Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 58

Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 58
58 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Samfylking án utanríkisstefnu KYNNING á stefnu samfylkingar vinstris- inna leiðir í ljós, að þeir hafa gefist upp við að marka sér utanríkis- stefnu. Leggst lítið fyiir þá kappa, sem helst sneiddu að okkur sjálf- stæðismönnum fyrir kosningamar 1995 vegna þess að utanríkis- stefna okkar væri mein- gölluð og vildu sannfæra kjósendur um að nær væri að kjósa Alþýðu- flokkinn til að ná árangri í utanríkismálum. Nú skila þeir auðu vegna þess að stofnað hefur verið til pólitísks sam- starfs við hefðbundna andstæðinga farsællar utanríkisstefnu þjóðarinnar. Til að draga athygli írá stefnuleysi í utanríkismálum hafa samfylkingar- menn lagt þeim mun meiri áherslu á aðra málaflokka. Þai- má sérstaklega nefna menntamál. Mætti ætla, að þessi nýja pólitíska fylking væri að boða nýja stefnu i menntamálum. Svo er þó alls ekki eins og hér skal skýrt. Þegar litið er fram hjá almennum slagorðum í stefnu samfylkingarinn- ar eins og hún er auglýst í Morgun- blaðinu fimmtudaginn 25. mars kemur eftir- farandi fram, þegar kaflinn um fjárfestingu í mannauði er skoðaður: 1. Námsárangur í grunnskólum á að jafn- ast á við það sem best gerist annars staðar. 2. Bjóða verðm- skemmri námsbrautir á framhalds- og háskóla- stigi. 3. Efla þarf vísinda- rannsóknir og þróunar- vinnu. 4. Styrkja þarf starf- semi Háskóla íslands og annarra háskóla. 5. Auka verður tölvu- kennslu og beita nýrri upplýsinga- tækni. 6. Tryggja ber aðgang allra að upplýsingahraðbrautinni. 7. Veita á öllum möguleika á sí- mepntun og starfsmenntun. Eg fullyrði, að í þessum stefnuat- riðum komi ekkert nýtt fram. Þvert á móti er í þeim verið að árétta þá stefnu, sem fylgt hefur verið undan- farin ár og hrundið í framkvæmd með markvissum hætti. Þessa full- yrðingu er auðvelt að rökstyðja: Stjórnmál Samfylkingin, segir Björn Bjarnason, við- urkenndi sundurlyndi sitt með því að skila auðu í utanríkismálum. Gripið hefur verið til margvís- legra úrræða til að bæta námsár- angur í skólum í samræmi við þá stefnu, að skólar hér jafnist á við þá, sem bestir eru. Ný skólastefna und- ir kjörorðinu: Enn betri skóli hefur hlotið brautargengi og er verið að framkvæma hana með nýjum námskrám fyrir leikskóla, grunn- skóla og framhaldsskóla. Einfalt úr- ræði eins og að birta niðurstöður í samræmdum grunnskólaprófum hefur skilað góðum árangri. Nýjar stuttar starfsnámsbrautir eru að mótast í framhaldsskólum. Háskóli íslands hefur lagt áherslu á að skil- greina nýjar stuttar námsbrautir. Umsvif í vísindum og þróun hafa stóraukist og þar hefur verið for- gangsraðað í þágu upplýsingatækni og umhverfismála. Sóknarfæri há- skóla hafa verið stórefld með nýjum lögum um þá og fjárveitingar til skólanna hafa aukist. Tveir nýir, einkareknir háskólar, Viðskiptahá- skólinn í Reykjavík og Listaháskóli Islands, hafa tekið til starfa. Með nýjum námskrám er upplýsinga- tækni útfærð í öllum námsgreinum og allir, sem útskrifast úr gi'unn- skólum eiga að kunna á lyklaborðið og geta nýtt sér tölvur. Upplýsinga- hraðbrautin hefur verið opnuð öllum skólum og mikil áhersla lögð á að þar sé unnt að nýta íslensku og nálgast íslenskt efni. Stefna hefur verið mótuð um símenntun og sér- stök verkefnisstjórn er að hrinda henni