Morgunblaðið - 25.03.1999, Síða 60

Morgunblaðið - 25.03.1999, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 :i-------------------------- MINNINGAR GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR tGuðrún Guð- mundsdóttir fæddist í Garðshorni í Kræklingahiíð við Eyjafjörð hinn 13. júlí 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Reylya- víkur 19. mars sfð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Tryggvason skipstjóri og bóndi í Garðshomi og kona hans Magðalena Jónfna Baldvinsdótt- ir. Systkini Guðrún- ar era: Tryggvi, f. 9. nóv. 1914, d. 15. feb. 1969, Sigur- laug, f. 29. sept.. 1912, d. 18. þ.m., og Anna, f. 27. mars 1925, búsett á Akureyri. Hinn 22. maí 1943 giftist Guð- rún eftirlifandi eiginmanni sín- um, Jóni Guðnasyni, f. 1. mars 1915. Þau hófu búskap á Akur- eyri en fluttust árið 1957 í Kópavog og hafa búið þar síðan, sfðustu árin í Hamraborg 14. Son- ur þeirra er Guð- mundur, f. 27.9. 1951. Kona hans er Guðlaug M. Jóns- dóttir og eiga þau fjögur böra: Tryggva Rúnar, f. 1972, sam- býliskona Hjördís Hilmarsdóttir; Magðalenu Ósk, f. 1979, Mar- gréti, f. 1984, og Jón Trausta, f. 1990. Utför Guðrúnar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Guðrún Guðmundsdóttir, tengdamóðir mín, kvaddi þennan heim að morgni hins 19. mars sl. eftir harða orrustu við hinn illvíga sjúkdóm hvítblæðið. Hún hafði glímt við hann síðan sumarið 1997 og haft betur í þeim viðureignum í tvígang, jafnvel betur en búast mátti við af svo fullorðinni konu. En Guðrún var heldur engin upp- gjafarmanneskja og ekki hennar stíll að láta í minni pokann fyrir mótlæti. Og það var sannarlega ekki ætlun hennar að gefast upp núna, en þar sem óvinurinn fékk liðsstyrk í inflúensunni þurfti ekki lengur að spyrja að leikslokum. Guðrún hlaut að tapa þrátt fyrir nútíma læknavísindi. Hún yfirgaf okkur í hægu andláti snemma á fóstudagsmorgni umkringd fjöl- skyldu sinni. Guðrún var skarpgreind kona og hámenntuð í skóla lífsins þótt ekki væri langri skólagöngu fyrir að fara. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutum og gerði skarpan greinar- mun á góðu og illu. Hún lá ekki á skoðunum sínum og dæmdi hart það sem henni líkaði ekki í mann- legu fari því heiðarleiki og hrein- skiptni voru hennar leiðarljós. Hún þoldi ekki smjaður og titlatog, hé- góma né sjálfumgleði og fór ekki í manngreinarálit. Hún hafði yndi af lestri góðra bóka, sérlega þó ljóðalestri og þrátt fyrir aldurinn var hún opin fyrir nýj- um stefnum í þeim málum og kunni ”■ vel að meta nútíma ljóðlist. Leikhús- in hafði hún gaman af að heimsækja, sérlega ef efni leikritanna var frem- ur djúpsótt en ekki eitthvert létt- meti. í seinustu leikhúsferð sinni sá hún leikritið Sólveigu og veitti það henni mikla gleði þrátt fyrir að hún væri fársjúk. Island var hennar land og hún elskaði náttúru landsins. Á yngri ]3lómabúðin Öa^ðskom v/ PossvoQski^kjiA^arð Sími. 554 0500 Persónuleg, alhíiða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ árum ferðuðust þau Jón mikið um landið og fáir eru þeir staðir sem þau hafa ekki heimsótt. Að fara norður var stór hluti tilverunnar og þangað voru farnar árlegar ferðir. Þar voru hennar æskustöðvar