Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 47
ltíð
yallar
rflugvöllur
ið. Þótt ferðatíminn frá miðborg
Reykjavíkur til Keflavíkurflugvall-
ar sé viðunandi þegar um er að
ræða millilandaflug sem tekur frá
tveimur til átta tímum í þotu er það
samdóma álit þeirra sem hafa
kynnt sér þessi mál undanfama
áratugi að þetta yrði í reynd óyfir-
stíganleg hindrun í íslensku innan-
landsflugi. Ljóst er, og ekki síst
með hliðsjón af bágri fjárhagslegri
afkomu innanlandsflugsins, að
ákvörðun stjómvalda um flutning
þess tii Keflavíkurflugvallar myndi
sjálfkrafa fela í sér að það legðist
að mestu leyti niður.
Að lokum er þess að geta að sam-
kvæmt ítarlegri úttekt sem Hag-
fræðistofnun Háskóla Islands gerði
fyrir Borgarskipulag og Flugmála-
stjóm og kynnt var í febrúar 1997
var talið þjóðhagslegra mun hag-
kvæmara að byggja upp núverandi
Reykjavíkurflugvöll fýrir innan-
landsflugið en að flytja þá starfsemi
til Keflavíkurflugvallar.
Flugvöll út í sjó
Það verður að teljast með
nokkram ólíkindum, að miðað við
það landrými og undirlendi sem ís-
land hefur upp á að bjóða skuli í al-
vöru vera hugað að tillögum um
byggingu flugvallar og jafnvel
stórra íbúðarhverfa á dýram upp-
fyllingum úti í sjó.
í Viðskiptablaðinu 3. feb. sl. var
upplýst að íslenskir aðalverktakar
hf. hefðu áhuga á „að fá til umráða
sem byggingarland landsvæðið þar
sem Reykjavíkurflugvöllur stendur
í dag gegn því að byggja nýjan flug-
völl í Skerjafirði.“ Fram kom „að
miðað við forathuganir þurfi byggð-
in að vera talsvert þétt,“ og jafn-
framt að „stór hluti byggðarinnar
þyrfti að vera hús sem væra fimm
til sjö hæðir“. Ekki kom hér fram
umsögn um væntanleg áhrif slíkrar
viðbótarbyggðar á gatnakerfi höf-
uðborgarinnar.
Svo virðist sem Verkfræðistofa
Friðriks Hansen Guðmundssonar,
hins galvaska baráttumanns gegn
Hvalfjarðargöngum, hafi tekið að
sér starf undirverktaka við hönnun
nýs flugvallar úti í Skerjafirði. í
þessu sambandi er jafnframt at-
hyglisverð samtímis stofnun „Sam-
taka um betri byggð á höfuðborg-
arsvæðinu" 14. febrúar sl., sem
virðast hafa þetta mál að megin-
markmiði sínu.
Það er að sjálfsögðu fyrst og
fremst á verksviði þeirra stjórn-
valda sem hér reka flugvelli að gera
faglega úttekt á fram kominni til-
i-----------------------------------
lögu um gerð flugvallar úti í Skerja-
firði og ljóst að slík úttekt ásamt
umhverfismati tæki nokkur ár.
Hvað flugrekendur varðar er þó
tvennt ljóst. I fyrsta lagi að í við-
haldi flugvéla hér á landi, meira en
annars staðar, mun áfram felast
stöðug barátta að halda málmtær-
ingu í skefjum. Staðsetning flugvéla
á flugvelli sem væri umluldnn sjó á
alla vegu myndi að sjálfsögðu vera-
lega auka slík vandamál og leiða til
hærri viðhaldskostnaðar.
í öðru lagi þarf nýr flugvöllur
sem yrði byggður úti í sjó að miða
við alþjóðleg hönnunarákvæði t.d.
varðandi gerð og umfang tilskyldra
öryggissvæða. I þeim uppdráttum
sem sýndir hafa verið að undan-
förnu era öryggissvæðin helmingi
mjórri en til er ætlast. Ef þau væra
hins vegar gerð í réttri breidd
myndu fjárhagslegar forsendur
væntanlega bresta! Þetta er vænt-
anlega meginástæða þess að Frið-
rik Hansen Guðmundsson birtir í
síðustu grein sinni í Mbl. 18. þ.m.
þá lausn sína að „öryggissvæðið
verði rammað inn með grjótgarði
og þær flugvélar sem renna út af
flugbraut og yfir öryggissvæðin
lenda á þessum grjótgarði og
stöðvast þar.“ Hér gleymist sem
sagt með öllu sá megintilgangur ör-
yggissvæða flugbrauta að mynda
nægjanlegt hindranalaust svæði
þar sem flugvél gæti stöðvast án
þess að hún, farþegar hennar og
áhöfn, verði fyrir skaða.
