Morgunblaðið - 01.04.1999, Síða 44

Morgunblaðið - 01.04.1999, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Aðrir þjást meira en við“ í minningu dr. Michaels Aris, eigin- manns Aung San Suu Kyi. Hin fullkomna bylt- ing er bylting hug- arfarsins, segir einn kunnasti and- ófsmaður samtím- ans, Aung San Suu Kyi, foringi Lýðræðishreyfingarinnar í Búrma. Hún heldur því fram að það sé í rauninni ekki valdið sem spillh', heldm' óttinn. Ottinn við að missa völdin spillir þeim sem hafa þau og óttinn við valdbeit- ingu spillir þeim sem hún bitnar á. Hún segir að það sé ekki nóg að krefjast mannréttinda og lýð- ræðis - að baki slíkri kröfu verði að búa ríkur vilji og staðfesta til að halda út baráttuna uns fullur sigur er unninn á þeirri spillingu sem hlýst af óttanum og fylgifisk- um hans. Aung San Suu Kyi minnir okk- ur á hversu lánsöm við erum sem búum við lýðfrelsi og getum treyst á réttarríkið. En í sumum löndum verða VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson fórnarlömb kúgunai' nær einvörðungu að treysta á sinn eigin innri styrk til að standa vörð um þau réttindi sem allir eiga heimtingu á. Og þar verða engar breytingar nema fólk sé reiðubúið að færa fórnir. Jú, vissulega fórnaði hún sjálf miklu, en hundruð þúsunda landa hennar hafa mátt þola þyngri raunir. Þetta brýndi Aung San Suu Kyi jafnan fyi'ir sjálfri sér, manni sínum og sonum: Aðr- ir hafa þjáðst meira en við. Eg kynntist fyrst mannrétt- indabaráttu Aung San Suu Kyi sumarið 1990. Við vorum fimm saman, nemendur í Pembroke College í Oxford, að leita okkur að húsnæði. Blaðaauglýsing vís- aði okkur á fallegt hús frá Viktor- íutímanum á gróðursælum stað í norðurhluta borgarinnar. Húseig- andi var dr. Miehael Aris, kunnur sérfræðingur í tíbeskum fræðum og félagi á St. Antony’s College. Dr. Aris var þá á leið til Banda- ríkjanna þar sem hann hafði fengið boð um að vera gistipró- fessor við Harvardháskóla. Hann sagði okkur að eiginkona sín væri fangi herforingjastjórnarinnar í Búrma, en hefði samt nýverið unnið glæsilegan sigur í frjálsum kosningum. Synir þeirra tveir væru á heimavistarskóla. Við fluttum inn í ágúst 1990. Það var augsýnilegt að dr. Aris tók nærri sér að yfirgefa hús sitt. Það var leigt með öllu innbúi og nánast eins og eiginkona hans skildi við það þegar örlögin gripu í taumana vorið 1988. Eitt af skylduverkum mínum sem leigj- andi var að annast um fjölskyldu- hundinn. Hann var nítján ára bútanskur terríer, sem Aris-hjón- in höfðu eignast við upphaf hjú- skapar síns, en Michael var lengi heimiliskennari konungsfjöl- skyldunnar í Bútan. Hundurinn „Puppy“ var mikið eftirlæti fjöl- skyldunnar og Miehael var það kappsmál að hann yrði á lífi þeg- ar Suu slyppi úr prísundinni. Þau tvö ár sem við bjuggum i húsinu stóðu stígvél þeirra hjóna óhreyfð við útidyrnar - hennar gul, hans blá. Michael bað okkur að leyfa þeim að vera þar sem táknrænni von um að einhvern tíma rynni upp sá dagur að heim- ilislífið færðist í eðlilegt horf á ný. En sú von var í hæsta máta óraunhæf, kona hans átti ekki afturkvæmt, hver svo sem fram- vindan hefði orðið í Búrma; hún hafði sögulegu hlutverki að gegna í þágu þjóðar sinnar. Hann hafði alltaf vitað að svona kynni að fara, en vonað í lengstu lög að það yrði ekki fyrr en drengirnir væru vaxnir úr grasi. Aung San Suu Kyi var aiin upp og menntuð í anda búrm- anskra og búddískra siðferðis- gilda. Henni voru innrættar lífs- reglur föður síns, frelsishetju Búrma, sem fórnaði lífi sínu fyrir þjóð sína. Örlögin höguðu því svo til að hún flutti á unglingsaldri frá Búrma, en hún var þess full- viss að einn daginn myndi hún snúa aftur til föðurlandsins - að allt líf hennar væri undh'búning- ur fyrir framtíðarhlutverk í þjón- ustu þjóðar sinnar. Þegai' hún giftist Michael var hún hrædd um að landai' hennar kynnu að mistúlka hjónabandið sem vott um dvínandi þjóðemishollustu. Þetta ræddi hún í þaula við Mich- ael, m.a. í þeim 187 bréfum sem hún skrifaði honum á átta mán- uðum fyrir giftingu þeirra. „Ég bið aðeins um eitt,“ skiTfaði hún árið 1972, „að þú hjálpir mér að gera skyldu mína ef þjóð mín þarfnast mín.