökin yrðu reistar kápur úr hertum glerjum sem yrðu að vera það sterkar að þær þyldu allt álag sem á þær kæmi undir venjulegum fyrirbærum. Gler er talið eitt það ódýrasta bygging- arefni sem hægt er að fá nær hvar sem væri vítt um heim. Hér er mið- að við þær hugmyndir sem fundnar hafa verið upp í Bandaríkjunum og duga ættu í staðinn fyrir allt sem útveggir hafa verið reistir úr fram til þessa. Þeir hafa verið að reyna að kynna og markaðssetja þessi gler vítt um heim. Þetta eru þær nýjung- ar sem ekkert stenst samanburð við til lengdar. Húsin stæðu ein- göngu á steyptum súl- um sem undirstöðum staðsettum laust fyrir innan útveggina. Ofan á undirstöðurnar kæmu burðarvirki framleidd úr áli, stáli eða límtrjám þar sem það hentaði. Þær héldu húsunum uppi endan- lega. Fyrir innan burðarvirkin yrðu aðrir útveggir reistir. Þeir yrðu reistir úr öryggisglerjum sem hryndu ekki eins og þekkt er hvaðanæva úr heiminum. Fyrir inn- an innri útveggi yrðu reist hin eig- inlegu hús. Þau yrðu reist úr létt- um, einangrandi, eldtraustum og sjálfberandi plötum framleiddum sérstaklega fyrir þessi hús. Mikla orku þarf við að framleiða slík hús. Hér er nægur jarðhiti og raforka sem hægt yrði að margfalda ef við þyrftum á því að halda. Það er almennt álitið að slíkar byggingar gerðu hin eldri hús óraunhæf til framleiðslu sem víðast út um heim- inn. Tæknin hefur nú gripið inn í þessi mál eins og ætlast er til af henni. Hún skilar nú meiri sjálf- virkni inn í atvinnulífið, sem enginn fær staðist til lengdar. Þetta hefur verið auglýst vítt um heim og enn án teljandi árangurs. Það finnur enginn neina vinnu sem gæti komið í staðinn fyrir þá vinnu sem tapast hefur til þessa. Ef við slepptum þessum tækifær- um úr höndum okkar nú yrði þess ekki langt að bíða að aðrar þjóðir tækju þetta upp á arma sína og hæfu á þessu útflutning í stórum stíl. Þá biðum við eftir því að hingað kæmu skip full af þess konar húsum til sölu handa þeim sem hafa vildu hvar sem leitað yrði. Þá yrðum við þegar búnir að glata hagnaðinum af slíkri framleiðslu endanlega. Það er vart hægt að hugsa slíka hugsun ótruflaður til enda. Það hefur enginn tekið þessu efni sem framtíðarbyggingarefni í heim- inum enn sem komið er. Það mun stafa af orkuskorti hjá hinum tæknivædda heimi. Húsin eiga sér engin landamæri. Við verðum að gera almenningi þetta ljóst hvar sem hann býr í heiminum. Að gera æsku hvers lands þetta ljóst sem á eftir að reisa hús yfir sig og sína. Veita þessu til þeirra manna sem ekki hafa haft að- stöðu til að reisa hús yfir sig og sína sem stafar af peningaleysi nær ein- göngu. Þessu verður að beina til þeirra manna sem hafa lent í að eiga efitt með að borga fyrir þau hús sem þeir eru skráðir eigendur að í dag. Þessu verður að beina til eldri borgara og öryrkja og til þeirra manna sem séð hafa hvert stefnir í þessum málum í framtíð- inni og væru tilbúnir að framleiða slík hús. Hvað þeir eru margir skal ósagt látið. Það kemur í ljós innan tíðar. Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að koma þessu inn á aðrar þjóðir héðan af Islandi eingöngu, til þess yrðu þetta of stór og mikilvæg verk- efni. Hægt er að segja miklu meira um þessi mál, en verður látið bíða um sinn og af skiljanlegum ástæðum. I undirbúningi er að auka framleiðsl- una enn meira en gefið hefur verið upp hér og nú. Höfundur er byggingarmeistari. Hafsteinn Olafsson Lífeyrissjóðurinn Fram- sýn og starfsemi hans ÁRNI Brynjólfsson ritaði grein sem bar yf- irskriftina „Upplýs- ingamiðlun lífeyris- sjóða“ og birtist í Morgunblaðinu hinn 12. mars sl. I greininni er fjallað um auglýsingu frá Líf- eyrissjóðnum Framsýn um starfsemi sjóðsins á árinu 1998 og stöðu sjóðsins í árslok. Arni bendir réttilega á að afkoma sjóðsins sé mjög góð, rekstrar- kostnaður hafi lækkað verulega, stöðugildum fækkað og trygginga- fræðileg athugun sýni að sjóðurinn á vel fyrir skuldbindingum sínum. Þá fjallar Ámi um lífeyri til sjóð- félaga og endar greinina á því að spyrja um eftirfarandi atriði: 1. Hve mikið hækkar lífeyrir X á mánuði næstu 5 árin vegna sér- stakra uppbóta? 