Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 41
40 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 41
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UPPSPRETTA
HUGGUNAR
OG VONAR
UM PASKA minnast kristnir menn um allan heim
dauða og upprisu Jesú Krists. í hugum margra nú-
tíma Islendinga er páskavikan einnig kærkomið frí á
mörkum vetrar og vors, dagar ferðalaga, útiveru og
samvista fjölskyldunnar. Tími birtu og gleði.
Ekki er öllum glatt í sinni. Hræðilegar fréttir af ógn-
aröldinni í Kosovo-héraði vekja ugg og hrylling í hugum
okkar, að ekki sé talað um skelfingu þeirra sem lifa og
hrærast í miðjum hildarleiknum. Átökin í Kosovo-héraði
standa okkur nær en ella vegna þess að í íslenskum
byggðum til sjávar og sveita býr nú fólk frá
Balkanskaga sem syrgir fallna vini og ættingja og óttast
um þá sem lifa. Það er ekki nýtt að harmur sé í hugum
fólks á páskum.
Saga páskahátíðarinnar hófst í Egyptalandi á dögum
Móse og Faraós. Það hefur oft verið rifjað upp, nú ný-
verið að hætti nútímans í teiknimyndinni um egypska
prinsinn, hvernig ísraelsmenn voru hnepptir í ánauð og
reynt að stemma stigu við fjölgun þeirra. Móse og Aron
bróðir hans gengu fyrir Faraó og fluttu honum boð Guðs
um að gefa Israelsmönnum fararleyfi. Faraó daufheyrð-
ist við og lét ekki undan þótt níu plágur hver annarri
verri dyndu yfir land og þjóð. Við þessar kringumstæður
er boðið að halda hina fyrstu páskahátíð. Hverjum hús-
bónda á meðal ísraelsmanna var sagt að slátra lambi og
rjóða nokkru af blóði þess á dyr húss síns. Síðan skyldi
eta páskamáltíðina í flýti og búast til ferðar að henni
lokinni. Þessa sömu nótt reið tíunda plágan og sú hræði-
legasta yfir. Allir frumburðir í Egyptalandi dóu, jafnt
sonur Faraós og annarra. Dauðinn gekk framhjá þeim
dyrum sem merktar voru blóði páskalambsins. Faraó
skipaði Israelsmönnum að fara strax. Þeir losnuðu úr
ánauðinni og hurfu úr landi undir harmakveinum Eg-
ypta.
Löngu síðar er páskahátíð í Jerúsalem. Jesús frá
Nasaret hafði gengið um, gjört gott og grætt alla sem af
djöflinum voru undirokaðir, eins og Lúkas skrifar í Post-
ulasögu. Ekki kunnu allir að meta Jesú og starf hans.
Æðstu prestar Gyðinga og öldungar lýðsins lögðu á ráð-
in um að taka hann af lífi. Til þess beittu þeir svikum og
lygum og þegar það dugði ekki var gripið til múgæsinga.
Pílatus landshöfðingi fann enga sök hjá Jesú, þvoði
hendur sínar og framseldi hann til krossfestingar að
kröfu lýðsins. Saklaus var Jesús líflátinn eins og af-
brotamaður og lagður í gröf.
Herra Sigurbjörn Einarsson biskup lýsir dauða Jesú í
bók sinni Konur og Kristur: „Hann hefur hvílt í gröf,
merktur af þrautum banastríðs, sem var fyllsta ímynd
þess, sem dauðinn getur framast lagt á mennska menn.
Og með dóminum yfir honum var hin afskræmda
mennska að afhjúpa sjálfa sig til fulls.“
Hin afskræmda mennska hrósaði ekki lengi sigri.
Hatrið og lygin megnaði ekki að kæfa lífið og kærleik-
ann. Að morgni páskadags komu konur í hópi lærisvein-
anna að tómri gröf. Það kom í hlut þessara kvenna að
flytja postulunum gleðitíðindin stórkostlegu: Hann er
upp risinn!
