Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 1
STOFNAÐ 1913 73. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS NATO gerir loftárásir á skotmörk við Belgrad - eiturgufur yfír borginni Camdessus Árásir NATO munu bein- ^ðnaí ast að hersveitum Serba ..“oskvu Aukin óhæfuverk Serba gegn óbreyttum borgur- um í Kosovo Belgrad, Brussel. Reuters. WESLEY Clark, æðsti yfírmaður herdeilda Atlantshafsbandalagsins (NATO), lýsti því yfir í gær að næsta lota loftárása NATO á Júgó- slavíu mundi beinast að landher- sveitum Serba. Sagði hann loftárásir bandalagsins á hemaðarlega mikil- væg skotmörk í Júgóslavíu undan- fama þrjá daga hafa skilað góðum árangri við að eyða „með kerfis- bundnum hætti“ hemaðarlegri getu Serba. í viðtali við fréttamann CNN sagði hann að framvegis myndu her- sveitir Serba verða skotmarkið. Slæm veðursldlyrði yfir Júgóslavíu gerðu það að verkum að ekki var hætt á að senda sprengjuþotur. Var þýskum herþotum snúið aftur til herflugvalla á Ítalíu vegna veðurs. B92, óháð júgóslavnesk fréttastöð sem sent hefur fréttir á Netinu, sagði í gær að júgóslavneski herinn hefði skotið niður sprengjuþotu og herþyrlu NATO-hersins. Var þess- um fregnum neitað í höfuðstöðvum NATO og sagði Jamie Shea tals- maður bandalagsins allar flugvélar NATO hafa snúið aftur heilar. Frést hefur af skipulögðUm óhæfuverkum Serba í Kosovo. Tals- menn Frelsishers Kosovo (UCK) sögðu við fréttamann Reuters í gær að vopnaðar sveitir Serba hefðu veg- ið hundmð óbreyttra Kosovo-Al- bana í borginni Djakova, eftir að NATO gerði árásir á serbneskar herstöðvar í nágrenninu. Ekki hefur verið unnt að staðfesta fréttimar vegna aðgöngubanns erlendra blaðamanna að héraðinu. Eiturgufur lágu yfir Belgrad Þriðju nótt loftárásanna var ráðist á skotmörk í nágrenni Belgrad, í íyrsta sinn síðan árásir NATO hófust. Sjö öflugar sprengingar heyrðust í höfuðborginni og var ein þeirra í Kosutnjak-herstöðinni, í suðurhluta borgarinnar. Eiturgufur lágu yfir nokkmm úthverfum borg- arinnar eftir að flugskeyti hæfði verksmiðju í nágrenni hennar. Lýstu júgóslavnesk stjómvöld því yfir að NATO hefði skotið að lyfja- og efnaverksmiðju. Þessu neituðu Reuters SERBNESK kona heldur fyrir vit sér í loftvamarbyrgi í Belgrad. Talsmenn NATO segja að árásir hafi verið gerðar á eldflaugaverksmiðju í borginni og að eiturgufur hafi lagt yfir Belgrad í kjölfarið. MICHEL Camdessus, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, hélt í gær til Moskvu til fundahalda við rússneska ráðamenn um lánveitingu sjóðsins til rúss- neska ríkisins. Fundir Camdessus og Jevgení Prímakovs, forsætisráð- herra Rússlands, höfðu verið ráð- gerðir í Washington en þeim varð að aflýsa þegar Prímakov hætti við op- inbera ferð sína til Bandaríkjanna í mótmælaskyni vegna loftárása NATO á Júgóslavíu. Greiðsla Rússa á erlendum skuldum sínum er orðin mjög aðkallandi og fundurinn því talinn einkar mikilvægur. A sama tíma og Camdessus hitti ráðamenn, var neyðarfundur í Dúmunni, rússneska þinghúsinu. Rússneskir þingmenn úr meirihluta kommúnista boðuðu til fundarins vegna loftárása NATO á Júgóslavíu. Til umfjöllunar var þingsályktunar- tillaga þar sem aðgerðum NATO er harðlega mótmælt. Þrátt fyrir eink- ar harðorðar yfirlýsingar