Morgunblaðið - 27.03.1999, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Carmina
burana 1 Lista-
/
safni Islands
KÓR Menntaskólans í Reykjavík
flytur fyrsta hlutann úr Carmina
burana eftir Carl Orff í Lista-
safni íslands í kvöld kl. 20.30.
Einnig verða flutt þjóðlög og
mótettur og ástarvalsar eftir J.
Brahms. Sigrún Ólafsdóttir
syngur einsöng og Guðný Þóra
Guðmundsdóttir leikur einleik á
fiðlu. Undirleikari Guðnýjar
verður Lára Bryndís Eggerts-
dóttir.
í Carmina burana leika Anna
Guðný Guðmundsdóttir og
Krystyna Cortes á píanó og
Eggert Pálsson á pákur auk
fleiri slagverkshljóðfæraleikara
úr Sinfóníuhljómsveit Islands.
Kór Menntaskólans í Reykja-
vík starfar nú fjórða veturinn
undir handleiðslu Marteins H. _
Friðrikssonar, dómorganista. I
kórnum eru 40 söngvarar sem
hafa æft tvisvar í viku á Iofti
Dómkirkjunnar. Kórinn hefur
farið í æfingaferðir og hefur ný-
lokið upptökum fyrir væntan-
lega geislaplötu.
Aðgöngumiða má panta hjá
kórfélögum eða kaupa í forsal
Dómkirkjunnar.
jpa|
KÓR Menntaskólans í Reykjavík.
Menning í Menntaskól-
anum á Egilsstöðum
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
GUÐBERGUR Bergsson rithöf-
undur kom austur á Hérað og
heimsótti Menntaskólann á Egils-
stöðum í tilefni af 20 ára afmæli
skólans sem verður næsta haust.
Ákveðið var að halda upp á afmæl-
isár skólans með ýmsum menning-
arviðburðum. Koma Guðbergs var
sú fyrsta á árinu. Guðbergur hitti
nemendur og sagði frá verkum
sínum og las fyrir þá tvær örsög-
ur. Fór yfir uppbyggingu sagn-
anna og andstæður i frásögn.
Hann hélt síðan almennan fyrir-
lestur í sal skólans um listamann-
inn Goya.
Fleiri viðburðir tengdir afmæli
Menntaskólans á Egilsstöðum
verða á næstunni. Til stendur að
hafa opinn dag í apnl og munu
þann dag verða haldnir nemenda-
tónleikar í Egilsstaðakirkju þar
sem fjölmargir nemendur munu
flytja tónlist úr ýmsum áttum.
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
GUÐBERGUR Bergsson las
tvær örsögur fyrir nemendur
Menntaskólans á Egilsstöðum
Föstutónlist
í Hveragerðis-
kirkju
Á PÁLMASUNNUDAG kl. 17 flytur
Kúkjukór Hveragerðis- og Kot-
strandarsókna föstutónlist í „Tón-
listar-vesper“ í Hveragerðiskirkju.
Meðal verka eni „Sjö orð Rrists á
krossinum“ eftir Grunmach og verk
eftir J.S. Bach og Zoltan Kodáli.
Stjórnandi kórsins er Jörg E.
Sondermann organisti. Hann leikur
jafnframt orgelverk eftir J.S. Bach
og eigin partítu um sálmalagið
„Hvað hefur þú, minn hjartkær
Jesú, brotið?“
Kór og djass-
sveit frá Kali-
forníu í tón-
leikaferð
FIMMTÍU manna menntaskólakór
og djassveit frá Menlo School, San
Francisco í Kalifomíu, heldur tón-
leika í Reykjavík á sunnudag.
I Ráðhúsinu verða tónleikar með
djassveitinni kl. 14. Stjórnandi er
Mark Warren. I hljómsveitinni
leika Peter Backlund, trommur, Ra-
hman Jamael, trompet, Matt Joy,
gítar, Amir Rao, trommur, Cyrus
st. Amand, bassi, Allison Terry,
trompet, Mathew Urbanek, básúnu
og Seth Zeren, saxófón. Á efnis-
ski-ánni eru m.a. löðgin Ain’t Mis-
behavin, Alone Together, Black
Bird, Blue Bells of Scotland, Mercy,
Mercy, Mercy, Moten Swing, Sweet
Georgia Brown og Swing Low.
Hljómsveitin vann til silfurverð-
launa í Honolulu Hawaii Festival
1998.
Kórtónleikar í
Hallgrímskirkju
Menlo-kórinn syngur í Hallgríms-
kirkju kl. 17 undir stjóm Lindu Jor-
dan. Flutt verða m.a. lög eftir Pablo
Casals, Randall Thompson, Maurice
Dumflé, John Ruter, gamalt amer-
ískt sönglag og sálmalög. Kórinn
hefur unnið til margra verðlauna og
sungið í Carnegie Hall.