Herra Sigurbjörn ritar um það hvaða þýðingu upprisa
Jesú hefur: „Hann er risinn upp úr gröf. Og þá gröf hef-
ur hann opnað yfir legstað allra manna, sem ekki hafna
lífgjöf hans og kjósa .dauðann. Gröfin hans táknar lífsins
dyr. Þar í dyrum eru englar hans. Og innan þeirra,
framundan og að baki þeim, sem syrgja, er sjálfur
hann.“
Jesús Kristur sigraði óvininn sem síðast verður lagð-
ur að velli, sjálfan dauðann. Upprisa Jesú er grundvall-
aratriði þeirrar trúar sem hefur kærleikann og fyrir-
gefninguna að leiðarljósi. Hún er uppspretta huggunar
og vonar fyrir þetta líf og hið komandi. Það er sannar-
lega tilefni á páskum til að fagna sigri hans sem er upp-
risan og lífið.
Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum
öllum gleðilegra páska.
ÁRMANN SNÆVARR LÆTUR AF FORMENNSKU í SIFJALAGANEFND EFTIR 41 ÁRS STARF
Straumhvörf hafa
orðið í sifj arétti
ARMANN SnævaiT varð 28
ára gamall prófessor í sifja-
rétti við Háskóla íslands.
Hann var rektor háskólans
frá 1960-1969 og er heiðursdoktor við
5 erlenda háskóla og ennfremur frá
Háskóla Islands. Það þarf ekki að
velkjast í vafa um að Ánnann er með-
al afkastamestu fræðimanna á sviði
íslenskrar lögfræði. Sannleiksgildi
þeirrar fullyrðingar má styðja með
því að benda á Lögfræðingatalið þar
sem greint er frá fræðistörfum hans
og starfsferill og trúnaðarstörf rakin
á sjö blaðsíðum. Ármann var m.a.
fyrsti fonnaður Lögfræðingafélags
Islands og Bandalags háskólamanna
og stjórnar Norræna hússins og lengi
formaður Dómarafélags íslands.
Blaðamaður hitti Armann að máli
á heimili hans á Ai’agötu, þar sem
hann hefur sinnt fræðastörfum sín-
um undanfarin rösk 40 ár og gerir
enn. Á áttugasta ári er hann að vinna
að nýrri útgáfu kennslubókar í sifja-
rétti, en að því fræðasviði hefur hann
komið sem prófessor og hæstaréttar-
dómari, auk nefndarformennskunnar
í sifjalaganefnd.
Fjölskyldugerð hefur
breyst gífurlega
„Ef ég lít á þróunina þessa öld á
sifjaréttarsviðinu þá tel ég að þar
hafi orðið straumhvörf, bæði á sviði
hjúskapar- og sambúðarréttar og
barnaréttar," segir Ái-mann. „Þetta á
ekki eingöngu við á Norðurlöndum
heldur í allri Evrópu og víðar. Þetta
er eðlilegt því að fjölskyldugerðin
hefur breyst gífurlega með öllum
þeim umbyltingum, sem orðið hafa í
þjóðfélaginu. Sifjalöggjöfin hlýtur að
vera andsvar við þessum breyting-
um, mótast af þeim og móta þær
einnig að sínu leyti. Fjölskyldugerðin
hefur tekið gagngerum stakkaskipt-
um, frá því að vera framleiðslueining
til þess að vera neyslueining og frá
því að vera húsbóndaveldi til þess að
vera jafnréttisfjölskylda, sem auð-
kenna má sem fámenna kjamafjöl-
skyldu. Stóraukin þátttaka giftra
kvenna á vinnumarkaðnum er ríkur
þáttur í þessari þróun. 84% giftra
kvenna starfa nú utan heimilis. Börn
eru í vaxandi mæli í leikskóla og
skólaskylda hefst fyrr en áður. Við-
fangsefni heimilanna hafa breyst,
m.a. af þessum ástæðum. Störf
kvenna utan heimilis á grundvelli
aukinnar menntunar hafa breytt hög-
um þeirra, efnahagsforsendm’ urðu
aðrar og veittu þeim aukið sjálfstæði.
Margt annað hefur áhrif á þessa
þróun. Margvísleg félagsleg, siðræn
og trúræn viðhorf hafa breyst á þess-
ari öld. Fjölskyldulöggjöf í víðtækri
merkingu, þ.ám. félagsmálalöggjöfin
með almannatryggingar í öndvegi,
hefur skipt sköpum um afkomu íjöl-
skyldna og treyst undirstöðu þeirra.
