Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skinfaxi 90 ára Á ÞESSU nýbyrjaða ári, 1999, eru liðin 90 ár frá því að Ungmennafé- lag Islands hóf útgáfu á tímariti sínu Skinfaxa og hefur það verið gefið út óslitið síðan. Það verður að teljast mjög gott að aldrei skuli hfa fallið niður útgáfa þessa blaðs sem nú er í mikilli sókn og hefur staðið vel tím- ans tönn. Skinfaxa mun verða gert hátt undir höfði í tilefni þessara tímamóta á árinu. Skin- faxi hefur í öll þessi ár flutt fréttir af starfi ung- mennafélagshreyfingar- innar vítt og breitt af landinu, auk þess að vera málgagn hreyfingarinnar út á við. Á síðasta ári hóf Ungmennafélag íslands útgáfu á nýju íþróttablaði sem hlaut nafnið sportlíf og hafa við- tökur verið mjög góðar og má telja líklegt að sportlíf eigi eftir að verða víðlesið íþróttablað í framtíðinni ef fram fer sem horfir. Rétt er að geta þess að á árinu 1999 eru einnig liðin 90 ár frá því að grunnur var lagður að landsmótum Ung- mennafélags Islands. Það landsmót sem talið er það fyrsta var háð á Akureyri sumarið_ 1909. Landsmót UMFÍ eru fjölmennustu og fjöl- breyttustu íþróttamót sem haldin eru á landinu og eru þau ávallt mikið tilhlökkunarefni innan ungmennafélagshreyf- ingarinnar þegar nálg- ast sá tími að þau fari fram. Öll landsmót Ung- mennafélags íslands hafa verið hald- in utan Reykjavíkur. Það má því með sanni segja að ungmennafélagshreyf- ingin eigi sínar sterku rætur úti á landi og víst er að Ungmennafélag ís- lands hefur ávallt látið sig málefni landsbyggðarinnar varða og verið málsvari hennar og verður það von- Ungmennafélög Það er skoðun mín, segir Þórir Jónsson, að ungmennafélagshug- sjónin eigi fullt erindi til íslensku þjóðarinnar í dag, ekki síður en þegar hún var stofnuð í upphafí aldarinnar. andi um ókomin ár. Því ef ekki tekst að halda uppi öflugri landsbyggð, hvað verður þá um höfuðborgarsvæð- ið? Þegar fólk velur sér búsetu eru nokkur grundvallaratriði sem þurfa að vera til staðar til að búseta geti talist álitleg og á þetta einkum og sér í lagi við þegar fólk hugleiðir flutning út á land. Þau atriði sem virðast vega ♦ Þórir Jónsson ISLEJVSKT MAL UM dróttkvæðan bragarhátt. VII hluti. Umsjónarmaður ímyndar sér að slíkar kenningar og þær sem síðast voru taldar hafi skáldum og unnendum kveðskapar þótt bestar. Myndhverfingin er svo gagnger að land verður sjór. Haki var sækonungsheiti, land hans er ekkert land, hann var alltaf úti á sjó, en vissara að geta þess, að þetta land væri blátt. Þá fór ekkert á milli mála. Myndmál margra dróttkvæða- skálda er ákaflega merkilegt. Nú skulum við hyggja aftur að vísu Kormáks Ögmundarsonar: Brámáni skein brúna brims und ljósum himni Hristar hörvi glæstrar haukfránn á mik lauka. En sá geisli sýslir síðan gollmens Fríðar hvarma tungls ok hringa Hlínar óþurft mína. Eg sagði áður að annað meg- ineinkenni á stíl dróttkvæða væri óeðlileg orðaröð. Nú ætla ég að reyna að slá fleiri en eina flugu í höggi og byrja á því að taka vísuna saman, sem svo er kallað, en það merkir að raða orðum hennar í sem skaplegast setningafræðilegt samhengi. Er það venjulega ærin nauðsyn við skýringar dróttkvæða. Saman- tekning gæti verið svo: Haukfránn brámáni hörvi glæstrar lauka brims Hristar skein á mik und ljósum himni brúna. En sá hvarma tungls geisli gollmens Fríðar sýslir síð- an óþurft mína ok hringa HJínar. Þessi