I kórnum syngur stúlka af ís-
lenskum ættum, Stefanie Olsen.
Amma hennar, Vivian Hansen, er
ættuð úr Hjaltadal í Skagafirði, en
foreldrar hennar fóm vestur um haf
árið 1882.
Tónleikar í Skálholtskirkju
Kórinn syngur í Skálholtskirkju
þriðjudaginn 30. mars kl. 17 í boði
Unglingakórs Biskupstungna og
stjómar kórnum, auk Lindu Jord-
an, Hilmar Amar Agnarsson,
stjómandi unglingakórs Biskups-
tungna.
Héðan fer kórinn í tónleikaferð til
Skotlands.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Strákur í Hnífsdal á
tækifærisverði
Sópran og
blásarar í
Hallgríms-
kirkju
Á TÓNLEIKUM Listvinafélags
Hallgrímskirkju á morgun kl.
20.30 koma fram sópransöng-
konan Margrét Bóasdóttir og
Blásarakvintett Reykjavíkur.
Þau flytja fjögur verk eftir
Schubert, Sweelinck, Mozart og
Jón Hlöðver Áskelsson.
Eftir Franz Schubert flytja
þau Offertorium D. 136 op. 4
„Totus in corde lanqueo“ f.
sópran, C-klarínettu og blásara-
kvartett sem Schubert samdi ár-
ið 1815, aðeins 17 ára að aldri.
Þá flytur blásarakvintettinn til-
brigði um þjóðlagið „Mein jun-
ges Leben hat ein End“ eftir
Jan Pieters Sweelinck í útsetn-
ingu Ernests Lubins. Eftir Jón
Hlöðver Áskelsson flytja þau
„Þrjú ljóð fyrir sópranrödd og
blásarakvintett“. Ljóðin eru úr
„Vísum um drauminn" eftir
Þorgeir Sveinbjarnarson en
verkið var frumflutt á kirkju-
listarviku í Akureyrarkirkju í
maí 1993. Lokaverkið á tónleik-
unum eru þrír þættir úr Ser-
enödu nr. 12. K 388 í c-moll fyr-
ir blásarakvintett eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart í útsetn-
ingu Mordechais Rechtmans.
Margrét Bóasdóttir stundaði
söngnám hjá Elísabetu Erlings-
dóttur við Tónlistarskóla Kópa-
vogs og Iauk þaðan burtfarar-
prófi vorið 1975 og lauk tón-
Morgunblaðið/Þorkell
MARGRÉT Bóasdóttir og
Blásarakvintett Reykjavíkur á
æfingu í Hallgrímskirkju.
menntakennaraprófí frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík sama
ár. Hún stundaði framhaldsnám
í einsöngskennaradeild, óperu-
og konsertdeild tónlistarháskól-
ans í Heidelberg-Mannheim hjá
Edith Jaeger og lauk þaðan
prófum árið 1981. Margrét hef-
ur haldið fjölda ljóðatónleika og
sungið einsöngshlutverk í mörg-
um helstu kirkjulegu verkum
tónbókmenntanna. Hún starfar
nú fyrir barnakóra við kirkjur,
stýrir unglingadeild við Söng-
skólann í Reykjavík og stjórnar
Unglingakór Selfosskirkju og
Vörðukórnum.
Blásarakvintett Reykjavíkur
skipa þeir Bernharður Wilkin-
son (flauta), Daði Kolbeinsson
(óbó), Einar Jóhannesson (klar-
ínett), Jósef Ognibene (horn) og
Hafsteinn Guðmundsson
(fagott). Kvintettinn er tónlistar-
hópur Reykjavíkurborgar
1998-1999. Miðasala á tónleik-
ana fer fram í Hallgrímskirkju.
LEIKLIST
Félagsheimilið,
Hnffsdal
SÖNGLEIKURINN OLIVER
eftir sögu Charles Dickens. Texti, lög
og ljóð eftir Lionel Bart í þýðingu
Flosa Ólafssonar. Litli leildiópurinn
og Tónlistarskóli Isaljarðar. Leik-
stjóri: Guðjón Ólafsson. Aðstoðarleik-
stjóri: Greipur Gislason. Söngstjóri:
Margrét Geirsdóttir. Hljómsveitar-
stjóri: Sig. Friðrik Lúðvfksson. Hljóð-
færaleikur: Baldur Geirmundsson,
Beáta Joó, Sigríður Ragnarsdóttir.
