Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 63
mun ekki framar til vera, hvorki
harmur né kvöl er framar til. Hið
fyrra er farið.“ (Opinberunarb.
21.4.)
Rósa Jónsdóttir Sayari.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Vigdísar Kristínar sem
j nú er látin. Eg kynntist henni
þegar ég fluttist til Islands og
kvæntist dótturdóttur hennar.
Hún tók strax vel á móti mér og
byrjaði að kenna mér íslensku.
Hún vildi endilega að ég kallaði
sig ömmu. Hún sýndi líka fjöl-
skyldu minni áhuga og spurði
alltaf frétta af henni.
Amma Vigdís var mjög gestrisin,
auðmjúk og hlý. Það var alltaf gam-
an að heimsækja hana og hún sýndi
g öllum hlýju og vinarhug.
Hún sýndi hagsmunum fjöl-
skyldu sinnar mikinn áhuga og var
9 ánægð þegar við keyptum okkur
íbúð. Amma Vigdís kunni þannig
líka að samgleðjast fólki sínu.
Ég þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast henni.
Sofðu í friði.
Adel Benedikt Sayari.
Mig langar til að kveðja kæra
móðursystur með örfáum orðum.
Frá árinu 1976, er ég fór í skóla til
1 Reykjavíkur, var Nökkvavogur 39
fastur punktur í tilveru minni.
Alltaf var ég velkomin sama hvað
mig vanhagaði um, hvort sem það
var að læra að prjóna hæl, þvo
þvott eða bara að spjalla. Einn vet-
ur bjó ég hjá Viggu og Bárði og var
ég eins og ein af börnum þeirra.
Enda þótt þau ættu níu börn var
Ieins og þau munaði ekkert um að
bæta einu við. Velvild og umhyggja
fyrir öðrum einkenndu hana Viggu
alla tíð. Alltaf var hún boðin og búin
að hýsa mig og fjölskyldu mína. Er
ég var að koma og eiga dæturnar,
þá var höfð dvöl hjá Viggu og í
þeirra huga var hún Vigga amma.
Þegar móðir mín þurfti að dveljast
langdvölum á sjúkrahúsi í Reykja-
vík og síðar faðir minn þá var það
Vigga og fjölskylda sem voru
tengiliðir við okkur systkinin þar
sem við búum úti á landi. Fyrir allt
í þetta verður seint fullþakkað.
Minning lifir um góða konu. Megi
góður Guð varðveita þig og blessa,
elsku Vigga.
Erla.
Nú er hún dáin, hún amma með
hlýlega brosið og góða skapið. Hún
!var vitur kona hún amma. Og allt
sem hún vissi var af því að hún var
búin að borða svo mikinn fisk, eða
það sagði hún allavega.
Ég man líka allar sögurnar sem
hún sagði okkur um pabba okkar
og systkini hans; hvernig pabbi og
vinir hans voru alltaf úti í fótbolta
og handbolta og þess háttar. Amma
hafði gaman af því að ferðast, og
hvarvetna sem hún fór með okkur,
kunni hún sögu frá þeim stað síðan
s,g hún hafði verið þar.
Hún hafði alltaf gaman af því að
vera innan um fólk, og naut þess að
1§ spila. Hún sem alltaf gat spilað við
mann, hvort heldur hún kunni spil-
ið eða ekki. Því ef hún kunni það
ekki, þá lærði hún það, bara til þess
að geta spilað. Henni fannst líka
ofsalega gaman að fá heimsóknir,
þó ekki væru nema tíu mínútna
stopp, og þegar einhver kom til
hennar ljómaði hún öll af gleði og
m kátínu.
I þessari tilveru er komið að leið-
arlokum en ég vona að þér líði vel
91 þar sem þú ert, amma mín.
Hanna Björk.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
||| (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
pj greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
^ fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
d
BÆRING VAGN
AÐALSTEINSSON
+ Bæring Vagn
Aðalsteinsson
fæddist í Bolungar-
vík 25. mars 1949.
Hann lést í Reykja-
vík 14. september
1989. Bæring Vagn
var elstur af sjö
systkinum. Hin eru:
Jónas Friðgeir (lát-
inn), Hilmar, Viðar,
Svanur, Selma, og
Halldór. Öll eru þau
Elíasbörn.
Utför Bærings
fór fram frá Foss-
vogskirkju 22. sept-
ember.
„í upphafi skapaði Guð himin og
jörð. Jörðin var þá auð og tóm, og
myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi
Guðs sveif yfir vötnunum. Guð
sagði: „Verði ljós!“ og það varð ljós.
