Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞRÁTT fyrir talsvert meiri inn-
fiutning á nýjum fólksbílum til
landsins síðustu þrjú ár en árin
þar á undan virðist ekki hafa skap-
ást vandamál með endursölu á not-
uðum bílum. Líklegt er talið að
verðmæti notaðra bíla sem nú eru
á bílasölum í landinu geti numið
5-7 milljörðum króna ef miðað er
við að meðalverðið sé nálægt
700-800 þúsund krónum.
Viðmælendur Morgunblaðsins
segja að það gleymist oft í þessari
umræðu að hátt í 50 þúsund fólks-
bílar af heildarfólksbílaflotanum,
sem í árslok 1998 taldi rúmlega
140 þúsund bíla, eru af stói-u ár-
göngunum, 1986-1988. Þessir bílar
séu nú að týna tölunni og sumir
telja að búast megi við meiri af-
skriftum á þessum árgerðum á
næstunni en áður. Upp úr 1990 var
um 8% af bílaflotanum afskráður á
ári en ekki nema um 3% á árí sl.
2-3 ár og hefur það komið mönn-
um í bílgreininni á óvart.
Meðalaldur bfla lækkað
Aukinn innflutningur á nýjum
fólksbílum, með tilheyrandi skrán-
ingarbreytingum á notuðum bíl-
um, geri samt ekki annað en að
fylla í skörð eldri afskráðra bíla.
Forsvarsmenn bílaumboðanna
telja að mikill vöxtur í bílasölu það
sem af er árinu, 45% fyrstu þrjá
mánuðina og 75% í marsmánuði
miðað við sama mánuð í fyrra, gefí
ekki fyrirheit um árið í heild.
Sumir telja líklegast að salan
verði svipuð og í fyrra en aðrir
gera ráð fyiir lítilsháttar aukn-
ingu. Söluaukningin undanfarin ár
hefur engu að síður leitt til þess að
meðalaldur bílaflotans hefur
lækkað úr 9,2 árum 1997 í 8,8 ár á
síðasta ári.
Lægð var í bílainnflutningi allt
frá 1989 til 1996 ef árið 1991 er
undanskilið. Að meðaltali voru
fluttir inn á þessum árum um 6.200
bílar. Árið 1996 seldust 8.042 bílar,
10.146 árið 1997 og 13.599 bílar í
fyrra. Meðalsala þessara þriggja
ára var því tæplega 10.600 bflar og
11.872 á síðustu tveimur árum.
Það sem af er þessu ári hafa selst
3.784 fólksbílar, eða 1.261 bfll að
meðaltali á mánuði. Miðað við
óbreytt ástand yrði heildarsala á
nýjum fólksbílum á árinu 15.132
Innflutningur nýrra bifreiða 1971-98
20.000
18.000
16.000
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Fólksb. og hópf.bílar (1971-87)
Fólksbilar (1988-1998)
Aðrir bílar
r—i
uuu
—j
1-1
-
1971
1975
1980
1985
1990
1995 1998
Meðalaldur fólks-
bifreiða 1988-98
75% aukning í sölu á nýjum bflum í marsmánuði
Tímabundið skot eða
stöðug söluaukning?
Aukinn innflutningur á nýjum bílum virðist
ekki hafa hægt á sölu á notuðum bílum.
Guðjón Guðmundsson skoðaði markaðinn
og komst að því að verðmæti notaðra bíla
sem eru á bílasölum landsins gæti numið
5-7 milljörðum króna.
bílar. Þetta telja forsvarsmenn
bílaumboðanna afar ólíklega niður-
stöðu.
„Ég held að það séu ekki for-
sendur fyrir því að það verði svona
mikil aukning áfram. Við gerðum
ráð fyrir því að hún yrði einhver
fram eftir árinu en höfum lítið vilj-
að gefa upp um seinni hluta ársins.
Margir hafa talið að aukningin
yrði 10-15% á ársgrundvelli en
hugsanlega gæti hún dreifst
þannig að hún yrði meiri fyiTÍ
hluta árs en svipuð aukning á
seinni hluta ársins og hún var allt
árið í fyrra,“ segir Bogi Pálsson,
formaður Bílgreinasambandsins
og forstjóri P. Samúelssonar.
