Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 73. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS NATO gerir loftárásir á skotmörk við Belgrad - eiturgufur yfír borginni Camdessus Árásir NATO munu bein- ^ðnaí ast að hersveitum Serba ..“oskvu Aukin óhæfuverk Serba gegn óbreyttum borgur- um í Kosovo Belgrad, Brussel. Reuters. WESLEY Clark, æðsti yfírmaður herdeilda Atlantshafsbandalagsins (NATO), lýsti því yfir í gær að næsta lota loftárása NATO á Júgó- slavíu mundi beinast að landher- sveitum Serba. Sagði hann loftárásir bandalagsins á hemaðarlega mikil- væg skotmörk í Júgóslavíu undan- fama þrjá daga hafa skilað góðum árangri við að eyða „með kerfis- bundnum hætti“ hemaðarlegri getu Serba. í viðtali við fréttamann CNN sagði hann að framvegis myndu her- sveitir Serba verða skotmarkið. Slæm veðursldlyrði yfir Júgóslavíu gerðu það að verkum að ekki var hætt á að senda sprengjuþotur. Var þýskum herþotum snúið aftur til herflugvalla á Ítalíu vegna veðurs. B92, óháð júgóslavnesk fréttastöð sem sent hefur fréttir á Netinu, sagði í gær að júgóslavneski herinn hefði skotið niður sprengjuþotu og herþyrlu NATO-hersins. Var þess- um fregnum neitað í höfuðstöðvum NATO og sagði Jamie Shea tals- maður bandalagsins allar flugvélar NATO hafa snúið aftur heilar. Frést hefur af skipulögðUm óhæfuverkum Serba í Kosovo. Tals- menn Frelsishers Kosovo (UCK) sögðu við fréttamann Reuters í gær að vopnaðar sveitir Serba hefðu veg- ið hundmð óbreyttra Kosovo-Al- bana í borginni Djakova, eftir að NATO gerði árásir á serbneskar herstöðvar í nágrenninu. Ekki hefur verið unnt að staðfesta fréttimar vegna aðgöngubanns erlendra blaðamanna að héraðinu. Eiturgufur lágu yfir Belgrad Þriðju nótt loftárásanna var ráðist á skotmörk í nágrenni Belgrad, í íyrsta sinn síðan árásir NATO hófust. Sjö öflugar sprengingar heyrðust í höfuðborginni og var ein þeirra í Kosutnjak-herstöðinni, í suðurhluta borgarinnar. Eiturgufur lágu yfir nokkmm úthverfum borg- arinnar eftir að flugskeyti hæfði verksmiðju í nágrenni hennar. Lýstu júgóslavnesk stjómvöld því yfir að NATO hefði skotið að lyfja- og efnaverksmiðju. Þessu neituðu Reuters SERBNESK kona heldur fyrir vit sér í loftvamarbyrgi í Belgrad. Talsmenn NATO segja að árásir hafi verið gerðar á eldflaugaverksmiðju í borginni og að eiturgufur hafi lagt yfir Belgrad í kjölfarið. MICHEL Camdessus, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, hélt í gær til Moskvu til fundahalda við rússneska ráðamenn um lánveitingu sjóðsins til rúss- neska ríkisins. Fundir Camdessus og Jevgení Prímakovs, forsætisráð- herra Rússlands, höfðu verið ráð- gerðir í Washington en þeim varð að aflýsa þegar Prímakov hætti við op- inbera ferð sína til Bandaríkjanna í mótmælaskyni vegna loftárása NATO á Júgóslavíu. Greiðsla Rússa á erlendum skuldum sínum er orðin mjög aðkallandi og fundurinn því talinn einkar mikilvægur. A sama tíma og Camdessus hitti ráðamenn, var neyðarfundur í Dúmunni, rússneska þinghúsinu. Rússneskir þingmenn úr meirihluta kommúnista boðuðu til fundarins vegna loftárása NATO á Júgóslavíu. Til umfjöllunar var þingsályktunar- tillaga þar sem aðgerðum NATO er harðlega mótmælt. Þrátt fyrir eink- ar harðorðar yfirlýsingar