Velferðarrfki nútímans er almennt
fjölskylduvænt, þótt margt standi þar
til bóta. Ýmis vávæn öfl horfa hins
vegar til upplausnar og rótleysis, svo
sem fíkniefnaneysla. Oraunsætt lifs-
gæðakapphlaup verður oft til þess
boginn er spenntur of hátt. Það veldur
því að fólk ræður ekki við sinn efna-
hag og þar með við líf sitt og líf fjöl-
skyldunnar verður þá einatt í veði.“
Armann hóf afskipti af löggjöf í
sifjaréttarmálum árið 1955 þegar
Bjarni Benediktsson, dómsmálaráð-
herra, fól honum og Þórði Eyjólfs-
syni, hæstaréttardómara, að taka
þátt í norrænu samstarfi á sviði sifja-
og erfðalöggjafar. Tveimur árum síð-
ar var sifjalaganefnd stofnuð form-
lega og var Ái-mann formaður frá
upphafí. í formannstíð Ármanns sátu
Auður Auðuns, Baldur Möller, Drífa
Pálsdóttir og Guðrún Erlendsdóttir
með honum í nefndinni.
Prófessor Armann Snævarr, fyrrverandi
hæstaréttardómari, lét um áramót af
formennsku í sifjalaganefnd. Hann hafði
veitt þessari fastanefnd dómsmálaráðu-
neytisins forystu frá 1957 og í því hlutverki
haft forgöngu um þær gagngeru breyt-
ingar sem orðið hafa undanfarna áratugi á
íslenskri löggjöf um hjúskap, réttindi
barna og ættleiðingar. Pétur Gunnarsson
----------------------^ ...............
ræddi við Armann.
Öll siíjaréttarlöggjöf
endurskoðuð
„Á þessum tíma hefur öll hefð-
bundin löggjöf á sviði sifjaréttar ver-
ið endurskoðuð. Að því er hjúskapar-
réttinn varðar vom sett lög um stofn-
un og slit hjúskapar 1972, sem leystu
af hólmi lögin frá 1921. Lögin frá
1923 um réttindi og skyldur hjóna
giltu hins vegar áfram þar til lokið
var heildarendurskoðun á hjúskapar-
lögunum. 1993 tóku hjúskaparlögin,
mikill lagabálkur, gildi þar sem lögin
frá 1923 og 1972 voru felld saman í
einn lagabálk og færð í nútímalegra
horf. Lögin frá 1972 og 1993 eru eft-
irtekja norræns lagasamstarfs sem
verið hefur geysimikilvægt um sifja-
réttarlöggjöf.
Sérkenni á þróuninni í hjúskapar-
réttinum tel ég vera í fyrsta lagi
mikla breytingu í átt að jafnrétti milli
hjónanna. I öðru lagi hefur í auknum
mæli verið stefnt að frelsi og sjálf-
stæði hjónanna, samtímis því að
höfðað er til samábyrgðar og sam-
heldni innan fjölskyldunnar með eðli-
legri verkaskiptingu. Þá er vernd
fjölskyldu og heimilis vissulega með-
al meginstefnumiða.
Breytingar á hjúskaparréttinum
hafa hnigið mjög í þá átt að auðvelda
mönnum inngöngu í hjúskap. Það
byggist m.a. á grunnviðhorfum sifja-
réttar og ákvæðum mannréttinda-
sáttmála um rétt manna til að stofna
fjölskyldu. Hins vegar hafa reglurnar
um útgöngu úr hjúskap einnig verið
rýmkaðar, þ.e. skilnaðarreglurnar.
Margt annað kemur þarna við
sögu, t.d. hvað varðar fjármál hjóna
og fjárskipti við slit hjúskapar, þar
sem mörgu hefur verið breytt. Aðal-
lega er byggt á reglunni um helm-
ingaskipti við lok hjúskapar en ýmis
frávik em heimil, sem aðallega eru
reist á sanngirnissjónarmiðum. Við
úthlutun eigna ber að taka mið af
þörfum hvors um sig og barna á að fá
eign í sinn hlut. Allt þetta finnst mér
mikil umbót frá eldra rétti.