Bogi hefur ekki trú á því að
mikla söluaukningu fyrstu þrjá
mánuði ársins megi rekja til kom-
andi Alþingiskosninga en bendir
á að mikið hafi verið um kynning-
ar á nýjum bílum það sem af er
árinu og mikil samkeppni sé á
markaðnum. „Mér finnst þó ekki
ólíklegt að menn hugsi með sér
að frekara aðhald verði í peninga-
málum eftir kosningar og þjóðin
verði hvött til aukins sparnaðar,
en ég hef ekki trú á því að breyt-
ingar verði gerðar á vörugjöld-
um.“
Lifnað yfír sölu á
notuðuni bflum
Jónas Þór Steinarsson, fram-
kvæmdastjóri Bflgreinasambands-
ins, bendir á að ástæður fyrir auk-
inni bílasölu megi m.a. skýra með
auðveldari lánafyrirgreiðslu, ytri
aðstæður séu breyttar og upp-
sveifla sé í þjóðfélaginu. Bílgreina-
sambandið spáði því í byrjun árs
að söluaukning milli ára yi’ði um
14%. Jónas Þór segir að spár
margra bílaumboða hafí verið svip-
aðar.
Olíkt því sem margir hefðu ætl-
að hefur lifnað yfir sölu á notuðum
bflum. Hjá P. Samúelssyni jókst
sala á notuðum bflum sl. tvo mán-
uði þrátt fyrir stóraukna sölu á
nýjum bflum. Bogi Pálsson segir
að staða á notuðum bflum hafi ekki
vaxið í takt við söluaukningu á nýj-
um bflum. Margir viðskiptavinir
Morgunblaðið/Golli
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra kynnir nýja leikskólastefnu á
leikskólanum Mánabrekku á Seltjarnamesi.
1993 var sett svokölluð uppeld-
isáætlun fyrir leikskóla og eft-
ir henni hefur verið starfað
síðan. Segja má að í því felist
veruleg stefnumörkun og
stefnubreyting af hálfu ráðu-
neytisins að hafa ekki lengur
uppeldisáætlun heldur aðal-
námskrá fyrir leikskóla.
Þannig eru tekin af öll tvímæli
um það að ieikskólinn er hluti
af hinu almenna skólakerfi
okkar og fyrsta skólastigið,"
sagði menntamálaráðherra.
Fyrsta námskráin
fyrir leikskóla
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra kynnti í gær nýja leik-
skólastefnu undir heitinu Enn
betri leikskóli. Þetta er í fyrsta
sinn sem mörkuð er sérstök
skólastefna fyrir leikskólastigið.
Kynningarrit um nýja leikskóla-
stefnu verður send skólum og
öllum foreldrum barna á aldrin-
um 0-5 ára.
Enn betri skóli er kjörorð
nýrrar skólastefnu sem mótuð
hefur verið á vegum mennta-
málaráðherra og tekur hún til
leikskóla, grunnskóla og fram-
haldsskóla. Námskrár þessara
þriggja skólastiga hafa verið
endurskoðaðar til að ná mark-
miðum nýrrar skólastefnu. Sam-
eiginleg endurskoðun á að
tryggja eðlilegt samhengi á milli
náms í Ieikskóla og grunnskóla
annars vegar og grunnskóla og
framhaldsskóla liins vegar og
samfellda stígandi frá upphafí
leikskólagöngu til námsloka í
framhaldsskóla.
Gildi leikskólans áréttað
í máli menntamálaráðherra
kom fram að um níu af hverjum
tíu börnum hér á landi hafa ver-
ið í Ieikskóla áður en þau hefja
nám í grunnskóla. Leikskólinn
sé grunnurinn að öllu skóla-
starfi. Með kynningarritinu sé
gildi leikskólans og gildi þess
starfs sem þar er unnið áréttað.
Áhersluatriði námskrár fyrir
leikskóla eru í sex liðum, þ.e.
heilsa og hreyfing, mál og
málörvun, myndsköpun og
myndmál, tónlist og tónlistariðk-
un, náttúran og umhverfið og
menning og samfélag.