2. Hvernig breyttust eftirlaun X á mánuði frá des. 1995 til des. 1998? 3. Hvemig breyttust örorkulaun X á mánuði frá des. 1995 til des. 1998? Svar við 1. spurningu Ama er að finna í samþykktum sjóðsins og þar vísað í samþykktir síðustu ársfunda hans, en þar segir m.a.: „Greidd verði uppbót á lífeyri sem svarar til þess að elli-, örorku- og makalífeyr- ir verði úrskurðaður miðað við að margföldunarstuðullinn 1,4 í gr. 11.2. verði 1,48 og stuðullinn 0,7 í gr. 13.7. verði 0,74 árin 1996-2003.“ Svar við 2. og 3. spumingu er að finna í samþykktum sjóðsins, grein 10.2., en þar segir m.a.: „Til grund- vallar stigaútreikningi skal grund- vallarfjárhæð í janúar 1996 vera kr. 49.084,- og breytist hún mánað- arlega í hlutfalli við brejhingu á vísitölu neysluverðs til verð- tryggingar frá 174,2 stigum.“ I lögum um skyldu- tryggingu lífeyrisrétt- inda og starfsemi líf- eyrissjóða nr. 129/1997 er lífeyrissjóðum gert skylt að senda sjóðfé- lögum samhliða greiðsluyfiriiti upplýs- ingar um áunninn og væntanlegan lífeyris- rétt sinn ásamt upplýs- ingum um rekstur og fjárhagsstöðu sjóðsins og um breytingar á sam- þykktum hans. Lífeyrissjóðir Að uppsafnað fjármagn sjóðfélaga gufi smátt og smátt upp vegna ónógr- ar verðtryggingar á ekki við rök að styðjast, segir Karl Benedikts- son í svari við grein Arna Brynjólfssonar. Lífeyrissjóðurinn Framsýn sinnir þessari skyldu sinni og sendir hverjum greiðandi sjóðfélaga upp- lýsingar er varða hann persónulega og jafnframt fær hann fréttabréf frá sjóðnum um rekstur, fjárhags- stöðu, breytingar á samþykktum hans og það sem fréttnæmt þykir í lífeyrismálum á hverjum tíma. Lífeyrissjóðurinn Framsýn er einn stærsti lífeyrissjóður landsins. Um síðustu áramót voru um 116 þúsund einstaklingar með inneign í honum. Margir af þessum einstak- lingum hafa stoppað stutt við og eiga þar af leiðandi ekki mikil rétt- indi hver fyrir sig í sjóðnum. Ellilíf- eyrir úr þessum sjóði verður því ekki mikill per mánuð hjá þessum einstaklingum, enda jafnvíst að hin- ir sömu eiga réttindi í öðrum sjóð- um. Það gefur ekki rétta mynd af heildarréttindum sjóðfélaga í lífeyr- issjóðakerfinu að skoða meðaltals- tölur í Lífeyrissjóðnum Framsýn. Lífeyrissjóðnum Framsýn hafa verið settar samþykktir samkvæmt lögum nr. 129/1997 og starfsleyfi fékk sjóðurinn samkvæmt þeim lögum fyrstur starfandi lífeyris- sjóða hinn 17. desember sl. Sjóðn- um hafa verið settar reglur um innra eftirlit samkvæmt lögunum og hann lýtur einnig eftirliti hins opinbera fjármálaeftirlits. Að upp- safnað fjármagn sjóðfélaga gufi smátt og smátt upp vegna ónógrar verðtryggingar eins og Árni nefnir í grein sinni á ekki við rök að styðj- ast vegna þeirra fyrirbyggjandi ákvæða sem nú eru í samþykktum sjóðsins. Það er af sem áður var að lífeyrissjóður gat árum saman tekið við iðgjöldum sjóðfélaga sinna og fyrir lá og öllum ljóst að réttindind- in fyrir þau iðgjöld yrðu skert um allt að helming þegar til lífeyris kæmi. Höfundur er framkvæmdastjóri Líf- eyrissjóðsins Framsýnar. Karl Benediktsson Hvflík steypa NÚ síðustu vikumar hefur mikið farið fyrir blaðagreinum manna sem halda því fram að farsæld borgarbúa felist í flutningi Reykja- víkurflugvallar útí Skerjafjörð. Menn segja að flytja beri flugvöllinn svo rýma megi fyrir háhýsa- byggð í Vatnsmýrinni. Þessi fádæma hug- mynd byggist semsagt á því að fylla beri uppí Skerjafjörðinn svo hægt verði að eyða Vatnsmýrinni. Já ekki er öll vitleys- an eins, því nú hefur hvert gáfnaljósið á fætur öðru tjáð sig um ágæti þess að láta Vatnsmýri og Skerjafjörð hverfa svo maka megi einhvern óskilgreindan auðvalds- krók. Það