Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 57
UMRÆÐAN
Prófskrekkur
Agústs
Einarssonar
ÁGÚST Einarsson,
þingmaður og fyrrver-
andi hagfræðiprófess-
or, heldur áfram að
agnúast út í efnahags-
stefnu ríkisstjórnar-
innar og gera lítið úr
þeim árangri sem hér
hefur óumdeilanlega
náðst á undanförnum
árum. Aðferðir hans
eru gamalkunnar.
Fyrst kom hann fram
með stóryrtar yfirlýs-
ingar í útvarpi 17.
mars sl. þegar Þjóð-
hagsstofnun hafði enn
á ný staðfest góða af-
komu þjóðarbúsins og
árangur efnahagsstefnu ríkis-
stjórnarinnar. Hélt hann því fram
þar að allt „fjárlagadæmið" hafi
verið „byggt á sandi“. Ætla má af
þessum málflutningi að hagfræð-
ingar Þjóðhagsstofnunar beiti vís-
vitandi blekkingum í þágu stjórn-
valda! Slíkur málfiutningur er ekki
sæmandi. Fullyrðingar þing-
mannsins eru úr lausu lofti gripnar
eins og ég benti á í grein minni í
Morgunblaðinu 20. mars sl. Ágúst
Einarsson lætur sér þó ekki segj-
ast því að hann rembist áfram sem
rjúpa við staur við að túlka endur-
skoðaða spá Þjóðhagsstofnunar
með sínum sérkennilega hætti í
grein í Morgunblaðinu sl. fimmtu-
dag.
Rangfærslur Ágústs
Einarssonar
í fyrri grein minni vakti ég með-
al annars athygli á því að endur-
skoðuð þjóðhagsspá fyrir árið 1999
staðfesti góða afkomu íslenska
þjóðarbúsins. Hagvöxtur er tvöfalt
meiri en í helstu nági-annaríkjum,
kaupmáttur heimilanna hefur
aldrei verið meiri, atvinnuleysi er
nánast úr sögunni og verðbólga á
svipuðu róli og annars staðar. Þá
er staða ríkisfjármála traust og
skuldir ríkissjóðs fara hraðminnk-
andi. Öll þessi atriði koma fram í
nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunar
og sýna svo ekki verður um villst
að sú stefna sem ríkis-
stjóm Davíðs Odds-
sonar hefiu’ fylgt hef-
ur skilað umtalsverð-
um árangri. Það er
bara ekki hægt að
túlka þessar tölur
öðruvísi.
Það erýíka athyglis-
vert að Ágúst Einars-
son hrekur í engu þær
efnahagslegu stað-
reyndir sem ég hef
vakið athygli á heldur
kýs að halda sig við
fyrri fullyrðingar. Enn
og aftur gefur hann í
skyn að stjórnvöld hafi
beitt vísvitandi blekk-
ingum til að fegra útkomu fjárlaga.
Hann nefnir þó engar tölur í þessu
sambandi og færir engin rök fyrir
þessum fullyrðingum. Reyndar
Þjóðhagsspá
Kaupmáttur heimil-
anna, segir Geir H.
Haarde, er talinn verða
meiri en í fyrri spá og
atvinnuleysi minna.
segir hann í grein sinni að ómögu-
legt sé að „segja til um hvort fjár-
lögin riðlast“ vegna nýju þjóðhags-
spárinnar „vegna þess hve óná-
kvæmt þetta mat er.“ Ef þetta er
rétt þá stenst ekki fyrri fullyrðing-
in um að fjárlögin séu byggð á
sandi! Á hvorn veginn vill Agúst
eiginlega hafa þetta?
Ég nefndi í fyrri grein minni að
endurskoðuð þjóðhagsspá muni
fremur styi’kja afkomu ríkissjóðs
en veikja. Ástæðan er meðal ann-
ars sú að kaupmáttur heimilanna
er talinn verða meiri en í fyrri spá
og atvinnuleysi minna. Þetta
tvennt styrkir afkomu ríkissjóðs og
stöðu efnahagsmála almennt eins
og ég hygg að flestir átti sig á.
