Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 68
-JN)8 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
IBereATbié
Skoðaðu vísbendingarnar á póstkortinu sem fylgir Morgun-
blaðinu á morgun og taktu þátt í skemmtilegum leik á mbl.is
þar sem þú getur unnið miða á Að eilífu, kippu af 2 lítra
Kók, annað tveggja árskorta í Regnbogann og 10, 15 eða
25.000 króna úttekt í tískuvöruversluninni Eplinu.
Um þessar mundir er rómantíska gamanmyndin Að eilífu
frumsýnd.
Myndin hefur hlotið góðar viðtökur erlendis og státar m.a. af
leikurunum Drew Barrymore og Anjelicu Huston.
Taktu þátt á mbl.is eða FM957 og hver veit!
vg'mbl.is
_/KLUTAf= e/TTH\SA0 NÝTT~
DpOKIOAniMM
UMRÆÐAN
Nokkur orð um
íslenskt mál og
þýðingar
í ÞESSU greinar-
korni langar mig til að
fjalla um notkun nokk-
urra orða og orðasam-
banda, sem ég undir-
ritaður er ekki fylli-
lega sáttur við, enn-
fremur erlendar slett-
ur, er heyrast alltof oft
í fjölmiðlum og það
meira að segja af vör-
um hámenntaðra
manna, sem ættu að
sjá sóma sinn í því að
vanda málfar sitt. Þótt
ótalmargt sé að-
fmnsluvert í þessum
efnum verða hér að-
eins nefnd nokkur slá-
andi dæmi um vafasama málnotkun.
Menn eru nú hættir að fara utan
eða til útlanda heldur fara þeir er-
lendis. Slfkt orðtak stríðir óneitan-
lega gegn málvitund eða smekk
hugsandi manna. Mér er spum
hvenær menn taka upp á þeim
fjanda að segja að fara hérlendis. I
atviksorðunum erlendis og hérlend-
is er fólgin ótvíræð staðbinding, ef
svo má að orði kveða, þ.e.a.s. að þau
era bundin stað, þess vegna er hægt
að vera, dvelja og ferðast erlendis
eða hérlendis.
Nú er komin röðin að saklausa
tilvísunarfornafninu sem. Það fær
sjaldnast að vera í friði. Mörgum,
já, alltof mörgum og það ólíklegustu
mönnum er tamt að hnýta samteng-
ingunni að aftan í það, en þar á hún
ekki heima frekar en ísbjöm í eyði-
mörk liggur mér við að segja.
Heyra ekki allir menn með íslensk
eyra að þar fer betur á því að segja
einfaldlega: Maðurinn, sem skaut
ísbjöminn, heitir Páll í stað þess að
segja: Maðurinn, sem að skaut
o.s.frv.
Tvö sagnorð hafa sætt illri með-
ferð um nokkurt skeið, en það era
sagnimar að versla og lána. Sú fyrri
hefur illu heilli verið gerð að áhrifs-
sögn og því óhjákvæmilega látin
stýra falli. Sagt er t.d.: „Hún versl-
aði bæði ávexti og grænmeti.“ Þessi
meinlega ambaga virðist því miður
vera orðin býsna útbreidd. Kaup-
maður verslar með vörur eins og
ávexti og grænmeti og við við-
skiptavinir hans versl-
um við hann eða í versl-
un hans.
A undanfömum ár-
um hefur fjöldi fólks
haft tilhneigingu til að
færa út merkingarsvið
sagnarinnar að lána og
nota hana í staðinn fyr-
ir að fá e-ð lánað. Ef
einhver leggur íyrir
okkur eftirfarandi
spumingu: „Má ég lána
bókina?“ eigum við hik-
laust að spyrja á móti:
„Hverjum viltu lána
hana?“ Óþarft er að
taka það fram að maður
með óbrenglaðan
málsmekk myndi orða spurninguna
svona: „Má ég fá bókina lánaða?“
Hér væri ef til vill ekki úr vegi að
benda á að í ensku, frönsku og
reyndar fleiri tungumálum er gerð-
ur ótvíræður greinarmunur á þessu
tvennu. Enska sögnin „lend“ merkir
þannig að lána, en „borrow“ hins
vegar að fá lánað og í frönsku merk-
ir „pr ~ eter“ að lána, en „emprant-
er“ að fá lánað.
Málfar
Margt er aðfínnsluvert
við málfar í fjölmiðlum.
Halldór Þorsteinsson
nefnir hér nokkur
dæmi um vafasama
málnotkun.
Á síðasta áratug hefur það færst
ískyggilega mikið í vöxt að segja:
„görðu svo vel“ eftir að maður hefur
þakkað fyrir sig í staðinn fyrir að
segja: „ekkert að þakka“ eins og áð-
ur tíðkaðist. Oft er ég kominn á
fremsta hlunn með að spyrja hvort
verið sé að bjóða mér að gjöra svo
vel að setjast að kaffi- eða matar-
borði eða eitthvað þvíumlíkt.
Ekki má gleyma ensku kveðju-
orðunum halló, hæ og bæ, sem hafa
svo að segja alveg útrýmt þeim ís-
Halldór Þorsteinsson
"slim-line"
dömubuxur frá
Heldur þú að |
Kalk sé nóg ? ~
NATEN 1
_____- er nóg l_í
gardeur
Qfumv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
-/elina
Fegurðin kemur innun frú
• *
Laugavegi 4, sími 551 4473