Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 32

Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 32
32 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ _______________ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU_ NATO mætti lítilli mótstöðu í annarri lotu árásanna UMFANG loftárása Atlantshafs- bandalagsins (NATO) á Júgóslavíu fyrstu tvo dagana er sagt hafa komið mörgum sérfræðingum í opna skjöldu en flestir áttu von á því að NATO myndi í upphafi ein- beita sér að því að leggja í rúst með stýriflaugum tilteknar bæki- stöðvar serbneska hersins í Kosovo. NATO hefur hins vegar ekki látið þetta nægja heldur fylgt stýriflaugaárásum eftir með loft- ái'ásum um gervalla Júgóslavíu. Annarri lotu árásanna lauk í morgunsárið í gær og hét George Robertson, vamarmálaráðherra Bretlands, því þá að árásirnar myndu halda áfram „nótt eftir nótt“ uns Slobodan Milosevic, for- seti Júgóslavíu, skipaði „morðma- skínu“ sinni að hætta hemaði sín- um gegn Kosovo-Albönum. Ro- bertson sagði Milosevic sekan um „villimennsku sem hefði ekki sést í Evrópu síðan á miðöldum“ og að NATO hefði orðið „stöðva morðin í Kosovo sem bersýnilega em enn í gangi“. Vestrænum fréttamönnum var á fímmtudag vísað frá Júgóslavíu en nokkur fjöldi rússneskra fréttamanna er þar enn við störf, og jafnframt var rússneska sendi- ráðið í Belgrad enn opið, og sendi stjómvöldum í Moskvu fréttir af gangi mála í Júgóslavíu. Rúss- nesku fréttastofumar Jtar-Tass og RIA sögðu frá því að árásir NATO á Júgóslavíu hefðu fram að þessu valdið dauða á milli 120 og 130 manns, og að af þeim væra flestir óbreyttir borgarar. Itar- Tass sagði jafnframt að meira en Fulltrúar NATO sögðu í gær að herþotur þeirra hefðu mætt lítilli mótstöðu í annarri lotu loftárása á skotmörk í Júgóslavíu. Aðgerðirn- ar eru sagðar ganga samkvæmt áætlun. LOFTÁRÁSIRNAR 350 manns hefðu særst í árásum íyrstu tvær næturnar. Wesley Cl- ark, yfírmaður herja NATO, hef- ur sakað serbnesk stjórnvöld um að hafa sett á svið myndir, sem sýndar hafa verið í sjónvarpi víða um heim, af illa særðu fólki í sjúkrahúsum en viðurkenndi að erfitt væri fyrir vesturveldin að meta stöðuna. „En við geram allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að sem fæstir óbreyttir borgarar falli eða verði fyrir meiðslum," sagði Clark á fimmtu- dag í Brassel. U mfangsmikl ar árásir á skotmörk í Kosovo Samanlagt hefur NATO nú gert loftárásir á fimmtíu skotmörk. Önnur lota árásanna í fyrrinótt beindist að flugvöllum í Jú- góslavíu, hermannaskálum og loftvamarbyrgjum, að sögn vitna. Miklar sprengingar heyrðust í ná- grenni Belgrad, höfuðborgar Jú- góslavíu, og sögðu serbneskar út- varpsstöðvar að þótt skotmörk NATO hefðu að mestu verið hern- aðarmannvirki þá hefðu flug- skeyti einnig lent á hýbýlum óbreyttra borgara, „enda eru flugskeyti ekki viti bornar" og gætu því ekki gert greinarmun á mannvirkum. Bandaríkjaher greindi frá því að tuttugu Tomahawk-stýriflaugum hefði verið skotið frá herskipum í Adríahafinu. Þeim var fylgt eftir með sprengjuloftárásum. Skot- mörkin munu hafa verið um fjöra- tíu hernaðarmannvirki og á meðal þeirra sem urðu illa úti voru her- mannaskálar í Urosevac og Prizren í Kosovo, þar sem nokkurt mannfall var sagt hafa átt sér stað. Verksmiðja í bænum Trstenik i Serbíu, sem framleiddi hemaðar- útbúnað, varð fyrir flugskeytum og