Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 69

Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 69 MYNPBÖNP Oft má dautt kyrrt liggja Hrekkjavaka: H20 (Halloween: H20)______ Ilrol Ivekja 'k'kV.í Fraraleiðandi: Paul Freeman. Leik- stjóri: Steve Miner. Handrit: Robert Zappia og Matt Greenberg. Aðalhlut- verk: Jamie Lee Curtis. (85 mín.) Bandarísk. Skífan, mars 1999. Bönn- uð innan 16 ára. ÁRIÐ 1978 sendi John Carpenter frá sér hrollvekjuna „Halloween“ og hratt þannig af stað áratugai-langri bylgju kviðristu- hryllingsmynda, sem innihélt m.a. fimm „HaUo- ween“ framhalds- myndh’. Árið 1996 vakti Wes Craven þessa blóðugu kvikmyndategund upp frá dauðum, með hinni sjálfs- vísandi hrollvekju „Scream“ sem fjöldi nýrra gelgjuhrollvekja hefur fylgt í kjölfarið á. Svo virðist sem öll þessi umbrot hafi vakið gamla brýn- ið Michael Myers úr „Halloween“ af værum blundi því hann er hér snú- inn aftur eftir 20 ár til þess að ganga endanlega frá systur sinni, Laurie Strode. „H20“ er reyndar ekkert sérstak- lega góð sem slík, hún er ft-emur lítið hrollvekjandi, auk þess sem dálítið vantar upp á tæknilegu hliðina. En það sem gefur myndinni gUdi er hvernig hún vinnur úr hefðinni sem hún sjálf var frumkvöðull að. Annars vegar þvær myndin hendur sínar af allri vitleysunni sem kom á eftir „Halloween II“, með því að taka upp þráðinn þar sem þeirri mynd sleppti og búa þannig til sómasamlegan endi á seríuna. Hins vegar gefur myndin þau skilaboð að nú sé nóg komið af eftirhermum og endurgerðum á kviðristuminninu og tími til kominn að ganga endanlega frá búrhnífs- morðingjanum. Að sjálfsögðu er eng- in betur til þess fallin en Jamie Lee Curtis, sem kastar hér rekunum á þessa framliðnu kvikmyndagrein á táknrænan hátt. Heiða Jóhannsdóttir Sveitarómantík Sveitastelpur (Land Girls)________________ Drama kk Vz Framleiðandi: Simon Relph. Leik- stjóri: David Leland. Handrit: Keith Dewhurst og David Leland. Byggt á sögu Angelu Huth. Kvikmyndataka: Hem-y Braham. Aðalhlutverk: Catherine McCormack, Rachel Weisz, Anna Friel og Steven Mackintosh. (110 mín.) Bretland. Myndform, mars 1999. Myndin er öllum leyfð. í HEIMSSTYRJÖLDINNI síðari var stofnaður í Bretlandi svokallaður landher skipaður konum sem höfðu boðið sig fram til að gegna erfiðis- vinnu í stað karl- anna sem kvaddir voru í herinn. Sveitastelpur fjallar um þrjár ólíkar konur sem sendar eru til vinnu á sveitabæ nokkrum á vegum landhersins en þar kynnast þær bæði sárustu og ljúfustu hliðum til- verunnar. Þetta er ósköp indæl og jarðbund- in bresk kvikmynd sem hefur til að bera góða persónusköpun, sjarmer- andi sveitasælu og innilega ástar- sögu. Þar er að finna mátulega blöndu af glensi, rómantík og drama- tík sem kallast á við umfjöllunarefn- ið, þ.e. tilveru þeirra sem heima sátu á meðan heimsstríðið geisaði. Engu síður vantar herslumuninn á heildar- myndina líkt og best kemur í Ijós í lokahlutanum sem er fremur enda- sleppur. Heiða Jóhannsdóttir FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga myndina Blast from the Past með Brendan Fraser, Christopher Walken, Sissy Spacek og Alicia Silverstone. Oskilyrtur af samfélaginu Frumsýning BLAST from the Past er róm- antísk gamanmynd um afleið- ingar þess að verða ástfang- inn. Adam er