Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 69

Morgunblaðið - 27.03.1999, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 69 UMRÆÐAN lensku. Heldur þykja mér þessar snautlegu slettur hljóma ankanna- lega og hjáróma, einkum í munni fólks, sem komið er yflr miðjan ald- ur og ætti því að kunna betur. Ætli André Courmont, franski ræðismaðurinn, sem sendur var til Islands fyrir fyrri heimsstyrjöldina og dvaldi hér um árabil, myndi ekld snúa sér við í gröfinni, ef hann heyrði nú þessi litlausu, ensku að- skotaorð. Til frekari fróðleiks sakar ekki að geta hér að André Cour- mont, sem bjó í Höfða, var ekki að- eins mikill Islandsvinur heldur af- burðamálamaður, talaði m.a. ís- lensku jafnvel ef ekki betur en bor- inn og bamfæddur íslendingur. Að hans dómi var ekki til fegurri kveðja á nokkru máli, sem hann kunni, en sú íslenska. Kveðja sem virðist nú vera á sorglegu undan- haldi og hljóðar svo almenningi til upprifjunar: „Komdu eða vertu sæll eða sæl.“ Sannast ekki hér að glöggt er gests augað eða öllu held- ur eyrað. Auðsætt er að ekki verður komist hjá því að grípa til róttækra ráðstafana til að öll íslenska þjóðin verði ekki „bæjuð“ í hel. Frá morgni til kvölds og reyndar stundum allan sólarhringinn klingja í eyrum slettur, einkum enskuslett- ur, sem sumum þykir fínt að skreyta mál sitt með og viðra þannig málakunnáttu sína. Enda þótt af nógu sé að taka verða hér einungis tilgreind fjögur orð þ.e.a.s. „aggressive", „humour", „situation" og „sexy“. Fyrsta orðið merkir eins og flestir vita: árásargjam, herskár, áleitinn eða harðiylginn. Næsta orð- ið „humour" fyndni, skopskyn, kímnigáfa eða skap, þriðja orðið „situation" ástand, aðstæður o.s.frv. Nýlega heyrði ég eftirfarandi setn- ingu í útvarpi: „Þegar „situationin" er svona.“ Hefði ekki verið íslensku- legra að segja t.d.: Þegar svona er ástatt. Fjórða orðið, „sexy“, merkir gimilegur eða lostfagur, sem er gamalt og gott lýsingarorð. Það orð hefur aldrei borist mér til eyma á öldum ljósvakans. Er ekki fyrir Iöngu orðið tímabært að skera upp herör gegn öllum erlendum slettum í fjötmiðlum og gera þannig ylhýra málinu hærra undir höfði? Að endingu langar mig að gera enska orðið „perfectionist" að um- ræðuefni. Þannig var mál með vexti að ég las heilsíðugrein um Francis Scott Fitzgerald, bandaríska skáld- sagnahöfundinn, og var hún senni- lega samin í sambandi við þýðingu Atla Magnússonar á Tender is the Night eða Nóttin blíð. Grein þessi birtist í Degi þ. 11.12. ‘98 og undir hana eru ritaðir tveir stórir stafír, KB. Ég verð að játa að í fyrstu átt- aði ég mig ekki fyllilega á því fyrir hvað þessir tveir stafir stóðu. Ekki gæti það þó verið Kaupfélag Borg- firðinga eða ef til vill einhver angi af sovésku leyniþjónustunni sálugu? En allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Auðvitað var greinarhöfundur enginn annar en Kolbrún Bergþórs- dóttir, sem allir ættu að vita, jafnvel gamall bjálfi eins og ég. Þótt þetta kunni að vera gert öðram til eftir- breytni, þá skortir mig hreinlega áræði til að skrifa undir þessa grein með upphafsstöfunum mínum HÞ. Fyrirsögn greinarinnar um FS Fitzgerald er: Drykkfelldur full- komnunarsinni. Síðara orðið á ef- laust að vera þýðing á enska orðinu „perfectionist" og við hana er ég ekki alveg sáttur. Á einum stað í greininni standa eftirfarandi orð: „í skrifum sínum var hann fullkomn- unarsinni. Hann lá yfir verkum sín- um og endurskrifaði þau hvað eftir annað. í fórum hans vom til dæmis sautján gerðir af Tender is the Night.“ Fyrir nokkmm ámm benti ég Baldri Hafstað, sem þá annaðist þáttinn um íslenskt mál í Ríkisút- varpinu, á orðið nostrari sem þýð- ingu á „perfectionist“ og lagði hann blessun sína yfir það. Hvað er það annað en nostur að skrifa sömu skáldsöguna sautján sinnum? í Act- ive Study Dictionary er gefin eftir- farandi skilgreining á „perfection- ist“ og hljóðar hún svona á ensku: n. sometimes derog. a person who is not satisfied with anything that is not perfect: It takes him hours to cook a simple meal, because he is such a perfectionist" eða í íslenskri þýðingu: „no., stundum niðrandi, maður sem gerir sig ekki ánægðan með neitt nema að það sé fullkomið: Það tekur hann marga tíma að elda einfalda máltíð, vegna þess að hann er svo mikill nostrari." Eitt er víst að það hefði farið betur á því að kalla FS Fitzgerald drykkjusjúkan nostrara en drykkjusjúkan full- komnunarsinna, enda er ég ekki fullkomlega ánægður með það orð eins og lýðum má nú vera ljóst. Mér hefur ennfremur dottið í hug að í staðinn fyrir nostrara mætti líka notast við orðið vandvirknisþræll. Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. Ert þú með ■ flösu feitt hár þurrt hár hárlos Þá er Ducray lausnin fyrir þig! Ducray eru ofnæmisprófaðar vörur gegn vandamálum í hári eöa hársverði. i.!r|r \- Lactoccj&' Srí ^ LYFJA Lyf ó lógmeirksvoröi i™ , Pharmaco l.fl. Eikgegnheil íomm kr. 2 pr. m stgr. 1. fl. EÍk ClaSSÍC 14mm kr. pr. m2 stgr. 1. fl. EÍlí 2 St. 14 mm kr. pr. m2 stgr. l.fl. EikNature4sti4mm kr. pr. m2 stgr. l.fl. Eik Accent.i4mm kr. pr. m2 stgr. 1. fl. EikNature i4 mm kr. 5ÍÍPÖ,- pr. m2 stgr. m ytnmrm v&ww* HARÐVIÐARVAL EHF. Krókhálsi 4 llOReykjavík Sími: 567 1010 Veffang: http://www.parket.is E-mail: parket@parket.is gfiwdagfrá kL10-16 m Mtm TIL 36 MANAOA TIL ALLT AO 36 M \Jvð tufTinum á ráðstefnuna „2Vá m á Nám, öíd" f dag kl. 13:00 á Hótel Lofttóðuro m ignynni öld Prenttæknistofnun Hallveigarstíg 1 Sími 562 0720 Netfang pts@pts.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.