rúss- neskra ráðamanna í garð NATO- ríkja undanfama daga, hefur ríkis- stjórnin lýst því yfir að hún muni ekki grípa til frekari aðgerða sem gætu einangrað Rússland frá Vest- urlöndum. Rússneskir ráðamenn eru bjart- sýnir um að Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn veiti lánið að þessu sinni. Tals- menn sjóðsins hafa þó varað við óhóf- legri bjartsýni - ekki sé von á neinu auðfengnu fé. Telja sumir frétta- skýrendur þó að loftárásir NATO á Serba gætu flýtt fyrir lánveitingu. Skriðdrekar á götum höfuðborgar Paragvæ Asuncion. Reuters. talsmenn NATO alfarið og sögðu að um eldflaugaverksmiðju hefði verið að ræða. Kviknað hefði í eldsneyti og eiturgufumar stafað af því. „NATO er fullljóst að talsmenn júgóslavneskra yfirvalda hafa lýst því yfir að við höfum gert loftárásir á almenn skotmörk. NATO fór hins vegar vandlega yfir allar áætlanir um skotmörk í Júgóslavíu áður en til árásanna kom, og valdi einungis hemaðarleg skotmörk [...] svo draga mætti úr öðm tjóni,“ sagði Stefanie Hoehne, ofursti hjá NATO í gær. Sagði hún að Slobodan Milosevic væri greinilega ákveðinn í að reyna að vekja samúð alþjóðasamfélagsins, en að hann vissi vel að hann gæti stöðvað loftárásimar hvenær sem er með því að fallast á frið í Kosovo. Ken Bacon, talsmaður bandaríska vamarmálaráðuneytisins, sagði að 40% skotmarka NATO, fjórðu nótt árása, hefðu verið í Kosovo, sem er tvöfalt meira en í fyrri árásum. „Við höfum verið að gera árásir á höfuð- stöðvar öryggislögreglunnar (MUP) og bækistöðvar serbneska hersins í og við Kosovo," sagði Bacon. Talsmenn Bandaríkjastjómar hafa sagt að bmgðist yrði harðlega við frekari óhæfuverkum gegn Al- bönum í Kosovo. James Rubin, tals- maður utanríkisráðuneytisins, sagði að „Bandaríkin [væra] mjög ugg- andi vegna frétta af stigmögnun serbneskra árása á almenna borg- ara í Kosovo." En íbúar og hjálpar- starfsmenn hafa greint frá því að serbneskar hersveitir hafi ráðist á og brennt þorp og bæi, skipað fólki út úr húsum sínum og tekið það af lífi. Hefur flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna lýst yfir miklum áhyggjum af fjöldamorðum Serba í Kosovo. ■ Útrýmingarherferð/6 FREGNIR herma að Raul Cubas, forseti Paragvæ, hafi fyrirskipað að senda skyldi skriðdrekasveitir út á götur Asuncion, höfuðborgar landsins, til að „halda uppi lögum og reglu“. Vaxandi átaka milli stuðningsmanna og andstæðinga forsetans hefur gætt í Paragvæ að undanförnu en Cubas sætir nú kæra vegna embættisafglapa og hafa andstæðingar forsetans kraf- ist þess að hann verði sviptur embætti. Talið er að allt að tíu hafi farist og áttatíu særst í átök- unum. Átökin í Paragvæ hófust eftir að varaforsetinn, Luis Maria Arg- ana, var myrtur á þriðjudag. And- stæðingar stjórnarinnar kenna forsetanum og Lino Oviedo, bandamanni hans, um að hafa fyr- irskipað morðið. Morðið á Argana er blóðugasti þáttur valdabarátt- unnar innan Colorado-stjórnar- flokksins sem hefur stjórnað land- inu undanfarin 52 ár. Fréttaskýrendur telja að nú ríki mikið óvissuástand í Paragvæ og að nýfengnu lýðræði sé stefnt í voða. Elliðaárnar verði byggðar upp á ný Drepsóttarveiru leitað í líkum 28 Vandi geð- sjúkra barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.