Lög um staðfesta samvist sam-
kynja fólks, sem tóku gildi 1996, voru
ekki í okkar verkahring en sett var
sérstök nefnd í að semja það frum-
varp. Þar var fylgt stefnu sem mörk-
uð hafði verið með löggjöf í þremur
norrænum löndum. I árslok 1997
höfðu 33 pör hlotið staðfestingu.
Að því er barnaréttinn varðar, höf-
um við samið tvenns konar frumvöi’p
til laga. Barnalögin frá 1981 fólu í sér
miklar endurbætur, svo og barnalög-
in frá 1992. I þeim felast miklar
breytingar og ný viðhorf á marga
vegu.
Fyrst á Norðurlöndum
Eg er mjög ánægður með þá
stefnu í barnalögunum að sam-
kvæmt lagatextanum eigi réttur
barnsins að sitja í fyrirrúmi. íslensk
barnalöggjöf var eiginlega fyrsta
löggjöfin á Norðurlöndum til að
móta þann lagatexta að barnið ætti
rétt á forsjá og umgengni við for-
eldra og svo framvegis. í barnalög-
unum er lögð áhersla á skyldur for-
eldra og ábyrgð þeirra. Eg tel að
það sé mikilvægt að halda þeirri
grunnreglu til streitu að réttur og
hagsmunir barnsins eigi að sitja í
öndvegi. Það grundvallai’viðhorf á
alltaf að hafa að leiðarljósi í öllum
ákvörðunum á þessu sviði.
Með barnalöggjöfinni hefur fjöl-
margt nýtt verið leitt í lög.
Mikilvæg atriði eru t.d.
umgengnisréttur við börn,
sem kom í lög 1972 og
1981, reglurnar um sam-
eiginlega forsjá barna for-
eldra í óvígðri sambúð og
heimildarákvæði um sam-
eiginlega forsjá bama eftir
skilnað foreldra. Kannanir
virðast leiða í ljós að síð-
astnefnda úrræðið er all-
mikið notað og hefur gefist
vel í mörgum tilvikum en
reynslan af því er ekki löng. Þessi
forsjárskipan verður að byggjast á
samkomulagi foreldra. Þeir verða
ekki dæmdir til að hlíta henni gegn
vilja sínum, svo sem dæmi ena um í
norrænum barnalögum. Með bama-
lögum 1992 eru afnumin hugtökin
skilgetin og óskilgetin börn á vett-
vangi barnaréttar og er það tímabær
breyting.“
Síðasta afurð sifjalaganefndar
undir forsæti Ái’manns var samning
nýs fmmvarps til ættleiðingarlaga,
sem væntanlega verður afgreitt á
haustþinginu.
Mannréttindaákvæði að eiga rétt
á upplýsingum um kynforeldra
„Þar eru mikilvæg ákvæði. Lagt er
til að fólk í óvígðri sambúð fái heimild
til að ættleiða börn; slík heimild er
ekki til núna. Ennfremur er lagt til
að einhleypu fólki verði heimiluð ætt-
leiðing þegar sérstaklega stendur á.
Annað athyglisvert ákvæði er að
kjörforeldram verði skylt að skýra
barni frá að það sé ættleitt jafnfljótt
og föng eru á, ekki síðar en þegar
það verður sex ára. Sjónai-mið okkur
er það, að vitneskja barnsins um að
það sé ættleitt eigi að koma frá kjör-
foreldrum með nærgætnum hætti en
ekki frá einhverjum óviðkomandi.
„Vitneskja barnsins
um að það sé ætt-
leitt á að koma
frá kjörforeldrumu
Þess vegna viljum við hafa þetta
skyldubundið og miða við þann tíma
þegar barn byrjar í skóla. Ennfrem-
ur er nýtt ákvæði sem fjallar um að-
gang kjörbarns að upplýsingum um
hverjir séu kynforeldrar þess. Ég hef
litið svo á að þetta sé mannréttindaá-
kvæði. Um erlend börn kann að vera
torvelt að afla gagna en fyrir barnið
er mikilvægt að hafa slíkt ákvæði að
bakhjarli.