Jákvæð einkunnagjöf
Ég er ekki einn um þá skoðun að
ái-angurinn í efnahagsmálum hér á
landi að undanförnu hafi verið góð-
ur. Islensk stjórnvöld hafa fengið
afar jákvæða umfjöllun í skýrslum
OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, bæði vegna þeirra áherslu-
breytinga sem orðið hafa í hag-
stjórn og ýmissa skipulagsbreyt-
inga sem ríkisstjómin hefur beitt
sér fyrir á mörgum sviðum efna-
hagslífsins. Sömu sögu er að segja
af þeim fyrirtækjum sem hafa
skoðað stöðu íslenskra efnahags-
mála með það fyrir augum að meta
lánshæfi okkar. Niðurstaða þess-
ara aðila hefur verið á sama veg, að
staða efnahagsmála sé traust og
umbætur í stjórn efnahagsmála
undanfarin ár hafi skilað mikilvæg-
um árangri og komið íslandi í hóp
þeirra ríkja sem best standa í
þessu tilliti.
Prófskrekkur
þingmannsins
Ég vil því ítreka að stefna ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum á
undanförnum árum hefur skilað
umtalsverðum árangri, sama á
hvaða mælikvarða er litið. Við þurf-
um hins vegar að gæta þess vand-
lega að glutra þessum árangi’i ekki
niður. Hagsaga okkar íslendinga
geymir mörg dæmi þess hvernig óá-
byrg efnahagsstefna getur skapað
glundroða í efnahagslífinu. Slíkt
verður umfram allt að forðast, en í
því efni lofar stefnuyfirlýsing hinn-
ar svokölluðu Samfylkingar ekki
góðu.
Ágúst Einarsson telur mig hafa
fallið á „fyrsta prófinu", hvernig svo
sem ber að skilja það. Vandséð er
hvernig menn fá falleinkunn fyrir
að skila myndarlegum afgangi á
fjárlögum og greiða niður skuldir
ríkisins um tugi milljarða króna.
Það læðist óneitanlega að mér sá
grunur að þingmaðurinn sjálfur sé
kominn með prófskrekk vegna kom-
andi alþingiskosninga. Það finnst
mér mjög eðlilegt.
Höfundur er fjármáhiráðhcrra.
Geir H.
Haarde
Truflaðar upp-
lýsingarásir
lífeyrissjóða
Villandi svör varð-
andi verðtryggingu
eftirlauna
Tilefni er til að þakka
Karli Benediktssyni,
famkvæmdastjóra Líf-
eyrissjóðsins Éramsýn-
ar, fyrir að svara grein
minni frá 12. mars sl.
og virði ég honum til
vorkunnar hvernig
hann svarar, án þess að
upplýsa það sem um er
spurt. - Einmitt vegna
svona vinnubragða var
grein mín skrifuð.
Það er með ólíkind-
um hve erfitt er að fá
greið svör við einföld-
um spurningum um eftirlaun fólks
frá lífeyrissjóðum, þ.e.a.s. hvemig
þau standast launaþróun í landinu. I
stað þess að segja að eftirlaunamað-
ur NN hafi fengið X kr. í laun í des.
1995 og að hann hafi fengið X kr. í
Lífeyrismál
Það er með ólíkindum,
segir Árni Brynjólfs-
son, hve erfitt er að fá
svör frá lífeyrissjóðum.
laun í des. 1998, er vitnað í sam-'
þykktir sjóðsins: „Til grundvallar
stigaútreikningi skal grundvallar-
fjárhæð í janúar 1996 vera kr.
49.084 og breytist hún mánaðarlega
í hlutfalli við breytingu á vísitölu
neysluverðs til verðtryggingar frá
174,2 stigum". Síðan er vitnað í lög
um skyldutryggingu lífeyi’isréttinda
og starfsemi lífeyrissjóða nr.
129/1997 og sagt að fyrirbyggjandi
ákvæði í samþykktum lífeyrissjóðs-
ins komi í veg fyrir rýrnun eftir-
launa.
