Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 65

Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 65 UMRÆÐAN „Skipulag“ fyrir Islendinga í ÁGÆTRI grein sem Hafsteinn Núma- son, fyrrverandi íbúi á Súðavík, skrifaði í Mbl. fyiT á árinu spyr hann þeirrar sjálf- sögðu spumingar „hvaða ábyrgð fylgir undirritun ráðherra" á uppdrátt af snjóflóða- hættumati? Þetta er mjög tímabær spum- ing og á sama hátt er mjög eðlilegt að fólk spyrji um þá ábyrgð sem fylgir því að vinna svæðisskipulag, aðal- skipulag og deiliskipu- lag þar eð þetta skipu- lag hefur oft afgerandi áhrif á fast- eignir manna og umhverfi, líf þeirra og heilsu. Skipulagsmál Hvernig eiga þeir sem ekki hafa hlotið fullnaðarmenntun í skipulagsfræðum, spyr Gestur Olafsson, að geta borið faglega ábyrgð á skipulagi? Hér er oft greint á milli faglegr- ar ábyrgðar og pólitískrar ábyrgð- ar. Til að fá réttindi til að teikna bflskúr og leggja hann fyrir bygg- ingarnefnd þarf viðkomandi að hafa lokið löngu framhaldsskóla- námi, hann þarf að árita uppdrátt að mannvirkinu og taka faglega ábyrgð á því að það sé hannað í samræmi við lög og reglugerðir. Viðkomandi þarf líka að hafa starfsábyrgðartryggingu og ber hann ábyrgð á göllum sem rekja má til hönnunar í mörg ár eftir að mannvirkið er byggt. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að ætlast til þess af stjómmálamönnum að þeir beri slíka faglega ábyrgð enda er engin trygging fyrir því að þeir hafi menntun og þekkingu til þess. Til þess eru sérfræðingar á við- komandi sviðum. I flestum vestrænum löndum þykir það nú sjálfsagt að gera ákveðnar menntunar- og starfs- reynslukröfur til þeirra sem fá heimild til þess að vinna skipulag og hafa þannig afgerandi áhrif á líf og umhverfi fólks. í Evrópusam- bandinu eru starfandi Samtök skipulagsfræðinga (ECTP), sem Skipulagsfræðingafélag Islands er aðih að. Þessi samtök gera þær lágmarkskröfur til sinna meðlima að þeir hafi lokið a.m.k. fjög- urra ára námi í skipu- lagsfræðum á háskóla- stigi, eða jafngildi þess og hafi auk þess a.m.k. tveggja ára starfs- reynslu. Sömu lág- markskröfur til fulln- aðarmenntunar í skipulagsfræðum hafa verið staðfestar hér á landi af iðnaðarráðu- neytinu og eru þær forsenda fyrir því að menn megi nota starfsheitið skipulags- fræðingur. Nú bregður hins vegar svo við að umhverfísráðuneyti Islands vill ekki gera þá sjálfsögðu kröfu að ís- lenskur almenningur fái notið við- líka sérfræðiþekkingai- og reynslu í þessum efnum og almenningur í Evrópusambandinu, þrátt fyrir ít- rekuð tilmæli Skipulagsfræðinga- félags íslands. í skipulagsreglu- gerð er þetta sérfræðisvið kaflað „að sinna skipulagsgerð“ og þar er Skipulagsstofnun falið að búa til lista yfír þá aðila sem „sinna þess- um starfa". í sjálfu sér er það jafn fjarstæðukennt að fela Skipulags- stofnun að búa til slíkan lista og að Skipulagsstofnun skuli taka við slíku verki, enda jafngildir þetta því að útskrifa skipulagsfræðinga (sem ætti að vera vettvangur há- skóla) og veita þeim starfsréttindi. Því er ekki nema eðlilegt að menn spyrji - hvemig þeir sem ekki hafa hlotið fullnaðarmenntun í skipu- lagsfræðum eigi að geta borið fag- lega ábyrgð á skipulagi? Hvers á íslenskur almenningur að gjalda? Getur verið að afstaða umhverfis- ráðuneytisins mótist af því að eng- inn skipulagsfræðingur hefur enn verið ráðinn þar til starfa þótt það ráðuneyti fari með yfírstjóm ís- lenskra skipulagsmála? Hér er yfirleitt um miklu mikil- vægari mál að ræða en hönnun á einum bflskúr og því ættum við að gera þeim mun meiri kröfur til þeirra sem standa fyrir skipulagi. Væri okkur ekki líka nær að nýta sérþekkingu íslenskra skipulags- fræðinga til þess að skipuleggja landnotkun og byggð á Islandi á öraggum, hagkvæmum stöðum, í sátt við náttúruna, í stað þess að þurfa að verja milljörðum af sam- eiginlegu fé landsmanna eftirá t.d. til þess að reyna að tryggja lág- marks öryggi fólks þar sem byggð hefur verið skipulögð á hættu- svæðum? Höfundur er fominður Skipulagsfræðingafélags Islands. Gestur Olafsson "c Runner Ranger ASY CAMP Tjaldvagnar Opið alla helgina sendiun myndalista um land allt. EVRO Heilsárs fellibústaður með öllum lúxusþægindum fyrír fjölskylduna i ferðalagið 'm » h t * . jr jgsj Borgartún 22 105 Reykjavík. sími 551 1414 fax 551 1479 evro@islandia.is 4* X usqoqn Hjá okkur eru Visa- og Euro- raðsamningar ávísun á staðgreiðslu Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 1 r t I 1 Skipholt 37 • 105 Reykjavík Sími 568 8388 • Fax 568 8348 Sendum í póstkröfu. Astro Boby 6.900 kr. Telstor 9.900 kr. Lýsingarhönnun & lampabúnaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.