Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 86

Morgunblaðið - 27.03.1999, Side 86
86 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Brandari sem varð að sögu NÝJA myndasöguritið gisp! er nær því að vera bók en blað, því það er 140 síður og er allt hið veglegasta á að líta. Fjölbreytt efni er í bókinni og eru nokkrir þeirra nori’ænu myndasöguhöfunda sem eiga verk á sýningunni Cap au Nprd kynntir auk annarra norrænna höfunda sem ekki eru á sýningunni. Stór hiuti gisp! er þó tileinkaður íslenskum myndasöguhöfundum og er í bók- inni gott yfirlit yfir það sem er að gerast á landinu í myndasögunni. Fjórmenningarnir Bjarni Hin- riksson, Þorri Hringsson, Jóhann Torfason og Halldór Bjai-nason eru lykilmennirnir í útgáfu gisp!, sem er að koma út í áttunda skipti, og hafa fylgt ritinu eftir frá fyrsta tölublaði sem kom út árið 1990. Þeir eru fyrst spurðir um sögu blaðsins. „Við útskrifuðumst allir úr mynd- . listarskólum árið 1989 og höfðum N. allir haft áhuga á myndasögum frá því á unglingsárunum. Þorri hafði - gefið út myndasögubókina 1937 í samvinnu við Sjón þetta ár og við ákváðum að reyna fyrir okkur með útgáfu á myndasögubiaði. Fyrsta tölublað gisp! kom út seint á árinu 1990, en í því biaði komu Oiafur J. Engilbertsson, Þórarinn Leifsson og Bragi Halldórsson mikið við sögu,“ segir Bjarni. „Markmiðið hjá okkur upphaf- •lega var að gefa blaðið út reglu- . Iega,“ segir Halldór. „Fyrstu fjögur blöðin komu út á tveimur árum en eftir það varð ljóst að þetta var erf- iður róður. Fimmta blaðið var bók sem kom út í tengslum við sýningu á Kjarvalsstöðum og var eiginlega útgáfulega séð toppurinn í sögu blaðsins. Sjötta blaðið var íylgirit með Eintaki á 17. júní árið 1994 og sjötta Gisp kom út ári seinna sem sýningarskrá tveggja sýninga," seg- ir Bjarni. „I byrjun vildum við hafa blaðið mjög markaðsvænt, prentuðum það í 2000 eintökum og dreifðum í allar sjoppur á landinu," segir Jóhann. „Síðan hefur blaðið minnkað, orðið menningarlegra, enda komumst við að því að það er betri markaður í menningunni," segir Halldór. „En við reyndum allt til að fara þá leið sem við vildum upphaflega. Höfðum hasar á forsíðunni og vorum með jólablað, vorum með póstkort og fleira,“ segir Bjarni. „En það var til- fínnanlegur skortur á ofbeldi og klámi,“ segir Jóhann sem segir að þeir hafi verið gagnrýndir fyrir þann skort á sínum tíma. - Þið hafíð ekki brugðist við þeim kröfum markaðarins? „Jú, núna í nýjasta biaðinu," segir Halldór grafalvarlegur á svip. „Það hefur bara tekið þennan tíma að komast á þetta þroskastig," segir Jóhann. „Við erum að vinna úr þessum komplexum í myndasögu- spuna í nýjasta blaðinu,“ skýtur Halldór inn. - Hvað er myndasöguspuni? 