Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
s
Hagnaður af rekstri Vátryggingafélags Islands 311 milljónir króna
Besti árangur frá
stofnun félagsins
HAGNAÐUR Vátryggingafélags íslands á
liðnu ári nam 311,3 milljónum króna eftir
skatta en var 305 milljónir króna árið á undan.
Hagnaður fyrir skatta á síðasta ári var 433
milljónum króna samanborið við 405 milljónir
árið á undan og er þetta besti árangur félags-
ins frá stofnun þess. Aðalfundur VÍS var hald-
inn á Akureyri í gær, fóstudag.
Þar kom fram að iðgjöld hafa áfram lækkað í
ýmsum greinum enda ríkir hörð samkeppni á
markaðnum. Eitt stjórtjón varð á árinu en í
heild lækkuðu tjón ársins lítillega miðað við
fyrra ár. Ný tækifæri hafa opnast á fjármagns-
markaði til að taka þátt í lífeyrisumsýslu lands-
manna og hefur VIS í samstarfi við Líftrygg-
ingafélag íslands, Landsbanka Islands og
Fjárvang boðið fram ýmsar nýjungar í þeim
efnum og hefur þannig tekist að vera í farar-
broddi við að samþætta fjármála- og vátrygg-
ingastarfsemi á Islandi.
Bókfærð iðgjöld síðasta árs námu 4.651,9
milljónum króna og hækkuðu um 3,1% milli
ára. Eigin iðgjöld ársins lækkuðu um 1% milli
ára. Tjón ársins námu 4.092,7 milljónum króna
á móti 4,373,1 milljón króna á fyrra ári og nem-
ur lækkunin 6,4%. Hreinn rekstrarkostnaður
nam 971,9 milljónum króna og hækkaði um
4,2%, einkum vegna hækkana á sölukostnaði.
Heildarfjárfestingartekjur félagsins námu
1.133,6 milljónum króna á móti 1.121,2 milljón-
um árið 1997 og hækkuðu því um 1,1%. Hagn-
aður af vátryggingastarfsemi nam 32,1 milljón
króna samanborið við 145,8 milljónir árið á
undan. Á árinu 1998 störfuðu 108 manns hjá fé-
laginu miðað við hedsársstörf.
Heildarniðurstaða efnahagsreiknings í árs-
lok 1998 nam 16,237 milljónum króna miðað
við 15.250 milljónir í árslok 1997 og hefur
hækkað um 6,5%. Heildarvátryggingaskuld fé-
lagsins nam 12.842,4 milljónum í árslok og
hækkaði um 4,5% og er nú 279,3% af iðgjöld-
um ársins á móti 263,4% við árslok 1997. Af
heildarvátryggingaskuld nam tjónaskuld fé-
lagsins 9.772 milljónum króna í lok síðasta árs
miðað við 9.304 milljónir í árslok 1997. Nafn-
verð hlutafjár félagsins er 533,3 milljónir
króna og bókfært eigið fé 2.220,1 milljón króna
samanborið við 1.918,1 í lok árs 1997 og hefur
því hækkað um 302 milljónir króna eða 15,7
milljónir og nemur nú 59,2% af iðgjöldum á
móti 50,5% árið áður. Arðsemi eigin fjár á síð-
asta ári nam 16,2%.
Umhverfísmál í vaxandi
mæli framtíðarverkefni
Innlend samkeppni á vátryggingamarkaði
var mikil á síðasta ári og þá hafa íslenskir vá-
tryggingamiðlarar í auknum mæli kynnt starf-
semi erlendra vátryggingafélaga. Til að bregð-
ast við breyttum markaðsaðstæðum endur-
skoðaði VÍS framboð sitt á fjölskyldutrygging-
um á síðasta hausti og bjóðast nú frekari val-
kostir í þeim efnum til að koma til móts við
ólíkar þarfír viðskiptavina. Verulegt samstarf
var við Landsbanka Islands á liðnu ári, bæði í
markaðsmálum og eins á sviði ýmiskonar
samnýtingar og samvinnu í dreifikerfum félag-
anna og er unnið að enn frekara samstarfi fyr-
irtækjanna á þessu sviði.
Litið er svo á að umhverfismál verði í vax-
andi mæli framtíðarverkefni vátryggingafélaga
og mun VÍS kappkosta að taka þátt í þeirri
þróun sem á sér stað á þeim vettvangi, meðal
annars með ráðstefnu um umhverfismál og
tryggingar sem haldin verður í næsta mánuði.
Fram kom á aðalfundinum að gerðar hafa
verið ráðstafanir vegna þess vanda sem ártalið
2000 getur haft í för með sér í tölvukerfum fé-
lagins og var skilmálum þess breytt á síðasta
ári með tilliti til vandans og voru vátrygginga-
takar upplýstir um málið á ýmsan hátt.
