Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 14

Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 14
14 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Samfylkingarflokkarnir með minna fylgi en í kosningunum Morgunblaðið/Kristinn DAVIÐ Oddsson frestaði fundum Alþingis á fimmtudaginn. Eftir páska tekur við stutt en væntanlega snörp kosningabarátta. Þrátt fyrir að ný skoð- anakönnun Félagsvís- indastofnunar sýni að Samfylkingin er litlu minna stjórnmálaafl en Sjálfstæðisflokkur- inn hefur hún ekki enn náð því fylgi sem flokkarnir, sem standa að Samfylkingunni, fengu í síðustu kosn- ingum. Þá fengu þessir fjórir flokkar samtals 37,8%, en samkvæmt könnuninni nýtur Samfylkingin stuðn- ings 33,5% kjósenda. Egill Olafsson skoðaði könnunina. SAMKVÆMT skoðanakönn- un Félagsvísindastofnunar nýtur Framsóknarflokkur- inn 16,3% fylgis, Sjálfstæð- isflokkurinn 41,3%, Samfylkingin 33,5%, Frjálslyndi flokkurinn 2,5% og Vinstrihreyfingin 6,3%. Frá síð- ustu könnun, sem gerð var í nóv- ember 1998, hefur Samfylkingin tvöfaldað fylgi sitt, en fylgi Sjálf- stæðisflokksins hefur minnkað um 3,5 prósentustig og fylgi Fram- sóknarflokksins hefur minnkað um 3,4 prósentustig. Fylgi Vinstri- hreyfíngarinnar hefur aukist um 3,5 prósentustig. Stuðningur við Frjálslynda flokkinn hefur minnk- að um 1,2%. Heilir fjórir mánuðir eru frá því Félagsvísindastofnun gerði skoð- anakönnun á fylgi flokkanna. Frá þeim tíma hefur margt breyst. Sam- fylkingin, sem þá hafði ekki náð samkomulagi um framboðsmál í stærstu kjördæmunum, hefur hald- ið prófkjör og birt framboðslista í öllum kjördæmum. Það ætti því ekki að koma á óvart að Samfylk- ingin tryggir í þessari nýjustu skoð- anakönnun stöðu sína sem annað stærsta stjórnmálaafl landsins, næst á eftir Sjálfstæðisflokknum. Hvað gerist í kosninga- baráttunni? I síðustu alþingiskosningum fengu Alþýðubandalagið, Alþýðu- flokkurinn, Kvennalistinn og Þjóð- vaki samtals 37,8% atkvæða, en Samfylkingin nýtur samkæmt könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var 18.-24. mars, 33,5% fylgis. Hafa ber í huga að þessi flokkar standa ekki einhuga að baki Samfylkingarinnar því að til hefur orðið nýr flokkur vinstra megin við Samfylkinguna, Vinstrihreyfingin - grænt framboð, sem nýt- ur töluverðs stuðnings kjósenda. I skoðanakönnun DV, sem gerð var í febrúar, stuttu eftir prófkjör Sam- íylkingar í Reykjavík og á Reykjanesi, mældist Samfylkingin með um 35,9% fylgi. Könnun Fé- lagsvísindastofnunar sýnir fram- boðið með litlu minna fylgi. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að Samfylkingin sé að festa sig með „öruggt" þriðjungs fylgi. Hér er þó rétt að gera þann fyrirvara að kosn- ingabaráttan er vart hafín og Sam- fylkingin er varla búin að sýna á spilin. Framhaldið hlýtur m.a. að ráðast af því hvort forystumönnum Samfylkingar tekst að sækja fram á hið pólitíska svið með framsækna kosningastefnuskrá eða hvort þeir lenda í vörn með illa unna stefnu, eins og gerðist í haust þegar upp- hafleg stefnuskrá var kynnt á fræg- um blaðamannafundi. Forystumenn Vinstrihreyfíngar- innar - græns framboðs hljóta að vera nokkuð ánægðir með niður- stöðu könnunarinnar. Flokkurinn hefur verið að mælast með 6-7% fylgi. Athyglisvert er að flokkurinn fær 8,3% stuðning í Reykjavík, sem er litlu minna en Framsóknarflokk- urinn fær. Með þennan stuðning getur Vinstrihreyfíngin gert sér raunhæfar vonir um tvo þingmenn í Reykjavík. Utkoma Sjálfstæðisflokksins í könnuninni er að flestu leyti góð. Hann hefur mestallt kjörtímabilið SAMKVÆMT skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á Vinstrihreyflngin „tryggasta fylgið“. Yfir 90% kjósenda flokksins eru í dag ákveðnir í því að kjósa flokkinn. Stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins eru sömuleiðis nokkuð ákveðnir í stuðningi við flokkinn. Ótrygg- ast