Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 67
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 67 Músítctilraunir Tónabæjar Lokakvöld lands- byggðarsveita Undankeppni Músíktilrauna lýkur í kvöld, en á morgun eru úrslit keppninn- ar. Árni Matthfasson spáir í síðasta undanúrslitakvöldið sem helgað er landsbyggðarsveitum. UNDANFARNAR tvær vikur hafa 24 hljómsveitir tek- ist á um sæti í úrslitum Músíktilrauna Tónabæjar og í kvöld bætast tvær til þrjár við þær sjö sem þegar hafa unnið sér sæti í úrslitunum. Síðasta undanúrslitakvöld mús- íktilrauna er jafnan helgað sveitum utan af landi til að þær þurfi þá ekki að gera sér aðra ferð í bæinn ef þær komast í úr- slit. Helstu sigurlaun Músíktilrauna eru hljóðverstímar og að þessu sinni hreppir sigursveitin 25 tíma í Sýrlandi frá Skíf- unni. Fyrir annað sæti fást 25 tímar í Grjótnámunni frá Spori, en þriðju verðlaun eru 20 tímar frá Stúdíói hljóðsetningu. Tónabúðin verðlaunar besta söngvarann, Rín besta gítarleik- arann, Samspil besta trommarann, Hljóðfærahús Reykjavíkur besta bassaleikarann, og besta tölvumanninn, sem BT verð- launar einnig. Tónastöðin verðlaunar besta söngvai’ann og besta gítarleikarann og Japís gefur sigursveitunum geisla- diska og besti rapparinn fær sérstaka plötuúttekt hjá Japís. Styrktaraðilar era Hard Rock Café, Domino’s Pizza, Flug- félag íslands, Flugleiðir, Pizzahúsið, Rás 2, Vífilfell, Undirtón- ar, Skífan og Hljóðkerfisleiga Marteins Péturssonar. Upphitunarsveitir í kvöld eru 200.000 naglbítar og Stæner, sigursveit síðustu tilrauna. Ópíum Sverrir P. Snorrason trommuleikari, Hrafnkell Hall- mundsson, Hjalti Jónsson söngvari og gítarleikari og Da- víð Þ. Helgason bassaleikari skipa akureyrsku sveitina Opíum sem leikur létt og þungt gruggrokk. Þeir félagar eru á milli átjánda og nitjánda aldursárs. Óbermi Frá Blönduósi kemur sveitin Óbermi skipuð Guðmundi Reyr Davíðssyni og Ólafi Tómasi Guðjónssyni sem báðir leika á gítara og syngja, Steindóri Sighvatssyni sem leik- ur á bassa og Þorbirni Þór Emilssyni sem leikur á tromm- ur. Þeir Obermisfélagar segjast leika rokkað popp. Bensidrín Hornfirska sveitin Bensidrín er venju fremur fjölmenn, skipuð sex manns. Gítarleikarar eru tveir, Jón K. og Friðrik Jónssyn- ir, en trymbillinn er líka Jónsson, Páll B. heitir hann. Rögnvaldur Ó. Reynisson leikur á bassa og þeir Hafsteinn Halldórsson og Arnar F. Björnsson syngja. Samkvæmt nákvæmum mælingum er meðalaldur sveitarmanna 19,44 ár og þeir segjast leika pönkað rokk. Spindlar Spindlar eru Davíð Logi Hlynsson, Hafþór Máni Vals- son og Ragnar Jónsson. Davíð leikur á trommur, Haf- þór á gítai' og syngur reyndar líka, og Ragn- ar á bassa. Spindlar leika fönkað rokk og meðalald ur þeirra er rúm sautján ár. Hroðmör Sveitin Hroðmör er frá Egilsstöðum og leikur þungt rokk. Liðsmenn eru Steinn Jósepsson söngvari, Óli Rúnar Jónsson trommuleikari, Einar Hróbjartur Jónsson gítar- leikari, Þorkell Guðmundsson bassaleikari og Einar As Pétursson gítarleikari. Tikkal Ur Þorlákshöfn kemur tríóið Tikkal sem skipað er þeim Hirti Rafni Jóhannssyni gítarleikara og söngvara, Grétari Inga Erlendssyni trommuleikara og Jóiú B. Skarphéðins- syni bassaleikara. Þeir félagar era tæplega sextán ára og leika rokk í hægari kantinum. Room Full of Mirrors Hörður Hermann Valsson skipar við annan mann hörðu tölvupoppsveitina Room Full of Mirrors. Ekki tókst að fá fram nafn félaga Harðar. Sjálfur leikur Hörður á gítar og tölvur eftir hendinni og er á 23. ári. Hann er Dalvíkingur. Ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema indaðir og æsilegir skór „Be happy Margar gerðlr Litir: Ljósir, bláir, svartir Stærðir: 36-41 Verð 7.900 Kringlunni, 1. hæð, sími 568 9345. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1980-l.fl. 15.04.99- 15.04.00 kr. 461.477,40 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 25. mars 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.