Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Flokkarnir undirbúa kosningabaráttuna fyrir alþingiskosningarnar í vor
Reykj aneskjördæmi
Biiist er við auknum
þunga eftir næstu helgi
SEX stjórnmálaflokkar bjóða fram
lista í öllum átta kjördæmum lands-
ins fyrir alþingiskosningarnar í vor.
Þeir eru D-listi Sjálfstæðisflokks, B-
listi Framsóknarflokks, F-listi
Frjálslynda flokksins, H-listi
Húmanistaflokks, S-listi Samfylking-
arinnar og U-listi Vinstrihreyfmgar-
innar - Græns framboðs. Auk þess
hefur Kristilegi lýðræðisflokkurinn
kynnt framboðslista í Reykjavíkur-
kjördæmi og boðað lista í Reykja-
neskjördæmi. Enn gætu þó fleiri
framboð komið fram því framboðs-
frestur rennur út 23. apríl nk.
Flokkarnú' sem bjóða fram á lands-
vísu hafa kynnt framboðslista í öllum
kjördæmum landsins og búið er að
opna kosningamiðstöðvar þeirra víða
um land. Fleiri slíkar miðstöðvar
verða opnaðar á næstu dögum og
hafa allir nema tveir flokkar komið
sér upp heimasíðu á Netinu. Þar er
m.a. hægt að nálgast upplýsingar um
frambjóðendur og stefnumál. Sam-
fylkingin hyggst opna heimasíðu sína
í dag, fimmtudag, og Húmanista-
flokkurinn um næstu helgi.
Hanna Bima Kristjánsdóttir,
framkvæmdastjóri þingflokks sjálf-
stæðismanna, segir að kosningaund-
irbúningur Sjálfstæðisflokksins
gangi vel, „enda sé stefnan skýr og
skipulag flokksins gott.“ Að sögn
Hönnu Bimu má segja að nýafstað-
inn landsfundur flokksins, sem hald-
inn var um miðjan mars sl., hafí
markað ákveðið upphaf að kosninga-
baráttu flokksins fyiTr komandi al-
þingiskosningar, en þar hafi verið
samþykktar málefnaályktanir flokks-
ins og stjórnmálayfírlýsing hans.
Hún tekur fram að ailir framboðs-
listar flokksins liggi fyrir og að
Mánuður er til alþingiskosninganna, 8. maí
nk., og má búast við að meiri þungiíærist í
kosningabaráttuna um og eftir næstu
helgi. Árna Schram ræddi við talsmenn
ílokkanna sem bjóða fram á landsvísu og
forvitnaðist um undirbúning baráttunnar.
skipulagt kosningastarf sé nú hafið í
kjördæmunum, til dæmis með fund-
um og vinnustaðaheimsóknum fram-
bjóðenda. Leggur hún í því sambandi
áherslu á að kosningastarf Sjálfstæð-
isflokksins sé „mjög valddreift," eins
og hún orðar það og vísar til þess að
baráttunni sé að mestu leyti stjómað
í kjördæmunum sjálfum.
Aðspurð segir Hanna Birna að
gefíð verði út kynningarefni um
áherslur flokksins og frambjóðendur
á næstu vikum, en bætir því við að
kostnaði við auglýsingar og útgáfu
verði stillt í hóf.
Frumkvæði
Framsóknarflokksins
Egill Heiðar Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Framsóknarflokksins,
telur að Framsóknarflokkurinn hafi
tekið ákveðið frumkvæði í kosninga-
baráttunni að þessu sinni með áber-
andi auglýsingum í Morgunblaðinu
síðustu vikurnar og dreifingu kynn-
ingarbæklinga í hús í einstökum
kjördæmum, til dæmis á Reykjanesi.
Aðspurður kveðst Egill telja að
flokkurinn hafi með því náð ákveðnu
forskoti í kosningabaráttunni.
„Við höfum tekið ákveðið frum-
kvæði í kosningabaráttunni og eftir
því hefur verið tekið,“ fullyrðir hann
og bendir á að róðurinn muni smám
saman þyngjast eftir því sem nær
dregur kosningunum. Engin ástæða
sé til annars en að ætla að kosninga-
baráttan verði hörð. Hann bendir á
að búið sé að opna kosningamið-
stöðvar flokksins í einstökum kjör-
dæmum, svo sem á Reykjanesi, og
að á næstu dögum verði fleiri mið-
stöðvar opnaðar í öðrum kjördæm-
um, til dæmis í Reykjavík. Þá megi
búast við meira kosningaefni frá
Framsóknarflokknum, sem lýsi
stefnu hans og frambjóðendum.