Ef verið væri að biðja um upplýs-
ingar um laun ákveðinnar persónu
og hún nafngreind, væri skiljanleg
tregðan við að skýra rétt og um-
búðalaust frá því sem um er spurt,
en hér er ekki verið að spyrja um
annað en það hvernig
eftirlaun ónefndrar
persónu í sjóðnum hafi
breyst á þriggja ára
tímabili, svo séð verði
hver verðtryggingin er
í raun og veru.
Lesa má út úr svari
framkvæmdastj óra
Framsýnar að eftir-
launin hafi hækkað
jafn mikið og vísitala
neysluverðs, eða um
5,5% sl. 3 ár, á sama
tíma og launavísitalan
hefur hækkað um
22,2%, - sem segir að
þessi þrjú ár hafi laun
hækkað fjórfalt meira
að meðaltali en eftir-
laun frá Lífeyrissjóðnum Framsýn.
Ég vona sannarlega að svo sé ekki,
enda ber svo vel stæðum sjóði, skv.
lögum og samþykktum, að gera bet-
ur.
Fleiri þyrstir í fróðleik
Um hliðstætt var spurt nýlega í
tillögu sem samþykkt var á aðal-
fundi Félags eldri borgara í Reykja-
vík og beint til lífeyrissjóðanna, svo
augljóst er að fleiri óska svars við
því hvemig eftirlaunin eru í des.
1994 og des. 1998.
Mikil áhersla hefur verið lögð á
það af samtökum aldraðra að gmnn-
lífeyrir, tekjuti-ygging og bætur frá
Tryggingastofnun fylgi launavísi-
tölu, en nokkuð vantar á að svo hafi
verið. I þau 4 ár, sem til eru tekin í
framangreindri samþykkt frá aðal-
fundi FEB, hefur launavísitalan
hækkað um 29,5%, vísitala neyslu-
verðs um 7,6%, en eftirlaun og bæt-
ur frá Tryggingastofnun um 22,7%.
- Þarna vantar 6,8% á að rikið fylgi
launaþróun, en engu að síður var
gerð samþykkt um það á síðasta að-
alfundi ÉÉB, að grunnlífeyrir al-
mannatrygginga verði nú þegar
tengdur launavísitölu, - neyslu-
verðsvísitalan er talin ófullnægjandi.
Hvers vegna er svona djúpt á
svarinu frá Lífeyrissjóðnum Fram-
sýn?
Höfundur er félagi í adgerðarhópi
aldraðra.
Árni
Brynjólfsson
Spámaðurinn
MAÐURINN, sem
skrifaði bókina, er aft-
ur kominn á kreik. Nú
á dögunum var Þor-
valdur Gylfason kall-
aður sérstaklega til
vitnis um það hér í
blaðinu, að mikil
hættumerki væru í ís-
lensku atvinnulífi. Hin
síðari ár hefur lands-
lýður horft forviða á
þennan mann gefa út
hverja bókina af
annarri og allar sama
efnis. Fyrst hét bókin
Almannahagur (1990),
síðan Hagfræði,
stjórnmál og menning
(1991), þá Hagkvæmni og réttlæti
(1993) og loks Síðustu foi-vöð
(1995). Öll eru þessi rit greinasöfn,
og velflestar eru greinarnar sama
efnis: Rrafa um veiðigjald og
skammir um ráðamenn þjóðarinn-
ar. Til hægðarauka skal gripið nið-
ur í síðustu bókinni.
Meginstef ritsins Síðustu foi’vöð
er, eins og nafnið sýnir, að hér sé
allt að fara norður og niður, af því
að ráðum Þorvaldar sé ekki hlýtt.
Til dæmis segir þar á bls. 35: „Það
er sorglegt, en satt:
Við Islendingar höld-
um áfram að dragast
aftur úr öðrum Evr-
ópuþjóðum í efna-
hagslegu tilliti.“ Á bls.
39 segir, að ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar
hafi „staðið heið-
ursvörð um áfram-
haldandi ófremdará-
stand á öllum þeim
sviðum, þar sem efna-
hagsumbótaþörfin er
mest“. Og á bls. 125
segir, að ráðandi öfl á
íslandi „verði brotin á
bak aftur fyrr eða síð-
ar, en hætt er við því,
að þau eigi eftir að kalla enn meiri
fátækt yfir fólkið í landinu fram að
því“.