“ Þegar Suu var sleppt úr ein- angrun sumarið 1992 fengu Mich- ael og synimir um nokkurt skeið að heimsækja hana og dvelja hjá henni stuttlega í Rangoon, en síð- ustu fjögur ár var þeim alfarið neitað um vegabréfsáritun. Markmið herforingjanna hefur alla tíð verið að flæma Aung San Suu Kyi úr landi. Af og til hafa þeir þó leyft henni (vegna þrýst- ings frá þjóðarleiðtogum og al- þjóðastofnunum) að vera í síma- og bréfasambandi við fjölskyldu sína, en öll símtöl eru að sjálf- sögðu hleruð og bréf ritskoðuð. Við þessar aðstæður varð Mich- ael Aris einskonar umboðsmaður konu sinnar utan Búrma. Hann kom fram fyrir hennar hönd, ræddi við þjóðarleiðtoga, bjó rit- gerðir hennar til prentunar - auk þess sem hann sinnti sínum akademísku skyldum. Veiga- mesta hlutverk hans var þó að reyna að sjá til þess að synir þeirra hjóna biðu ekki langvar- andi tjón af fóm móður sinnar. Við andlát Michaels rifjast upp margar minningar: glíman við að halda lífínu í „Puppy“, blindum og ellihrjáðum, fógnuðurinn þeg- ar Suu hlaut Friðarverðlaun Nó- bels, langar samræður um ástandið í Búrma en líka almennt um lífið og tilveruna, kvöldið sem Michael sýndi mér dúkana sem Suu hafði skrifað á örsmáu letri ýmsar ritgerðir sínar í bókinni Freedom from Fear (Frelsi frá ótta) og þjónustustúlkan smyglað út úr húsi með því að vefja þeim um sig innanklæða, lýsing hans á fyrsta endurfundi þeirra eftir tveggja og hólfs árs aðskilnað, eða þegar ég fór á hans vegum til London að taka upp á segulband blaðamannafund sem nokkrir ráðherrar úr herforingjastjóm- inni héldu þar. Sterkasta minn- ingin er þó fölskvalaus ást Michaels til konu sinnar og óbilandi tryggð hans við baráttu hennar í þágu þjóðar sinnar. Það er vissulega merkileg lífs- reynsla að hafa fengið að komast í dálítinn námunda við líf slíkrar afrekskonu sem Aung San Suu Kyi. Meira virði er þó að hafa fengið að kynnast mikilhæfum og góðum dreng sem bar með reisn þungan kross sem örlögin lögðu honum á herðar. Hetjudáðir verða ekki lagðar á vogarskálar en e.t.v. var Michael Aris ekki minni hetja en hans víðfræga kona. Barokkljöðlist Norður- landa í þýsku urvali Hallgrfmur Wilhelm Pétursson Friese Barokkljóðlist Norðurlanda (Nor- dische Barocklyrik) er komin út í Þýskalandi hjá A. Francke Verlag Tubingen und Ba- sel í úgáfu Wil- helms Friese en hann er af góðu kunnur fyrir rit um norræn fræði og þýðingar á fomum bókmenntum og nýjum. Inngangur er eftir Wilhelm Friese og þýðir hann einnig og vel- ur ljóðin. I úrvalinu sem er 235 blaðsíður ásamt skýr- ingum og athugasemdum eru verk eftir nokkur höfuðskáld barokktímans á Norðurlöndum. Þau eru Svíinn Georg Stiernhi- elm (1598-1672), Hallgrímur Pét- ursson (1614-1674), Norðmaður- inn Petter Dass (1647-1707) og Daninn Thomas Kingo (1634-1703). Veglegt henni nafnið gaf Eftir Hallgrím Pétursson era níu ljóð og sálmar og er hans hlutur stór í bókinni. I inngangi getur Friese þess að Passíusálmarnir séu meðal oftast prentuðu verka á Is- landi. Hann nefnir líka annað skáld ásamt Hallgrími, Stefán Ólafsson, sem einnig var sautjándu aldai' maður. Svo að vitnað sé til Passíu- sálmanna þá stendur þetta m.a. í 48.sálmi: Guð á'ottinn með gæsku ráði gjörði Adams síðu af fríða kvinnu fyrst á láði, fast hann þó á meðan svaf. Vaknaður þess að vísu gáði og veglegt henni nafnið gaf. í þýðingu Frieses er erindið svona: Gott der Herr in seinem Beschluss