Áhætta og
umhverfísmál
Samkvæmt áhættumati fyrir
Reykjavíkurflugvöll sem breska
flugumferðarþjónustan (NATS)
gerði í ágúst 1997 og byggirá upp-
lýsingum um flugumferð um völiinn
allt árið 1996 kom eftirfarandi
þrennt í ljós:
• Áhættan við Reykjavíkurflug-
völl er innan þeirra marka sem al-
mennt er miðað við á öðrum sviðum
þjóðlífsins.
• Ekkert tilefni er til að rýma
byggingar við flugvöllinn eða breyta
nýtingu þeirra, en þess að geta að
nokkur íbúðarhús í vesturbæ Kópa-
vogs era við mörk tilgreinds
áhættusvæðis.
• Lítil áhætta er samfara notkun
á flugbraut 07/25.
Sem dæmi um veralega minni há-
vaðamengun þeirra nýju flugvéla
sem nú nota Reykjavíkurflugvöll má
nefna Fokker 50. Svonefnt hávaða-
spor þeima við flugtak og lendingu,
miðað við 80db jafngildislínur, er að-
eins 29% af stærð hliðstæðs hávaða-
spors Fokker „Friendship“-skrúfu-
þotna sem flugu um Reykjavíkur-
flugvöll í 27 ár. Þá ætti væntanlega
flestum að vera vel ljóst að flugum-
ferðin veldur ekki nema örlitlu broti
af loftmengun á höfuðborgarsvæð-
inu - þar ber fyrst og síðast að líta
til bílaumferðarinnar sem upp-
sprettu mengunar.
Tillaga að breyttu
deiliskipulagi
Þessa dagana er til sýnis hjá
Borgarskipulagi Reykjavíkur tillaga
að breyttu deiliskipulagi fyrii’
Reykjavíkurflugvöll. Það er einkum
tvennt sem við þessa skipulagstil-
lögu er að athuga þ.e. hugmynd um
lokun flugbrautar 07/25 svo og skort
á eðlilegri vegtengingu nýja flug-
stöðvarsvæðisins í suðausturgeira
flugvallarsvæðisins.
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
héldu 17. og 18. þ.m. aðalfund sinn.
Að SAF standa samtals 310 íslensk
fyrirtæki, og hjá þeim starfa um
5.400 manns að flug- og ferðaþjón-
ustu. Meðal aðildarfélaga eru Flug-
félagið Atlanta, Flugleiðir, Flugfé-
lag Islands, Islandsflug og Mýflug.
Þau þrjú síðastnefndu sinna nú öllu
áætlunarflugi á íslenskum innan-
landsleiðum. Aðalfundurinn sam-
þykkti samhljóða ályktun um
Reykjavíkurflugvöll, og fjallaði
fjórða og síðasta grein hennar um
deiliskipulagstillöguna á eftirfarandi
hátt:
„Með tilvísun í framkomna tillögu
að breyttu deiliskipulagi Reykjavík-
urflugvallar, sem Borgarskipulag
Reykjavíkur hefur nýlega óskað eft-
ir ábendingum og athugasemdum
við, leggur aðalfundurinn sérstaka
áherslu á eftirfarandi tvö meginat-
riði:
• Að áfram verði gert ráð fyrir
flugbraut 07/25. Tilvist hennar er
grannforsenda fyrir því að notkun-
arhlutfall flugvallarins, með hliðsjón
af vindrós og hliðarvindsmörkum
flugvéla, geti náð alþjóðlega viður-
kenndu lágmarksgildi (95%). Um
þetta hafa íslenskir flugrekendur ít-
rekað ályktað, og komið þeim sjón-
armiðum sínum formlega á fram-
færi við stjómvöld.
• Að gert verði ráð fyrir nauð-
synlegri og eðlilegri vegtengingum
frá nýja flugstöðvarsvæðinu í suð-
austurhluta flugvallarins, þ.ám. að
Hlíðarfótur tengist einnig til suð-
austurs beint við Kringlumýrar-
brautina."
Flugbraut 07/25
I greinargerð með aðalskipulagi
Reykjavíkur, sem kynnt var vorið
1997, var ítrekað vitnað til álits
nefndar er þáverandi samgöngu-
ráðherra skipaði 7. des. 1988 „til að
vinna áhættumat vegna Reykjavík-
urflugvallar". Nefndin skilaði áliti
sínu með tíu tillögum 30. nóv. 1990.