Kveikjan að þessu frumvarpi var
m.a. alþjóðlegur sáttmáli frá 1993 um
ættleiðingar barna milli landa.
I frumvarpinu eru ítarleg ákvæði
um ættleiðingu erlendra barna. Ef
frumvarpið verður samþykkt fæst
grundvöllur til að fullgilda þennan
samning af íslands hálfu. Með hon-
um er að því stefnt að ættleiðingar-
ferlið verði tryggilegra en nú er í
ýmsum tilvikum. I frumvarpinu er
heimilað að löggilda ættleiðingarfé-
lög hér á landi sem veiti liðsinni til
þessara ættleiðinga. íslensk ættleið-
ing hefur unnið að þessu með viður-
kenningu ráðuneytisins og innt af
hendi gott starf.
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðun-
ar að ættleiðing geti gegnt veiga-
miklu hlutverki. Ég hef kannað það
dálítið, hvernig ættleiddum börnum
hér á landi hefur vegnað og sé ekki
annað en að þeim hafi yfirleitt vegn-
að vel og ættleiðingar hafi verið til
blessunar fyrir þau og kjörforeld-
rana.“
- Er réttarstaða samkynhneigðra
gagnvart ættleiðingum bætt í þessu
frumvarpi?
„Það gildir nákvæmlega sama
regla alls staðar á Norðurlöndum.
Hún er sú að gera þann fyrirvara að
samkynja fólk geti ekki ættleitt börn.
Sifjalaganefnd hafði ekki umboð til
að endurskoða ákvæði laganna frá
1996 um þetta efni. Nefndin benti á
að æskilegt væri að stofna til nor-
ræns lagasamstarfs um þetta efni.
Þess eru ýmis dæmi að annar aðili
eða báðir hafi komið með barn í slíka
sambúð. Ég get ekki séð sterk rök
gegn því að heimila ættleiðingu þeg-
ar svo stendur á.
En spá mín er sú að heimild sam-
kynhneigðra til ættleiðingar verði
lögfest hér fljótlega."
+
Jafnréttislöggjöf
-Pví er stundum haldið fram að
réttarþróunin hér hafi gengið svo
langt íþví að bæta stöðu kvenna hvað
varðar forsjá barna að það sé farið að
halla á karlmenn; föðurhlutverkið sé
ekki metið að verðleikum hér á landi.
Hvað segirþú um það?
„Sifja- og barnalöggjöfin er jafn-
réttislöggjöf. Við verðum að gera
mun á lagatextanum annars vegar og
lagaframkvæmdinni hins vegar. Það
er ekkert í lagatextanum, sem felur í
sér mismunun, þ.e. kemur í veg fyrir
að feður njóti í fyllsta mæli um:
gengnisréttar og fái forsjá bama. í
framkvæmdinni er það rétt að feður
fá miklu sjaldnar forsjá bama en
mæður þegar til dóms eða úrskurðar
kemur. Þegar samkomulag er um
forsjá ætla ég að málið horfi nokkuð
öðru visi við en um það þarf félags-
legra rannsókna við.
Við verðum alltaf að hafa fyrst og
fremst í huga hér hvað barninu er
fyrir bestu. Hagur barna og þarfir
eiga að sitja í fyi’iiTÚmi. Við úrskurði
forsjármála verður að framkvæma
þetta torvelda og viðkvæma mat í
hverju tilviki. Er þá oft stuðst við
álitsgerðir sérfræðinga. Eftir að
dómstólar fóru að fjalla um forsjár-
mál eru slíkir sérfræðingai’ oft með-
dómendur.
Þegar um ung börn er að ræða,
fram að tveggja ára aldri eða svo,
telja margir fræðimenn farsælast að
Morgunblaðið/Kristinn
PRÓFESSOR Ármann Snævarr.
barn sé hjá móðurinni og er ég þá að
tala almennt um efnið en ekki einstök
tilvik.
Mikil vinna og alúð er lögð í með-
ferð þessara mála af hálfu barna-
verndaraðila, lögmanna, dómstóla og
starfsmanna dómsmálaráðuneytis.