„Rétt er að minnast þess að
heimilisbankinn
www.bi.is
a rettn
ókeypis aðgangur til ársins 2000
'tfP ®BÚNAÐARBANKINN
Skíma Traustur bartki
fyrirtækisins eru að bæta við bfl á
heimilið þannig að oft sé ekki um
skipti að ræða. Töluvert hafi
einnig borið á þessu síðast þegar
vel áraði í efnahagsmálum þjóðar-
innar. Vandamál í sölu notaðra bíla
hafi síðan komið upp 1992-1995
þegar niðursveifla kom í efnahag-
inn og þjóðin vildi fækka bflum á
heimilunum.
Jón Ragnarsson, bílasali hjá
Bílahöllinni, segir að sala á notuð-
um bílum sé ósköp svipuð og hún
hefur verið undanfarin misseri
þrátt fyrir mikla söluaukningu á
notuðum bflum. „Það fer svo stór
hluti af notuðum bflum inn í um-
boðin en fyrir hinn almenna bíla-
sala held ég að sé hægt að tala um
meðalárferði," segir Jón.
„Markaður fyrir
alla þessa bfla“
Bflasölur á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu eru um 40 að tölu fyrir ut-
an umboðin. Jón telur að hátt í
10.000 notaðir bílar séu til sölu á
öllu landinu og hugsanlega um 7
þúsund bflar á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Meðalverð á notuðum bíl-
um sé ekki undir 700-800 þúsund
krónum. Ætla megi að það liggi
5-7 milljarðar ki'óna í notuðum bfl-
um á bílasölum landsins.
„Sannleikurinn er sá að það er
markaður fyrir alla þessa bíla.
10-12 þúsund bfla sala á ári er
eðlileg því það fara a.m.k. út
1.500-2.000 bflar á ári í afskriftir.
Það er afskráð mjög mikið núna og
1986-1988 árgangarnii- eru að
detta út í stórum stíl. Ég hef hins
vegar enga trú á því að það verði
söluaukning á nýjum bflum á
þessu ári. Þetta er líklega bara
skot núna,“ segir Jón.
Staðan er misjöfn hjá bílaum-
boðunum hvað varðar lagerstöðu á
notuðum bílum. Gylfi Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Honda-um-
boðsins, kveðst telja að umboðin
eigi hátt í 2.500 notaða bfla, sem er
svipuð staða og undanfarin 2-3 ár.
„Við eigum yfirleitt notaða bíla
sem er um 10% af heildarsölunni á
ári. Það er ágæt staða en ég veit
að þetta hlutfall er hjá sumum um-
boðum 15-20%. 20% af um 14.000
bílum, sem var heildarsala nýrra
bíla á síðasta ári, er um 2.800 not-
aðir bflar,“ segir Gylfi.
Yélsleða-
maður
fannst
heill á húfí
STARFSMAÐUR Lands-
virkjunar á biluðum vélsleða
fannst heill á húfi milli klukk-
an 15 og 16 í gær við Laugar-
fell, vestan Jökulsár í Fljóts-
dal í Norður-Múlasýslu. Sex
manns úr Hjálparsveit skáta
á Héraði og félagar úr Björg-
unarsveitinni Gró á Egilsstöð-
um höfðu þá leitað mannsins.
Gerði vart við
sig með talstöð
Maðurinn gat gert vart við
sig með talstöð, sem hann
hafði fengið lánaða. Leitai--
menn voru kallaðir út klukkan
13.45. Samband náðist við
manninn um klukkan 14.30 og
kom þá í ljós að ekkert amaði
að honum.
Maðurinn hafði verið í sam-
floti með öðrum starfsmanni
Landsvirkjunar sem var á
jeppa á leið inn í Eyjabakka.
Vélsleðamaðurinn hugðist aka
sleða sínum inn að Kárahnúk-
um en sleðinn bilaði skömmu
eftir að leiðir þeirra skildu í
nágrenni við Laugarfell.
Við leitina gekk á með
dimmum éljum, en veður var
þó betra en leitarmenn höfðu
búist við.