Morgunblaðið - 01.04.1999, Side 16

Morgunblaðið - 01.04.1999, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Ferm- ingarguðsþjónustur verða í kirkj- unni kl. 10.30 og 13.30 i dag, skír- dag. Helgistund og altarisganga kl. 20.30 um kvöldið. Lestur Passíu- sálma hefst kl. 12 á hádegi á morg- un, fóstudaginn langa. Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel kirkjunnar á klukkutíma fresti meðan á lestri stendur, en áætlað er að lesturinn taki um fímm klukkustundir. Guðs- þjónusta á Hlíð kl. 16 á föstudaginn langa, Kór aldraðra syngur. Altar- isganga fermingarbarna kl. 18. KyiTðarstund við krossinn í Akur- eyrarkirkju kl. 21 föstudaginn langa. Félagar úr kór Akureyrar- kirkju syngja, Sigrún Amgríms- dóttir syngur einsöng. Hátíðar- guðsþjónusta kl. 8 á páskadags- morgun, Kór Akureyrarkirkju syngur, Sveinn Sigurbjömsson leikur á trompet, Michael Jón Cl- arke syngur einsöng. Guðsþjónusta á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 10.30, fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11, Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Jóns Halldórs Finnssonar. Guðs- þjónusta á Seli kl. 14 og í Minja- safnskirkjunni kl. 17. Morgunbæn í kirkjunni kl. 9 á þriðjudag, 6. apríl. Mömmumorgunn í safnaðarheimili á miðvikudag, 7. apríl, kl. 10 til 12, Sigurpáll Aðalsteinsson hárskeri fræðir um hártísku dagsins. GLERÁRKIRKJA: Fermingar- messur kl. 10.30 og 13.30 í dag, skírdag. Messa kl. 14 föstudaginn langa. Hátíðarmessa kl. 8 á páska- dagsmorgun, létt morgunhressing í safnaðarsal að messu lokinni. Fermingarmessa kl. 10.30 annan dag páska. Kyrrðar- og tilbeiðslu- stund kl. 18.10 þriðjudaginn 6. apr- fl. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag. Fjölskyldusamvera kl. 10 til 12 á fímmtudag, fjallað um slys í heimahúsum, fulltrúi Rauða krossins mætir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Golg- atasamkoma kl. 20 föstudaginn langa. Upprisusamkoma kl. 8 á páskadagsmorgun, morgunmatur á eftir. Páskasamkoma kl. 17 sama dag. HRISEYJARKIRKJA: Messa í kvöld, skírdagskvöld, kl. 20.20 í Stærri-Árskógskirkju. Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11 á páskadags- morgun. Helgistund kl. 11 á morg- un, föstudaginn langa, í Hríseyjar- kirkju. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 á páskadagsmorgun í Hríseyjar- kirkju og sameiginlegur morgun- matur fyrir kirkjugesti að athöfn lokinni. HÚSAVÍKURKIRKJA: Passíu- sálmar lesnir í kirkjunni frá kl. 13 til 16 fóstudaginn langa. Félagar úr Leikfélagi Húsavíkurkirkju flytja. Pálína Skúladóttir hefur um- sjón með tónlistarflutningi. Þeir sem áhuga hafa á að hlusta á lest- urinn og tónlistarflutninginn geta komið til kirkju og farið þegar þeim hentar. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 á páskadagsmorgun. Hátíðar- guðsþjónusta kl. 9.45 í Miðhvammi. Hátíðarguðsþjónusta kl. 10.15 á sjúkrahúsi. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning í umsjá G. Rúnars Guðnasonar kl. 20 í kvöld, skír- dagskvöld. Samkoma kl. 16.30 föstudaginn langa, Jóhann Pálsson predikar. Vakningarsamkoma kl. 14 á páskadag, G. Theodór Birgis- son predikar. Fyrirbæn, kaffí eftir samkomu. Vonarlínan, 462-1210, símsvari með uppörvunarorð úr ritningunni. KAÞOLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, skírdag, tilbeiðsla alt- arissakramentis verður’eftir messu og stendur til kl. 24. Allir sem vilja koma og biðjast fyrir eru velkomn- ir. Messa kl. 15 fostudaginn langa, messa kl. 23 laugardaginn 3. aprfl, messa kl. 11 páskadag og kl. 11 annan í páskum. KFUM og K: Hátíðarsamkoma kl. 17 fostudaginn langa, ræðumaður Jón Norðquist. Hátíðarsamkoma kl. 17 á páskadag, ræðumaður Jón Viðar Guðlaugsson. Húsasmiðjan og Byggingavöru- deild KEA sameinast í maí Morgunblaðið/Björn Gíslason HÚSASMIÐJAN og Byggingavörudeild KEA munu sameinast undir nafni Húsasmiðjunnar í maí. Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri og Jón Snorrason, framkvæmdastjóri Húsasmiðjunnar, kynntu fyrir- hugaðar breytingar í gær. HÚSASMIÐJAN hf. og Kaupfélag Eyfirðinga hafa undirritað sam- komulag þess efnis að rekstm- bygg- ingavörudeildar KEA sameinist Húsasmiðjunni frá og með 15. maí næstkomandi. KEA mun eignast 20% hlut í Húsasmiðjunni eftir þess- ar breytingar. Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélags- stjóri sagði að viðræður hefðu staðið um nokkurt skeið um möguleika fyr- irtækjanna tveggja á að sameina krafta sína og niðurstaðan orðið sú að sameinast undir merkjum Húsa- smiðjunnar. Fyrirtækin tvö hafa um langt árabil átt gott samstarf og við- skipti og er starfsemi reksti'ai’ein- inga í meginatriðum sambærileg þó hvort um sig hafi einbeitt sér að sínu markaðssvæði. Engar meiriháttar breytingar eru fyrirhugaðar á nú- verandi starfsemi og starfsmanna- haldi fyrirtækisins á Norðurlandi efth’ sameininguna. Húsasmiðjan rekur verslanh’ í Hafnarfirði, Keflavík, Selfossi, Hvolsveili auk verslunai’ í Grafar- vogi og Skútuvogi og timbursölu við Súðavog. Byggingavörudeild KEA rekur verslun og timbursölu við Lónsbakka á Akureyri, raflagna- deild að Óseyri 2 á Akureyri auk verslana á Dalvík og Siglufirði. Eftir sameininguna munu þessar rekstr- areiningai’ bera nafn Húsasmiðjunn- ar. „Byggingavöruverslunin hefur verið mjög arðbær eining hjá KEA og við teljum að með þessari ráðstöf- un séum við að gera góða einingu enn betri,“ sagði Eh’íkur. Starfsemin hefur vaxið Eftir sameininguna verður Húsa- smiðjan ein stærsta byggingar- og heimilisvöruverslun landsins og í raun þriðja stærsta smásölukeðja þess. Starfsemin hefur vaxið á und- anförnum árum, þannig var velta fyrirtækisins rúmir 2,8 milljarðar ár- ið 1996 en 4,6 milljarðar á síðasta ári, en áætlað er að veltan í ár verði yfir 6 milljarðar króna. Um 400 manns munu starfa hjá Húsasmiðjunni. „Þetta er ánægjulegur dagur,“ sagði Jón Snorrason, framkvæmdastjóri Húsasmiðjunnar. „Við teljum þetta fai-sæla leið til að efla fyrh’tækið. Við vitum að rekstur byggingavörudeild- arinnar hefur verið góður, hefur góða viðskiptavild og hér er gott starfsfólk og á svæðinu er mikil sam- keppni á þessum markaði þannig að við hlökkum til að takast á við þetta verkefni." Aðgerðirnar eru af hálfu KEA í samræmi við yfirlýsta stefnu um að nýta hagkvæmni stórrekstrar í starf- semi sinni, en unnið er að því að færa hinar ýmsu deildir þess inn í almenn hlutafélög. Gert er ráð fyrir að Húsasmiðjan fari á almennan hluta- bréfamarkað á næsta ári. Atta fyrirtæki og sveitarfélög stofna Islenska orku Um 2.000 metra djúp hola boruð í Oxarfírði í sumar Morgunblaðið/Björn Gíslason STOFNSAMNINGUR fslenskrar orku undirritaður. Á myndinni eru Franz Árnason hita- og vatnsveitustjóri, Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri og Svanbjörn Sigursson rafveitustjóri, allir á Akureyri, og Rein- hard Reynisson, bæjarsljóri á Húsavík. STOFNFUNDUR íslenskrar orku var haldinn í húsakynnum Hita- og vatnsveitu Akureyrar í gærmorgun. Stofnendur fyrirtækisins eru Hita- og vatnsveita Akureyrar, Jarðboran- h- hf., Kelduneshreppur, Landsvirkj- un, Orkuveita Húsavíkur, Raf- magnsveitur ríkisins, Rafveita Akur- eyrar og Öxarfjarðarhreppur. Umrædd fyrirtæki og sveitarfélög tókust á hendur samstarf um rann- sóknir á jarðhita og hugsanlegum öðrum verðmætum úr jörðu fyrir botni Öxarfjarðar, en að áliti Orku- stofnunar eru yfirgnæfandi líkm- á að þar undir leynist öflugt jarðhita- kerfi. Samningur um verkefnið vai’ undirritaður í júlí í fyrra auk þess sem samningur var gerður við land- eigendur um heimild til rannsókna og vinnslu á verðmætum úr jörðu á svæðinu. Meginmarkmið samstarfs- hópsins var að afla gufu til raforku- framleiðslu. Byrjað að bora í lok júlí Upphaflegur samstarfssamningur gei'ði ráð fyrir að boruð yrði 400 metra djúp rannsóknarhola á svæð- inu og gerðu áætlanir ráð fyrir að kostnaður yi’ði um 30 milljónir króna. Eftir að ljóst varð að erfitt yrði að hefja borun þessarar holu fyrr en seint á