Viðhorf um mat á þessum erfiðu mál-
um eni í mótun í fræðunum og fram-
kvæmd og líklegt að sitthvað eigi eft-
ir að breytast á næstu árum.
En menn mega aldrei gleyma því,
að leiðarljósið í þessum úrlausnum
er: hvað er baminu fyrir bestu? Jafn-
réttisreglunni, jafnmikilvæg og hún
er, verður að beita með hliðsjón af
þessari gi-undvallarreglu barnarétt-
arins.“
-Það kom fram í máli þínu áðan
að þú teldir það mannréttindi ætt-
leiddra barna að hafa aðgang að upp-
lýsingum um kynforeldra. Nú eru í
giidi í landinu lög um tæknifrjóvgun,
sem taka rétt sæðisgjafa til nafn-
leyndar fram yfír rétt barns til að fá
upplýsingar um uppruna sinn. Hvað
fínnst þér um það?
„Það álitamál hefur ekki komið til
okkar kasta í sifjalaganefnd. En
þetta er mikið vandamál. Menn segja
annars vegar að eigi barn rétt á upp-
lýsingum um föður, þá mundi það
leiða til þess að menn vildu ekki gefa
sæði. Á hinn bóginn er sjónarmiðið
nokkuð svipað og með ættleiðingar.
Það liggur nærri að segja megi:
barnið á samkvæmt grunnreglum
barnaréttar rétt á að fá að vita um
faðemi sitt.
Mannréttindi að fá að
stofna fjölskyldu
Þetta er erfitt. Sjónarmið vegast
þarna á. Ég er alltaf hliðhollur barn-
inu í slíku máli og hef hneigst til
þeirrar skoðunar að það ætti að
virða rétt barnsins til að fá upplýs-
ingar um þetta efni ef föng eru á. Ég
veit þó ekki hvernig það mundi
verka á væntanlega sæðisgjafa. Þá
þyrfti jafnframt að leysa margs kon-
ar lagalegar flækjur. Á barnið erfða-
rétt eftir tækniföður? Á það fram-
færslurétt á hendur honum? Og svo
framvegis. Á sæðisgjafinn rétt á for-
sjá og umgengni við barnið og svo
framvegis? Þetta er afar flókið mál,
sem ég held að þurfi að kanna mjög
náið. Ég hef ekki haft tækifæri til að
kynna mér það nægilega vel og tjái
mig því með varfærni.“
- Hvernig sérðu fyrir þér almenna
þróun í sifjarétti á næstu árum?
„Það er ábyrgðarhluti að gerast
spámaður. Fjölskyldurétturinn er í
sífelldri mótun og er á afli félags-
legra, siðrænna og efnahagslegra
viðhorfa í hverfulum heimi. Sifjalög-
gjöfin á að vera í stöðugri endúr-
skoðun, þar sem gaumur er gefinn
að nýjungum í löggjöf, þ.á m. í
grannlöndum okkar, reynslu er fæst
í lagaframkvæmd og fræðilegum
rannsóknum. Ég hætti á að nefna
nokkur atriði til álita. Ég held að
semi í sambandi við hjúskapar- og
fjölskyldumál.
Á reglum um fjármál hjóna gætu
orðið marg\'íslegar breytingar á
næstu áratugum. T.d. mætti hugsa
sér að hjónum yrði veitt meira svig-
rúm til að víkja frá hinum lögmæltu
reglum en nú er með kaupmálum eða
löggei-ningum, sem væru einfaldari í
sniðum. Til er einnig að fjárskipta-
reglur við lok hjúskapar verði ein-
skorðaðar við verðmæti sem aflað er
eftir hjúskaparstofnun, samanber t.d.
þýskan rétt. Þá hafa hugmyndir ver-
ið uppi um að afnema
framfærsluskyldu milli
hjóna svo nokkur atriði
séu nefnd.“
Óvígð sambúð
- Þú hefur mikið fjallað
um stöðu fólks í óvígðri
sambúð. Hvernig hefur
þróun réttarreglna varð-
andi óvígða sambúð verið
háttað?