virðist fylgið vera við Frjáls- lynda flokkinn. í könnuninni spurði Félagsvís- indastofnun úrtakshópinn, sem var 1.500 manns 18 ára og eldri, hvaða flokk þeir ætluðu að kjósa í komandi alþingiskosn- ingum. Þeir sem voru óákveðnir voru síðan spurðir áfram hvaða fiokk líklegast væri að þeir myndu kjósa. Yfir 90% stuðnings- manna Vinstrihreyfingarinnar nefndu flokkinn strax í fyrstu spurningu og tæplega 90% kjós- enda Sjálfstæðisflokksins. Um 80% stuðningsmanna Framsókn- arfiokksins og Samfylkingarinn- ar nefndu flokkana strax við fyrstu spurningu. Aðeins um 60% verið að mælast yfir kjörfylgi síð- ustu alþingiskosninga, en það var 37,1%. Hafa þarf í huga að reynslan sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn mælist yfirleitt með heldur meira fylgi í skoðanakönnunum en hann fær í kosningum. Miðað við 41,3% fylgi 6 vikum fyrir kosningar ætti flokkurinn að geta sér góðar vonir um að halda sínu í kosningunum og jafnvel gott betur. Fylgi eldri borgara er áhyggju- efni sjálfstæðismanna Það er einkum tvennt sem verð- ur að teljast áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Annars vegar staðfestir þessi könnun það sem hefur komið fram í könnunum all- lengi, að flokkur nýtur ekki eins mikils stuðnings meðal kvenna og karla. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur verið talsvert mikil umræða um þessa staðreynd og konur í fylgismanna Frjálslynda flokks- ins nefndu hann í fyrstu spurn- ingu. Félagsvísindastofnun telur að út frá þessu sé hægt að álykta um tryggð kjósenda við flokk- anna. Tryggðin sé mest meðal kjósenda Vinstrihreyfingarinnar, næstmest meðal kjósenda Sjálf- stæðisflokks, en minnst meðal kjósenda Fijálslynda flokksins. Stofnunin ályktar jafnframt að meiri hreyfing geti orðið á fylgi Frjálslynda flokksins, Samfylk- ingarinnar og Framsóknar- flokksins en Vinstrihreyfingar- innar og Sjálfstæðisflokksins. Flestir segjast vera miðjumenn Félagsvísindastofnun reyndi einnig að fá kjósendur til að stað- setja sig í pólitík frá vinstri til hægri. Niðurstaðan er sú að Framsóknarflokkurinn er skýr miðjuflokkur, en um 80% kjós- enda skilgreina sig á miðjunni. 24% kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins staðsettu sig á miðjunni, en 73% stuðningsmanna fiokksins skilgreindu sig hægra megin við miðju. 40% stuðningsmanna Sam- flokknum hafa í auknum mæli ver- ið að gera kröfu um aukinn hlut. Arangur af því er m.a. sá að horfur eru á að konum í þingliði hans fjölgi í næstu kosningum. Það hlýtur hins vegar að valda sjálfstæðismönnum vonbrigðum hvað stuðningur við hann er áber- andi minni meðal kjósenda eldri en 60 ára, en kjósenda í öðrum aldurs- hópum. 26,6% kjósenda 60 ára og eldri segjast ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, en stuðningur með- al annarra aldurshópa er á bilinu 42-50%. í síðustu könnun var flokk- urinn með 38,7_% fylgi meðal þessa kjósendahóps. í ljósi þess að flokk- urinn hefur ávallt notið mikils stuðnings eidri kjósenda liggur við að hægt sé að tala um fylgishrun í þessum aldurshópi. Þessi niðurstaða þarf hins vegar ekki að koma alveg á óvart í ljósi harðra gagnrýni eldri sjálfstæðis- fylkingarinnar skilgreindu sig sem miðjumenn, en 54% sem vinstra megin við miðju. 82% kjósenda Vinstrihreyfingarinnar skilgreindu sig sem vinstrimenn og allmargir sem mjög vinstris- innaða. Meirihluti kjósenda Fijálslynda flokksins skilgreinir sig sem miðjumenn eða aðeins hægra megin við miðju. Athyglisvert er að 10,7% stuðningsmanna Samfylkingar kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. 8,9% stuðn- ingsmanna Samfylking- ar kusu Framsóknar- fiokkinn siðast. 83,5% stuðnings- manna Sjálfstæðis- flokksins segjast styðja ríkisstjórnina og 74,1% stuðn- ingsmanna Framsóknarfiokksins gerir það. 75,6% stuðningsmanna Vinstrihreyfingarinnar segjast andsnúnir ríkisstjórninni og 68,6% stuðningsmanna Samfylk- ingarinnar eru andsnúnir henni. 