síðasta hausti kvikn- uðu hugmyndir um að bora heldur HÆGT og bítandi fer veðrið norð- anlands að batna upp úr 20. aprfl að því er fram kemur í aprílspá Veður- klúbbsins á Dalbæ í Dalvíkur- byggð, en sumartunglið kviknar 16. apríl og verða breytingar til hins betra í kjölfar þess. Eyfirðingar ættu því ekki að setja vetrarflík- urnar inn í skáp strax, því fram að þessum tíma verður veðrið svipað og verið hefur, kalt og einhver élja- gangur. Áfram spá veðurklúbbs- menn snjókomu og viðloðandi norð- anátt, sem væntanlega fer ekki að rannsóknar- og vinnsluholu sem yrði á bilinu 1.600 til 2.000 metra djúp, enda talið að mun meiri vitneskja fá- ist við borun svo djúprar holu. Nú hefur verið ákveðið að ráðast í borun holunnar og gert ráð fyrir að boranir hefjist í lok júlí á þessu ári. Kostnað- ur við framkvæmdina nemur um 130 gefa sig fyrr en kemur fram í aprfl- mánuð. Nokkrir góðir útivistardag- ar koma þó inn á milli, en þeir spá því klúbbfélagar að þegar loks fari að vora fari snjórinn nokkuð fljótt. Þegar langþráð vor loks kemur spá þeir því að það verði gott og sumar- ið afbragðsgott. Skiptar skoðanir eru meðal fé- laga hvort páskahret komi eður ei, en þeir sem ákveðnastir voru í því að páskahret yrði telja það muni standa frá páskadegi og fram á þriðjudag. milljónum króna. Á næstunni verður gengið frá samningum við Jarðbor- anii’ um borunina. Orkustofnun hef- ur með höndum rannsóknarþátt málsins auk þess sem haft verðiir samráð við Náttúrufræðistofnun ís- lands á Akureyii um þá þætti sem snúa að umhverfismálum. Gunnar Kr. sýnir í Ketilhúsi GUNNAR Kr. Jónasson opnar sýn- ingu á verkum sínum í Ketilhúsinu næstkomandi laugai’dag, 3. apríl kl. 16. Gunnar er fæddur 1956, búsettur á Akureyri og lærði járnsmíði í Slippnum, en söðlaði um eftir nokk- urra ára starf og keypti auglýsinga- stofuna Stfl. Samhliða rekstri stof- unnar stundaði hann nám við málun- ardeild Myndlistarskólans á Akur- eyri á ái’unum 1986-1989. Þetta er sjöunda einkasýning Gunnars, en hann hefur sýnt á Akureyri, í Hrís- ey, á Seyðisfirði, í Reykjavík og Færeyjum og þá hefur hann tekið þátt í samsýningum. Sýning Gunnars stendui’ aðeins um páskahelgina og verður opið frá kl. 16 á laugardag, en páskadag og annan í páskum frá kl. 14 til 18. Djass í Deiglunni SEX tónlistarmenn koma fram á djasskvöldi á vegum Jazz- klúbbbs Akureyrar í kvöld, skírdagskvöld kl. 22, en þeir eru Margot Kiis, söngkona,_Jó- el Pálsson, saxófónleikari, Óm- ar Einarsson, gítarleikari, Stefán Ingólfsson, bassaleik- ari, Karl Petersen, trommu- leikari og Benedikt Brynleifs- son á slagverk. Á efnisskránni eru lög af djassvinsældalistan- um fyrr og síðar í bland við nýrri djass. Kaupfélag Eyfírð- inga, Café Karólína, Fosshótel KEÁ, __ íslandsbanki, Lands- banki íslands og Sparisjóður Akureyrar styðja tónleikana. Aðgangur fyrir félaga í klúbbnum og skólafólk er ókeypis, en fyrir aðra 1.000 krónur. Birgir sýnir á Karólínu Restaurant BIRGIR Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður hefur hengt upp nokkur verka sinna á Kar- ólínu Restaurant í Kaupvangs- stræti 23 á Akureyri. Frá því veitingastaðurinn var opnaður síðla árs í fyrra hafa verk eftir Erró prýtt veggi hans en nú leysa verk Birgis þau af hólmi. Þessi samvinna Karólínu og valinna listamanna stendur í sex mánuði í senn og því er áætlað að verk Birgis prýði veggi veitingastaðarins fram á næsta haust. Tónlistar- kvöld EYFIRSKIR tónlistarmenn koma fram á veitingastaðnum Við Pollinn í kvöld, skírdags- kvöld, og hefst dagskráin kl. 21 og stendur fram undir mið- nætti. Meðal þeirra sem fram koma eru hljómsveitin 1 & sjö- tíu, Helgi og hljóðfæraleikar- arnir, Sara og sóknarbörnin, Ópíum, Freyvangsleikhúsið flytur atriði úr Hamingjurán- inu, og þá koma fram söngkon- urnar Sigrún Arngrímsdóttir, Fjóla Karlsdóttir og Krist- björg Jakobsdóttir. Veðurklúbburinn á Dalbæ í Dalvíkurbyggð * Afram kalt og einhver snjókoma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.