Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 23
79 milljóna kr.
hagnaður hjá FISK
Passat ber
sigurorð af
Camry
Detroit. Reuters.
PASSAT, meðalstór bíll Volkswagen
AG, hefur borið sigurorð af Toyota
Camry, sem lengi hefur fengið beztu
einkunn í þeim stærðarflokki í ár-
legri einkunnagjöf tímaritsins
Consumer Reports.
Passat hefur verið endurhannaður
og sigrar í árlegri könnun, sem skýrt
er frá í bílablaði tímaritsins í apríl á
hverju ári.
Ritið hefur valið Camry bezta bfl-
inn í sínum flokki á hverju ári síðan
hann var innleiddur 1983 og hann
hefur verið mest seldi bflhnn í
Bandaríkjunum í tvö ár.
Mjög mjótt var á mununum og í
raun og veru sigraði Passat 1998-
gerð Camry í fyrra, en skortur á við-
brögðum frá lesendum varð til þess
að ekki var mælt með nýju gerðinni.
Camry var vinsælasti bíllinn í
Bandaríkjunum í fyrra og seldust
429.575 af þeirri gerð, en sala á
Passat jókst um 164% miðað við 1997
í 39.272 bfla. Sala Passat í febrúar
var 41% meiri en á sama tíma í fyrra.
Jetta-gerð VW hafnaði í öðru sæti í
flokki minni fólksbfla á eftir Protege
frá Mazda Motor Corp. Audi A6 sigr-
aði Lexus ES300 í flokki dýrari bfla.
Nýja bjallan vinsæl
„Nýja bjallan" frá VW fór langt
fram úr Acura Integra frá Honda
Motor Co í hópi smábfla, en ekki
var mælt með henni frekar en
Passat í fyrra vegna skorts á við-
brögðum frá lesendum.
Pótt Camry missti kórónu sína
sigruðu Camry Solara og Avalon í
sínum flokkum. Auk þess var mælt
með Sienna og Lexus RX300 í sín-
um flokkum, þótt aðrir bflar fengju
betri einkunnir, vegna skorts á við-
brögðum lesenda.
Aðrir sigurvegarar voru meðal
annars Z3 (sportbfll) frá BMW, For-
ester (lítill jeppi) frá Subaru, V70
frá AB Volvo (skutbíll) og F150 og
Ford Ranger frá Ford (pallbflar).
-------------------------
Bylting íbanka-
geira Italíu
Mflanó. Reuters.
TVEIR af stærstu bönkum Ítalíu
hafa boðið í keppinauta sína og munu
þar með koma af stað mikilli upp-
stokkun í ítalska bankageiranum.
UniCredito Italiano, stærsti banki
Italíu, miðað við markaðsvirði, hefur
gert tilboð um hlutabréfaskipti í
Banca Commerciate Italiana til að
koma á fót nýjum banka með eignir
upp á 250 milljarða evra.
Sao Paolo, stærsti banki Ítalíu
miðað við eignir, svaraði með því að
bjóða í Banca di Roma til að koma á
fót nýjum banka með eignir upp á
286 milljarða evra.
Tilboðin eru síðasti liður í örri
samþjöppun í evrópskum bankamál-
um. Evrópskir bankar keppast um
að sameinast til að draga úr kostnaði
og keppa á alþjóðamarkaði. Það tak-
mark hefur orðið mikilvægara en
ella vegna evrunnar.
Tilboðin eru einnig til marks um
víðtækar umbætur í ítölskum íyrir-
tækjum vegna þess að þau hafa lagzt
á sveif með fjálsri markaðshyggju.
Nýju ítölsku bankarnir verða meðal
stærstu banka Evrópu.
Hörð samkeppni
Hræringarnar á Italíu koma í kjöl-
far viðureignar helztu banka Frakk-
lands um tögl og hagldir í franska
fjármálageiranum.
UniCredito sagði að tengslin við
BCI mundu leiða til stofnunar
fímmta stærsta banka Evrópu með
tilliti til eigna og að hann yrði kallað-
ur Eurobanca.
San Paolo í Torino sagði að með
samruna þess banka og Banca di
Roma, stærsta banka Suður-Ítalíu,
yrði komið á fót „öflugri fjármála-
stofnun á evrópskan mælikvaða, sem
yrði vel í sveit sett til að hagnýta um-
talsverð áhrif í ítölsku viðskiptalífi“.
Starfsmenn hinna fjögurra banka
eru rúmlega 100.000 og búizt er við
nokkrum uppsögnum.
FISKIÐJAN Skagfirðingur hf.
(FISK) var rekin með 79 milljóna
króna hagnaði á árinu 1998 á móti
12 milljóna kr. hagnaði á árinu
1997. Kvótaárið er rekstrarár
FISK og reyndist vera 150 millj-
óna kr. hagnaður af fyrirtækinu á
rekstrarárinu sem lauk 1. septem-
ber sl. Því hefur hagnaðurinn
minnkað síðustu mánuði ársins.
Rekstrartekjur á almanaksárinu
1998 voru 2.257 milljónir og jukust
um 13,25%. Hagnaður án afskrifta
og fjármagnskostnaðar var 568
milljónir á móti 347 milljónum árið
1997. Að teknu tilliti til afskrifta,
fjármagnsgjalda og óreglulegra
tekna nam hagnaður ársins 79 millj-
ónum kr. eins og fyrr segir. Veltufé
frá rekstri nam 428 milljónum kr.
Jón Eðvald Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri FISK, vekur á því at-
hygli að þótt skuldir fyrirtækisins
lækki milli ára, aukast fjármagns-
gjöld um 77 milljónir kr. Stafar það
af óhagstæðri gengisþróun á síð-
ustu mánuðum ársins 1998.
Fram kemur í upplýsingum frá
Jóni að afkoma landvinnslu FISK
hefur batnað verulega milli ára og
stafar það af skipulagsbreytingum
sem gerðar hafa verið á vinnslunni
svo og hagstæðum ytri skilyrðum.
Afkoma útgerðar FISK var góð á
árinu að því undanskildu að rækju-
veiðar gengu illa.
^mb l.i is
ALLTAf^ rjÝTl
Herra-
undirfdt
^Páskagreinar
í búntum (Forsythía)
(4-6 greinar í búnti)
o n
Kartöflur jp|
59 kr/kf
gullauga og rauðar
Melónur
Blómkál
Heimaeyj arkerti
12 í pakka
gul/græn
'EiÁmmml -Tá&ÍudimÆð