Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 46

Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 46
46 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Tilvist og frair Rey kj avíkurflugp MENNING OG ATVINNULÍF STUÐNINGUR atvinnulífs við listir og menningu hefur færst í vöxt síðastliðin ár. Óhætt er að tala um að við- horfsbreyting hafí orðið á meðal stjórnenda fyrirtækja í þessum efnum en lengst af hefur stuðningur við menningar- líf komið frá ríkinu og stórhuga einstaklingum á borð við Ragnar í Smára. Áður litu fyrirtæki svo á að þannig ætti þetta að vera, menningin kæmi þeim ekki við. Nú sjá fyrir- tæki ákveðna möguleika í því að tengjast menningarstarf- semi, það skapar þeim jákvæða ímynd í hugum almennings og þá ekki síst í þeim stóra og sístækkandi hópi fólks sem neytir lista, sækir listviðburði, les bækur, hlustar á tónlist og svo framvegis. Tímamót urðu í þessum efnum á fímmtudaginn þegar for- svarsmenn fímm stórfyrirtækja og Menningarborgai*verk- efnisins árið 2000 undirrituðu samstarfssamning að heildar- verðmæti um 40 milljónir króna. Ef marka má ummæli for- svarsmanna fyrirtækjanna fímm í samtali við Morgunblaðið í gær boðar samningurinn breyttar áherslur í samskiptum menningar- og atvinnulífs. Þessi mikli stuðningur sýnir að fyrirtækin skilja vel að þau hafa hlutverki að gegna við að styðja menningarlega starfsemi. Sigurður Gísli Pálmason, formaður fjármálaráðs Menningarborgarverkefnisins, kvaðst telja víst að samningurinn gæti verið upphafíð að mun meira og virkara samstarfí milli menningar- og at- vinnulífs: „Nú á síðari hluta þessa áratugar er eins og menn hafí verið að vakna til vitundar um þetta og vonandi er hér að verða til einhvers konar ástarævintýri.“ Það er mikilvægt að auka og þróa það jákvæða samband og samstarf sem komist hefur á milli menningar- og at- vinnulífs. Með þeim hætti væri hægt að efla mjög hið gróskumikla starf sem fram fer í menningu og listum hér á landi um þessar mundir. EINKAVÆÐING PÓSTÞJÓNUSTU STEFNT er að því, að innan örfárra ára verði einkaréttur íslandspósts hf. afnuminn og full samkeppni hafin í dreifíngu á bréfapósti. Forstjóri fyrirtækisins, Einar Þor- steinsson, lét svo ummælt á fundi Verzlunarráðs í fyrradag, að einkarétturinn verði aflagður eigi síðar en árið 2003 á dreifingu á bréfapósti upp að 250 g. Á fundinum kom fram krafa um, að einkaréttur verði takmarkaður hið fyrsta til að tryggja opinn markað og samkeppni. Óviðunandi væri að bíða í nokkur ár eftir úrbótum. Á fundinum gerði Árni Pétur Jónsson, forstjóri TVG Ziemsen, athugasemdir við þá þjónustu, sem íslandspóstur veitir í samkeppni við einkafyrirtæki og nýtir til þess söfn- unar- og dreifingarkerfi, sem byggt er upp á landsvísu í skjóli ríkisins. Árni kvað strax þurfa að stöðva óréttmæta samkeppni Islandspósts við fyrirtækin og afnema síðan einkaleyfí hans í framhaldinu. Óeðlilegt væri, að íslands- póstur notaði einkaleyfíð næstu árin til að styrkja stöðu sína í frjálsri samkeppni. Einar K. Guðfinnsson, formaður samgöngumálanefndar Alþingis, sagði á fundinum að afnám einkaréttar í póstflutn- ingum væri óhjákvæmilegt á næstu árum. Hann benti þó á, að póstþjónusta væri grunnþáttur í hverri þjóðfélagsgerð og breyting á rekstrarumhverfi mætti ekki verða til að rýra kost hinna dreifðu byggða. Póstþjónusta hefði frá öndverðu verið grunnþjónusta án tillits til búsetu og á viðráðanlegu verði. Allar breytingar á þessu umhverfi væru því viðkvæm- ar, flóknar og krefðust góðs undirbúnings. Þingmaðurinn benti á, að gæði póstþjónustunnar hefðu aukist frá því formbreyting var gerð á henni og fyrirtækið Islandspóstur stofnað. Hann kvað það enga smábyltingu, að innan við sólarhring tæki að senda bréf og aðrar sendingar landshorna á milli. Að sjálfsögðu er póstþjónusta grunnþáttur í nútímaþjóð- félagi og svo verður áfram, þótt stórstígar