Samfylkingin hefur kosningabar-
áttuna formlega á laugardag með
kosningahátíð í Háskólabói, að sögn
Hákons Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra kosningastjórnar
Samfylkingarinnar. „Þar verða allir
framboðslistar Samfylkingarinnar
m.a. kynntir, haldnar pólitískar ræð-
ur, ljóðaupplestrar og ýmis
skemmtiatriði fara fram, svo eitt-
hvað sé nefnt." Hákon bætir því við
að áhersla sé lögð á að hátíðin verði
vel heppnuð og að þar nái menn að
stilla saman strengi sína í „barátt-
unni sem framundan er.“
Þá segir hann að frambjóðendur í
einstökum kjördæmum séu byrjaðir
að kynna sig og stefnumál Samfylk-
ingarinnar með því að fara á t.d. fjöl-
menna vinnustaði, en auk þess er
verið að framleiða kynningarefni í
blöð og sjónvarp.
Snörp kosningabarátta
Kosningabarátta Vinstrihreyfing-
arinnar - Græns framboðs hófst
formlega með kynningu stefnuyfir-
lýsingai- flokksins í lok mars sl. og
segir Steinþór Heiðarsson, fram-
kvæmdastjóri hreyfingarinnar, að
verið sé að undirbúa útgáfuefni með
kosningaáherslum flokksins og kynn-
ingu á frambjóðendum. „Þá er verið
að skipuleggja fundi í kjördæmunum
um tiltekin mál, til dæmis sjávarút-
vegsmál og umhverfismál,“ segir
hann og bendir auk þess á fundaher-
ferð hreyfingarinnar undir slagorð-
inu Græna smiðjan. Þeir fundfr séu
ætlaðir til kynningar og fræðslu á
umhverfismálum og hafi byrjað í
febrúai- sl. og standi eitthvað fram
yfir kosningar. Einnig, segii' hann, er
verið að undirbúa aðra fundaherferð
um samfélagsleg málefni, sem bera á
yfirskriftina Rauða smiðjan.
Steinþór segir ekki ljóst hve miklir
fjái-munir muni fara í kosningabarátt-
una en telur að það verði ekki nálægt
þeirri upphæð sem stærstu flokkam-
fr, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn-
arflokkurinn og Samfylkingin, leggi
til þessa málaflokks. Aðspurður býst
hann við snarpri kosningabaráttu en
kveðst vonast til þess að hún verði
fyrst og fremst málefnaleg.
Ekki miklir fjármunir
Margrét Sverrisdóttir, ritari
Frjálslynda flokksins, segir að kosn-
ingabarátta flokksins hefjist form-
lega á laugardag en þá sé ætlunin að
halda heilsdagsfund, eins konar sam-
ráðsfund, með frambjóðendum
flokksins í efstu sætum listanna í
kjördæmunum.
„Þar munum við stilla saman
strengi okkar og ákveða nánar um
hvernig kosningabaráttunni verður
háttað á hverjum stað,“ segir hún og
tekur fram að þá verði kosningaefni
einnig dreift til kjördæmisráða
flokksins. Búið sé að gefa út stjórn-
málaályktun flokksins sem og fisk-
veiðistefnu hans.
Margrét tekur fram að ekki verði
miklum fjármunum varið í kosninga-
baráttuna, þar sem flokkurinn hafi
ekkert fé á milli handanna.
Júlíus Valdimarsson, fulltrúi
Húmanistaflokksins, tekur í svipað-
an streng og Margrét. „Við fáum
engan styrk frá hinu opinbera eins
og stóru flokkarnir," segir hann og
tekur fram að mikilvægasta skrefið
í kosningabaráttu Húmanista hafi
verið að leggja fram framboðslista í
öllum kjördæmum landsins. „Næsta
skref er að nýta okkur mjög vel öll
þau tækifæri sem gefast til að
kynna stefnu okkar í útvarpi, sjón-
varpi og í blöðum." Hann tekur auk
þess fram að frambjóðendur
Húmanistaflokksins leggi mikla
áherslu á að kynna sig og sína
stefnu með því að tala „beint við
fólkið". Til dæmis með því að fara á
vinnustaði og ganga í hús.
Framboðs-
listi Sam-
fylking-
arinnar
EFTIRFARANDI framboðslisti
var samþykktur einróma ó fundi
kjördæmisráða Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags og Reykjanesanga
Samtaka um kvennalista sem hald-
inn var á þriðjudaginn var, þ. 6. apr-
fl. Samkvæmt reglum undangengins
prófkjörs voru fyrstu sex sæti list-
ans bindandi.
1. Rannveig Guðmundsdóttir
alþingismaður, Kópavogi.
2. Guðmundur Ámi Stefánsson
alþingismaður, Hafnarfirði.
3. Sigríður Jóhannesdóttir
alþingismaður, Reykjanesbæ.
4. Þórunn Sveinbjarnardóttir
blaðamaður, Reykjavík.
5. Agúst Einarsson alþingis-
maður, Seltjarnamesi.
6. Jón Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri, Vogum.
7. Lúðvík Geirsson
blaðamaður, Hafnarfirði.