vísa er um það, þegar Steingerður Þorkelsdóttir leit á skáldið, en það augnatillit varð honum seinna til óþurftar. Jæja, ekki verður komist hjá beinum orðskýringum, um leið og við reynum að gera okkur grein fyr- ir snilld skáldsins í meðferð mynda og líkinga: Máni er nátt- úrlega tungl, en máninn undir bránni er aldeilis ekki venjulegt tungl, heldur kenning fyrir auga. Haukfránn er tindrandi sem í hauki; augnaráð þeirra fugla var Umsjónarmaður Gísli Jónsson 998. þáttur ekki dauflegt. Lauka brim er þess konar brim sem verður til af jurtum (laukum), það er kenn- ing fyrir öl. Hrist var valkyrja. Sú valkyrja, sem ber mönnum öl, er kona. Konan í vísunni (Steingerður) er glæst hörvi. Að glæsa er að gera eitthvað glæsi- legt, en hörvi er þágufull af hör(r)= lín. Konan hefur glæst sig (og var þó glæsileg fyrir) með því að skartbúast líni. En hvað gerði nú brámáninn? Auð- vitað skein hann, því að máninn skín. Þessi máni var á sérkenni- legum himni, brúna himni. Hver skyldi sá himinn vera, sem er yf- ir augabrúnum okkar? Ætli það sé ekki ennið? Og ennið á Stein- gerði var ljóst. Hún hefur verið ljós yfirlitum. Kormákur var allt of gott skáld til þess að láta brá- mána *Iíta. Máninn skín. Og hann var alltof mikið skáld til þess að láta mána vera undir enni. Máninn var á brúna himni. Nema hvað. „Máninn hátt á himni skín.“ ★ Hlymrekur handan kvað: Trausti úr tönnunum stangaði, í tilbreytinguna langaði; út úr sér spýtti íslensku skítti, en utanlands tæjumar fangaði. ★ Laufey Þetta góða nafn er vandskýrt. í norrænum goðsögum hét móð- ir Loka Laufey og hefur verið gyðja, því að Loki var blending- ur ása og jötna, og faðir hans var jötunn. Langtrúlegast er að fyrri hlutinn, lauf, sé skylt sögnunum lofa og leyfa í merkingunni að hrósa, svo og lo. ljúfur, en síðari hlutinn sé hvorugkynsorðið ey=gæfa, gifta, sbr. Eysteinn o.s.frv. Laufey ætti eftir þessu að vera „hin lofsverða, ljúfa og gæfusama". Hér er sem sagt hafnað þeirri skýringu að tengja nafnið við lauf á trjám eða eyju úti í hafi. Vitað er að Laufey er gert að skírnarheiti meyja á Islandi ein- hvern tíma á bilinu 1855-1870. Elst gæti verið Laufey, dóttir sr. Björns Halldórssonar í Laufási, fædd 12. júlí 1857, og eru hæpn- ar þjóðsögur um að hann hafi skírt hana eftir bænum í Lauf- ási, sbr. og bróðurdóttur hennar, Laufeyju Vilhjálmsdóttur. En vafalaust hefur prestur þótt djarfur að skíra dóttur sína eftir móður Loka, en hefur verið nógu lærður til þess að vita að hún var gyðja. Nafnið tók vel við sér. Ár 1910 131, þar af 31 fædd í Reykjavík og 22 í Eyjafjarðar- sýslu. Skírðar árin 1921-1950 184. f þjóðskrá 1989 527 + 104 (að síðara nafni). ★ „Heiftin er eitt andskotans reiðarslag. Hún afmyndar alla mannsins limi og liði, hún kveik- ir bál í augunum, hún hleypir blóði í nasirnar. Bólgu í kinnarn- ar, æði og stjórnleysi í tunguna, deyfu fyrir eyrum. Hún lætur manninn gnísta með tönnunum, fljúga með höndunum, æða með fótunum. Hún skekur og hristir allan líkamann og aflagar, svo sem þegar hafíð er upp blásið af stórviðri. Og í einu orði að segja: Hún gjörir manninn að ófreskju og að holdgetnum djöfli í augum þeirra, sem heilvita eru. Og ef hún svo afskræmir ásýnd mannsins fyrir öðrum mönnum, hverninn mun hún þá ekki af- mynda sálina í Guðs augliti?" (Jón Vídalín biskup) Vilfríður vestan kvað: Brúðgumann blindfullan lögðu upp í