Morgunblaðið - 01.04.1999, Síða 46

Morgunblaðið - 01.04.1999, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR RAGNAR H. Ragnar átti sér þann draum að Messías yrði ein- hvern tímann flutt á ísafirði. Oratórían Messías til heiðurs Ragnari H. Ragnar ÓRATÓRÍAN Messías eftir Ge- org Friedrich Hándel verður flutt í ísafjarðarkirkju fdstudag- inn langa kl. 20.30. Það eru Há- tíðarkór Tónlistarskóla ísafjarð- ar, einsöngvarar og hljómsveit undir stjórn Ingvars Jónassonar sem flytja verkið. Ingvar æfir sértaklega hljómsveit atvinnu- manna sem fer vestur af þessu tilefni. Stofnaður var sérstakur hátíð- arkór, sem í eru núverandi og fyrrverandi nemendur og kenn- arar skólans, auk fleira áhuga- fólks, og hefur kórinn æft reglu- lega í nokkra mánuði undir stjórn Beötu Joó. Einsöngvarar- amir Guðrún Jónsdóttir, sópran, Ingunn Ósk Sturludóttir, alt, Snorri Wium, tenór og Loftur Erlingsson, bassi, taka þátt í flutningnum. Messías fjallar um frelsarann Jesú Krist, spádómana um komu hans, fæðinguna, þjáningu hans og dauða fyrir syndir mann- kyns, upprisu hans og endur- lausn mannsins fyrir trúna á hann. Ragnars H. Ragnar minnst Þessi uppfærsla er sérstak- lega helguð minningu Ragnars H. Ragnar, fyrrum skólastjóra Tónlistarskóla ísafjarðar, og aldarafmælis hans og 50 ára af- mæli skólans á síðasta ári. Þetta er jafnframt lokaverkefni á af- Morgunblaðið/Halldór INGVAR Jónasson mundar hér tónsprotann, en hann æf- ir sértaklega hljómsveit at- vinnumanna sem fer vestur af þessu tilefni. mælisári Tónlistarskólans. Ragnar H. Ragnar átti sér þann draum að þetta verk yrði einhvern tíma flutt á Isafirði, en hann starfaði sem söngstjóri og organisti þar um áratuga skeið. Sunnukórinn æfði nokkra kóra úr verkinu undir hans stjórn, en þeir vom aldrei fluttir opinber- lega. Tónleikarnir njóta stuðnings margra einstaklinga, fyrirtækja og stofnana m.a. menntamála- ráðuneytisins. Góður gitarleikari TOJVLIST S a 1 u r i n n EINLEIKSTÓNLEIKAR Kristinn H. Arnason flutti tónlist eft- ir Fernando Sor, Jóhann Sebastian Bach, Jón Asgeirsson, Joaquin Turina og Isaac Albeniz. Þriðjudagskvöld kl. 20.30. KRISTINN H. Árnason er frábær gítarleikari. Verðskuldað hreppti hann íslensku tónlistarverðlaunin ár- ið 1997 fyrir geisladisk með tónlist eftir Augustin Bamos og Francisco Tarrega og ári seinna var hann enn tilnefndur til verðlaunanna fyrir geisladisk með verkum eftir Bach. A tónleikum í Salnum í Kópavogi á þriðjudagskvöld lék hann af mikilli list gítartónlist frá ýmsum tímum. Verkin voru Andante largo op. 5 eft- ir klassíska meistarann Fernando Sor, Sjakkonna úr fiðlupartítu í d- moll eftir Jóhann Sebastian Bach, Fjórar stemmningar efth' Jón Ás- geirsson, og eftir hlé spænskir dans- ar eftir Joaquín Turina og Isaac Al- beniz. Það er skemmst frá því að segja að það var mikil stemmning í saln- um. Tónn Kristins er ekki hávær og þögnin í salnum meðan hann lék var rafmögnuð. Þessi hófstillta tón- myndun krefst þess líka að það sé hlustað, og krefst athyglinnar allrar. Það sem jók enn á spennuna var að strengir í gítarnum voru sífellt að hrökkva úr stillingu í fyrstu verkun- um, og fimi Kristins við að skrúfa strengina upp svo að segja meðan hann var að spila skapaði mikla dramatík. En burtséð frá þessu, þá er það tónlistin sem máli skiptir og flutning- ur hennar. Leikur Kristins var ein- staklega fallegur; - fullkomlega mús- íkalskur og lifandi. Eftir fágaða klassík í verki Sors sigldi hann af mikilli fimi í gegnum þrælerfið til- brigðin í sjakkonnu Bachs. Fjórar stemmningar Jóns Ásgeirssonar eru miklar gítartónsmíðar; - stefin í þátt> unum fjórum að einhverju leyti skyld, og sum í anda þjóðlaga. Leikur Krist- ins