í Eyjafirðinum og þangað stefndi hugur þeirra Jóns alltaf. Á Norður- landi var allt annað loft og þúfurnar mýkri, landið feguira og mannlífið betra. Árlega var farið í berjamó, oft norður í heimahagana þar sem berin voru miklu blárri og betri. Til útlanda fannst henni hún ekkert er- indi eiga en fór þó tvisvar í utan- landsferðir sem sannfærðu hana enn betur um að Island væri lang- besta land í heimi. Hún bar titilinn húsmóðir með heiðri og sóma, enda heimilisstörfin hennar líf og yndi og sannarlega bar heimili hennar því vitni því hún naut þess að halda því glansandi hreinu. Hún var vinnusöm og skipulögð, hin hagsýna húsmóðir holdi klædd. Guðrún var mjög félagslynd og einstaklega frændrækin. Hún naut þess að hafa fullt hús af fólki, ætt- ingjum, vinum og kunningjum og gefa öllum kaffi og meðlæti. Alltaf stóð heimili þeirra Jóns opið öllum þeim sem þar þurftu skjól í lengri eða skemmri tíma. Hún hafði nóg pláss í hjarta sínu fyrir alla sem á þurftu að halda, enda sást það best á því hversu margir lögðu leið sína til þeirra, bæði ungir og eldri, og ótal margar voru gistinætumar sem vin- ir og vandamenn þeirra hjóna þáðu. Hin síðari ár voru það hins vegar bamabörnin sem veittu henni hvað mesta gleði. Hún naut þess að fylgjast með þeim í leik og starfi. Hún var alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd við pössun og margar vom gistinæturnar sem þau dvöldu hjá ömmu og afa. Hún hafði alltaf tíma til að spjalla, hræra í vöfflur eða spila á spil, kenna þeim vísur og segja sögur. Það veganesti sem hún veitti barnabömunum er þeim ómetanleg gjöf. Horfin er úr þessu jarðlífi sóma- konan Guðrún Guðmundsdóttir. Hafðu þökk fyrir allt, kæra tengdamóðir. Guðlaug. Guðrún Guðmundsdóttir og Jón Guðnason - auðvitað voru þau köll- uð Jón og Gunna af vinum og venslafólki að gömlum og góðum ís- ^IXXXXXXXXXIXXXXXI^ H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur ■#- P E R L A N Sími 562 0200 tirmi 1111111111Ú. lenskum sið. Þannig man ég þau nefnd saman frá því að ég man fyrst eftir mér, enda kynntust þau og gengu í hjónaband mjög um svipað leyti og ég kom í heiminn. Hann var móðurbróðir minn, karl- mannlegur, hraustur og harðdug- legur, dökkur á brún og brá; hún konan hans, ljós yfirlitum, kankvís, ræðin og félagslynd. Á bernskuár- um mínum, þegar ég var að alast upp í skjóli afa míns og ömmu á Hálsi í Fnjóskadal, vildi ég víst stundum fá að vaka lengur fram eftir en gott þótti, ef ég vissi að þeirra var von yfir Vaðlaheiðina. Kannski hafa þau haft eitthvað með sér til að bæta þessum snáða í munni, en umfram allt fannst mér fylgja því tilbreyting og framand- leiki fjarlægðarinnar að fá þessi ungu og ástfongnu hjón í heimsókn um 30 km veg. Þau Guðrún og Jón sáust fyrst í stríðsbyrjun, þegar hún var um tvítugt. Hún var þá í vinnu á gamla sjúkrahúsinu á Ákureyri þar sem hann varð að dvelja um hríð vegná skurðaðgerðar. Þar í bæ lágu leiðir þeirra aftur saman fáeinum miss- erum seinna, Fnjóskdælingsins og stúlkunnar úr Glæsibæjarhreppn- um, sem var fimm árum yngri en hann, og tókust með þeim kynni. Þau gengu í hjónaband 1943 og byrjuðu með tvær hendur tómar, en með atorku og bjartsýni þeirra sem ungir