tækniframfarir eigi sér stað í sendingu pappírslausra upplýsinga og skila- boða. Engin ástæða er hins vegar til að ætla, að ríkinu farn- ist betur að annast póstþjónustu en einkaaðilum. Þvert á móti. Þess vegna er eðlilegt að hraðað verði sölu hlutabréfa í Islandspósti og fram að þeim tíma séð til þess, að sú sam- keppni, sem þegar á sér stað, fari fram á jafnréttisgrund- velli. Samkvæmt samþykktu aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, segir Leifur Magmísson, hefur verið gert ráð fyrir óbreyttri staðsetningu Reykjavíkur- flugvallar til 2013. UNDANFARNA fjóra mánuði hafa dagblöðin birt a.m.k. 15 greinar höf- unda sem af ýmsum ástæðum vilja Reykjavíkurflugvöll burt úr höfuðborginni og að flug- starfsemin verði flutt á annan stað - til Keflavíkurflugvall- ar, á uppíyllingar úti í sjó - eða bara eitthvert í burt! Þessi atlaga hef- ur stigmagnast eftir að ljóst var að nú yrði loks ráðist í löngu tímabært viðhald á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar, en þær endurbætur hafa allt of lengi setið á hakanum meðan sinnt var uppbyggingu flug- valla landsbyggðarinn- ar. Lítið hefur heyrst frá þeim sem telja bæði eðliíegt og rétt að flug- völlurinn verði áfram á þeim stað sem hann Leifur Magnússon sem hann hefur verið undanfarin 58 ár. Undirritaður hef- ur komið að þessum málum með einum eða öðrum hætti í tæpa fjóra áratugi, fyrst hjá Flugmálastjórn á ái-unum 1960-1978, lengst sem framkvæmdastjóri flugöi-yggisþjón- ustunnar og síðar varaflugmála- stjóri, en frá 1978 sem fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, og þá að mestu við störf að flugrekstr- ar- og tæknimálum. Eftirfarandi eru nokkrar ábendingar varðandi flugvallarmálið. Skyldur höfuðborgarinnar Hlutverk Reykjavíkur sem höfuð- borgar íslands færir henni ekki að- eins tækifæri og réttindi, heldur leggur jafnframt á hana skyldur. Þeirra á meðal er að sjá til þess að samgöngur til og frá borginni, hvort sem er á landi, legi eða um loft, séu sem öruggastar, áreiðanlegar og jafnframt hagkvæmar. Þeir, sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, og þurfa að sækja þangað ýmiss konar þjónustu til miðlægra stjórnsýslu- og viðskiptastofnana, eiga rétt á því að flugsamgöngur í áætlunar- og leiguflugi til og frá höfuðborginni séu öruggar og greiðar. í höfuðborginni er jafnframt að finna fjölda sérhæfðra sjúkrastofn- ana, sem ekki er að finna annars staðar á landinu, og því nauðsynlegt að sjúkra- og neyðarflug geti lent sem næst þeim. Því fer fjarri að sjúkir og slasaðir séu einungis flutt- ir með þyrlum því mun fleiri eru fluttir með hefðbundnum flugvél- um, sem nota flugbrautir. Skyldur Reykjavíkur sem höfuð- borgar eru að sjálfsögðu ekki tak- markaðar við þá sem búa utan höf- uðborgarsvæðisins. Þar eiga íbúar svæðisins einnig sama rétt til ör- uggra og greiðra flugsamgangna til annarra byggða landsins. Þá hefur í skýrslu Hagfræðistofnunar Há- skóla Islands (maí 1998) komið skýrt fram hversu þýðingarmikill flugvöllurinn og starfsemin á hon- um er íyrir atvinnulíf höfuðborgar- svæðisins. Talið var að um væri að ræða 1.156 ársverk og efnahagsá- hrifín samsvari 11 milljörðum kr. I samþykktu aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er gert ráð fyrir áframhaldandi starfsemi og staðsetningu flugvallarins. Bæði samgönguráðherra og borgarstjóri hafa að undanförnu staðfest opinberlega að ekki komi til álita að flytja flugvöllinn burt á um- ræddu skipulagstíma- bili. Ákvörðun um flugvallarstæðið Það er algengur mis- skilningur að breska setuliðið hafi árið 1940 ákveðið staðsetningu flugvallarins andstætt áformum íslenskra stjórnvalda um gerð flugvallar iyrir höfuð- borgina. Allt frá árinu 1919 voru grasflugbrautir í Vatnsmýrinni not- aðar sem miðstöð fyrir ýmiss konar flugstarfsemi, þ.