56,3% stuðningsmanna Fijáls- lynda flokksins eru andsnúnir henni. manna á landsfundi flokksins fyrr í mánuðinum. Páll Gíslasson, fyrr- verandi borgarfulltrúi og fyrrver- andi formaður Félags eldri borg- ara í Reykjavík, gagnrýndi forystu Sjálfstæðisflokksins á fundinum og sagði suma eldri sjálfstæðismenn hafa á orði að flokkurinn hefði svik- ið þá. I könnunum sem gerðar voru fyr- ir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í fyrravor kom einnig fram að elsti kjósendahópurinn var ekki jafn trúr Sjálfstæðisflokknum og stundum áður. í skoðanakönnun sem gerð var mánuði fyrir kosning- ar lýstu t.d. 34,4% kjósenda 60 ára og eldri yfír stuðningi við flokkinn á meðan 65,6% eldri borgara lýstu yf- ir stuðningi við R-listann. Hafa verður í huga að á þessum tíma var munurinn milli framboðslistanna 11%. Þegar leið að kosningum minnkaði bilið milli listanna og jafn- framt virtist elsti kjósendahópurinn skila sér til Sjálfstæðisflokksins. Viku fyrir kosningar nutu fram- boðslistarnir jafnmikils fylgis kjós- enda 60 ára og eldri. Þetta gæti ver- ið vísbending um að óánægðir sjálf- stæðismenn í röðu eldri borgara skili sér í raðir flokksins á endan- um. Vonbrigði fyrir framsóknarmenn Niðurstaða könnunarinnar verð- ur að teljast vonbrigði fyrir Fram- sóknarflokkinn. Hann hefur tapað þriðjungi fylgis frá síðustu kosning- um. Tapið er mest á Reykjanesi þar sem fylgið fer úr 21% í 10,6%. 16,3% lýsa yfír stuðningi við flokkinn, sem er nánast sama fylgi og flokkurinn fékk í kosningunum 1978, sem flest- ir framsóknarmenn minnast með hryllingi. Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið um síð- ustu helgi að flokkurinn gæti tæp- ast farið í ríkisstjórn með 13% fylgi- 16% íylgi getur ekki talist viðun- andi, en 18-19% væri varnarsigur fyrir flokkinn. Flokkurinn fékk 18,9% fylgi í kosningunum 1987 og 1991. Framsóknarmenn geta þó verið ánægðir með hvað flokkurinn nýtur mikils stuðnings meðal yngsta kjós- endahópsins, eða 22,2%. Til saman- burðar má nefna að Samfylkingin nýtur stuðnings 29,2% sama hóps eða litlu meira. Kjósendur á aldrin- um 25-44 ára virðast hins ekki styðja Framsóknarflokkinn í sama mæli, en þar er stuðningurinn að- eins 11-12%. Framsóknarllokkurinn hefur nær alltaf aukið fylgið sitt í kosninga- baráttunni. Sex vikum fyrir kosn- ingamar 1995 naut flokkurinn 20,4% stuðnings, en hann fékk 23,3% í kosningunum. Vandi Fram- sóknarflokksins er kannski sá að koma í veg fyrir að hann gleymist í þeim átökum sem framundan eru milli Sjálfstæðisflokksins og Sam- fylkingarinnar. Flokkurinn hefur ákveðið að minna rækilega á sig í upphafí kosningabaráttunninar með auglýsingum í Morgunblaðinu. Al- mennt má segja að flokknum hefur yfirieitt lánast að reka vel heppnaða kosningabaráttu. Frjálslyndi flokkurinn tapar eilitlu íylgi frá síðustu könnun. Hafa ber í huga að flokkurinn hefur enn ekki birt framboðslista og vissar deilur hafa tengst framboðsmálum hans. Kjósendur virðast þvi telja að nokkuð vanti á að flokkurinn sé trú- verðugt stjórnmálaafl. Takist hon- um hins vegar að setja saman fram- boðslista í öllum kjördæmum á næstu dögum og vikum gæti þetta breyst. Það er athyglisvert hvað fylgi Samfylkingar- innar og Vinstrihreyfing- arinnar er mikið í Reykjavík, stærsta kjör- dæmi landsins. Samtals njóta þessi tvö framboð stuðnings 46,7% kjós- enda í höfuðborginni. Fylgi þessara flokka á landsbyggðinni er 34,1% og 39,4% á Reykjanesi. Ýmsar skýr- ingar geta verið á sterkri stöðu þessara flokka í höfuðborginni, en ekki er óeðlilegt að álykta að sterk staða R-listans hafí hér einhver áhrif. Samfylking og Grænir með 47% fylgi í borginni Vinstrihreyfingin á „tryggasta fylgið“ Ungir kjós- endur styðja Framsóknar- flokkinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.