Morgunblaðið - 01.04.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 01.04.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 35 LISTIR STÓRIÐJA Gylfa Gíslasonar. DÚKKUR Magnúsar Pálssonar. Tilvitnanir í umbrotatíma NÆSTKOMANDI laugar- dag verður opnuð sýning í Listasafni íslands á mál- verkum, grafík og skúlp- túr frá áttunda áratugnum sem gef- ur yfirlit yfir nýjar hugmyndir sem komu fram á þessum tíma um inn- tak og form myndlistar. í kynningu segir að listamennirn- ir sem eiga verk á sýningunni eigi það sammerkt að taka til endur- skoðunar foi-mhyggju módernism- ans og leita aftur í fígúratíft og hlut- lægt myndmál þar sem oftar en ekki sé vísað til hins pólitíska og samfé- lagslega veruleika sem einkenndi þessa umbrotatíma: „Áhrif frá popp-list og flúxus- hreyfingunni höfðu borist til Islands í gegnum Erró og félaga SUM-hóps- ins, og nýr fígúratífur expressíón- ismi varð líka áberandi i verkum listamanna eins og Gunnars Arnar og Einars Hákonarsonai-. Þá hafði vaxandi alda kvenfrelsisbaráttu áhrif á listakonur eins og Ragnheiði Jóns- dóttur og Hildi Hákonardóttur." Þessi kynslóð var stundum kennd við 1968. Tilvitnanir í veruleikann Ólafur Kvaran lýsir sýningunni með nýraunsæi frá áttunda áratugn- um með setningunni „tilvitnanir í veruleikann". Hann segir að hér sé ekki á ferðinni ljósmyndaraunsæi, það hafi komið síðar. Myndlistar- mennirnir sem hér séu á ferðinni hafi komið fram upp úr 1965 og um- fjöllunarefni þeirra sé m.a. náttúran, pólitíkin, félagsleg ádeila. Ragnheið- ur Jónsdóttir sé mjög félagsleg í verkum sínum út frá sjónarmiðum kvennabaráttunnar, Gylfi Gíslason sé með stóriðjutúlkanir sinar, Erró alþjóðapólitík, en Einar Hákonarson fjalli um firringu og tilfinningalíf. Reynt hafi verið að draga fram fjölbreytni, sýna hinar ýmsu hliðar og hafa þess vegna aðeins eina til tvær myndir eftir hvern listamann. Hjá þessum listamönnum hafi greinilega komið fram andóf gegn formalismanum og ríkjandi afstrakt- stefnu tímabilsins. Afstraktmálarar- ar hafi þó verið að gera góða hluti og þróa list sína áfram eins og til dæm- is verk Þorvaldar Skúlasonar á ár- unum 1965-70 sýni vel. Hann nefnir að rétt upp úr sjötta áratugnum og síðar hafi listamenn á borð við Erró, Braga Asgeirsson, Eirík Smith og Einar Hákonarson verið áberandi. Hafa þessir listamenn úr ólíkum áttum, eins og þú kallar þá, skilið eftir sig spor? „Þeir tengjast popplistinni og flúxus, mikil endurskoðun verður á listhugtakinu. Afstraklistin var mjög ráðandi." Afstraklist brotin upp Attu við hina geómetrísku dæmi- gerðu flatarmálslist? „Hún var geómetrísk, en hjá Þor- valdi til dæmis var hún mjög per- Tilvitnanir í veruleikann kallar Ólafur Kvaran sýninguna Nýraunsæi frá áttunda áratugnum í Listasafni Islands. Verk þess- ara listamanna voru andóf gegn afstrakt- stefnu og dæmi um umbrotatíma í samfé- laginu eins og Jóhann H]áimarsson fékk staðfestingu á hjá Olafí og með því að virða fyrir sér þessi verk sem rekja upphaf sitt til breyttra tíma í lífí og list. sónuleg. Menn vinna með ólík sjón- arhorn. Elstir eru Erró og Bragi. Þeir bi'jóta upp afstraktlistina." Ólafur segir að gaman sé að skoða þessa sýningu í tengslum við sýning- una sem verður í nóvember en þá er ljósmyndaraunsæið á dagski'á. Hann bendir á mynd eftir Hauk Dór sem kannski á eitthvað sameiginlegt með hinum breska Baeon þótt það geti verið tilviljun. A svipuðum nót- umer Gunnar Órn. Á gólfum eru höggmyndir eftir Magnús Pálsson, dúkkur, afsteypa af bílahlut eftir Jón Gunnar og verk eftir Magnús Tómasson. Pú talar um tilvitnanir í veruleik- ann, má þá ætla að hér sé kannski einhver vísir að póstmódernisma? TILBOÐ OSKAST í Chevrolet Blazer 4x4 árgerð '93, Jeep Laredo 4x4 (tjónabifreið) árgerð '93 og aðrar bifreiðar ) er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 6. apríl kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 . UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA Meðal þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Amar Her- bertsson, Björg Þorsteinsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Eitó, Einar Há- konarson, Gunnar Örn, Guðmundur Ármann, Gylfi Gíslason, Hildur Há- konardóttir, Hringur Jóhannesson, Jóhanna Bogadóttir, Jón Gunnar Árnason, Magnús Tómasson, Magn- ús Pálsson, Róska, Sigurður Þórir, Sigurjón Jóhannsson, Tiyggvi Ólafsson og Þorbjörg Höskuldsdótt- ir. Sýningin verðuiy sem fyi’r segir opnuð í Listasafni Islands á laugar- daginn og opnuð aftur á þriðjudag- inn eftir páska. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins MENN tilheyra mörgum hóp- um, en margt sameinar þá, að dómi Ólafs Kvarans, forstöðu- manns Listasafns fslands. Hann einkennist af tilvitnunum er okkur kennt? „Póstmódernisminn er frekar á slóðum sögunnar. Hér eru meira til- vitnanir í veruleikann og tengsl við popplist eins og ég drap á og fígúra- tífan expressjónisma. Hér sjáum við mótmælafund Tryggva Ólafssonar. Þessar myndir gilpa mikið inn í samtímann, Tiyggvi málar líka Sharon Tate.“ (Hver man hana núna?) „Menn tilheyra mörgum hópum, en margt sameinar þá,“ sagði Ólafur Kvaran um leið og hann virti aftur fyrir sér stóriðjumynd Gylfa og renndi síðan augunum til stofu- myndar Sigurjóns Jóhannssonar. Af nógu er að taka. Stökktu til Kanarí í 30 nætur frá aðeins kr. 39.955 19. apríl Bóhaðu strax siðustu sætin Heimsferðir bjóða nú hreint ótrúlegt tilboð til Kanarfeyja hinn 19. apríl. Hvergi í heiminum er betra veðurfar á þessum tíma, 24-26 stiga hiti yfir daginn og yndislegur hiti á kvöldin. Hér getur þú valið um úrval veitinga- og skemmtistaða og um spennandi kynnisferðir með farar- stjórum Heimsferða. Þú bókar núna og staðfestir ferðina og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú býrð. Bókaðu strax - síðustu sætin 39.955 Verð kr. M.v. hjón með 2 böm í íbúð/smáhýsi með sköttum. 49.990 Verð kr. M.v. 2 í íbúð/smáhýsi, 30 nætur, með sköttum. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.