Ein tillagna nefndarinnar var
svohljóðandi: „Hætt verði notkun á
NV/SV-braut (07-25) og henni lok-
að.“ I þessu sambandi er nauðsyn-
legt að minna enn einu sinni á, að
hvorki samgönguráðuneyti, flug-
ráð né Flugmálastjórn hafa tekið
formlega afstöðu til þessarar né
annarra tillagna nefndarinnar og
hafa þær því ekkert formlegt gildi.
íslenskir flugrekendur hafa ítrek-
að undirstrikað nauðsyn þess að
halda áfram rekstri flugbrautar
07/25.
Astæða þess er einföld. Fyrir
liggja um Reykjavíkurflugvöll
miklar og vandaðar upplýsingar
um skráningu á tíðni og styrk vinds
úr mismunandi áttum, svonefnd
vindrós. Samkvæmt þeim getur
flugvöllurinn ekki náð alþjóðlega
viðurkenndu lágmarksgildi í notk-
un (95%) miðað við vindrós og
leyfileg hliðarvindshámörk flugvéla
nema að flugbrautirnar séu þrjár.
Sé miðað við 13 hnúta hámark hlið-
arvinds, sem t.d. gildir þegar heml-
unarskilyrði eru milli þess að vera
miðlungs og miðlungs-til-léleg,
væri hægt að nota tveggja flug-
brauta völl aðeins í 92,1% tímans,
en með tilkomu þriðju brautarinn-
ar hækkar notkunarhlutfallið í
97,9%.
Vegtenging nýja
flugstöðvarsvæðisins
Samkvæmt fyrri aðal- og
deiliskipulagi var gert ráð fyrir að
Hlíðarfótur, sem liggur meðfram
vesturhlið Öskjuhlíðar, tengist til
norðurs Hringbrautinni en til suð-
austurs Kringlumýrarbrautinni. í
deiliskipulagstillögunni vantar teng-
inguna við Kringlumýrarbrautina.
Nauðsynlegt er að slíkri tengingu
nýja flugstöðvarsvæðisins verði
komið á, m.a. vegna þeirra, sem
koma að því frá Kópavogi, Garðabæ
og Hafnarfirði.
Samantekt
Samkvæmt samþykktu aðal-
skipulagi Reykjavíkurborgar er
gert ráð fyrir óbreyttri staðsetn-
ingu Reykjavíkurflugvallar til
2013. Þetta hefur verið áréttað af
bæði samgönguráðherra og borg-
arstjóra. Engin marktæk rök era
fyrir því að hætta við eða fresta
löngu tímbæram endurbótum á
flugbrautum Reykjavíkurflugvallar
vegna hugmyndar um nýjan flug-
völl úti í Skerjafirði sem augljós-
lega þarfnast tímafrekrar faglegr-
ar úttektar og umfangsmikils um-
hverfismats.
Höfundur er framkvæmdiistjóri flug-
flot-a- og öryggissviðs Flugleiða.
Menntamálaráðherra kynnir nýja aðal-
námskrá fyrir grunnskóla
.. Morgunblaðið/Þorkell
BJORN Bjarnason kynnti hina nýju aðalnámskrá á fundi í gær.
Ahersla á ensku
og raungreinar
NÝ aðalnámskrá grannskóla
tekur gildi 1. júní. Byrjað
verður að kenna eftir skránni
á næsta skólaári, en hún verður tek-
in í notkun í áföngum. í júní árið
2002 ár gert ráð fyrir að skráin verði
að fullu komin í framkvæmd. Að
sögn Bjöms Bjarnasonar mennta-
málaráðherra var kostnaður við gerð
skrárinnar 98 milljónir, sem er einni
milljón undir endurskoðaðri kostn-
aðaráætlun.
„Óhætt er að segja að miklu verki
sé lokið,“ sagði Bjöm. „Ég held að
fáir geti gert sér grein fyrir því
hvaða áhrif þetta eigi eftir að hafa á
íslenskt þjóðfélag í framtíðinni."
Heildartími til kennslu
aukinn um 15%
Með grannskólalögum og nýrri
námskrá verður heildartími til
kennslu aukinn um 15% frá skólaár-
inu 1994 til 1995. Fyrsta námskráin
fyrir grannskóla var gefin út árið
1960 og er námskráin sem nú lítur
dagsins ljós sú fimmta í röðinni.
Nýja námskráin skiptist í tólf rit, al-
mennan hluta og ellefu sérstaka
greinahluta. Fjórir hlutar hafa þeg-
ar verið gefnir út, þ.e. almenni hlut-
inn, íslenskan, íþróttimar - líkams-
og heilsuræktin og lífsleiknin. Þeir
átta hlutar sem koma út á næstunni
era: stærðfræði, erlend tungumál,
heimilisfræði, kristin-, sið- og trúar-
bragðafræði, listgreinar, náttúra-
fræði, samfélagsgreinar og upplýs-
inga- og tæknimennt.
