Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Formaður knattspyrnudeildar KA um hugmyndir um að leggja Akureyrarvöll niður
Mikil útgjöld fyrir bæinn
verði völlurinn lagður niður
STEFÁN Gunnlaugsson formaður
knattspyrnudeildar KA segist ekki
hafa heyrt nein rök sem mæli með
því að Ákureyrarvöllur verði lagður
niður, en forsvarsmenn Rúmfatala-
gersins og KEA Nettó bíða nú svars
bæjaryfirvalda við erindi sínu um að
fá að byggja 12 þúsund fermetra
verslunarhúsnæði á lóðinni. Stefán
vill að gerð verði skoðanakönnun
meðal bæjarbúa um afstöðu þeirra
til málsins en hann telur mikinn
meirihluta á móti því að leggja völl-
inn undir verslunarmiðstöð. Þá
gagnrýnir hann forsvarsmenn bæj-
aiáns og segir engar áætlanir um
hvað taki við vera fyrir hendi, verði
völlurinn lagður niður.
Að mati Stefáns mun það hafa
mun meiri útgjöld í fór með sér fyrir
bæjarfélagið að leggja völlinn niður
°g byggja upp annars staðar. Bær-
inn væri ekki að hagnast um stórar
upphæðir á breytingunni, þvert á
móti væri hægt að sýna fram á að
hún hefði í fór með sér mikil útgjöld.
Hann telur ekki hægt að færa þá
starfsemi sem fram fer á vellinum til
félagssvæða KA og Þórs, svæði KA
sé of lítið til að taka við aukningunni
og þá mæli fátt með því að hafa að-
stöðu til knattspyrnuiðkunar og
frjálsíþrótta á félagssvæði Þórs, þar
sem ekki væri hægt að æfa þessar
íþróttir á sama tíma. Yrði byggður
upp nýr aðalleikvangur tæki það 5-
10 ár, en þeir sem vilja byggja á
Akureyrarvelli hafi lýst því yfir að
þeir vildu hefjast handa við fyrsta
tækifæri. „Bæjai-yfirvöld hafa sagt
að völlurinn yrði ekki lagður niður
fytT en sambærileg aðstæða væri
fyrir hendi, þannig að þetta fer eng-
an veginn saman,“ sagði Stefán.
Hleypti öllu í uppnám
Eg sé heldur ekki hvernig við eig-
um að trúa því að til séu peningar til
að byggja upp nýja aðstöðu þegar
stendur í stappi að fá fé til viðhalds
íþróttasvæðanna,“ sagði Stefán, en
hann telur að aðstaða til knatt-
spymuiðkunar hafi farið hríðversn-
andi í bænum á síðasta áratug. Vellir
sem fótboltamenn hafi áður haft að-
gang að, við menntaskólann og Sana-
völlur, hafi verið lagðir niður og ef
bæta ætti aðalvellinum við sæi hann
ekki annað en í því fælist sú ákvörð-
un að leggja knattspyrnu af í bænum.
„Það yrði ekki hægt að gera út lið
eftir þá ráðagerð," sagði hann. Stef-
án kvaðst ævinlega hafa verið já-
kvæður í garð bæjaryfirvalda og
þykir mai’gt gott gert í íþróttamál-
um, en hugmyndin um að leggja aðal-
völlinn niður hafi hleypt öllu í upp-
nám, menn hafi greinilega komið
henni af stað án þess að gera sér
grein fyrir hvaða afleiðingu hún hefði
í fór með sér. Eina ráðið sé að hefjast
handa við undirbúning fjölnota
íþróttahúss á félagssvæði Þórs svo
sem um hefur verið rætt og tryggja
að bæði félög hafi af því jöfn afnot.
Mikilvægl að finna lausn
„Margir og þar á meðal skipulags-
stjóri segja Akureyringa mótmæla
öllu en hann nefndi Akureyrarkirkju
sem dæmi um íhaldssemi bæjai’búa.
Sjálfur er ég reyndar viss um að ef
til stæði að byggja hana núna yrðu
það skipulagsyfirvöld sem settu sig á
móti því, þar sem engan veginn eru
næg bílastæði umhverfís hana,“
sagði Stefán. Hann vill umfram allt
að fundin verði lausn á málinu sem
sátt er um, enda segir hann fyrh'-
tækin tvö meðal þein-a vinsælustu í
bænum og eigi þátt í að laða fólk til
bæjarins sem aðiár njóti góðs af.
