Morgunblaðið - 01.04.1999, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 01.04.1999, Qupperneq 59
4 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 59 I MORGUNBLAÐIÐ „Lofa, lofa líni; Guð gefi að sólin skíni“ „Uppistaðan var ofm á hádegi, ívafið í húsi dögunar, afgangurinn í höll sólarinnar... Ofið í vefstólnum, dansað á þráðunum... GullskMja ofin handa mánanum, glitandi slæða handa litlu sólinni." (Eistnesk þjóðvísa.) ÞESSI þjóðvísa birtist í bókinnni „Blót í norrænum sið“ eftir dr. Jón Hnefil Aðal- steinsson sem er rannsóknarrit í fornís- lenskum heimildum um blót. Þar er helg- aður kafli Guðrúnu Ósvífursdóttur þar sem grafist er fyrir um upprunalegt trú- arinntak frásagnar af blóti hennar og spuna. í þessu riti kemur fram margt áhugavert bæði fyrir lærða sem leika. Fyrir þá sem áhuga hafa á hannyrðum þá er fjallað um spuna og vefnað til forna sem tengist t.d. galdri, örlaganornum, helgisiðum og sólardýrkun. Þar segir að spuninn hafi verið ríkur þáttur í „goðsög- um og helgisiðum norrænnar trúar og annarrar forneskju. Valkyrjur og örlaga- nornir spunnu og höfðu með því áhrif á líf manna og örlög. Spuni þeirra hefur verið sumpart helgisiðir, sumpart galdur, en í trúarathöfnum ýmissa fjölgyðistrúar- bragða hefur galdurinn verið helgisiðun- um svo samslunginn að þar verður ekki sundur skilið. Og ungum stúlkum hinna fornu tniarbragða var kenndur spuni sérstaklega sem þáttur í vígslu inn í heim kvennanna." Eflaust kannast flestir við hinar nor- rænu örlaganornir Urði, Verðandi og ákváðu dauðastund." [-] Örlaga- nornirnar „voru stundum sagðar skipta þannig með sér verkum, að tvær þeirra spunnu og undu sam- an örlagaþáttuna, en hin þriðja sleit þá. í samræmi við þetta voru tvær þeirra alúðlegar og vinveitt- ar mönnum, en hin þriðja for- mælti og spillti gjarnan gjöfum starfssystra sinna að sögn.“ í Alexanders sögu er frásögn af blóð- ugri orrustu og þar kemur fram að „mað- ur hafi fallið í hvert sinn sem örlaganorn sleit þráð sinn. Þær spunnu því að líkind- um ekki óslitinn þráð á meðan orrusta stóð yfir nema þegar þær vildu hh'fa skjólstæðingum sínum“. Dr. Jón Hnefill vitnar í heimildir þar sem einnig er bent á náin tengsl mánans við spuna. „Máninn var í þeim frásögnum kona sem sögð var spinna Tímann og „vefa“ líf mannkynsins. Vefnaðarmunstur lífsveranna var örlögin.“ Einn kafii í bókinni nefnist „Sólardýrk- un og spuni“. Þar kemur fram að til forna t.d. meðal Saina og Norðmanna hafi sólinni verið færðar línfórnir og gyðjunum hafi verið færðir að fórn rokk- ar og snælduteinar. Fyrirsögnin hér að ofan, „Lofa, lofa líni; Guð gefi að sólin skíni“, er norskt stef sem sýnir ótvírætt að sögn dr. Jóns Hnefils að samhengi er á milli sólardýrk- unar og spuna. Já, ég vissi að það er eitthvað kyngi- magnað við að sitja úti undir sól eða mána með þræði í höndum í leit að formi, enda veit ég fátt skemmtilegra. HANDMENNT \f Umsjón: Bergrós^gS Kjartnnsdótlir HEKLAÐUR dúkur úr Solberg bómullargami. Heklaður dúkur 100% mercerisert Solberg bómull. Garn: Solberg 12/4 = heklunál nr. 1,5 Ef óskað er eftir grófari dúk þá er notað Sol- berg Fiol = heklunál nr. 3 Mál á dúk: ca. 40 x 72 cm. Utskýringar: Dúkurinn er heklaður eftir munsturteikningu. Heklað er frá miðju og að enda til að dúkurinn sé eins báðum megin. II = loftlykkja st = stuðull fp = fastapinni kl = keðjulykkja llb = loftlykkubogi tk = takkahekl, heklið 3 11. heklið 1 kl. í 1. loft- lykkjuna. ATHUGIÐ: Þegar taka á úr í byrj- un umferðar eru heklaðar kl. yfir rúðurnar að byrjun á umferð, sjá munstur. 3 II er 1 st. ATH. Stuðlafjöldi fyrir X á teikningu er fundinn út með því að margfalda X með 3, + 1 stuðull. Fitjið upp 152 11. heklið 1 st. í 8. 11. frá nál- inni. 1. Umferð: Heklið 2 11. hoppið yfir 2 11. - 1 st. í næstu 11. - 2 11. hoppið yfir 2 11. - heklið 1 st. í næstu 16 11. = 5 x á teikningu - 2 11. - hoppið yfir 2 11. - 4 st. í næstu 4 11. - 2 11. - hoppið yfir 2 11. - 4 st. í 4 11. - 2 11. Hoppið yfir 2 11. - 10 st. í næstu 10 11., 2 11., hoppið yfir 2 11. - 7 st. í næstu 711. - (2 11. hoppið yfir 2 11.1 st. í næstu 11.) 11 sinnum - 6 st. í 6 11. - 2 11. hoppið yfir 2 11.10 st. í 10 11. - 2 11. - hoppið yfir 2 11. - 4 st. í 4 11. - 2 11. hoppið yfir 2 11. - 4 st. í 4 11. - 2 11. - hoppið yfir 2 11. -16 st. í 1611. (2 11. hoppið yfir 2 11.1 st. í næstu 11.) 3 sinnum. Snúið með 511. 2. umferð: Heklið (1 st. í st. 2 11.) 3 sinnum hoppið yfir 2 st. - 13 st í st. - 2 st. í llb. - 4 st. í st. = 6 x á teikningu - 211. 4 st. í st. 2 11. hopp- Stuðull = st. ið yfir 2 11. - 1 st. í 1 st. - 211. hoppið yfir 2 st. 7 st. í st. o.s.frv. Haldið áfram að hekla eftir munstrinu þar til að helmingurinn hefur verið heklaður. Snúið og heklið frá byrjunarkanti hinn helminginn á dúknum. Frágangur: Fyrst er heklað hringinn í kring 3 11. og 1. fp í hvert horn á dúknum. í annarri umferð heklast í hvern llb. 2 fp. 1 tk. 1 fp. Gangið frá endum og bleytið dúkinn og strekkið hann í rétt form. □ 21. lst. x4 st. xx 7 st. xxx 10 st. xxxx 13 st.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.