Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 30

Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 30
30 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Damstahl opnar lager DAMSTÁHL hf., sem er dótturfyr- irtæki Damstahl A/S, hefur opnað nýjan lager með ryðfrítt stál í Skútu- vogi 6 í Reykjavík. Húsnæðið er 600 fermetrar að stærð með lagerbúnaði sem er sniðinn að sölu á ryðfríum stálvörum. Er ætlunin að bjóða upp á breiðara og meira úrval af ryðfrí- um stálvörum beint af lager en sést hefur á íslandi, og á sama verði og viðskiptavinum Damstahl erlendis stendur til boða. Að sögn Steins Eiríkssonar, fram- kvæmdastjóra Damstahl hf., hefur fyrirtækið markað sér ákveðnar áherslm- í sínum rekstri. Hjá fyrir- tækinu vinna aðeins fjói'ir starfs- menn sem leiðir til lágmörkunar á rekstrarkostnaði og þar með lág- mörkun verðs til viðskiptavina. Vegna þessa telur fyrirtækið þó nauðsynlegt að viðskiptavinir sýni ákveðinn sveigjanleika varðandi af- greiðslutíma og fyrirvai'a. Milliliða- laus innkaup Damstahl-sam- steypunnar í miklu magni erlendis skili sér einnig í lægra verði. Segir Steinn að áður en lagerinn kom til hafi Damstahl hf. aðeins rek- ið söluskrifstofu hér á landi. Þá hafi tekið tíu daga til tvær vikur að af- greiða pantanir, en nú verði sú vara, sem sé til á lager, afhent strax og muni fastir viðskiptavinir fá vöruna á sama verði og gerist af lager Dam- stahl erlendis. Steinn segir að markaðurinn fyrir ryðfrítt stál hér á landi hafi skipst nokkurn veginn þannig að tæpur helmingur hafi verið vara sem til var á lager. Svo hafi afgangurinn verið efni sem boðið hafi verið frá útlönd- um með þessum afgreiðslutíma. Verðið á því hefur verið tugum pró- senta lægra en almennt á efni af lag- Morgunblaðið/Árni Frá hinum nýja lager Damstahl: Mikael Sthaalros, forsljóri Damstalil A/S (t.v.), Karl Eggertsson, Jóna Th. Viðarsdóttir, Hákon Óli Ingi- mundarson og Steinn Eiríksson, framkvæmdastjóri Damstahl. er hérlendis, að því er Steinn segir. Með hinum nýja lager Damstahl hf. sé ætlunin að bjóða verð sem sé sam- bærilegt við verðið úti. Steinn segir að markaðurinn fyrh- ryðfrítt stál hafi vaxið mjög hratt á seinustu árum. „Þetta efni er notað af framleiðendum ýmiss tækjabún- aðar eins og tO dæmis Marel hf. Byggingariðnaðurinn er að auka notkun á ryðfríu stáli sem bygging- arefni. Einnig er ryðfrítt stál mjög mikið notað í sjávarútvegi, til dæmis á vinnsludekkjum skipa, og er orðin krafa mjög víða í matvælaiðnaði að ryðfrítt stál sé notað í búnað og að- stöðu,“ segir Steinn. Steinn sagðist áætla að markaður- inn fyrir ryðfrítt stál hér á landi sé nálægt 2.000 tonnum, og á bilinu 400-500 milljónir króna í veltu. Steinn kvaðst ekki viija nefna hver markaðshlutdeild Damstahl hf. væri FASTEIGNA t tM-\ MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Netfang: http://habil.is/fmark/ OPIÐ í DAG FRÁ KL. 13-15 | SÉRBÝI [B 3JA HERB. Kúrland. Nýkomið í sölu 199 fm endaraðhús, pallahús, ásamt 26 fm bH- skúr í Fossvogi. Arinn í stofu. Stórar suðursvalir. Ný tæki í eldhúsi. 3-4 svefnherb. auk herb. á neðsta palli. Húsið klætt að utan að hluta með Steni. Falleg ræktuð lóð. Verð 17,5 millj. Flétturimi. Nýkomin í sölu falleg og björt 3ja-4ra herb. íbúð á 3. hæð að gólffleti 74 fm auk u.þ.b. 15 fm milli- lofts. Góðar innréttingar, parket. Stórar svalir. Áhv. húsbr. 5,8 millj. Mögul. að taka íbúð upp í kaupverð. Kjarrvegur. Fallegt 327 fm einbýlis- hús, tvær hæðir og kjallari, ásamt 32 fm bilskúr. Arinn í stofu. Góð innr. f eldhúsi. 3 svefnherb. í risi, 4 svefnherb. í kjallara. 