„Oraunsætt lífsgæða-
kapphlaup verður oft
til þess að boginn er
spenntur of hátt“
varðandi inngöngu í og útgöngu úr
hjúskap verði ekki fjarska miklar
breytingar. Þó býst ég við að tveir
hjúskapartálmar verði afnumdir, sá
að lögræðissviptur maður þurfi sam-
þykki lögráðamanns til að ganga í
hjúskap og skilyrði um fjárskipti úr
fyrra hjúskap.
Fyrir ekki mörgum áratugum voru
hjúskapartálmarnir tólf. Nú eru þeir
sex. Þrír eru undanþægir; þessir
tveir sem ég nefndi áður og ákvæðið
um lágmarksaldur brúðhjóna.
Mikilvægast er að hjúskaparlög-
gjöfín tekur æ meira mið af því að
það eru mannréttindi að fá að stofna
fjölskyldu, eins og skráð hefur verið í
mannréttindasamningum, og við
nefndum áðan.
Að því er varðar skilnaði get ég séð
fyrir mér að lögskilnaður verði veitt-
ur þegar hjón eru sammála um skiln-
að, a.m.k ef þau hafa ekki forsjá
barna, samanber finnskan og sænsk-
an rétt. Nú getur samkomulag hjóna
aðeins leitt til skilnaðai’ að borði og
sæng. Ég held að það sé tvíeggjað að
halda fólki í hjúskap gegn eindregn-
um vilja þess. Mótast skilnaðarlög-
gjöfin af því viðhoifi í vaxandi mæli
víða um lönd.
En hitt er annað mál að brýnt er
að efla fræðslu- og ráðgjafarstarf-
„Óvígð sambúð er gam-
alþekkt sambúðarform
hér á landi og er nú mjög tíðkað.
Hjúskaparsambúð er þó miklu tíðari
en óvígð sambúð. Samkvæmt lýð-
fræðiskýrslum frá 1997 eru hjóna-
bönd talin 45848 en skráð sambúðar-
pör 12019.
Okkur í sifjalaganefnd var ekki
falið að móta réttarreglur um óvígða
sambúð. Stefnan hefur verið sú í
flestum Norðurlandaríkjunum að
setja ekki heildarlöggjöf um það svið,
eins og um hjúskap, heldur takast á
við einstök atriði í t.d. almannatrygg-
ingarlögum, skattalögum og húsnæð-
islöggjöf en byggja svo á því að dóm-
stólar marki stefnuna um einstaka
þætti eins og gert hefur verið hér á
landi vai’ðandi fjárskipti fólks í
óvígðri sambúð.
Því fer fjarri að óvígð sambúð sé í
lagalegu tómarúmi en lagaumgerðin
er losaraleg. Margvísleg réttindi eru
tengd við hana, þar sem hlutur fólks í
óvigðri sambúð er svipaður og hjóna,
þó oftast þannig að sambúð þarf að
hafa staðið í tiltekinn lágmarkstíma,
oft eitt ár, svo að réttindin verði virk
eða þau eigi barn saman. Hér er þó
enn allmikill munur á og t.d. eru lög-
erfðatengsl ekki milli sambúðarfólks.
Dómstólar hafa einkum átt þátt í
að móta reglur um fjárskipti við lok
sambúðar. Varð nokkur aðdragandi
að mótun þeirra reglna. í fyrstu
dómsmálunum fyrir nokkrum ára-
tugum voru fjárki’öfur sambúðar-
kvenna leystar á þeim gi’undvelli, að
konan ætti rétt á launum sem ráðs-
kona. Klippt og skorið. Þetta var ekki ’
aðgengileg lausn - konan leit ekki á
sig sem ráðskonu og maðurinn ekki
heldur að jafnaði.
Ég beitti mér sem fræðimaður og
dómari fyrir annarri lausn. Nærlægt
var að segja: þetta fólk býr saman
með sams konar hætti og hjón. Eign-
irnar myndast smám saman, einatt
með tilverknaði og framlögum
beggja. Því er langeðlilegast að líta á
eignirnar sem eins konar sameignir
aðilanna, sem skiptist að meginstefnu
til í tvennt en með ákveðnum frávik-
um. T.d. ef um var að ræða stutta
sambúð eða annar aðilinn kom með "
miklar eignir inn í sambúð. Dómstól-
ar fóru smám saman að beita þessu
kennimarki og gera það enn.