einnig flugvöllur í Nis, næst- stærstu borg Serbíu. Loks var einnig skotið á hemaðarmannvirki í Svartfjallalandi. Heimildarmenn Reuters-frétta- stofunnar í Kosovo sögðu loftárás- ir NATO hafa lagt „100 prósent" í rúst bækistöðvar sérsveita serbneska hersins í Hajvalia í Kosovo, sem gegnt hefðu lykilhlut- verki við hemað Serba í héraðinu, og að umtalsvert mannfall hefði orðið þar. Skotfærageymsla í hlíð- um Grmija, rétt utan við héraðs- höfuðborgina Pristina, var „60 prósent ónýt“ að sögn sömu aðila og loks urðu bækistöðvar í Prist- ina fyrir skemmdum af völdum loftárásanna. NATO skaut flugskeytum ít- rekað á tvær stórar ratsjárhvelf- ingar og samskiptamöstur á Golash-fjalli í Kosovo en eitt mastranna stóð þó enn, að sögn vitna. Ratsjárstöðvar í Slatina, nærri Pristina, urðu einnig fyrir flugskeytum, sem og byggingar á flugvellinum í Pristina. Flug- brautin sjálf var hins vegar ekki meðal skotmarka enda myndi NATO líklega vilja nota flugvöll- inn í Pristina sem höfuðstöðvar fyrir friðarsveitir sínar í Kosovo, breyttu stjórnvöld í Belgrad stefnu sinni, og samþykktu Ram- bouillet-friðarsamkomulagið sem fyrir liggur. Loks greindi Tanjug-fréttastof- an júgóslavneska greindi frá því að Stefan Nemanja-hermannaskálar Serba í borginni Kosovka Mitrovia í Norður-Kosovo hefðu orðið fyrir skemmdum. Sprungu, að sögn Tanjug, tvö flugskeyti í búðunum, um fimm hundrað meta frá miðbæ borgarinnar. Ekkert mannfall varð, en umtalsverðar skemmdir á mannvirkjum. Mættu litilli mótstöðu Júgóslavíuher sagði í yfirlýsingu í gær að hann hefði náð að valda NATO-hemum „umtalsverðum skaða“ en að sögn fulltrúa NATO snera allar flugvélar bandalagsins heim úr leiðöngram sínum heilu og höldnu. Sextíu og fjórar herþotur tóku þátt í árásunum í fyrrinótt og að sögn fulltrúa NATO mættu þær lítilli mótstöðu. Engar júgóslav- neskar herþotur efndu til loftbar- daga og Serbar gerðu einungis eina misheppnaða tilraun tU að skjóta flugskeyti á þotumar. Þessar upplýsingar vekja ýmsar spumingar um hemaðarstefnu Serbanna. Loftvamarkerfi Serba, sem NATO gerir nú skipulegar tU- raunir til að leggja í rúst er sagt í stfi við gamaldags kerfi gömlu Sovétríkjanna. Kerfið er sagt afar öflugt en alls ekki óvinnandi vígi, enda sé það háð notkun gamaldags flugskeyta frá sjötta og sjöunda áratugnum. Áleitnar spumingar „írakar höfðu yfir að ráða mun betra loftvarnarkerfi í upphafi Persaflóastríðsins," segir Chris Foss hjá samtökunum Jane’s Defence Weekly. „Þeir áttu mjög frambærilegt þýskt loftvamar- kerfi sem olli vesturveldunum miklum vandkvæðum. Júgóslavar eiga ekkert í líkingu við þetta." A hinn bóginn era aðstæður verri á Balkanskaga, land er ekki flatt eins og í Irak heldur fjöUótt og skýjabólstrar geta gert skyggni flugmanna mjög erfitt, auk þess sem veður era válynd. NATO hef- ur aukinheldur réttilega áhyggjur af hinum öflugu SA-10 flugskeyt- um, sem Serbar era sagðir hafa yf- ir að ráða, þótt óljóst sé hversu mörgum. Ymsar áleitnar spumingar vakna hins vegar við þær fregnir að Ser- bar hafi ekki borið hönd yfir höfuð sér í árásunum í fyrrinótt og era nokkrai' getgátur á lofti um mögu- legar skýringar á því. Því hefur verið fleygt að þeir hyggist bíða um sinn áður en þeir beita flugskeytum á jörðu niðri gegn herþotum NATO. Jaínframt er ekki útUokað að loftárásir NATO hafi þegar skaðað möguleika þeirra tfi vama