eru stofnuðu þau heim- ili, ákveðin í að verða smiðir sinnar eigin gæfu. Það tókst þeim með miklum myndarbrag og hefur þá áreiðanlega komið sér vel sú heim- anfylgja beggja sem fólgin var í erfðum og uppeldi. Bæði voru vinnuvön frá barnæsku, hagsýn og reglusöm og hann til dæmis bæði þrekmikill og smiður góður, en hún útsjónarsöm, rösk og myndar- leg til allra verka og bar ætíð fyrir brjósti þrifnað og velferð heimilis síns og heimilisfólks. Það fór ekki framhjá neinum sem henni kynnt- ist, enda heyrði ég snemma talað um það. Guðrún fæddist og ólst upp í Garðshorni í Kræklingahlíð. Magðalena móðir hennar, sem bjó ekkja á heimili þeirra Jóns og Guð- rúnar til dánardags, var fædd og uppalin út með Eyjafirði að vestan, en Guðmundur maður hennar kom- inn austan yfir fjörðinn, fæddur á Svalbarðsströnd. Þannig máttu bæði heita börn Eyjafjarðar og ólu upp þrjár dætur sínar og einn son á vesturströnd hans þar sem þau lifðu af gæðum lands og sjávar. Systkinin og móðir þeirra hafa ef- laust oft fundið á sér hvíla enn meiri ábyrgð búverka og heimilis- halds en ella vegna -þess að Guð- mundur var skipstjóri og oft lang- tímum saman að heiman. En jafn litlum vafa er bundið að það hefur eflt skaphöfn og skyldurækni þeirra sem áttu eiginmann og föður á sjónum. Guðrún Guðmundsdóttir gekk ung í Kvennaskólann á Laugalandi. Fyrsta heimili hennar og Jóns var í Glerárþorpi, en fljótlega reistu þau sér hús á Oddeyri og byggðu þar reyndar tvö hús áður en þau flutt- ust suður, annað í Ægisgötu, hitt seinna við Norðurgötu. I því húsi, Norðurgötu 48, man ég fyrst heim- ili þeirra eftir að móðir mín fluttist til Akureyrar. Þangað lágu leiðir hennar og okkar bræðra býsna oft, því að í öðrum húsum bæjarins átt- um við þá ekki til nánari skyldleika að telja. Þar þáðum við margan bit- ann og sopann í eldhúsinu hjá hús- freyjunni og nutum öryggis og góðs atlætis, og þar sáum við fyrst frænda okkar, Guðmund Jónsson hæstaréttarlögmann í Kópavogi, eina barn foreldra sinna, nýfæddan haustið 1951. Af atvinnuástæðum fluttust Guð- rún og Jón til Reykjavíkur haustið 1954 og leigðu fyrst skamma hríð í Vogunum, en byggðu sér fljótlega hús í Kópavogi og áttu þar heima í Melgerði 31, uns þau minnkuðu við sig fyrir sjö eða átta árum. Eftir það var heimili þeirra í Hamraborg 14. Þegar ég fór að stálpast og fara mínar fyrstu ferðir til Reykjavíkur átti ég víst athvarf hjá móðurbróð- ur mínum og konu hans, ef mér sýndist svo, og heimsótti þau alltaf. Sama gilti um fleira af mínu fólki og alveg sérstaklega móður mína á Akureyri sem nú er þannig sett að hún er hvorki fær um að fylgja vinkonu sinni til grafar né láta ástvini hennar mikið frá sér heyi’a. Milli Huldu móður minnar, sem var elst systkina sinna, og Jóns bróður hennar voru ekki nema tvö ár. Frá bernskuárum var því mjög kært með þeim og það hlýja þel sem hún bar til hans færðist sjálf- krafa yfir á mágkonu hennar, enda var Guðrún þannig gerð að henni mátti treysta, hjálpsöm, raungóð og raunsæ. Jafnframt var hún ræðin og glaðsinna og ágætu skop- skyni gædd, svo að fólk fór yfir- leitt hressara af hennar fundi en það kom. Hjá bróður sínum og mágkonu naut því móðir mín löng- um yls frá gömlum