Heildarendurskoðun
tímabær
Ég held að tímabært sé að hyggja
að því að setja samfelld ákvæði um
ýmsa meginþætti varðandi þessa
sambúð og framkvæma heildarend-
urskoðun á dreifðum og sundurleit-
um ákvæðum einstakra laga um
hana. Æskilegt er að setja fram al-
menna skilgreiningu á þessu hugtaki,
sem við eigi nema annars sé getið í
einstökum lögum. Þá er þörf á
ákvæðum um vernd heimilis, sam-
bærilegum við reglur hjúskaparlaga
um ráðstöfun á íbúð og innanstokks-
munum. Réttmætt væri að lögskrá
reglur um fjárskipti við lok sambúðar
og fleira. Slík rammalöggjöf þyifii að
vera sveigjanleg, því að óvígð sam-
búð rúmar margskonar tilbrigði og
ástæður fyrir henni eru margþættar.
Til gi-eina kemur að lögfesta gagn-
kvæman lögerfðarétt milli sambúðar-
maka, ef sambúð hefur staðið í nánar
tilgreindan lágmarkstíma.
Þegar Ármann Snævarr lét af
störfum í sifjalaganefnd um áramót/
tók við formennsku Páll Hreinsson,
dósent. Drífa Pálsdóttir, skrifstofu-
stjóri, er áfram í nefndinni en Val-
borg Þóra Snævarr, héraðsdómslög-
maður, tekur sæti Guðrúnar Er-
lendsdóttur, hæstaréttardómara.
Finnst Ármanni ekki ánægjulegt að
skilja við þennan málaflokk meðal
annars í höndum dóttur sinnar?
„Jú, vissulega en ég hafði ekki
minnsta hugboð um þetta fyrr en hún
kom og sagði mér að búið væri að
skipa sig í nefndina. Hún hefur sem
lögmaður mikla reynslu i þessum
málum og hefur kynnt sér þau vel,
auk þess sem hún hefur athyglis-
verða menntun, er bæði leikskóla-
kennari og lögfræðingur. Þessum.
málum er vel borgið í höndum hinnar
nýskipuðu nefndar."
- Hvað veldur þessum mikla
áhuga þínum á sifjarétti?
„Sifjaréttur eða fjölskylduréttur
fjallar um fjölskylduna, gninneiningu
í samfélagsgerðinni, einn af landstólp-
um hennar, uppeldisvettvang barna,
aflvaka lífsgilda og miðlara lífsvið-
horfa og lífsreynslu. í þessari gi’ein er
viðfangsefnið það reglumynstur sem
umlykur fjölskylduna í blíðu og stríðu.
Hér er fengist við það mikilvæga hlut-
verk sem fjölskyldunni er ætlað í sam-
félaginu og þá skipulagslegu umgerð
sem henni er búin samkvæmt lögum
og lagaframkvæmd. Lagareglumar
eru reistar á efnahagslegum, félags-
legum og siðrænum viðhorfum og
margskonar hugarstefnur móta þær.
Lagareglumar verður að brjóta til
mergjar og rökgreina þær með hlið-
sjón af þeim stoðum sem löggjöfin
hvílir á og á grundvelli þeirrar félags-
legu raunvera sem íjölskvldumar búa
við. Þessi grein er með ríkara félags-
legu og siðrænu ívafi en flestar aðrar
greinar lögfræði. Hún er félagsvís-
indagrein sem liggur t.d. að landa-
mærum fjölskyldufélagsfræði, sálar-
fræði og uppeldisfræði og fjöl-
skyldusagnfræði og tengist að vissu
leyti félagsmálarétti. Hún er gi’ein
með skírskotun til alþjóðlegi-a við-
horfa um mannréttindi og til saman-
bm-ðar við erlenda löggjöf. Hér er
fengist við sammennsk viðfangsefni,
ef svo má að orði komast, því að menn
skipast í fjölskyldur hvarvetna á
byggðu bóli. Það yfirbragð gerir hana
m.a. heillandi fræðigrein.“ i