Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 13

Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 13 FRETTIR TÓLF hundar eru spenntir fyrir sleðann en hann er smíðaður að grænlenskri fyrirmynd, allur bundinn sam- an, hvergi negldur með járni undir meiðunum. A hundasleða yfír Vatnajökul Vaðbrekka, Jökuldal. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson DENIS Pedersen og Christian Holm með tík sem fékk að ganga laus í ferðinni. FELAGARNIR Denis Pedersen og Christian Holm frá Bolholti á Rang- árvöllum hafa lokið 27 daga ferð sinni yfu- Vatnajökul. Þeir lögðu upp frá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum og héldu þaðan til Jökulheima, fóru um Grímsvötn, Snæfellsskála út Fljótsdalsheiði niður í Bessastaði í Fljótsdal. Upphaflega var áætlað að fara úr Grímsvötnum í Kverkfjöll þaðan vestur á Sprengisand og suður um til Hrauneyja, fallið var frá því vegna þess að þeir töfðust á leiðinni vegna veðurs. Þess vegna var farið niður í Fljótsdal og menn, hundar og far- angur sótt þangað á bílum og ekið suður á land aftur til þess að ná þangað í tæka tíð svo hægt væri að ferðast með ferðamenn á hundasleð- anum frá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum um páskana eins og áætlað hafði verið. Að sögn þeirra félaga gekk ferðin mjög vel og var skemmtileg, þetta var fyrsta langa ferðin með hundana spennta fyrir sleðann og reyndust þeir hið besta í ferðinni. Denis og Christian voru með 13 hunda í ferð- inni, þar af voru 12 spenntir fyrir sleðann en ein tík fékk að ganga laus með leiðangrinum. Sleðinn er smíð- aður að grænlenskri fyrirmynd, allur bundinn saman, hvergi negldur með járni undir meiðunum. Vegui- hann alls 100 kíló en vai- alls með æki í byrjun ferðar 500 kíló eða svipað og eigin þyngd hundanna sem drógu hann. Hver dagleið var frá 2 til 25 kíló- metrar, styst vai- farið fyrstu dagana enda hundarnir óvanir og ekki orðnir eins agaðir og þegar á ferðina leið. Nokki-a daga lágu þeir veðurtepptir en það kom ekki að sök að sögn þeirra félaga, þeim og hundunum leið vel. Gist var í tjaldi sem þeir Denis og Christian höfðu með sér flestar nætur í ferðinni, þó var komið við í skálunum í Jökulheimum, Grím- svötnum og Snæfellsskála og gist þar. Það virðist því ljóst að þessar ferð- ir á hundasleðum um ísland eru komnar til að vera, hundamir og all- ur búnaður reyndist hið besta. Alls eiga þau Denis Pedersen og Berglind Erlendsdóttfr Pedersen í Bolholti á Rangárvöllum 17 grænlenska sleða- hunda nú þegar og von er á tveimur gotum fljótlega svo þeim kemur til með að fjölga. Einnig er verið að byrja á að binda saman tvo nýja hundasleða svo í framtíðinni verður nokkurt framboð á hundasleðaferð- um hjá þeim hjónum. Fyrstu ferðh-n- ar með ferðamenn verða reyndar farnar frá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum nú um páskana. Alþingi unga fólksins lokið ALÞINGI unga fólksins, sem stað- ið hefur yfir síðan á mánudag, lauk í gær með atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur. Alls voru þrjár tillögur bomar fyrir þingið, en þær fjölluðu um ungt fólk og menntun á 21. öldinni, um um- hverfisvernd á Islandi og um opn- un íslands fyrir flóttamönnum. I tillögunni um menntun kom fram að stuðlað skyldi að því að á nýrri öld hefðu allir landsmenn jafnan aðgang og rétt til náms, óháð búsetu, efnahag eða öðrum aðstæðum. I umhverfismálum var lagt til að mótuð skyldi heildstæð framtíðar- sýn í umhverfismálum á Islandi, þar sem sjálfbær þróun yrði lykil- atriðið. Varðandi ályktunina um opnun Islands fyrir flóttamönnum lagði þingið til að mótuð yrði heildræn og mannúðleg stefna í málefnum flóttamanna á Islandi þar sem tek- ið yrði tillit til þátta eins og at- vinnu- og menntamála, tungumála- kennslu og aðlögunar að íslensku samfélagi. Að þinghaldi loknu var móttaka fyrir þingfulltrúa í utanríkisráðu- neytinu. Morgunblaðið/Halldór ALÞINGI unga fólksins lauk í gær en það hafði þá staðið í þrjá daga. Á dagskrá þingsins voru aðallega þrjú málefni, þ.e. menntamál, um- hverfismál og utanríkismál. Morgunblaðið/Matthías A. Matthíasson Bilun í Gylli Flateyri. Morgunblaðið. VIÐ óhappi iá þegar línubáturinn Gyllir frá Flateyri varð stjórnlaus um tíma vegna vélarbilunar í námunda við Flateyrarodda. Orsök bilunarinnar má rekja til þess að teinn brotnaði í stýring- unni. Röð tilviljana olli því að hægt. var að bregðast skjótt við frá Flateyri og forða línubátnum frá því að reka upp í fjöru. Sómabáturinn Clinton sem lá við bryggju var fenginn til að draga Gylli í land. Bilunin var smávægileg og var Gyllir kominn til veiða skömmu síðar. Þess má geta að aflinn var 50 tonn. Súrefnisvörur Karin Herzog <0? Vita-A-Kombi olían margfaldar virkni súrefniskremanna ...ferskir vindar í umhirðu húdar Kynnmgar i vikunni: Miðvikudagur 7. apríl kl. 14-18: Apótekið Iðufelli Fimmtudagur 8. apríl kl. 14-18: Grafarvogs Apótek, Hverafold Föstudagur 9. apríl kl. 14-18: Selfoss Apótek Vesturbæjar Apótek & & W / Dreifing: Solvin, s. 899 2947.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.