Nefnir hann þá- hugmynd að færa
Drottningarbraut til austurs en með
því skapist nægt landrými fyrir
verslunai'húsnæðið, það væri heppi-
legi'i og ódýrari lausn en sú sem nú
er til umfjöllunar. „Það kæmi mið-
bænum betur, því ég sé ekki annað
en ef þetta leyfi fæst og verslunar-
miðstöðin rís með KEA Nettó, Rúm-
fatalagernum og 15-20 sérverslunum
muni það ganga að miðbænum dauð-
um,“ sagði Stefán.
KIRKJUSTARF
AKUREYRARKIRKJA: Sundferð
sunnudagaskólans verður á morgun,
sunnudag, farið frá íþróttahöllinni
kl. 10.30. Fermingarguðsþjónustu í
kirkjunni kl. 10.30 og 13.30. Altaris-
ganga feimingarbarna kl. 19.30 á
mánudag. Morgunbæn kl. 9 á þriðju-
dag. Mömmumorgunn í Safnaðar-
heimili kl. 10 til 12 á miðvikudag.
GLERÁRKIRKJA: Fermingar-
messa kl. 10.30 og 13.30 á morgun,
sunnudag. Kirkjuskólinn fer í heim-
sókn til StæiTÍ-Árskógskirkju. For-
eldrai' hvatth' til að mæta með börn-
um sínum. Lagt af stað frá Glerár-
kirkju kl. 10.30 á morgun. Kyrrðar-
og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðju-
dag. Hádegissamvera á miðvikudag
frá kl. 12 til 13.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Fund-
ir og samkomur falla niður á morg-
un, pálmasunnudag. Heimilasam-
band á mánudag kl. 15.
HÚSAVÍKURKIRKJA: Guðs-
þjónusta með altarisgöngu kl. 14 á
morgun, pálmasunnudag. Vænst er
góðrar þátttöku fermingarbarna og
foreldra þeh-ra.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í
dag, laugardag, kl. 18 og á morgun,
sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyr-
ariandsveg 26.
SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í
Lundarskóla kl. 13.30 á morgun,
sunnudag. Almenn samkoma á Sjón-
arhæð, Hafnarstræti 63 kl. 17 sama
dag. Fundur fyrir 6-12 ára böm kl.
18 á mánudag á Sjónarhæð.
íþróttafélagið Þór reiðubúið
að taka við hlutverki aðalleikvangs
Uppbyggingar-
samningur verði
gerður við bæinn
„VERÐI ákveðið að leggja núver-
andi aðalleikvang bæjarins niður og
taka þar upp aðra starfsemi, lýsir
íþróttafélagið Þór sig reiðubúið til
viðræðna við bæjaryfirvöld um gerð
uppbyggingarsamnings sem gerir
félaginu kleift að ganga endanlega
frá svæði sínu svo að það geti gengt
hlutverki aðalleikvangs með sóma
fyrir knattleiki og frjálsar íþróttir,“
segir í ályktun félagsfundar Þórs
sem haldinn vai- fyrir skömmu. Nið-
urstaða fundarins var sú að svæðið
geti í framtíðinni uppfyllt allar kröf-
ur sem fullnægja þarf fyrir aðstöðu á
LEIGUSKIPTI
Til leigu er u.þ.b. árs
gamalt einbýlishús
150 fm á Akureyri, í
skiptum fyrir einbýlishús
eða raðhús í vesturbæ,
Garðabæ eða Kópavogi.
Leiguskipti u.þ.b.1 ár.
Upplýsingar gefur
Gunnar Guðbrandsson,
s. 893 2262.
sviði knattspyrnu og frjálsra íþrótta
ásamt svæði fyrir stærstu gerð
íþróttahúss.
Svala Halldórsdóttir framkvæmda-
stjóri Iþróttafélagsins Þórs sagði að
ákveði bæjai-yfi-völd að leggja Akui'-
eyrarvöll undir byggingar geti félagið
tekið við þeirri starfsemi sem þai' fer
fram fái það aðstöðu úti í hverfunum,
í Síðu- og Giljahverfum. Hægt væri
að koma upp völlum við skólana í
þessum hverfum sem myndu nýtast
til æfinga.