vai' hógvær en auðugur að lífi og stemmningu. Eftir hlé kom spænska tónlistin, og þai' vai' sem hamur félli á þennan flinka gítarleikara og hver dansinn af öðrum losnaði úr viðjum ti'és og strengja í stórkostlegum leik. Þar bar hæst Fandanguillo eftir Tur- ina, en flutningui' þess var augnablik sem á eftir að lifa lengi. Dansar Al- beniz era allir upphaflega samdir fyr- h' píanó, þótt ótrúlegt megi virðast, gítailnn virðist svo eðlilegur og nátt> úrulegur miðill þessarar heitu tónlist- ar. Kristinn lék þá alla feiknavel, og þegar þai' var komið sögu voru tón- leikagesth' hætth' að klappa milli verka, - það var einhvern veginn ekki hægt að eyðileggja andrúmsloftið með svo ruddalegum hávaða eftir fág- aða spilamennskuna. En klappið var heldur ekki sparað í lokin, efth' þessa vel heppnuðu tónleika. Bergþóra Jónsdóttir. Judith Gans Nýjar geislaplötur • DRAUMALANDIÐ Romantic Art Songs of Iceland er með söng amerísku sópransöngkonunnai' Judith Gans við píanóundirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Á plötunni eru þrjátíu söngvar eftir fimmtán íslensk tónskáld, m.a. Draumalandið, Sjá dagar koma, Þú eina hjartans yndið mitt, Eg lít í anda liðna tíð, Minning, Litla barnið með lokkinn bjarta og Gígjan. í kynningu segir að Judith Gans hafi kynnst þessum íslenska arfi á Netinu. Hún hefur skrifað greinar í bandarísk blöð um lögin og höfundana og sungið þau á tónleikum. Síðastliðið sumar fluttu hún og Jónas Ingimundarson, íslenska efnisskrá á fjölmennu þingi tónlistarmanna í Toronto í Kanada. Fyrir tveimur árum kom hún fram sem einsöngvari á vortónleikum Karlakórsins Fóstbræðra og eru þrjú lög sem þar voru flutt á þessari geislaplötu. Utgefandi er Judith Gans. Japis sér um dreifíngu. Verð: 1.999 kr. Húsið, Eyrarbakka Sýning á bæjamyndum Matthíasar Sigfússonar í BYGGÐASAFNI Arnesinga í Hús- inu á Eyrarbakka verður opnuð sýn- ing á völdum verkum Matthíasar Sigfússonar, í dag, skírdag kl. 14. Sýndar verða „bæjamyndir" Matthíasar, en hann var vinsæll mál- ari í sunnlenskum sveitum og því oft fenginn til að mála mynd af sveita- bænum, ýmist þeim gamla niður- rifna eftir gömlum ljósmyndum eða þá frá staðnum. Eftir hann liggur mikill fjöldi verka, altaristöflur og eftirlíkingar af þekktum málverkum sem hann stundaði þó nokkuð. Eitt þekktasta myndefnið í meðferð Matthíasar er af Þingvöllum með Ár- mannsfellið í bakgrunninum. Kynntur er sá flokkur verka Matthíasar Sigfússonar sem sýna sveitabæi á fyrri hluta þessarar ald- ar. Bæjamyndimar eru í raun heim- ildir um bæjargerð í sveitum, frá þeim tíma þegar húsamenningin var á bilinu milli torfbæja og timbur- húsa, áður en ljósmyndir urðu al- mennar. Sjónarhorn Matthíasar hef- ur breytt ásýnd sinni frá þeim tíma er hann málaði myndirnar og er einnig á sýningunni nýjar ljósmynd- ir teknar frá nánast sama sjónar- hominu. Á þennan hátt miðlar sýningin ekki einungis fortíð- inni í verkum Matth- íasar heldur líka veruleika nútímans, segir í fréttatilkynn- ingu. Matthías Sigfús- son fæddist árið 1904 að bænum Egils- staðakoti í Villinga- holtshreppi, næstelstur 11 systk- ina. Hann fór snemma að heiman og vann fyrir sér bæði til sjós og lands og í listum var hann sjálfmenntaður að mestu fyrir utan vet- uma 1934-1936 þegar hann sat á skólabekk hjá Jóhanni Briem og Tryggva Magnússyni. Hann tók þátt í mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis og fékk viður- kenningu fyrir litanotkun. Matthías var kvæntur Sigurborgu Sveinsdótt- ur og eignuðust þau tvo syni. Hann lést árið 1984. MÁLVERK Matthíasar Sigfússonar á Ilamri í Gaulveijabæjarhreppi. Sýningin verður opin frá 1. apríl til 16. maí. Um páskana er opið á skírdag, laugardaginn