tímaskekkja, hann fæddist í kjamorkubyrgi neðanjarð- ar í bakgarði foreldra sinna,_hins of- sóknarbrjálaða snillings Calvins Webbers (Christopher Walken) og hinnar dæmigerðu húsmóður, Hel- enar (Sissy Spacek). Adam hlaut af- ar óvenjulegt uppeldi, svo ekki sé meira sagt, en það var allt vegna misskilnings. Meðan Kúbudeilan milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna stóð sem hæst árið 1962 sáu foreldrar hans sprengingu sem þeir héldu að boðaði gjöreyðingu og kjarnorkuvetur en stafaði í raun af því að flugvéi hafði brotlent í garðinum hjá þeim. Vegna þessa misskilnings grófu þau sig niður í byrginu í garðinum og ætluðu að bíða eftir að helmingunar- tími geislavirks efnis liði. I 35 ár ólst Adam upp við að horfa á gamla sjón- varpsþætti og tónlist sjöunda ára- tugarins og dagdreyma um líf á yfir- borðinu. Faðir hans kenndi honum um vísindi, hornabolta og vonda kommúnista en móðir hans kenndi honum mannasiði, dans og hvernig ætti að ganga í augun á stúlkum meðan hann beið eftir tækifæri til að fá að sjá hvernig himinninn liti út. Á sama tíma elst Eva upp í Los Angeles, síbreytilegri stórborg og verður að konu, sem er tortryggin í garð annarra, kann að komast af, en er hrædd við að taka áhættu í ástar- málum. Fullorðinsár hennar hafa einkennst af lélegum störfum, léleg- um kærustum og brostnum vonum. Þegar fundum Adams og Evu ber saman breytist sjónarhorn hennar á lífið. Tímalæsingin á neðanjarðar- byrginu opnaðist loksins og Adam var sendur út til að endurnýja mat- arbirgðirnar og komast í kynni við BRENDAN] og Alicia Silverstone leika í myndinni Blast from the Past. góða stúlku, sem ekki hefði orðið fyr- ir stökkbreytingum svo viðhalda mætti mannkyni á jörðinni. Hann leitaði í þessari nýju veröld heimilis- leysingja og klámbúða og kynntist Evu. I fyi-stu trúh- hún ekki að þessi drengur sem kallar hana fröken og hefur aldrei séð litasjónvarp sé raun- verulegur. En þegar hún fylgist með honum ganga til fundar við lífið í fyrsta skipti þá fer hún smám saman að verða ástfangin af honum. En geta þau mæst í raunveruleikanum eða mun tilhugalíf þeirra verða til þess að hrekja Adam aftur í neðan- jarðarbyrgið? Höfundur sögunnar um Adam og Evu er Bill Kelly. Hann segist hafa velt því íyrir sér hvemig maður væri, sem hefði farið á mis við áhrif af öllu því sem gjörbylti lífinu á sjö- unda, áttunda og níunda áratugnum. Niðurstaðan varð hugmyndin um fjölskylduna, sem hefði dvalist neð- anjarðar í kjarnorkubyrgi. „Ég heill- aðist af hugmyndinni um einhvern sem hefði farist á mis við tímann og hefði ekki alist upp undir áhrifum neinna nema foreldra sinna, án vina, samtímaatburða, án MTV.“ Leikstjórinn Hugh Wilson tók að sér að leikstýra myndinni, en hann á að baki The First Wives Club. „Adam er séntilmaður fram í fingur- góma og leggur sig fram um að láta fólki í kringum sig líða vel. Þetta er mannasiðagamanmynd, sem ryðst út fýrir formúluna.“ Aðalleikarinn, Brendan Fraser, segir: „Handritið var fyndið og heill- aði mig eins og jólapakki. Þetta var gamansaga um það hvernig hægt er að vera séntilmaður á göfugan hátt. Þessi saga var allt öðruvísi en allt sem ég hef áður gert.“ TIMARNIR breytast! Hvaðmeðþig? 1999 síóasta ár aldarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.