Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 85

Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 85
 Söngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Ögrandi og óvenjuleg leðurblaka íslendingar geta státað af mörgum fram- LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 85 MORGUNBLAÐIÐ ákveðin í að fara í söngnám. Ég var þó ekkert ákveðin í að leggja söng- inn fyrir mig en langaði annaðhvort að verða söngkona eða leikkona. En í dag hef ég valið sönginn.“ - Ertu þá hætt að leika? m ■ „Nei, nei. Maður leikur auðvitað líka í óperum. Meðan að ég var í Menntaskólanum við Hamrahlíð lékc ég öll fjögur árin með leikfélagi skól- ans. Eftir M.H. tók ég líka Jiátt í að stofna lítinn leiklistarskóla sem hcit- ir Leikskólinn.“ \ - Er það góður undirbúningur að taka þátt í leiklist í menntaskóla? . / „Já, bæði uppsetningamar sem maður tekur þátt í og líka leiklistar- námskeiðin sem eru haldin eru góð reynsla. Ég hef lært mjög mikið af þeim. Ég er reyndar á því að leiklist- arþjálfun sé mjög gagnleg fyrir söngvara. I menntaskóla gefst manni tækifæri til að fá slíka þjálfun. Þá er maður í svo vernduðu umhverfi og getur verið óhræddur við að gera ýmsar tilraunir!" - Þetta er þitt fyrsta hlutverk í óp- eru? „Þetta er mitt fyrsta sönghlutverk á sviði. Þetta er mikil áskorun fyrir mig og mjög stórt tækifæri sem ég er þakklát fyrir að fá. Leðurblakan er mjög skemmtilegt verk, með að- gengilegri tónlist. Það er líka farin mjög spennandi leið að verkinu í þessari uppsetningu með þvi að færa það til nútímans og staðfæra í Reykjavík. Það má segja að úr grunnhugmyndum verksins sé unnið _ / á nýjan hátt. Leikstjórinn, Da\ód Freeman, gerir miklar leiklistarleg- ar kröfur til söngvaranna og hefur unnið mikið með okkur í spuna og persónusköpun. Það er því mjög ögrandi að takast á við hlutverkið.“/ - Hvað tekur við hjá þér að loknu söngnámi? „Ég á eitt ár eftir í skólanum og stefni síðan á framhaldsnám erlendis eftir það. Það er samt ekkert ákveðið hvar það verður,“ sagði hin unga óperusöngkona að lokum. þessa hláturmildu söngkonu er vildi 1 bærilegum óperusöngvurum og innan tíð- ar mun hin unga Guðrún Jóhanna Olafs- dóttir þreyta frumraun sína í óperuupp- færslu. Sunna Ósk Logadóttir ræddi við eina tíð aðeins syngja dægurlög. UM ÞESSAR mundir standa yfir æfingar í Islensku óperunni á Leður- blökunni eftir Jóhann Strauss sem frumsýnd verður hinn 16. apríl. Guð- rún Jóhanna, sem er aðeins 21 árs, fer með hlutverk gestgjafans Orlof- skys. Hún er þó kunnug leikhúslífinu og hefur leikið á sviði ft’á bamæsku. Lék í Þjóðleikhúsinu níu ára „Móðir mín vann sem leikhúsritari í Þjóðleikhúsinu og sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar þegar ég var að alast upp. Þess vegna hef ég alla tíð verið mikið í kringum leikhúsið, sá allar leiksýningar og lék fyrsta hlutverkið mitt í Þjóðleikhúsinu þeg- ar ég var níu ára í „Gættu þín“, síðan lék ég í „Óvitum“ og „Haustbrúði“. Ég lék líka á Akureyri þegar við bjuggum þar, m.a. Onnu í „Línu Langsokk". Núna er ég að læra söng hjá Rut Magnússon þriðja árið í röð. Þetta er ann- að árið mitt í fullu námi í Tón- listarskólanum í Reykjavík en áður var ég í einkatímum." - Hvað kom til að þú snerir þér að söngnámi? „Ég hef alltaf sungið mikið og haft gaman af því að syngja fyrir fólk. Ég var t.d. í kór þegar ég var lítil. Síð- an þegar ég var fimmtán ára þá langaði mig mjög mikið til að læra söng og fór í nokkra söngtíma til írskrar söngkonu sem var stödd á Akureyri. Þá fannst mér röddin verða alltof „óperuleg" en mig langaði á þeim tíma mest til að syngja í söngleikjum og lög Janisar Joplin. Því hætti ég í söngtímunum/ í FRÉTTUM GUÐRUN Jóhanna Óiafsdóttir fer með Orlofskys ÍLeðurblökunni rk Varð fyrir tónlistaropinberun „Þegar ég varð eldri fór ég að hlusta á Ceciliu Bartoli og Mariu Callas og varð alveg dolfallin. Svo varð ég fyrir tónlistaropinberun á Listahátíð 1996, þá fór ég á tónleika þar sem fjórir einsöngvarar sungu með sinfóníuhljómsveitinni. Þar á meðal var einn mezzosópran og eftir að hafa hlustað á tónleikana var ég 1 /f II I Komdu viö í FJALLAHJOLABUÐINNI Faxafeni 7 og fáðu boðsmiða á sérstaka forsýningu á myndinni Blast trom the Past í Laugarásbíó 29. mars kl. 9.00. LAUGARÁ Möf udvígi SÍMI 5200 200 - OPIÐ MÁNUD. TIL FÖSTUD. KL. 9-18. LAUGARD. KL. 10 - 14. (g) RAÐGREIÐSLUR '""4S , DX 3.3 DX 3.5 DX 3.7 | DX5.3 Stell: Cro-Mo Framskiptir: Shimano TY-32 Afturskiptir: Shimano 7 speed Skiptar: Shimano ST-EF 28 Bremsur: V Stell: Cro-Mo Framskiptir: Shimano TY-32 Afturskiptir: Shimano 7 speed Skiptar: Grip Shift Bremsur: V Stell: Cro-Mo Framskiptir: Shimano Altus Afturskiptir: Shimano Alivio Skiptar: Shimano Alivio Bremsur: V Stell: Cro-Mo Framskiptir: Shimano Acera X Afturskiptir: Shimano Alivio Skiptar: Shimano MC18 Bremsur: V *Kr. 25.931^ Kr. 29.352,- Kr. 33.842,- - HTr. 47.730,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.