bólið hjá Kristrúnu Ögðu, síðan upphófu mjálm, svona upprisusálm, og amen prestarnir sögðu. Auk þess fær Jón Baldvin Halldórsson stig fyrir taka við í staðinn fyrir „taka yfir“. Og í framhaldi af lið II í tíningi næst- síðasta þáttar leggur Steingrím- ur Pálsson í Reykjavík til að sagt verði hlýrra fremur en „heitara“. „Var ekki bara hlýrra hér en í Kaupmannahöfn?" Enski boltinn á Netinu ^mbl.is Al LTA/= eiTTHVCAO A/Ý7~l mjög þungt eru: Hvemig er grunn- skólinn og skólinn? Hvernig eru menningarmálin, umhverfismálin, æskulýðsmálin og íþróttamálin? Ungmennafélögin hafa haldið uppi öflugri menningarstarfsemi úti á landi og má í því sambandi nefna hið öfluga leiklistarstarf sem ungmenna- félögin hafa rekið með mikilli prýði í hartnær heila öld og verður að teljast mikill fengur fyrir hinar dreifðu byggðir. Þá hafa ungmennafélögin lagt sitt lóð á vogarskálamar í umhverfismál- um og má í því sambandi nefna skóg- ræktina sem mjög mörg ungmenna- félög beittu sér fyrir strax á upphafs- árum hreyfingarinnar hér á landi. Um það vitna hinir fjölmörgu skógar- reitfr úti um allt land. Ekki er hægt í þessu greinarkomi að fjalla um störf ungmennafélaga án þess að minnast á æskulýðs- og íþróttastarf hreyfingarinnar.3 I ungmennafélögunum hafa margir af forystumönnum þjóðaiinnar stigið sín fyrstu spor á félagsmálabrautinni og unnið mikið og óeigingjamt starf fyrir sína heimabyggð'og síðar meir á landsvísu. Ég verð að segja það að margan góðan ungmennafélagann hef ég hitt á þingum og fundum hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga eftir að ég fór að hafa afskipti af sveitar- stjómarmálum og em þefr þá komnir í forystu fýrir sveitarfélög sín víðs vegar um landið. Það er ánægjuefni að vita til þess að ungmennafélags- hreyfingin hefur lagt hönd á plóg við að ala upp öfluga félagsmálaleiðtoga fyrir land og þjóð. Eins og fram kem- ur hér fyrr í grein minni hafa íþrótta- mál skipað drjúgan sess frá stofnun ungmennafélagshreyfingarinnai- og margt af okkar besta íþróttafólki hef- ur stigið sín fyrstu skref á æfingum hjá ungmennafélagi sínu. Það er hverjum einstaklingi mikiivægt að stunda holla hreyfingu til að styrkja líkama sinn. Þetta vill Ungmennafé- lag Islands efla þannig að hver og einn öðlist heilbrigða sál í hraustum líkama. Það er skoðun mín að ungmennafé- lagshugsjónin eigi fullt erindi til ís- lensku þjóðarinnar í dag, ekki síður en þegar hún var stofnuð í upphafi aldarinnar. Ég hvet því alla ungmennafélaga til að standa vörð um hreyfinguna og efla hana og styrkja og hlú þannig að æsku þessa lands. Ég óska öllum ungmennafélögum sem og landsmönnum öllum gæfuríks árs. Höfundur cr fonnnður Ungmennafé- lags Islands. Mikilvægir hópar JÁ, MARGT er skrítið í kýrhausnum, mér datt þessi foma speki í hug, er ég öðru hvoru lagði við hlustir og sá fréttir af landsfundi sjálfstæð- ismanna. Mér fannst ekki skorta þar á stóru yfirlýsingarnar um góð- ærið og að allir hefðu það gott. Ekki gat ég að því gert að margt sem þar var sagt fannst mér hljóma skringilega, þeg- ar hugsað er til stað- reyndanna. í setningarræðu sinni á landsfundinum lagði forsætisráðherra áherslu á hvað kjör aldr- aðra og öryrkja hefðu hrunið á árun- um 1987-1991, svo og hvað núverandi stjómvöldum hefði tekist að rétta hiut þessara hópa. Mér er kannski farið að förlast minni, og því vil ég spyrja, eftir hinai- sjálfumglöðu