kynnum og gleði og styrks nýrra samvista, hvort heldur var norðan eða sunn- an heiða. Gatan milli hennar og þeirra greri aldrei, og ekki lagði mamma leið sína oftar til annarra en þeirra í suðurferðum sínum síð- ustu árin. Hún hlakkaði líka alltaf til heimsókna þeirra Jóns og Gunnu norður, og meðan heilsa þeirra allra leyfði gerðu þau stundum hlé á dagsins önn og fóru saman í lengri og skemmri ferða- lög um landið eða dvöldust nokki'a daga í félagsskap fleira skyld- og venslafólks í orlofshúsum eða á öðrum sumardvalarstöðum. Ekki skal heldur gleymt þeim vinar- greiða að Guðrún bauðst til að vera um stund hjá móður minni hér um sumarið þegar farið var að halla undan fæti hjá henni og þeir sem nær stóðu komu því ekki við. Fyrir þetta allt og fleira sem hug- ur hennar veit einn hefði mamma nú viljað þakka þegar mágkona hennar er kvödd. Það geri ég nú í hennar stað, en sjálfur á ég Guð- rúnu auk þess þökk að gjalda fyrir góðvild og greiðasemi í minn garð og míns heimilis fyrr og síðar og marga glaða stund sem minnið geymir Síðari árin, þegar mér fannst vera farið að hægjast nokkuð um hjá henni og hún gaf sér tíma til að sinna andanum ekki síður en að- kallandi verkefnum hversdagsins, kynntist ég að mörgu leyti nýrri hlið á Guðrúnu Guðmundsdóttur. Eg vissi frá æskudögum að hún hafði gaman af að spjalla um menn og málefni og alla heima og geima, en nú varð mér ljóst hve mikið yndi hún hafði af leiklist og ljóðum og öðrum góðum bókmenntum og fylgdist vel með í þeirri veröld. Jafnvel nýjasti gróðurinn var henni ekki framandi, þótt hún væri komin hátt á áttræðisaldur. Hún hafði líka þunnt eyra fyrir fréttum af stjórn- málum og öðram þjóðlífsfróðleik líðandi stundar, og þess vegna var alltaf hægt að hefja samtal við hana um það sem efst var á baugi á næsta götuhorni. Allt þetta held ég að hafi speglast í þátttöku hennar og áhuga á ferðalögum, félagslífi og öðrum viðfangsefnum aldraðra í Kópavogi. Þar var hún og vildi vera með. Lengst af var Guðrún heilsu- hraust eftir því sem ég veit best, þótt hún yrði fyrir áföllum þegar árin færðust yfir. Eftir að hún greindist með hvítblæði fyrir tæp- um tveimur árum tók hún þeirri raun af kjarki og lífsvilja og svaraði meðferðinni vel uns sá sjúkdómur og febrúarflensan lögðust á eitt og yfir lauk að morgni síðasta föstu- dags. Tæpum sólarhring fyrr and- aðist Sigurlaug systir hennar, svo að þriðja systirin, Anna, sem búsett er á Akureyri, er nú ein eftir systk- inanna frá Garðshorni. Guðrún Guðmundsdóttir og Jón móðurbróðir minn lifðu í löngu hjónabandi sem ég held líka að óhætt sé að segja að hafi verið bæði farsælt og traust, enda sleit það enginn nema sá sem öll bönd slítur að lokum. Eg held líka að það hafi verið til fyrirmyndar á flestan hátt og fært þeim öllu öðru fremur lífs- fyllingu, öryggi og heimilisham- ingju sem er takmark í sjálfu sér. Þess vegna á nú Jón mikils að sakna og slíkt hið sama Guðmundur sonur þeirra hjóna, fjölskylda hans í Holtagerði 45 og aðrir vinir og vandamenn Guðrúnar sem ég og mitt fólk hugsum til með samúð. En á kveðjustund er líka gott að eiga góðs að minnast og margt að þakka, og sú má óskin síðust vera á þessum degi að máttur lífs og