ám. árin 1919-20 íyrir flugvél Flugfélags íslands (nr. 1), árið 1930 fyrir flugvél Wolf Hirths, árin 1932-33 fyrir Fokker D. VII-veðurathugunarflugvélar Hollendinga, og á árunum 1937-1939 fyrir ýmiss konar einka- og atvinnuflug. I september 1937 var opinberlega birtur uppdráttur Gústafs E. Páls- sonar, verkfræðings og síðar borg- arverkfræðings Reykjavíkur, af „Flughöfn í Vatnsmýrinni í Reykja- vík“. Sá flugvöllur var á 76 ha. svæði og bauð upp á fjórar flugbrautir. í desember 1938 gerðu verkfræðing- arnir Valgeir Björnsson og Jón Sig- urðsson nýjan uppdrátt að slíkum flugvelh. í janúar 1939 samdi Gústaf E. Pálsson ítarlega skýi-slu fyrir bæjaryfirvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í stað- setningu flugvallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú að mælt var með flugvelli í Vatns- mýrinni, sem talin var vera „eins ákjósanleg undh- innanlandsflugvöll og frekast má vera“. í mars 1940 mælti skipulags- nefnd Reykjavíkur með gerð flug- vallar í Vatnsmýrinni, og bæjarráð staðfesti samþykki sitt með bréfi til nefndarinnar, dags. 9. mars 1940. Það var fyrst í október 1940 sem breska setuliðið byrjaði á fram- kvæmdum við flugvöllinn. Fyrsta flugvélin lenti síðan á honum 23. maí 1941. Umræður og úttektir í rúm 50 ár Allt frá lokum síðari heimsstyi’j- aldarinnar og eftir að bresk og bandarísk stjórnvöld afhentu ís- lendingum Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkurflugvöll hafa af og til blossað upp líflegar umræður um framtíð flugvallanna. Á sjöunda áratugnum var saminn fjöldi skýrslna um þessi mál bæði af erlendum sem innlendum sérfræð- ingum. Á þeim tíma beindust augu Reykjavíku margi-a að hugmyndum um gerð nýs flugvallar á Alftanesi, sem auk inn- anlandsflugs gæti jafnframt sinnt mest öllu millilandaflugi til og frá Islandi, eða yrði eingöngu notaður fyrir innanlandsflug. Slíkar hug- myndir liðu þó endanlega undir lok árið 1973, þegar þáverandi félags- málaráðherra, sem reyndar gegndi einnig embætti samgönguráðherra, heimilaði byggingu nýn-a íbúða- hverfa á hlutaðeigandi svæði Álfta- nessins. I bréfi samgönguráðherra til Skipulagsstjórnar ríkisins, dags. 30. ágúst 1976, voru samþykktar meginlínurnar í þróun flugvallar- svæðisins, þ.á m. að „stefnur hinna þriggja flugbrauta verði óbreytt- ar“, og jafnframt tilgreint hvaða starfsemi og mannvirki skuli vera í hverjum geira svæðisins. Á áttunda og níunda áratugnum komu af og til fram ýmsar hugmyndir í flugvalla- málunum, þ.á m. að gera mætti flugvöll á uppfyllingum í Skerja- firði. Flutningur til Keflavíkur Keflavíkurflugvöllur gegnir nú m.a. því hlutverki að vera aðalmilli- landaflugvöllur Reykjavíkur. Þar eru langar og vel búnar flugbrautir og fjölmennt lið sinnir með miklum ágætum slökkvi- og neyðarþjónustu, og er jafnframt falið daglegt eftirlit og hreinsun flugbrauta og athafna- svæða. Fyrir tæpum tólf árum var þar tekin í notkun ný og glæsileg Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem í dag þjónar m.a. sem skiptistöð fyrir millilandaflug Flugleiða. í athugun sem gerð var hjá Flug- leiðum í janúar 1996 kom fram, að verði áætlunarflug innanlands flutt til Keflavíkurflugvallar myndi það leiða til þess að flugtíminn milli staða innanlands lengdist um 12,2% (vegið meðaltal). Meðalflugtíminn myndi því fara úr 40 mínútum í 45 mínútur. Því til viðbótar myndi akst- ur flugvéla milli flugstöðvar og flug- brauta lengjast að meðaltali um rámar sex mínútur. Svonefndur far- tími flugvélanna (áður nefndur „kubbatími") myndi því í innan- landsfluginu lengjast samtals að meðaltali um 28%, og kostnaðarauk- inn óhjákvæmilega leiða til hærri far- og flutningsgjalda. En það er að sjálfsögðu ekki auk- inn rekstrartími flugvélanna sem hér skiptir mestu máh, heldur við- bótaraksturstími farþeganna sjálfra til og frá Keflavík sem yrði stærsti kostnaðaraukinn og mesta óhagræð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.