Samkvæmt upplýsingum frá
menntamálaráðuneytinu verður þó
nokkuð um nýmæli í námskránni.
Enska verður fyrsta erlenda tungu-
málið sem nemendur læra og mun
kennslan hefjast við tíu ára aldur í
stað tólf ára áður. Dönskukennslan
verður eins og áður en kennsla
hennar hefst nú í 7. bekk.
Náttúrafræði skipar veglegan
sess í námskránni en timi til nátt-
úrafræðináms eykst um allt að 60%
og hefst kennsla þegar í sex ára
bekk. Þá verður vægi íslensku og
stærðfræði undirstrikað en saman fá
greinamar um 40% alls kennslutíma
í grannskóla og er tími til stærð-
fræðikennslu þar með aukinn um
12%. Björn sagði að aukin áhersla á
raungreinar væri svar við slökum
árangri í greinunum undanfarin ár,
en einnig væri verið að skapa nem-
endum almennari og betri grann
fyrir framhaldsskólanám.
Upplýsingamennt
ný grein
Upplýsingamennt, þar sem kennd
verður upplýsingatækni og tölvu-
notkun frá upphafi skólagöngu,
verður ný námsgrein. Hefðbundin
smíði tekur á sig nýja og umfangs-
meiri mynd í nýiri grein sem nefnist
tæknimennt og þá verður svokölluð
lífsleikni sérstök námsgrein frá níu .
ára aldri, en í henni verður hugað
sérstaklega að þáttum sem eru nem-
endum mikilvægir til skilnings og .
þátttöku í nútímasamfélagi. Einnig
era í námskránni sett fram náms-
markmið í leikrænni tjáningu, dansi,
nýsköpun og hagnýtingu þekkingar
sem gera skólum betur kleift að
bjóða nemendum markvissa kennslu
á þessum sviðum.
Samkvæmt upplýsingum frá
menntamálaráðuneytinu hefur
Námsgagnastofnun þegar fengið
auknar fjárveitingar til að bregðast
við þörf fyrir nýtt námsefni og þá hef-
ur einnig verið settur á laggimar nýr
sjóður til styrktar endurmenntun
grannskólakennara og auglýst eftir
umsóknum um styrki úr honum.
Samræmdum
prófum Qölgað
Ef Alþingi samþykkir breytingar
á grannskólalögum verður sam-
ræmdum prófum í 10. bekk fjölgað
úr fjóram í sex. Auk íslensku, stærð-
fræði, dönsku og ensku gefst nem-
endum kostur á að taka samræmd
próf í náttúrufræði og samfélags-
greinum. Nemendur munu ráða'
hvaða próf þeir taka en ákvörðunina
skulu þeir taka í samráði við for-
eldra, kennara og námsráðgjafa því
við ákvörðunina verður að taka mið
af framtíðaráformum og inntökuskil-
yrðum framhaldsskólanna.
Aukinn sveigjanleiki og valfrelsi
þýðir að nemendur geta lokið grunn-
skólanámi með mismunandi áhersl-
um sem og á skemmri tíma en áður,
eða níu árum í stað tíu.
Samfelld skólaganga frá
leikskóla til framhaldsskóla
Árið 1996 hófst endurskoðun aðal-
námskráa grannskóla og framhalds-
skóla og nokkra síðar hófst endur-
skoðun námskrár leikskóla og tón-
listarskóla. Samkvæmt upplýsingum
frá menntamálaráðuneytinu munu
þær koma út á næstu mánuðum, fyr-
ir utan starfsgreinahluta framhalds-
skólanámskrár.
Meira en 200 kennarar og sér-
fræðingar hafa tekið þátt í endur- .
skoðunarvinnunni, en ekki hefur áð-
ur verið unnið að samhliða
námskrárgerð fyrir leikskóla, -
grannskóla og framhaldsskóla hér á
landi. Hvað varðar grannskólann þá
er nú í fyrsta sinn tekið mið af tíu
ára skólagöngu, en þegar farið var
að miða skólaskyldu við sex ára ald-
ur lengdist skólagangan án þess að
skipulag náms og námskröfur tækju
mið af því. Ætlunin er að gera skóla-
gönguna samfellda frá fyrstu áram
leikskóla til loka framhaldsskóla,
nám á öllum skólastigum tekur mið
af því sem þegar er að baki og því
sem framundan er.