minninga leggi líkn með þraut þeg- ar röðull páskanna er runninn upp og sól lífs og sumars á norðurhveli hækkar á lofti. Hjörtur Pálsson. I dag kveðjum við ömmu í Hamraborg. Eg minnist ömmu fyrir margt gott í gegnum árin. Það sem kemur fyrst upp í huga mér þegar ég rifja upp gamlar minningar er smáköku- bakstur í Melgerði á mínum yngri árum. Þar má helst nefna gömlu góðu kanilsnúðana sem við bökuð- um við hin minnstu tilefni og þeir reyndust alltaf vel. Amma var nú reyndar alltaf bakandi og sjaldgæft að ekki væri boðið upp á smákökur eða annað bakkelsi þegar komið var í heimsókn. Þegar ég var barn var ég mikið í pössun hjá ömmu og afa sem bjuggu þá á neðri hæðinni í Mel- gerði. Frá þeim tíma minnist ég ömmu helst fyrir sumarbústaða- ferðirnar, þær vora í miklu uppá- haldi hjá henni, einnig er mér ofar- lega í huga sögulestur, eggjakaup á Borgarholtsbraut, skúringaferðir í Þinghólsskóla og síðast en ekki síst berjatínsluferðirnar ógurlegu þar sem árangurinn hefði yfirleitt getað fætt lítið þorp í Afríku. Amma var yfirleitt í góðu skapi og var hennar uppáhalds tími framundan, sumarið. Henni var ekki jafn vel við skammdegið og myrkrið. Hún var sannur Islend- ingur og vildi helst ekkert ferðast annað en innanlands þar sem allt var svo hreint og fallegt að henni fannst. Hún lét þó undan þrýstingi pg fór með fjölskyldunni m.a. til Ítalíu en þar leið henni illa, hún þoldi ekki hitann og rakann, allt var svo skítugt og óhreint og loftslagið bætti nú ekki úr skák, hún hét því að fara aldrei aftur út fyrir land- steinana. Amma ferðaðist mikið innan- lands og var hennar uppáhald að fara yfir Kjöl og norður að sumar- lagi og í lok sumars voru Þingvellir í miklu uppáhaldi. Hún amma var mikill snyrtipinni og hélt heimilinu ávallt hreinu og fínu. Allt var í röð og reglu, allir hlutir á sínum stað, ekki veitti nú af þar sem alltaf var stöðugur gestagangur enda allir ávallt velkomnir. Hún vildi helst alltaf hafa fullt hús af gestum. Það veitti henni mesta ánægju að sem flestir kæmu og litu inn til að spjalla um lífið og tilveruna, hún hafði fastar skoðanir á flestum hlutum en virti til jafns skoðanir annarra. Ekki minnkaði gesta- gangurinn þegar þau fluttu í minni íbúð í Hamraborg, það var bara þéttar setið. „Þröngt mega sáttir sitja,“ sagði hún bara og brosti út í annað. Amma var mjög örlát og gjafmild í garð annarra en gerði minna fyrir sjálfa sig, hana vanhagaði ekki um neitt og var ánægð. Hún hafði allt sem hún þurfti. Hún gerði kröfur til fjölskyldu og vina að þeir stæðu sig í því sem þeir tækju sér fyrir hend- ur, hvað svo sem það var þá studdi hún við bakið á manni svo um mun- aði. Hún hafði mikinn styrk og var óhrædd við að láta í ljós skoðanir sínar með einlægri hreinskilni sem henni einni var lagið. Einn af henn- ar aðal kostum var sá að hún mis- munaði ekki fólki eftir stöðu þess í þjóðfélaginu. Fyrir henni vora allir menn jafnir en menntun var af hinu góða og hvatti hún okkur systkinin eindregið til að afla okkur mennt- unar. Við systkinin höfum lært heil- mikið af þér, amma, sem við mun- um búa að til frambúðar og enda þótt það sé erfitt að missa þig vit-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.