fyrir páska- dag og annan í páskum kl. 14-17. I apríl og maí verður safnið opið á laugardögum og sunnudögum á sama tíma dags. Á öðrum tímum er hægt að skoða safnið eftir samkomu- lagi við safnvörð. Pabbastelpa verður stór KVIKMYMIIR Háskólabfó A SOLDIER’S DAUGHTER NEVER CRIES irk Leikstjórn: James Ivory. Handrit: Ruth Prawer Jhabvala og J. Ivory eftir bók Kaylie Jones. Aðalhlutverk: Kris Kristofferson, Barbara Hershey, Leelee Sobieski, Jesse Bradford og Dominique Blanc. ÞESSI kvikmynd er byggð á skáld- sögu eftir Kaylie Jones, dóttur James Jones rithöfundar, og er víst að stóru leyti sjálfsævisöguleg. Þar segir frá fjölskyldu sem býr í París á sjöunda áratugnum en sem flytur til Bandaríkjanna á þeim áttunda þegar heilsu fóðursins, sem er rithöfundur, fer að hraka. Dóttirin Channe segir söguna, þetta er þroskasaga hennar. Þessi bók hlaut mjög góðar viðtök- ur í Bandaríkjunum. Persónurnar eru áhugaverðar og þetta er falleg saga um ást og virðingu innan sér- stæðrar fjölskyldu. En því miður er handritið alls ekki nógu hnitmiðað, það vantai' pól í hæðina og margir endar skildir eftir í lausu lofti. Fjöl- skyldusagan er sögð á hógværan og smekklegan hátt án þess að til stór- ræða komi, og nokkur atriði hefðu gjarna mátt missa sín. Mér líkar hógværðin, en smávegis dulúð og fegurð, bæði í handriti og af hendi kvikmyndatökumanns, hefðu gert myndina persónulegri, og hefði þá mátt gera meira úr persónu og til- finningum Channe þegar kemur að þeim þremur karlmönnum sem móta líf hennai' mest. Leikararnir standa sig allir ágæt- leg. Kris Kristofferson hefur ekki verið í upp+ahaldi hjá mér, en hann er bara býsna góður sem hinn skiln- ingsríki en hrjúfi faðir. Hershey er alltaf góð, og Leelee Sobieski sem leikur Channe leikur vel, en hefði mátt leika meira. Sömuleiðis eru Ja- ne Birkin og Dominique Blqnc stór- skemmtilegar. Þótt myndin sé fullflöt og átaka- laus er hún samt ágætis skemmtun sem hefði komið þrælvel út sem sjónvarpsþáttaröð. Hildur Loftsdóttir Myndasögusýning á Kakóbarnum SÝNING á myndasögum í hasar- blaðinu Blek verður opnuð á Kakó- bamum í Hinu húsinu við Ingólfstorg þriðjudaginn 6. aprQ, en blaðið er nú komið út í fimmta sinn. Höfundar verkanna á sýningunni eru allir með- limir Bleks. Þcii' eru Kjartan Arnórs- son, Jón Ingiberg Jónsteinsson, Jan Pozok, Þorsteinn S. Guðjónsson, Mick Moitís, Ómar Örn Hauksson og Eynin Edda Hjörleifsdóttir. Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast þehri útgáfu á íslenskum myndasögum sem þessi hópur hefur staðið fyrir undanfarin ár, segir í fréttatilkynningu. Sýningin er opin á frá kl. 8-22 og lýkur lýkur 6. maí. Nýjar bækur • KYNÞÁTTAHYGGJA er eftir Jóhann M. Hauksson. I kynningu segir að kynþátta- hyggja sé í augum flestra óljósar hugmyndir um yfirburði eins kyn- stofns yfir annan, eða að minnsta kosti um greinilegan mismun þeirra. I þessari bók leggur Jóhann M. Hauksson sitt af mörkum til að svara spurningum um hvað kyn- þáttahyggja sé í raun, af hvaða rót- um hún sé runnin, við hvað hún styðjist og hvers vegna hún sé jafn áhrifamikil og áberandi á okkar tímum og raun ber vitni. Einnig gerir hann grein fyrir sögu kyn- þáttahyggju og skýrir frá rann- sóknum á fyrirbærinu og kenning- um um það. Jóhann M. Hauksson nam stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Islands og lauk síðan meistaraprófi í stjórnmálafræði frá Institut d’Etudes Polit- iques de Paris. Hann stundar nú doktorsnám við Sorbonneháskóla í París. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 158 bls. í kiljubivti. Kápu gerði Margrét E. Laxness en bókin erprentuð í Danmörku. Verð kr. 1.390 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.