Verður ekki tekið til baka
Svala hvatti til þess að ákvörðun
yrði tekin að vel athuguðu máli og
gæta þyrfti að því að ekki skapaðist
tómarúm hjá þeim sem stunduðu
íþróttir verði farið í framkvæmdir á
Ákureyrarvelli. „íþróttirnar hér
mega alls ekki við upplausnai'ástandi
sem gæti skapast,“ sagði Svala. Hún
sagði það sína skoðun að varhuga-
vert væri að fórna Akureyrarvellin-
um, græn svæði í bænum væru ekki
of mörg. „Þetta er mál sem ekki er
hægt að vinna í einum grænum
hvelli, en það er hópur að skoða
þetta frá öllum hliðum,“ sagði Svala.
„Fólk verður að átta sig á því að
verði sú ákvörðun tekin að leggja
völlinn niður er það ákvörðun sem
ekki verður tekin til baka.“
Morgunblaðið/Kristján
Halló páskar
Djúpt á mjúkum
mararbotni
Snæfínnur
snjókarl
mættur
NEMENDUR í Myndlistarskólanum
á Akureyri hafa líkt og síðustu ár
útbúið snjókarlinn Snæfinn á miðju
Ráðhústorgi. Vörubflar hafa flutt
hvert hlassið af snjó á fætur öðru á
torgið, enda er karlinn um sjö
metrar á hæð og býsna gildvaxinn.
Að venju verður mikið um að vera í
bænum um páskana og höfst hátíð-
in „Halló páskar" formlega í gær,
föstudag, með dagskrá á Ráðhús-
torgi.
DJÚPT á mjúkum mararbotni er
heiti á dagskrá sem flutt verður í
Deiglunni á Akureyri í kvöld, laugar-
dagskvöldið 27. mars og hefst kl.
20.30.
Arthúr Björgvin Bollason hefur
sett dagskrána saman og haft til fyr-
irmyndar Heine-dagski-á sem flutt
var í Gerðarsafni í Kópavogi í tilefni
af 200 ára afmæli Heinrichs Heine
10. nóvmber 1997. Sú kvöldskemmt-
un fékk mikið lof í fjölmiðlum.
Dagskráin er fjölbreytt og mun
skiptast á söngur og lestur á ljóðum
skáldsins og völdum köflum úr end-
uiminningum þess. Arthúr Björgvin
er í aðalhlutverki og fer með hlutverk
skáldsins en með honum les Olöf Ása
Benediktsdóttir. Sigrún Ai'na Ai'n-
grímsdóttir og Sveinn Ai'nar Sæ-
mundsson sjá um tónlistarflutning og
Þuríðui' Baldursdóttir og Elvý Guð-
ríður Hreinsdóttir syngja við undir-
leik Richards Simm. Sungin verða
lög við ljóð Heines eftii’ Schumann,
Schubert, Mendelssohn og fleiri.
PENTAX
FERMINGARTILBOÐ
PENTAX ESPIO 738G
Aðdráttarlinsa 38-70mm
Sjálfvirkur fókus
Sjálvirkt Ijósop og hraði
Einföld filmuþræðing
Vörn gegn rauðum augum
Dagsetning
3 stk. FUJIFILM SUPERIA filmur fylgja
Verð aðeins kr.14.990
Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850
Ljóðasamkeppni
Kristnihátíðarnefnd Þingeyj arprófastsdæmis
efnir til samkeppni um hátíðarljóð í tilefni
1000 ára kristni í landinu.
Skal í ljóðinu, (sálminum), sérstaklega minnast Þorgeirs Ljósvetn-
ingagoða og hans þáttar í kristnitökunni, auk þess sem ljóðið varpi
ljósi á sögu kristninnar í landinu. Skilafrestur er til 1. maí.
Góð verðlaun verða veitt.
Ljóðunum skal skila undir dulnefni en rétt nafn höfundar skal fylgja
með í lokuðu umslagi.
Ljóðin sendist til: Kristnihátíðarnefnd Þingeyinga,
sr. Pétur Þórarinsson, Laufási, 601 Akureyri
Fuglalíf í
Galleríi
Svartfugli
GERÐUR Guðmundsdóttir
textíllistakona opnar einkasýn-
ingu á 27 verkum í Galleríi
Svartfugli, Akureyri, í dag,
laugardag kl. 16. Verkin eru
unnin á þessu ári með bland-
aðri tækni, einkum silkiþrykk,
útsaumi og málun.
Sýningin er opin alla daga,
nema mánudaga, frá kl. 14-18.