Guð sá, að ljósið var gott og Guð
greindi ljósið frá myrkrinu." (1.
Mós. 1. kafli 1-4.)
Mig langar að minnast föður
míns, Bærings Vagns Aðalsteins-
sonar, sem hefði orðið fimmtugur í
dag hefði hann lifað.
Þú varst fallegur drengur en um-
fram allt annað varstu góður
drengur.
Ljóshærður með hátt enni, blá
augu og broshýr. Þú varst glaðlegt
bam, fjörlegur og frískur. Þú tókst
þín fyrstu spor innan við tveggja
ára og varst fljótur að átta þig á
umhverfi þínu. Þú ólst upp í Bol-
ungavík, sjávarþorpi á Vestfjörðum.
Varst þar í þemskuleikjum um-
kringdur góðum leikfélögum og
systkinum sem þótti afar vænt um
þig. Þú varst stóri bróðir þeirra og í
huga þeirra vissir þú svo margt og
kunnir.
Jónas heitinn Friðgeir, bróðir
þinn, minnist æskuáranna þannig
að ömggt má telja að það hafi verið
líf og fjör á æskuheimili ykkar.
Skólaganga þín var hefðbundin sem
var í þá daga og fór fram í gmnn-
skóla Bolungavíkur. Þú varst vel
gefinn og greindur piltur en hafðir
ekki tíma til að læra, það var svo
margt annað skemmtilegt sem beið
þín handan við homið og vafalaust
hefur þú verið barn þíns tíma og
ekki mátt missa af neinu, líkur æsk-
unni sem alltaf er að flýta sér að
fullorðnast og verða stór.
16 ára fórstu fyrst til sjós. Þú
varst fljótt talinn afburða góður sjó-
maður og sterkur. Duglegur varstu,
enda hraustmenni af
Guðs náð. Sjómennsk-
an var þitt ævistarf og
minnist ég góðra
stunda með þér við
höfnina í Grandarfirði
þar sem þú bjóst seinni
hluta ævi þinnar og
varst að huga að eigin
trillu.
Þú og móðir mín
náðuð ekki saman og
víst er að þá ert þú
byrjaður að þróa með
þér þinn sjúkdóm sem
átti eftir að hafa áhrif á
allt þitt lífshlaup.
Veikindi þín settu þér fljótlega
skorður sem erfitt reyndist að eiga
við, pabbi minn.
Þú fluttist til Grandarfjarðar
haustið 1978, kynntist þar góðri
konu, sem síðar varð eiginkona þín
og móðir að tveimur börnum. Ég
var svo heppin að fá að koma til
ykkar í fríunum mínum. Móttökurn-
ar vora alltaf hlýjar og mér leið
fljótlega eins og ég væri komin
heim. Seinna slituð þið samvistum
og var það eifiður tími fyrir ykkur
bæði tvö.
Þú varst afar stoltur yfir því að
verða pabbi og föðurhlutverkið fór
þér vel.
Ég veit að þú hefðir helst kosið að
geta verið meira með börnunum
þínum sem vora þér allt og þinn
fjársjóður hér á jörðu.
Ég sakna þín mikið. Þú værir
stoltur af okkur sem eram að fást
við það í dag sem þú hefðir helst
kosið fyrir okkar hönd.
Lítill ljóshærður drengur með
hátt enni, blá augu og broshýr er
fæddur í fjölskylduna og hann ber
nafnið þitt.
Hann veit að afi Bæring er hjá
Guði og það er sko ekki slæmt. Það
er leitt að hann geti ekki fengið að
kynnast örmum þínum og kossum
og því góða hjartalagi sem þú varst
kunnur af. Mér finnst lífið undarlegt
sem bæði gefur og tekur frá okkur
mönnunum góðar gjafir, þegar áætl-
að var að ég fæddi hinn 14. septem-
ber en það er dagurinn sem þú lést.
Ég sem hafði misst svo mikið fékk
að upplifa þá gleði að eignast mikið.
HELGA JONINA
MAGNÚSDÓTTIR
+ Helga Jónína
Magnúsdóttir
frá Blikastöðum
fæddist á Vestur-
hópshólum í Þver-
árhreppi í V-Húna-
vatnssýslu 18. sept-
ember 1906. Hún
lést 24. febrúar síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Lágafellskirkju 8.
mars.