2 baöherb. Frábær staðsetning í Fossvogi. Verð 29,0 millj. Sævangur - Hf. útsýni. Fai- legt 403 fm einbýlíshús sem er hæð og kjallari. Innb. einf. bílskúr. Arinn í stofu, eikarinnr. i eldhúsi, 3 svefnherb. auk húsbóndaherb. í kjallara er sér 3ja herb. íbúð u.þ.b. 100 fm. Auk þess er í kjallara stórt herb. og þvottaherb. Fal- legur ræktaður garður með heitum potti. Glæsilegt útsýni. Mögul. skipti á einbýli, raðh. eða parhúsi á einni hæð. Eyjabakki. Nýkomin í sölu 79 fm íbúð á 2. hæð. Þvottaherb. i íbúð. Suður- svalir. Áhv. húsbr. 3,7 millj. Verð 7,0 millj. Hamraborg - Kóp. 65 fm íbúð á 1. hæð í lyftuhúsi. Eikarinnr. í eldhúsi. Tvennar svalir. Þvottahús á hæð. Stutt í alla þjónustu. Verð 6,0 millj. Él 2JA HERB. Birkimelur - penthouse. Glæsileg 2ja herb. íbúð á 5. hæð. Frábær staðsetning, stórkostlegt útsýni. fbúðin er i toppstandi og húsið nýtekið í gegn að utan. Gríðarmiklar svalir á 3 vegu. H/EÐIR Skaftahlfð. Góð 137 fm neðri sér- hæð í fjórbýli ásamt 25 fm bílskúr. Saml. stofur, stórt og rúmgott eldhús, 3 svefnherb. Parket á gólfum. Nýjar langir. Húsið i góðu standi að utan. Áhv. húsbr. 4,5 millj. Vífilsgata. 37 fm íbúð i kjallara með sérinngangi. Þribýlishús. Verð 3,9 millj. Ásbraut - Kóp. Góö 76 fm íbúð á jarðhæð. Lítið niðurgrafin. Stór stofa. Rúmgott svefnherb. Stigagangur í góðu ástandi. Laus 1. april nk. Verð 6,0 millj. (tíj ELDRI BORGARAR 4RA-6 HERB. Skipasund - laus strax. Snyrtileg 4ra herb. risibúð í þribýlishúsi. Flísar á gólfum. 3 svefnherb. Nýtt rafm. Laus strax. Áhv. húsbr. 4,0 millj. SKEMMTILEG ÍBÚÐ. Jökulgrunn - eldri borgarar. 85 fm 2ja herb. raðhús á einni hæð. Vandaðar innréttingar. Parket á öllum gólfum nema á baðherb. Rólegt og vel skipulagt svæði. Öll þjónusta innan seil- ingar. m NÝBYGGINGAR Snorrabraut - útsýni. Björt og falleg 91 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð, efstu, i fjórbýli. 2 stofur, 2 góð svefnherb. Parket. Gott útsýni. Áhv. 5,6 millj. Verð 8,5 millj. Birkiás - Gbæ. Fjögur 161 fm raðhús, pallahús. Vel skipulögð. Húsin af- hendast frágengin að utan með frágeng- inni lóð án gróðurs, fokheld að innan. Teikningar á skrifst. Verð: Endahús 11,9 millj. Miðhús 11,5 millj. É ATVINNUHÚSNÆDI Breiðavík. Nýkomin í sölu mjög fín 94 fm íbúð á jarðhæð. Góð stofa, verönd þar út af. 3 svefnherb. Parket á gólfum. Áhv. húsbr. 2,9 millj. (BÚÐ I TOPPSTANDI. Brautarhoit - laust strax. 73 fm verslunarhúsnæði. Góðir gluggar. Verð 7,5 millj. Lyklar á skrifstofu. Súðarvogur - laust strax. 440 fm húsnaaði á 1. hæð. Tilvalið undir versl- unar- og þjónustu. Áhv. 17,0 millj. (lang- j; j tlmalánum. Verð 28,0 millj. hér á landi, en sagðist telja að fyrir- tækið hefði nokkuð sterka stöðu og rayndi styrkja hana til muna með lagemum. Steinn segir að Damstahl hafi þá sérstöðu að sérhæfa sig al- gerlega í ryðfríu efni, og ætli sér að halda þeim áherslum áfram. Damstahl hf. er að öllu leyti dótt- urfyrirtæki Damstahl A/S í Dan- mörku, en það fyrirtæki er hluti af Ehrenberg Group-samsteypunni sem teygir anga sína til margra Evr- ópulanda auk Bandaríkjanna og Israels. Vegna opnunar lagersins hér ó landi var staddur hér Mikael Sthaalros, forstjóri Damstahl Scand- inavia, sem hefur starfsemi Dam- stahl í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Islandi og Bretlandi á sinni könnu. Sagði hann að íslenski markaðurinn væri afar spennandi þótt smár væri í samanburði við stór nágrannalöndin, og notkun á ryðfríu stáli á hvem íbúa væri hér meiri en í flestum öðr- um löndum heims. Mikael Sthaalros sagði að fyrsta fyrirtækið í Ehren- berg-samsteypunni hefði verið stofn- sett í Þýskalandi árið 1947 af manni að nafni Henry J. Ehrenberg, en fyr- irtækið hefur nú höfuðstöðvar sínar í Sviss og starfar bæði í sölu og fram- leiðslu vara úr ryðfríu stáli. Dam- stahl hefur selt ryðfrítt stál á Islandi undanfarin 20 ár, sagði Mikael St- haalros. Handmálaðir ískir íkonar Verð frá kr. 1.990 til 25.000 Falleg fermingargjöf Sparisjóðir á íslandi Samband íslenskra sparisjóða Tryggingarsjóður sparisjóða Sparisjóðabanki Islands Eignarhl. 