sem er hvað ógnvænlegast við ráðabrugg þeirra sem eyða vilja Vatnsmýri og Skerjafirði er að þeir skáka í skjóli þess að lífi miðborgar- innar verði að bjarga með slíkum og þvílíkum aðgerðum. Menn fullyrða að vöxtur og viðgangur Reykjavíkur- borgar eigi allt undir því að byggð verði þétt, að hún verði þéttari en hún er í dag. Ekki ætla ég með beinum hætti að vitna í greinaskrif stuttbrókadrengja eða stórlaxa, skrif þeirra eru á þeim nótum að ein birting er meira en nóg. Þar er allt á eina bókina lært, einungis vikið að því að þétta verði byggð, þétta byggð með steinsteypu. Og þegar menn eru orðnir svona þéttir og farnir að fá að steypa óhindrað, þá eru náttúruverndar- sjónarmið auðvitað að engu höfð, því gróði og græðgi ráða ríkjum. I áróðursgreinum sem hvetja til náttúruspjalla í Reykjavík er einkum tíundað að í borginni vanti lóðir, að auka þurfi lóðaframboð og að nauð- synlegt sé að byggja á hverjum þeim bletti sem óbyggður er í mið- borginni. Skrif manna hafa meira að segja farið á svo lágt plan, þegar þeim hefur orðið tíðrætt um uppbyggingu borg- arinnar og nágranna- sveitarfélaga, að sumir hverjir hafa litið öfund- araugum til Kópavogs, ræðandi um að upp- bygging granna okkar sé gerð á okkar kostn- að, að Kópavogur hagn- ist á því hve lítið er af byggingarlandi í Reykjavík. Slíkar fullyrðingar eru ómaklegur þvættingur og þvílíkur aulaháttur að það liggur við að maður skammist sín fyrir að deila landi með þeim blá- Náttúruverndarmál Þessi fádæma hug- mynd byggist sem sagt á því, segir Kristján Hreinsson, að fylla beri upp í Skerjafjörðinn svo hægt verði að eyða Vatnsmýrinni. bjánum sem þannig skrifa. í stað þess að vera með slíkt þröngsýnis- bull ættu menn að velta fyrir sér þeim raunhæfa möguleika að hér muni dafna mannlíf um ókomnar ald- ir, og að það sem við köllum miðborg í dag verður ekki endilega miðborg til eilífðarnóns. Þegar til þess er litið að við búum á einu strjálbýlasta Kristján Hreinsson landi veraldar, þá er spuming hvort sandkastalasmiðimir ættu ekki að brúa bæjarlækinn áðuren lengra verður haldið. Þeim sem búa í miðborginni ætti að vera ljóst að þar er byggð nú þeg- ar svo þétt, að ekki verður með góðu móti fjölgað í þeirri byggð. Þar er umferðarþunginn nú þegar orðinn of mikill og hafa bæði koltvísýrings- og hávaðamengun vegna bílaumferðar fyrir löngu náð því hámarki sem byggðarkjarninn þolir. Mönnum ætti einnig að vera það ljóst að ásýnd miðborgarinnar hefur í ár'anna rás verið að taka á sig mynd sem ekki verður fegruð með háhýsum. Þeir sem sjá sér hag í því að mæla með þeim ráðstöfunum sem tíundaðar erú hér að framan hafa líklega ekki hugleitt að í Vatnsmýr- inni, í Skerjafirði og á Álftanesi er að finna auðugt og fjölskrúðugt líf- ríki. Þeir hafa líklega reynt að sneiða hjá þeirri staðreynd að suð- urströnd borgarinnar, þ.e.a.s. Skerjafjarðarfjara á Skildinganesi, Nauthólsvíkin og Fossvogur, eru skilgreind sem verndarsvæði borg- arinnar, og þeir hafa líklega ekki veitt því eftirtekt að nú þegar hefur verið samþykkt í borgarstjórn að hluti svæðisins verði friðlýstur samkvæmt náttúruverndarlögum. Auðugt mannlíf verður ekki gert úr steypu, og ekki með eyðingu óspjallaðrar náttúru. Það auðuga líf sem við eigum hér í borg ber okkur að varðveita með öllum tiltækum ráðum. Og það gerum við best með því að standa vörð um þau útivistar- svæði og þá óspilltu náttúru sem enn er að finna í hjarta Reykjavíkur. Einhverstaðar heyrði ég að yfir- völd í borginni segðust staðráðin í að endurheimta votlendissvæði og vemda mýrar innan borgar- markanna. Ég reikna fastlega með að við þau áform verði staðið, en minni jafnframt á, að Skerjafjörður- inn er á lista yfir fuglasvæði með al- þjóðlegt vemdargildi. Mín vegna mega menn svosem steypa, en ekki hvar sem er. Höfundur er skáld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.