Nú hefur kvenskör-
ungurinn Helga á
Blikastöðum kvatt vort
jarðneska líf. Fyrst man ég Helgu í
desemberbyrjun 1948. Þá komu þau
Blikastaðahjón á heimili foreldra
minna að Bjargarstöðum í Mosfells-
sveit. Móðir mín hafði alið barn og
komu þau Helga og Sigsteinn með
gjafir handa móður og barni. Þessi
fyrstu kynni mín, þá fjögurra ára
snáða, urðu til þess að ég bar virð-
ingu og vinarþel til þessarar mikil-
hæfu konu frá þeim degi.
Um árabil buðu þau Blikastaða-
hjón fólkinu á nágrannabæjunum til
jólaveislu. Var þar borið fram allt
það besta sem völ var á
í mat og drykk.
Helga var til margra
ára formaður Kvenfé-
lags Lágafellssóknar.
Kom þá í hlut hennar
að stjórna jólatrés-
skemmtunum sem hún
gerði af svo mikilli
snilld að enginn gat
betur.
Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá
vinnu hjá Mosfells-
hreppi þá er Helga var
oddviti hreppsins. Það
var gott að vera verka-
maður hennar. Hún stjórnaði af
röggsemi en þó með ljúfmennsku.
Hvað er dýrmætara unglingi en að
vinna undir verkstjórn slíkrar
konu? í oddvitatíð Helgu hefst mik-
ið uppbyggingarstarf, byggður
barnaskóli og hafin smíði sundlaug-
ar og svo byggðarkjarna sem nú er
orðinn að þéttbýli.
Ég vil fyrir hönd mína og minna
þakka fyrir að hafa átt Helgu
Magnúsdóttur að vini.
Blessuð sé minning þín.
Sveinbjörn frá Bjargarstöðum.
Bæring litli kom svo í heiminn 1.
september 1996.
Ommu minni, sem hefur misst
mikið úr sínum fjársjóði bið ég Guðs
blessunar og huggunar. Öðram ást-
vinum þínum sendi ég hugheilar
samúðarkveðjur á þessum degi.
Megi Drottinn blessa og varð-
veita minningu þína héðan í frá og
að eilífu.
Ég vil vegsama þig, ó, Guð minn, þú
konungur,
o_g prísa nafti þitt um aldur og ævi.
A hveijum degi vil ég prísa þig
og lofa nafn þitt um aldur og ævi.
Mikill er Drottinn og mjög
vegsamlegur
mikilleikur hans er órannsakanlegur.
Ein kynslóðin vegsamar verk þín fyrir
annarri
og kunngjörir máttarverk þín.
Pær segja frá tign og dýrð vegsemdar
þinnar:
„Ég vil syngja um dásemdir þínar."
Og um mátt ógnarverka þinna tala þær:
„Eg vil segja frá stórvirkjum þínum.“
Þær minna á þína miklu gæsku
og fagna yfir réttiæti þínu.
(145. Davíðssálmur)
Svanfríður Ósk.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali era nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakhng tak-
markast við eina örk, A-4, mið-
að við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu).
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
áttu við andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRGVINS GUÐMUNDSSONAR
frá Viðey,
Vestmannaeyjum,
Árskógum 8,
Reykjavík.
Ragnheiður Björgvinsdóttir, Gunnar St. Jónsson,
Guðmundur Ó. Björgvinsson, Björg Valgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkumi innilega samúð og hlýhug við andlát
og útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
FRIÐRIKS GARÐARS JÓNSSONAR
fyrrv. lögregluþjóns
frá Arnarbæli,
Lönguhlíð 3,
Reykjavík.
Baldur Friðriksson, Selma Jónsdóttir,
Sigurður Kr. Friðriksson, Unnur Færseth,
Hildur Jóna Friðriksdóttir, Sigfús Örn Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURLAUG ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn
26. mars kl. 13.30.
Höskuldur Egilsson,
Svanlaug Baldursdóttir,
Magni Baldursson, Brynhildur Þorgeirsdóttir,
Hallgerður Baldursdóttir, Svend Ornskov,
Ásgerður Baldursdóttir, Jóhann Kroll,
Sigurlaug Höskuldsdóttir, Sturla Þór Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Elskuleg móðir okkar,
AÐALHEIÐUR VALDIMARSDÓTTIR,
sem lést fimmtudaginn 18. mars, verður
jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardag-
inn 27. mars kl. 14.
Axel Guðlaugsson,
Sigfríð Guðlaugsdóttir,
Valdimar Guðlaugsson,
Þórhildur Guðlaugsdóttir,
Kristjana Guðlaugsdóttir.