umtalsvert. Að síðustu gætu Ser- bar haft einhver önnur markmið, og einhver önnur brögð uppi í erminni. Þeir hétu því jú í upphafi að veijast árásum NATO með öU- um hugsanlegum brögðum. Rússneskur almenningur tekur undir fordæmingu Reuters Á myndinni sjást rússneskir þjóðernissinnar kveikja í bandaríska fánanum í mótmælum fyrir framan bú- stað ræðismanns Bandaríkjanna í St Pétursborg í gær. Lýstu þeir reiði sinni vegna árása NATO og kröfð- ust þess að Rússland skerist í leikinn og verji „bræður sína“ Serba. Moskvu. Reuters. VIÐBROGÐIN BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, átti í gær fund með þeim ígor fvanov utanríkis- ráðherra, Jevgení Prímakov forsætisráðherra og Igor Sergejev varnarmálaráðherra til viðræðna um ástandið f Jú- góslavíu. Rússar eru allt annað en ánægðir með aðgerðir NATO gegn „bræðrum" sínum Serbum og í gær bað Príma- kov leiðtoga dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, að fresta atkvæðagreiðslu um staðfestingu START-2 afvopn- unarsamningsins við Banda- ríkjamenn í mótmælaskyni. Dúman hafnaði hins vegar tilmælum Prímakovs um að fresta atkvæðagreiðslu, sem fram á að fara 15. apríl, um hvort mál verður höfðað gegn Jeltsín, sem leitt gæti til emb- ættismissis forsetans. Hafði Prímakov beðið dúmuna um frestun þar sem hann teldi slíka atkvæðagreiðslu veikja stöðu Rússlands nú þegar loft- árásir NATO á Júgóslavíu stæðu yfir. Júrí Lúshkov, borgarsljóri Moskvu, sem talinn er líklegur til að bjóða sig fram í forseta- kosningunum á næsta ári í Rússlandi, fordæmdi í gær hernaðaraðgerðirnar í Jú- góslavíu og sagði þær meiri ógnun við frið í heiminum held- ur en Kúbudeiluna árið 1962. Lúshkov sagði í samtali við sjónvarpsstöðina LCI að Jú- góslavíustríðið gæti orðið „ann- að Víetnam-stríð“ og gaf í skyn að Rússar gætu þurft að hug- leiða að bijóta það bann sem er í gildi á sölu vopna til Jú- góslavíusijórnar. Alda mótmæla í Rússlandi Hann sagði NATO-árásirnar vísbendingu um yfirburðastöðu Bandaríkjanna í heiminum en varaði við því að það væri ekki endilega gott fyrir Evrópu að fylgja blint þeim skipunum sem kæmu frá Washington. Lýsti hann árásunum sem verstu ógn- un við frið í heiminum siðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. „Deilan um flugskeytin í Kúbu ógnaði friði í heiminum. En þetta er enn verri ógnun,“ sagði Lúshkov. Að minnsta kosti fjögur hund- ruð Rússar söfnuðust saman fyr- ir framan bandaríska sendiráðið í Moskvu í gær til að mótmæla árásunum í Júgóslavíu og lýsa stuðningi við Serba. MikiII fjöldi lögreglumanna varði hins vegar sendiráðið fyrir hugsanlegum uppþotum. Einnig safnaðist fólk saman fyrir framan bústað bandaríska ræðisinannsins í St Pétursborg. „Er þetta frelsi?“ Mikill hiti var í mótmælend- um í Moskvu og héldu þeir á Iofti spjöldum sem á var letrað „látið Júgóslavíu í friði“ og „við munum veija slavneska bræður okkar“. Bflsljórar þeyttu horn bifreiða sinna er þeir keyrðu framhjá sendiráðinu en einnig kom til mótmæla fyrir framan breska sendiráðið. „Bandaríkjamenn eru alltaf að tala um frelsi og nú fáum við að sjá hvað þeir meina. Frelsi merkir semsé stríð,“ sagði hinn sjötfu og fimm ára gamli Niko- lai Kazlukhin, sem var meðal mótmælenda. „Þeir eru að murka lífið úr bræðrum okkar. Næst snúa þeir sér að Hvíta- Rússlandi og Rússlandi."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.