rúss- neskra ráðamanna í garð NATO- ríkja undanfama daga, hefur ríkis- stjórnin lýst því yfir að hún muni ekki grípa til frekari aðgerða sem gætu einangrað Rússland frá Vest- urlöndum. Rússneskir ráðamenn eru bjart- sýnir um að Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn veiti lánið að þessu sinni. Tals- menn sjóðsins hafa þó varað við óhóf- legri bjartsýni - ekki sé von á neinu auðfengnu fé. Telja sumir frétta- skýrendur þó að loftárásir NATO á Serba gætu flýtt fyrir lánveitingu. Skriðdrekar á götum höfuðborgar Paragvæ Asuncion. Reuters. talsmenn NATO alfarið og sögðu að um eldflaugaverksmiðju hefði verið að ræða. Kviknað hefði í eldsneyti og eiturgufumar stafað af því. „NATO er fullljóst að talsmenn júgóslavneskra yfirvalda hafa lýst því yfir að við höfum gert loftárásir á almenn skotmörk. NATO fór hins vegar vandlega yfir allar áætlanir um skotmörk í Júgóslavíu áður en til árásanna kom, og valdi einungis hemaðarleg skotmörk [...] svo draga mætti úr öðm tjóni,“ sagði Stefanie Hoehne, ofursti hjá NATO í gær. Sagði hún að Slobodan Milosevic væri greinilega ákveðinn í að reyna að vekja samúð alþjóðasamfélagsins, en að hann vissi vel að hann gæti stöðvað loftárásimar hvenær sem er með því að fallast á frið í Kosovo. Ken Bacon, talsmaður bandaríska vamarmálaráðuneytisins, sagði að 40% skotmarka NATO, fjórðu nótt árása, hefðu verið í Kosovo, sem er tvöfalt meira en í fyrri árásum. „Við höfum verið að gera árásir á höfuð- stöðvar öryggislögreglunnar (MUP) og bækistöðvar serbneska hersins í og við Kosovo," sagði Bacon. Talsmenn Bandaríkjastjómar hafa sagt að bmgðist yrði harðlega við frekari óhæfuverkum gegn Al- bönum í Kosovo. James Rubin, tals- maður utanríkisráðuneytisins, sagði að „Bandaríkin [væra] mjög ugg- andi vegna frétta af stigmögnun serbneskra árása á almenna borg- ara í Kosovo." En íbúar og hjálpar- starfsmenn hafa greint frá því að serbneskar hersveitir hafi ráðist á og brennt þorp og bæi, skipað fólki út úr húsum sínum og tekið það af lífi. Hefur flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna lýst yfir miklum áhyggjum af fjöldamorðum Serba í Kosovo. ■ Útrýmingarherferð/6 FREGNIR herma að Raul Cubas, forseti Paragvæ, hafi fyrirskipað að senda skyldi skriðdrekasveitir út á götur Asuncion, höfuðborgar landsins, til að „halda uppi lögum og reglu“. Vaxandi átaka milli stuðningsmanna og andstæðinga forsetans hefur gætt í Paragvæ að undanförnu en Cubas sætir nú kæra vegna embættisafglapa og hafa andstæðingar forsetans kraf- ist þess að hann verði sviptur embætti. Talið er að allt að tíu hafi farist og áttatíu særst í átök- unum. Átökin í Paragvæ hófust eftir að varaforsetinn, Luis Maria Arg- ana, var myrtur á þriðjudag. And- stæðingar stjórnarinnar kenna forsetanum og Lino Oviedo, bandamanni hans, um að hafa fyr- irskipað morðið. Morðið á Argana er blóðugasti þáttur valdabarátt- unnar innan Colorado-stjórnar- flokksins sem hefur stjórnað land- inu undanfarin 52 ár. Fréttaskýrendur telja að nú ríki mikið óvissuástand í Paragvæ og að nýfengnu lýðræði sé stefnt í voða. Elliðaárnar verði byggðar upp á ný Drepsóttarveiru leitað í líkum 28 Vandi geð- sjúkra barna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.