3 (gisp!) FORSIÐAN á gisp! sem er eftir Jóhann Torfason. MBNNINdARBOttffi ivnðpu Anifi 2000 2000.hel.fi Helsinki menningarborg Evrópu áriö 2000 r samvinnu við g*fjg^g \ RfKISÚTVÁRPÍÐ Finnski fonleikuninn Art goes Kainakka djass, teknó og kitlandi klassík um allan bae 26,- 2B. mars 1 999 Föstudagur 26. mars Solon Islandus Anna-Mari Káhárá Band kl. 22.00 Raakel Lignell & Kirmo Lintinen GaukuráStöng Rinneradio kl. 24.00 Kaffi Thomsen DJ Bunuel kl. 23.00 Laugardagur 27. mars Iðnó kl. 16.00 Lenni-Kalle Taipale Trio 'P Raakel Lignell S Kirmo Lintinen Gaukur á Stöng DJ Bunuel kl. 23.30 FinlandDj SUOMI FLUGLEIDIR Sm Sunnudagur 28. mars Gaukur á Stöng Rinneradio kl. 21.30 Lenni-Kalle Taipale Trio Anna-Mari Kahara Band DJ Bunuel Morgunblaðið/Þorkell GISP! kæmi ekki út án ljórmenninganna. Frá vinstri: Þorri Hrings- son, Bjarni Hinriksson, Halldór Baldursson og Jóhann Torfason. „Spuni er náttúrulega tískuorðið í dag. Þetta byrjaði sem brandari hjá okkur," segir Halldór. „Fyrst, gerði ég einn ramma og sendi hann til Jóa í tölvupósti, sem hélt svo áfram og þannig gekk sagan koll af kolli.“ „Gunnar Karlsson teiknaði líka þrjá ramma í sögunni," segir Þorri. „Menn voru farnir að ögra næsta manni til að ganga skrefínu lengra í ósómanum," segir Halldór. „En sagan gekk mjög vel upp og ber nafnið Heilbrigð ást.“ - Nú tengja margir myndasög- una við barna- og unglingsárin. Tímabil sem fólk vex síðan frá. „Þetta er bara misskilningur," segir Bjami. „Ég held að allir sem eru 40 ára og yngri hafí lesið myndasögur. Það þekkja allir Ást- rík og Tinna,“ segir Jóhann en bæt- ir þvi þó við að hugsan- lega séu fleiri strákar i lesendahópnum. - Höfðar myndasagan meira til stráka en steipna? „Já,“ segja þeir allir í kór. „Ég held að allir strákar hafi einhvern tíma lesið myndasög- ur en kannski bara sumar stelpur," segir Jóhann. „Það tengist því eflaust líka að mun fieiri karlmenn eru að teikna myndasögur en konur og þeir skapa því eflaust heim sem höfðar meira til stráka en stelpna. Ofur- hetjan er t.d. hugsanlega meira í hugar- heimi stráka en stelpna. Það er reyndar gaman að minnast á í þessu sam- bandi að á blómaskeiði myndasög- unnar í Bandaríkjunum frá alda- mótum fram til ca. 1935 var mynda- sagan gríðarlega fjölbreytt og ekk- ert verið að höfða til yngri lesenda eða karlkyns frekar en annarra,“ segir Bjami. „Það breyttist með myndasögublöðunum sem hófu göngu sína árið 1935,“ segir Þorri. - Nú virðast myndasögur í dag sí- feilt höfða meira til eldri lesenda. „Það hefur verið meira snobbað fyrir því undanfarin ár,“ segir Þorri „Þetta er samt kannski fyrst pg fremst lýsing á ástandinu á Is- landi,“ segir Halldór sem bendir á að myndasagan eigi góðu gengi að fagna hjá börnum í Frakklandi og víðar. „Samt hafa þeir kvartað yfir því í Frakklandi að ekki sé samið nóg af góðum sögum fyrir böm,“ segir Bjami. „Mun líklegra er að myndasögur lifí góðu lífi ef böm byrja á því að lesa þær og halda síðan áfram þegar á full- orðinsárin kemur,“ bæt- ir hann við. - En er von á fleiri gisp!- blöðum í fram- tíðinni? „Næsta blað kemur út eftir sex ár og það verður algjört snilldai-verk,“ segir Halldór við hlátur hinna. „Þessi bók nálgast nú það að vera snilld," segir Jó- hann „en sú næsta verður náttúmlega toppurinn." kiuki uhvou Viö Dómklrkluna-Bimt 661 2040 Stjörnuspá á Netinu vl> mbl.is ALLTA.f= e/TTH\SA& A/ÝT7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.