Eftir útkomu þessarar bókar
hefur Þoi’valdur ótrauður haldið
áfram ádeilum á ráðamenn. I
Morgunblaðinu 24. maí 1998 segir
hann til dæmis, að ónefndir ís-
lenskir stjórnmálamenn séu iðnir
við að mylja undir sig og einkavini
sína, en „neita jafnframt að upp-
lýsa, hverjir fjármagna einka-
neyslu þeirra sjálfra (t.d. afmælis-
Hagspár
Hin síðari ár hefur
landslýður horft forviða
á þennan mann, segir
Jónas Sigurgeirsson,
gefa út hverja bókina
af annarri og allar
sama efnis.
veislur)“. Jafnframt fer Þorvaldur
fógnim orðum um hagstjórn ann-
ars staðar í heiminum. Meðal ann-
ars birtir hann í Lesbók Morgun-
blaðsins 23. nóvember 1996 grein
um hagstjórn í Taílandi undir heit-
inu „Brosandi land“, þar sem
sagði:
„Taílendingar hafa á skömmum
tíma náð aðdáunarverðum árangi-i
af eigin rammleik og heilbrigðu
hyggjuviti. Sjálfir berum við ís-
lendingar með sama hætti einir
ábyrgð á því, hversu kjörum okkar
hefur hrakað síðustu ár miðað við
Jónas
Sigurgeirsson
margar aðrar þjóðir fjær og nær.“
Skömmu eftir að Þorvaldur
Gylfason mælti þessi orð, varð sem
kunnugt er algert hrun í Taílandi,
og sér ekki fyrir endann á erfið-
leikum þjóðarinnar. Því síður hef-
ur Þorvaldur Gylfason verið sann-
spár um Island. Verðbólga er hér
nú einna minnst í Evrópu. At-
vinnuleysi er miklu minna en með-
al grannþjóðanna. Fjárlög eru af-
greidd með tekjuafgangi, og tekið
er að greiða niður erlendar skuld-
ir. Erlendar stofnanir, sem meta
lánshæfi ríkja, hafa fært Island í
besta flokk. Hagvöxtur er einn
hinn mesti í aðildarríkjum Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar.
íslendingar búa nú við einhver
bestu lífskjör í heimi. Samkvæmt
alþjóðlegri skýrslu, sem hagfræði-
stofnun Háskóla íslands hefur gef-
ið út, er ísland í röð þeirra fimm
ríkja, þar sem atvinnufrelsi hefur
aukist einna mest síðustu ár.
Þegar Morgunblaðið spurði Þor-
vald Gylfason síðan sérstaklega 3.
júní 1998, við hverja hann ætti
með orðum sínum um þá, sem
„neita að upplýsa, hverjir íjár-
magna einkaneyslu þeirra sjálfra
(t.d. afmælisveislur)", neitaði hann
að upplýsa það! Maðurinn, sem
ræðst harkalega á ónefnda ís-
lenska stjórnmálamenn fyrir að
neita að upplýsa, hverjir kosti af-
mælisveislur þeirra, neitar sjálfur
að upplýsa, við hverja og við hvað
hann eigi, svo að þessir menn geti
svarað fyrir sig og lesendur metið
ásakanir hans.
Nú boðar Þoivaldur Gylfason á
heimasíðu sinni á Netinu enn eina
bókina, sem Mál og menning ætlar
að sögn hans að gefa út nú í vor
undir heitinu „Viðskiptin efla alla
dáð“. Nafnið er gott. Én til þess að
viðskipti efli alla dáð, verður var-
an, sem seld er, að vera ósvikin.
Ekki er annað að sjá á efnisyfirlit-
inu en þetta sé enn eitt greinasafn-
ið með sömu greininni aftur og aft-
ur, sömu hrakspánni aftur og aft-
ur, sömu rakalausu fullyrðingun-
um aftur og aftur. Þetta er ber-
sýnilega sama bókin í fimmta
skipti.
Höfundur cr sagnfræðingur.