machte aus der Seite Adams eine schöne Frau auf der Erde, wáhrend er fest doch schlief. Wach geworden sah er sie und gab ihr einem prachtigen Namen Barokkljóðlistin hefur öðru hverju skotið upp kollinum, jafn- vel á seinni tímum. Barokkljóðlist Norðurlanda birtist á frummálum og í þýskii þýðingu. Eins og fyrr segir er út- gefandinn A. Francke Verlag Tiibingen und Basel. Bókin kostar 68 þýsk mörk. Þrjár nýjar útgáfur á þýsku á verkum Halldórs Laxness ÞRJÚ skáldverka Halldórs Lax- ness komu nýlega út samtímis á þýsku í innbundnum útgáfum sam- kvæmt samning- um sem Vaka- Helgafell hefur gert við Steidl- forlagið í Þýska- landi en það hef- ur verið aðalút- gefandi á verk- um Halldórs þar í landi á undan- förnum áram. Þetta eru skáldsögurnar Sjálfstætt fólk, Kristnihald undir Jökli og Paradís- arheimt. Þær hafa allar komið út í annars konar innbundnum útgáfum áður í tíu binda ritsafni Steidl með verkum Halldórs Laxness. Auk þess hafa Paradísarheimt og Kristnihald undir Jökli verip gefnar út í kiljum, ásamt sögunni Úngfrúin góða og Húsið, smásagnasafninu Sjö töframenn og sýnisbók úr verk- um skáldsins. Fátítt er að skáldverk komi út í tvenns konar innbundnu fonni og kiljuútgáfum með skömmu millibili en þessi hefur orðið raunin síðustu ári varðandi verk Halldórs Laxness. Fyrir utan þessar útgáfur fyrir al- mennan markað má nefna að sumar bóka Halldórs hafa einnig undan- farið komið út í vönduðum útgáfum fyrir bókaklúbba, annars vegar hjá Bertelsmann fyrirtækinu og hins vegar hjá Buchergilde. Samningar Vöku-Helgafells við Steidl-forlagið ná til útgáfu og dreifingar verka Nóbelsskáldsins á þýska málsvæðinu í Norður- og Miðevrópu, í Þýskalandi, Sviss og Austurríki. Mikilvirkur þýðandi Dr. Hubert Seelow er prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Erlangen í Þýskalandi. Hann hefur nú frumþýtt eða endurskoðað eldri þýðingar á tíu af helstu verkum Halldórs Laxness á rúmum áratug. Þau eru auk þeiira sem hér hafa verið nefnd: Vefarinn mikli frá Ka- smír, Islandsklukkan, Atómstöðin, Gerpla, Guðsgjafaþula og Brekku- kotsannáll sem kom út í fyrra. Seelow vinnm- nú að þýðingu á Heimsljósi sem gefin verður út á næsta ári. Hubert Seelow Morgunblaðið/Ásdís VALGARÐUR Gunnarsson á vinnustofu sinni á Suðurlandsbraut. Seð fyrirbæri í Asmundarsal VALGARÐUR Gunnarsson opnar sýningu í Listasafni ASÍ, Ásmund- arsal við Freyjugötu, laugardaginn 3. apríl kl. 15. Valgarður sýnir 20 myndir unnar með olíu á striga. Myndefnið er úr ýmsum áttum, séð fyrirbæri, minningar um fólk og umhverfi, einfaldað í fáa fleti þar sem litur og áferð verða aflvaki verkanna. Valgarður hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og erlend- is. Hann sýndi síðast á Sjónarhóli í Reykjavík árið 1997. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14—18 og stendur til 18. apríl. FOSSAR Freyju Önundardóttur verða til sýnis í Listakoti. • • Freyja Onundardótt- ir sýnir í Listakoti FREYJA Önundardóttir myndlist- armaður opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Listakoti á Lauga- vegi 70, laugardaginn 3. apríl, kl U. A sýningunni, sem ber yfir- skriftina Fossar, eru ný málverk af fossum, huglægum fossum lista- mannsins. Freyja útskrifaðist úr málunar- deild Myndlistarskólans á Akur- eyri vorið 1992 og hefur búið og starfað að myndlist og menningar- málum á Þórshöfn á Langanesi þar til sl. haust, ásamt því að hafa undanfarin ár verið rekstraraðili að Gallerí Listakoti. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Þetta er fyrsta einkasýning Freyju í Reykjavík. Verkin sem hún sýnir nú eru afrakstur vinnu vetrarins. Sýningin stendur til laugardags 24. apríl og er opin virka daga frá 12—18 og laugardaga frá 11-16. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.