Á fundinum var samþykkt að greiða hluthöf-
um 10% arð.
Um 42 milljóna hagnaður
Aðalfundur Líftryggingafélags Islands var
einnig haldinn á Akureyri í gær og kom þar
fram að hagnaður af rekstri þess nam 41,9
milljónum króna á síðasta ári samanborið við
31,3 milljónir árið á undan. Bókfærð iðgjöld
námu 214,1 milljón króna. Eigið fé félagsins
nam í árslok 380,9 milljónum króna. Kynntar
voru á fundinum ýmsar nýjungar á sviði líf- og
lífeyristrygginga í samstarfi við Vátryggingafé-
lag íslands, Landsbanka íslands og Fjárvang.
Samþykkt var að gi-eiða hluthöfum 10% arð.
Eimskip færir út kvíarnar í Noregi
Samið um háhitaboranir á Nesjavöllum
Kaupir flutn-
ingsmiðl unar-
fyrirtæki
EIMSKIP hefur gengið frá samn-
ingum um kaup á flutningsmiðlunar-
íyrirtækinu Giske Shipping AS í Ála-
sundi í Noregi. Með þessum kaupum
er Eimskip að efla þjónustu sína í
Noregi og þá sérstaklega í Vestur-
Noregi og taka aukinn þátt í þeirri
þróun sem verður í flutningastarf-
semi í Noregi á næstu árum, að því
er fram kemur í fréttatilkynningu
frá félaginu.
Eriendur Hjaltason framkvæmda-
stjóri utanlandssviðs Eimskips sagði
í samtali við Morgunblaðið að kaupin
myndu styrkja stöðu Eimskips í
Vestur-Noregi auk þess sem almenn
umsvif félagsins í Noregi myndu
aukast í kjölfarið.
Með sterka stöðu í
gámaflutningum
Giske Shipping AS, sem er þekkt
fyrirtæki á norskum flutningamark-
aði samkvæmt tilkynningunni, hefur
verið umboðsaðili Eimskips Norge
AS síðan 1996. Fyrirtækið var stofn-
að árið 1991 og hefur sérhæft sig í
flutningum á sjávarafurðum. „Fyrir-
tækið er með sterka stöðu í gáma-
flutningum frá Vestur-Noregi til
Austurlanda fjær og Evrópu. Ala-
sund er stærsta útflutningshöfn á
sjávarafurðum í Noregi og því mikil-
vægur hlekkur fyrir flutningaþjón-
ustu Eimskips. Giske Shipping er
einnig umboðsaðili fyrir ýmis erlend
skipafélög í Álasundi. Hjá fyrirtæk-
inu starfa nú 5 manns,“ segir í til-
kynningunni.
í fréttinni segir að markmið Eim-
skips með kaupum á Giske Shipping
sé að halda áfram þeirri þróun á
starfsemi fyrirtækisins í Noregi,
sem hófst árið 1996 með stofnun eig-
in skrifstofu í Tromsö í Norður Nor-
egi og beinum frystiflutningum til N-
Ameríku.
Eimskip rekur nú 21 starfsstöð
erlendis í 10 löndum, en þar af eru
18 í Evrópu. Á síðustu misserum
hefur verið unnið að aukinni sam-
hæfingu og markaðsstarfi skrifstofa
og dótturfyrirtækja Eimskips í Evr-
ópu.
Starfsemi Giske Shipping AS
verðu löguð að þeirri starfsemi sem
Eimskip er með í Evrópu, og tengd
þjónustuneti fyrirtækja sem félagið
rekur í Evrópu, Eystrasaltslöndun-
um og við Norður-Átlantshaf.
SAMNINGURINN var undirritaður af Sigfúsi Jönssyni forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Bent
S. Einarssyni framkvæmdasfjóra Jarðborana hf., og Guðmundi Þóroddssyni forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur.
230 milljóna króna samningnr
Jarðborana og Reykjavíkur
UNDIRRITAÐUR hefur verið
verksamningur milli Orkuveitu
Reykjavíkur og Jarðborana hf. um
boranir á Nesjavöllum. Fjái-hæð
samningsins nemur um 237,2 millj-
ónum króna, auk virðisaukaskatts.
Að sögn Bents S. Einarssonar
framkvæmdastjóra Jarðborana hf.
er hér um verðugt verkefni fyrir
fyrirtækið að ræða. „Framkvæmdir
á háhitasvæðum eru mjög flóknar og
kemur þá vel í ljós hve kunnátta og
reynsla starfsmanna okkar nýtist
vel. Auk þess er framkvæmd af
þessari stærðargráðu mikilvæg fyrir
fyrirtækið.“ í fréttatilkynningu
kemur fram að verkið tekur til bor-
unar á tveimur 2.000 metra djúpum
borholum.