í framkvæmd. Hvern einstakan þátt í stefnu síð- ustu ára og framkvæmd hennar er unnt að rekja nánar. Hins vegar er ástæða til að efast um, að samfylking vinstrisinna viti, hvemig hún ætlar að framkvæma stefnu sína í mennta- málum, verði hún ekki sporgöngu- menn okkai-, sem höfum unnið að því að gera góða skóla enn betri á und- anfömum árum. Fyrir utan þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, vill samfylkingin hefja undanþágustefnu í skattamál- um. Samhliða því sem þeir verða að Björn Bjarnason þyngja hina almennu skattbyrði til að efna loforð sín boða vinstrisinnar ívilnanh- vegna einstakra verkefna. Sá loforðalisti er orðinn langur og ósannfærandi. Stefnan varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna er ekki heldur trúverðug, því að hún miðar að því að raska öllum rekstr- arforsendum sjóðsins og stefna starfsgrundvelli hans í hættu. Samfylkingarstefnan í menningar- málum minnir á stefnuleysið í utan- ríkismálum. Samfylkingin vill gera ít- arlega úttekt á stöðu menningarlífs í landinu og síðan ætlar hún að huga að því að móta markvissa menningar- stefnu, sem fylgja ber eftir með fram- kvæmdaáætlun. Tómahljóðið í þess- um orðum er mikið og ber ekki vott um mikinn metnað. Samfylkingin viðurkenndi sund- urlyndi sitt með því að skila auðu í utanríkismálum. Hún hefði svo sem alveg eins getað gert það í mennta- og menningarmálum. Textinn frá samfylkingunni sýnir, að í mennta- málunum hefði hún einfaldlega get- að vísað til hins mikla átaks okkar við endurnýjun á öllum skólastig- um og viðurkennt, að hún hefði ekkert nýtt fram að færa. Stjórn- málaöfl, sem álykta um nauðsyn út- tektar, hafa hvorki þrek né vilja til að taka afstöðu - þannig er svo- nefnd stefna vinstrisinna í menn- ingarmálum. Höfundur er menntamálaráðherra. RABAUGLVSI I I IM G A ATVINNU- AUGLÝSINGAR Hafnarfjörður Slökkvilið Hafnarfjarðar Sumarafleysingar Starfsmenn vantar til að leysa af í Slökkviliði Hafnarfjarðar sumarleyfistímabilið 1999. Umsækjendur um störf slökkviliðsmanna, ' skulu fullnægja eftirtöldum skilyrðum, saman- ber reglugerð um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna nr. 195/1994. 1. Vera á aldrinum 20—28 ára, reglusamir og háttvísir. 2. Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og lík- amlegt heilbrigði, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir loft- hræðslu eða innilokunarkennd. 3. Hafa aukin ökuréttindi til að stjórna a) vöru- bifreið og b) leigubifreið. 4. Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkvi- liðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. 5. Gangast undir og standast læknisskoðun og þrekpróf. Umsóknareyðublöð liggja frammi á varðstofu slökkviliðsins við Flatahraun. Umsóknir skulu berast undirrituðum fyrir 19. apríl nk. Slökkviliðsstjóri. Verkamenn óskast Verkamenn óskast í byggingavinnu á Reykjavíkursvæðinu. H Á I f t á r ó s S. 566 8900 / 892 3349. Símbréf 566 8904. Netfang: www.alftaros.is. Símavarsla ALÞI N G I Alþingi óskar að ráða starfsmann á aðalskiptiborð. í starfinu felst: símsvörun og fjölbreytt símaþjónusta m.a. skilaboðaþjónusta, boðun funda o.fl. Hæfniskröfur: • góðframkoma • mikil þjónustulund • tungumálaþekking mikilvæg, enskukunnátta skilyrði Unnið er á vöktum milli kl. 8:00 og 19:00. Starfið er laust nú þegar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi milli Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Umsóknirnar gilda í 6 mánuði ef sambærilegt starf losnar á þeim tíma. Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl n.k. Upplýsingar veittar á skrifstofu Liðsauka frá kl. 9-14 og á heimasíðunni: www.lidsauki.is Fó/fr ogr þekking Lidsauki 0 Skipholt 50c, 105 Reykjavík sfmi 562 1355, fax 562 3767 Netfang: www.lidsauki.is Tölvupóstur: lidsauki@knowledge.is Kranamaður óskast Kranamaður óskast á byggingarkrana í Reykjavík. M í I f t á r ó s S. 566 8900 / 892 3349. Símbréf 566 8904. Netfang: www.alftaros.is. TIL SÖLU Jörð til sölu Hurðarbak í Svínadal, Hvalfjarðarstr.hr., Borg- arfjarðarsýslu. Jörðin er um 200 ha, tún 48 ha. Á jörðinni er íbúðarhús byggt 1967, fjós fyrir 25 kýr, 30 geldneyti og 15 kálfa, hlaða, fjárhús og 2 vélageymslur. Rúmlega 39.000 I greiðslumark í mjólk. Laxveiði — Hitaveita. Nánari upplýsingar veitir eigandi: Ámi Ólafsson, sími 433 8919. Tilboð óskast fyrir 15. apríl. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands Opið hús í dag, laugardaginn 27. mars, verður opið hús í Garðastræti 8 frá ki. 14—16. Nemendur úr hringjum bjóða uppá heilun, spá í bolla og lófa, vinsamlega verið búin að hvolfa bolla og komið með hann með ykkur, einnig lesa þau í Tarot og indíánaspil og e.t.v. eitthvað fleira. Allir eru vel- komnir. srfI. FÉLAGSLÍF Dagsferð sunnudaginn 28. mars. Fyrirhuguð gönguferð fellur niður. Helgarferðir á skíðum. 9. —11. apríl. Þingvellir — Hlöðufell — Úthlíð, skíða- ferð. Gengið frá Þingvöllum að Skjaldbreið, þaðan á Hlöðuvelli og endað í Úthlíð. Fararstjóri Sylvía Kristjáns- dóttir. Undirbúnings- og kynningarfundur verður 7. apríl. 21,—25. apríl. Esjufjöll, skíða- ferð. Gengið upp Breiðamerkur- jökul í Esjufjöll. Gist í skála. Far- arstjóri Sylvía Kristjánsdóttir. Páskaferðir verða auglýstar í sunnudagsblaði. Aðalfundur Útivistar. Félagar, munið aðalfund 29. mars kl. 20.00. Fundurinn verður á Korn- hlöðuloftinu við veitingahúsið Lækjarbrekku, Bankastræti 2. Ferðaáætlun ársins kynnt á heimasíðu: centrum.is/utivist Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Huglækningar, sjálfsuppbygg- ing, áruteiknun/2 form. Sími 562 2429. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Kl. 20.00 er sýning á leikritinu „Hlið himins, logar vítis". Húsið opnað kl. 19.00, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Dalvegi 24, Kópavogi. Almenn samkoma í dag kl. 14. Ræðumaður: Helga Ármanns- dóttir. „Lofaður sé Drottinn Guö, Israels Guð, sem einn gjörir furðuverk og lofað sé hans dýrlega nafn um eilífð og öll jörðin fyllist dýrð hans. Amen amen." Sálmur 72,18-19. FERÐAFÉLAG ^ ÍSLANDS MOfíKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 28. mars kl. 10.30 Bláfjöll — Kistufell — Kleifarvatn. Um 5—6 klst. skíðagönguferð og góö æfing fyrir páskaferðirnar. Verð 1.500 kr. Brottför frá BSÍ, austan- megin og Mörkinni 6. Kl. 13.00 Selvogsgata, 1. hluti. Um 3 klst. fjölskylduganga frá Lækjarbotnum í Kaldársel undir leiðsögn Jónatans Garð- arssonar frá Umhverfis- og úti- vistarfélagi Hafnarfjarðar. Brott- för frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6, en einnig er mæt- ing v. kirkjug. Hafnarfirði. Upphaf þjóðleiðasyrpu. Verð 500 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Sjá næstu Ferðafélagsferðir á textavarpi bls. 619 og heimasíðu: www.fi.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.