100% Fjáfestingabanki Kaupþing nf. (100%) Eignarleigufyrirtæki SP-Fjármöqnun nf. (100%) 26 Sparisjóðir Upplýsinga- og tölvufyrirtæki Tólvumiðstóð sparisjóðanna (100%) Reiknistofa bankanna (15%) Greiðslukortafyrirtæki Greiðslumiðlun hf. VlSA (21%) Kreditkort hf Eurocard (25%) Líftryggingarfélag Alþjóða líftryggingarralagið hf. (100%) 1 Spansjóðabank- inn hagnast um 110 m.kr. SPARISJOÐABANKINN, sem er í eigu allra sparisjóða landsins, 26 að tölu, hagnaðist um 110,6 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári en mikil aukning var í umsvifum bank- ans á öllum sviðum viðskipta á ár- inu. Heildartekjur bankans vom 1.690,3 m.kr. og höfðu hækkað um tæplega 600 m.kr. eða 55% miðað við árið á undan en þá fóm tekjur Tilboð Skrifbordsstólar Teg. Metro 4.950 m/hæðar- pumpu Jatoflioö 1974 munf t Klapparstíg 40, sími 552 7977. 5.950 m/hæður- pumpu Opið fró kl. 10—16 iciaBHEca HÚSGAGNAVfcHbLUN Reykjavikurvegi 66, Hafnarfirði, simi 565 4100 FASTEIGNASALA Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 Opið laugardag og sunnudag frá kl. 12-15 SKILDINGANES Mjög vel staðsett 237 fm einbýlis- hús ásamt 39 fm bílskúr á sjávarlóð með glæsilegu útsýni. Húsið er mjög vel skipulagt með 6 svefnher- bergjum, arni og gufubaði. Gert er ráð fyrir séríbúð í húsinu. Ákveðin sala og húsið gæti losnað fljótlega. 1812 bankans í fyrsta sinn yfir einn millj- arð króna. Vaxtatekjur bankans jukust um 57,4% milli ára en vaxta- gjöld um 74,2%. Rekstrargjöld hækkuðu um 37% milli ára og urðu liðlega 288 m.kr. en voru 210,5 m.kr. árið á undan. Hagnaður af starfsemi bankans fyrir skatta var 176,2 m.kr. á árinu, sem er um 7,4% aukning frá fyrra ári og eins og fyrr sagði var hagnað- ur eftir skatta nánast óbreyttur frá 1997, eða 110,6 m.kr. Heildareignir Sparisjóðabankans námu 31.026,7 m.kr. í árslok 1998 og höfðu aukist um rúmlega 84% frá fyrra ári. Eigið fé bankans í árslok 1998 var 1.420 m.kr. sem er rúm- lega 6,7% aukning frá fyrra ári. I ársskýrslu sparisjóðanna segir að gjaldeyris og peningamark- aðsviðskipti hafi verið sem fyrr langviðamesti þátturinn í starfsemi bankans og annast bankinn þjón- ustu við sparisjóðina á öllum sviðum þessara viðskipta. Hann er einnig viðskiptabanki sameiginlegra dótt- urfélaga sparisjóðanna og bankans. -------------------------- Murdoch selur hlut í flugfélagi Melbourne. Reuters. SINGAGORE-flugfélagið (SIA) hefur samþykkt að greiða 318 millj- ónir Bandaríkjadala fyrir helmings- hlut í næststærsta flugfélagi Ástral- íu, Ansett. SIA kaupir hlutinn af News Corp j fyrirtæki fjölmiðlakóngsins Ruperts [ , Murdoch, sem hefur ákveðið að hætta 20 ára afskiptum af rekstri Ansett til að einbeita sér að fjöl- miðlaumsvifum sínum. Ný-sjálenzka flugfélagið (ANZ) á hinn helminginn í Ansett, mun reyna að auðvelda Ansett að keppa við stærsta flugfélag Ástralíu, Qant- as Airways. SIA er stærsta flugfé- lag Asíu utan Japans. „Ansett er fyrsta meiriháttar fjárfesting okkar í flugfélagi og I verður ekki sú síðasta,“ sagði aðal- jj framkvæmdastjóri SIA, Choong 8 Kong, sem býst við að Ansett auki hagnað félagsins frá byrjun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.