Önnur borholan er boruð lóðrétt
og er hún ætluð sem varahola fyrir
Nesjavallavfrkjun. Hin holan er
rannsóknarhola sem valinn hefur
verið staður sunnarlega á svæðinu
uppi í hlíðum Hengilsins. Þar er gert
ráð fyrir að stefnubora til suðvesturs
inn undir fjallið. Talið er að upp-
streymi jarðhitans sé undir Henglin-
um og rannsóknir á þessum stað geti
leitt til þess að vinnslusvæðið stækki
til suðurs. Ef árangur verður góður í
þessum borunum er mögulegt að
tvær aðrar holur verði boraðar á
sama borstæði til suðurs og suðaust-
urs. I stefnuborun er beitt sömu
tækni og notuð hefur verið á undan-
gengnum árum við boranir í Kröflu.
Jarðboranir hf. hafa samið um
tæknilegt samstarf við bandaríska
fyrirtækið Halliburton, sem er leið-
andi aðili á sviði stefnuborunar í
heiminum. Undirbúningur verksins
er að hefjast og áætlað er að því Ijúki
í október 1999, að því er segir í
fréttatilkynningu.
Einar Kr. Jonsson á aðalfundi Tæknivals hf.
Skipulagsbreytingar
skili hagnaði
ÁriM9S7.
“eistu elnVonni.
®0r vöirturfytlrtakaltis
tasii’rtxtnt
uinnalosknflMnatjtttatto
' ■>;' ''tarvettót
VÖXTURINN kallar á nýtt stjórnskipulag segir Einar Kr. Jónsson.
EINAR Kristinn Jónsson, fráfar-
andi stjórnarformaður Tæknivals
hf., skýrði á aðalfundi félagsins í
gær frá þeim stjórn.skipulagsbreyt-
ingum sem meðal annars eiga að
snúa 13,4 milljóna króna tapi félags-
ins á síðasta ári upp í 70-90 m. kr.
hagnað á þessu ári.
Meginskýringin á tapi félagsins á
síðasta ári var að hans sögn sú að
fýrrnefnd skipulagsbreyting, sem
ákveðið var að fara út í árið 1997,
hafi skilað sér seinna en reiknað var
með. „Meginskýrining á lakri af-
komu félagsins er sú að víðtæk end-
urskipulagning þess hefur skilað
sér mun seinna en reiknað var með.
Félagið hefur á örskömmum tíma
vaxið úr mjög litlum frumkvöðla-
drifnum rekstri í umsvifamikinn og
flókinn rekstur. Það kallar á nýtt
stjórnskipulag og nýjar stjórnunar-
áherslur."
Hann sagði að fýrirtækið hefði
vaxið hratt á undanfórnum árum og
styrkt sig í sessi sem stærsta fyrir-
tæki á tölvumarkaðnum hérlendis.
Hinsvegar væri breytinga þörf
vegna breytinga á kröfum markað-
arins til tölvu- og upplýsingatækni-
fyrirækja, krafan um heildarlausnir
væri þar orðin mjög hávær.
„Þessi víðtæka endurskipulagning
var ekki aðeins brýn vegna aukinna
krafna markaðarins, hún var einnig
brýn vegna stærðar félagsins, sem
kallaði á önnur vinnubrögð, annað
skipulag og ákvarðanaferli og
breytta stjórnun frá því sem áður
var. Hér er um dæmigert fýrirtæki
að ræða sem vex úr því að vera
frumkvöðladrifið í það að þurfa að
dreifa ákvörðunum víðar um íýrir-
tækið og koma á innra eftirliti,“
sagði Einar.
I aðalatriðum fela breytingarnar í
sér að ásýnd Tæknivals á markaðn-
um verður orðin fjórþætt, að sögn
Einars.
í Tæknivali hf. eru seldar tölvur,
hugbúnaður og netbúnaður auk þess
sem íýrirtæki og stofnanir eru þjón-
ustuð, Digital býður uppá heildar-
lausnir og upplýsingatæknibúnað
fyrir stærri fyrirtæki, BT tölvur eru
verslanir og stórmarkaðir fyrir ein-
staklinga og heimili og í fjórða lagi
er heildsala Tæknivals, sem verður
gerð sjálfstæðari en áður.
Framkvæmdastjórinn
kjörinn í stjórn
Á fundinum var ný stjórn félags-
ins kjörin. Andri Teitsson og Frosti
Bergsson voru kjörnir í stjórn
áfram, en í stað Einars Kristins
Jónssonar, formanns stjórnar,
Gylfa Arnbjörnssonar meðstjórn-
anda og Ómars Arnar Ólafssonar
meðstjórnanda sem allir hættu í
stjórninni, voru nýjir stjórnarmenn
kosnir þeir Jón Árni Rúnarsson,
Úlfar Hinriksson og Rúnar Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Tækni-
vals.