Dansar: Eva Friðþjófsdóttir, Þórunn
Jónsdóttir o.fl. Förðun: Kristjana
Jónsdóttir o.fl. Ljós: Sveinbjörn
Björnsson. Leikmynd: Guðjón Ólafs-
son. Leikendur: Anna Guðmundsdótt-
ir, Auður Guðnadóttir, Fanný Bjarn-
ardóttir, Finnur Magnússon, Frey-
gerður Ólafsdóttir, Greipur Gíslason,
Herdís Jónasdóttir, Páll Loftsson,
Rúnar Rafnsson, Sara Sturludóttir,
Sig. Friðrik Lúðvíksson, Þorkell
Þórðarson, Þórunn Kristjánsdóttir,
Þröstur Ólafsson. Unglingakór Tón-
listarskólans á Isafirði syngur, og fer
auk þess með ýmis leikin hlutverk.
Þriðjudagur 23. mars.
Á ÍSAFIRÐI hafa Tónlistarskól-
inn og Litli leikhópurinn sameinað
krafta sína í þessari sýningu á Oli-
ver Twist. Ái'angurinn af þessu
samstarfi er stórgóð sýning þar sem
hæfileikar beggja aðila nýtast eins
og best verða má. Og ekki kæmi á
óvart ef sumar ungu stúlkurnar sem
standa sig svo vel í sýningunni upp-
götvi að þeim er ýmislegt til lista
lagt sem þær þekktu ekki áður.
Sýningar af þessu tagi hafa ómetan-
Iegt þroskagildi fyrir unga fólkið
sem tekur þátt í þeim.
En það er ekki þess vegna sem
rétt er að hvetja alla sem tök hafa á
að sjá sýninguna. Hún tekst einfald-
lega mjög vel, heldur áhorfandanum
hugfóngnum frá upphafi til enda, og
það er á henni yfirbragð agaðrar
gleði, hófstillingar og vandaðra
vinnubragða. Hér verður hvergi
vart ofleiks, skvettugangs, og leik-
stjórinn beitir hvergi ódýrum
brögðum til að ná áhrifum heldur
treystir hann sínu fólki. Þess vegna
kemst ljóðræna verksins og mildin
mitt í hörmungunum vel til skila. í
því efni skiptir einnig miklu máli af-
bragðs hljóðfæraleikur, blæbrigða-
ríkur og fagur. Það er langt síðan
ég hef heyrt eins vel spilað á það
góða hljóðfæri harmoníku.
Einnig hefur Guðjón Ólafsson
leikstjóri gert haganlega umgjörð
um verkið, einfalda, stflhreina og
meðfærilega. Guðjón nýtir einnig
áhorfendasalinn á áhrifaríkan hátt
og skapar heillandi nánd. Búningar
og geiwi eru einnig vandvirknislega
unnin og leggja, ásamt góðu flæði,
drjúgan skerf til þess að heildará-
hrif sýningarinnar verða ekki brota-
kennd.
Þessi sýning hefur yfir sér
sjarma unga fólksins sem tekur þátt
í henni. Hún lýsir hæfileikum sem
eru að springa út og listrænum aga
sem birtist víða og er afar þekkileg-
ur, t.d. í hreyfingum, látbragði og
þokkafullum hneigingum í leikslok.
Og söngurinn ber vitni þeirri hefð
sem Isfirðingar hafa skapað sér á
tónlistarsviðinu. Hann er vandaður.
Þær Þórunn Anna Kristjánsdóttir,
Auður Bii'na Guðnadóttir og Herdls
Anna Jónasdóttir eru í stórum og
vandasömum hlutverkum og gera
allar sínu prýðileg skil.
En það eru fleiri strengir í þess-
ari hörpu: Félagar í Litla
leikklúbbnum slá hér bæði á létta
strengi og þá dramatísku. Þau
Freygerður Ólafsdóttir og Finnur
Magnússon skapa fyndnar og hæfi-
lega afkáralegar persónur, og jafn-
vel lítið hlutverk á borð við Sower-
berry er fagurlega mótað og flutt af
Sig. Friðriki Lúðvíkssyni. Páll
Gunnar Loftsson stendur sig mjög
vel sem Fagin, og að sumu leyti er
túlkun hans dæmigerð fyrir það
besta í þessari sýningu: góð radd-
beiting, enginn asi, ekkert tilfinn-
ingalegt yfirboð, heldur áhersla á að
leyfa hinu mildilega að njóta sín án
sýnilegrar áreynslu.
Nú fer í hönd skíðavika á ísafirði.
Þeir sem verða þar gestkomandi
gera ekki annað betra en að fylla
bekkina í Félagsheimilinu á Hnífs-
dal ásamt heimamönnum eina
kvöldstund og njóta sýningar sem
er í senn ljúf, skemmtileg, vel unn-
in, og í Dymbilvikunni kannski enn
frekar en endranær, hæfileg.
Guðbrandur Gíslason