yfirlýsingar á landsfundinum: Er það misminni að í skýrslu sem forsætisráðherrann lagði fram á Alþingi snemma árs 1997 um launaþróun og lífskjör fyrir tímabilið 1991-1996, að þar hafi komið fram að um 6% skerðing hafi orðið á elli- og örorkubótum? Er það misminni að núverandi stjómvöld stæðu að því að aftengja greiðslur frá Trygginga- stofnun ríkisins við almenna launaþró- un á landinu? Mikið hafa stjómvöld gumað af skattalækkun og hún er ágæt svo langt sem hún nær, en hverjir njóta góðs af henni? Tæpast láglaunahópamir, því þar mun vera bitamunur en ekki fjár hvort vegur þyngra lækkun skatta eða lækkun persónufrádráttar. Hins vegar kemur skattalækkunin sér vel fyrir hátekju- fólkið. Era framangreind atriði þess eðlis að ríkisstjómin geti gumað af því hve henni hafi tekist vel upp við að bæta hag öiyrkja og aldraðra? Ýmis- legt fleira mætti benda á sem sýnfr hve ríkisstjómin hefur borið hag þess- ara hópa fyrir brjósti. Undanfarin ár hafa þessir aðilar bent á hin óréttlátu lífskjör sín, en með litlum árangri og því hafa hvorki öryrkjar né aldraðir séð eða fundið fyrir góðærinu, sem státað er af, nema í fjarska og í munni valdhafanna. Þrátt fyrir þessa stað- reynd hafði Mbl. það eftir forsætis- ráðherra fyrir nokkram dögum að ör- yrkjar hefðu fengið sinn hluta af góð- ærinu. Það var því næsta broslegt að lesa í sama blaði (13. mars) haft eftir sama ráðherra þar sem hann lýsti því yfir að „öryrkjar og aldraðir megi bú- ast við að kjör þeirra batni veralega á næstu mánuðum og misserum". Og síðar segir hann: „Ég tel okkur þá hafa að minnsta kosti verið klaufaleg að ná til þessa fólks, því við höfum allar forsend- ur til þess, eins og við höfðum forðum tíð.“ Og enn síðar: „Við erum með þessum landsfundi og með verkum okkar upp á síðkastið að leggja góðan grunn að því að þessir mikilvægu hópar, sem og aðrir, megi treysta okkur til að fara með þeirra málefni.“ Já, batnandi manni er best að lifa stendur þar og vonandi stendur ráðherrann við fögru loforðin, og allt bendir til að einhver hreyfing sé komin á umræðuna um kjör þessa fólks og er það vel. En mér fannst það hálf dapurlegt að ráðherrann skyldi ekki koma auga á mikilvægi þessara aðila, eins og hann lítur á þá í dag (reyndar voru konur komnar í þennan hóp), og að kjör þeirra þyrftu að batna, fyrr en Ellilífeyrir Hvorki öryrkjar né aldraðir hafa séð eða firndið fyrir góðærinu, segir Guðmundur Jó- hannsson, nema í fjarska og í munni vald- hafanna. svona rétt fyrir kosningar. Mikið væri það nauðsynlegt fyrir þessa hópa að kosningar væru á hverju ári, því þá væru kjör þeirra sennilega í réttlátum farvegi. Hins vegar fannst mér afstaða fjármálaráðherra á landsfundinum ekki mjög jákvæð til skattamála aldraðra, þegar Páll Gíslason fyrr- verandi formaður FEB spurði ráð- herrann hvort ekki væri sanngjamt að 2/3 hlutar greiðslna úr lífeyris- sjóðum (sem era vaxtatekjur lífeyr- issjóðanna) bæru 10% skatt eins og aðrar fjármagnstekjur. Ráðherrann féllst á að sennilega væri það rétt að um 2/3 hlutar sjóðanna væru vaxta- tekjur, hins vegar sá hann draug í hverju horni, sem stóð í vegi fyrir að framkvæma réttlætið. Svarið að mínu mati við spumingu Páls Gísla- sonar er að lífeyrisþegar eigi að búa við sömu skattalög og aðrir lands- menn. Höfundur er eftirlaunaþegi. Guðmundur Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.