8. Katrín Júlíusdóttir
háskólanemi, Kópavogi.
9. Magnús Jón Ámason
aðstoðarskólastjóri, Hafnarfirði.
10. Kristín Guðmundsdóttir
sjúkraliði, Kópavogi.
11. Gestur Páll Reynisson
háskólanemi, Reylqanesbæ.
12. Dóra Hlín Ingólfsd. rannsóknar-
lögreglumaðm', Mosfellsbæ.
13. Björn Hermannsson
rekstrarfræðingur, Garðabæ.
14. Kristín Karlsdóttir,dósent við
KÍ, Bessastaðahreppi.
15. Petrina Baldursdóttir
leikskólastjóri, Grindavík.
16. Emil Láms Sigurðsson
heilsugæslulæknir, Hafnarfirði.
17. Helga E. Jónsdóttir
leikskólastjóri, Kópavogi.
18. Sveinbjörn Guðmundsson
verkstjóri, Sandgerði.
19. Ragna B. Björnsdóttir
verkakona, Hafnarfirði.
20. Pálmi Gestsson
leikari, Kópavogi.
21. Lovísa Einarsdóttir
íþróttakennari, Garðabæ.
22. Hörður Zóphaníasson, fyirver-
andi skólastjóri, Hafnarfirði.
23. Þórunn Bjömsdóttir
kórstjóri, Kópavogi.
24. Auður Sveinsdóttir Laxness
húsmóðir, -Mosfellsbæ.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
Mikil stígandi
að undanförnu
GREIÐA má atkvæði utan kjörfund-
ar átta vikum fyrir kjördag og hefur
þessi möguleiki því staðið kjósendum
opinn síðan 13. mars. Atkvæða-
greiðsla með þessum hætti er einkum
i umsjá sýslumanna um allt land en
samkvæmt lögum getur hún einnig
farið fram á skrifstofu og heimili
hreppstjóra, um borð í íslensku skipi
þar sem skipstjóri hefur fengið afhent
kjörgögn og erlendis í sendiráðum,
fastanefndum og sendiráðsskrifstof-
um og skrifstofum lqörræðismanna.
Eins og jafnan hefur atkvæða-
greiðslan farið hægt af stað og að
sögn Þóris Hallgrímssonar, lögfræð-
ings hjá sýslumannsembættinu í
Reykjavík, hafa á bilinu 130-40
manns neytt atkvæðaréttar sins á
skrifstofu embættisins hingað til.
Þórfr segir erfitt að spá um endan-
legan fjölda utankjörfundaratkvæða.
„Það er mjög misjafnt á milli ára og
fer meðal annars eftfr því hvenær í
ári kosningar fara fram. Þegar kosið
er um hásumar er viðbúið að fleiri
kjósi með þessum hætti en ef kosið
er að vetrarlagi. í forsetakosningun-
um síðustu, í lok júní, kusu um
12.000 manns. Fjöldi utankjörfund-
aratkvæða hefur verið á bilinu sex til
tólf þúsund.“
Þessar viðmiðunartölur eiga við þá
sem kjósa hjá sýslumannsembættinu
í Reykjavík en þar á meðal er fólk
sem er á kjörskrá í öðrum kjördæm-
um. „I þeim hópi eru til dæmis
námsmenn sem búa hér en eru á
kjörskrá úti á landi. Það er síðan
þeirra að koma atkvæðinu til skila í
sitt kjördæmi," segir Þórir.
Eftfr því sem nær dregur kjördegi
fjölgai' þeim sem vilja kjósa með
þessum hætti og segist Þórir hafa
orðið var við „mikinn stíganda" að
undanfórnu. Þegar straumþunginn
er orðinn of mikill fyrir skrifstofu
embættisins í Skógarhlíð er „kosn-
ingaskrifstofunni" komið fyrir í
rýmra húsnæði. „Við stefndum að
því að færa okkur í Hafnarbúðir í
Tryggvagötu 19. apríl en flytjum
hugsanlega fyrr ef fram fer sem
horffr.“
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
hófst hjá sendiráðum 25. mars síð-
astliðinn en eitthvað seinna hjá ræð-
ismönnum. Ekki liggja fyrir tölur
hjá utanríkisráðuneytinu um hvað
margir hafa þegar kosið.
Morgunblaðið/Ásdís
Sjálfstæðismenn á Reykjanesi
Kosningaskrifstofa opnuð
KOSNINGAMIÐSTÖÐ Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi var formlega opnuð í
Sjálfstæðishúsinu við Strand-
götu 29 í Hafnarfirði í gær.
Efstu menn á lista Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæminu voru
þar mættir til leiks og kynntu
ýmis stefnumál flokksins. Á
myndinni má sjá hvar þau
Kristján Pálsson, Árni M.
Mathiesen, Gunnar I. Birgis-
son, Helga Guðrún Jónasdóttir
og Geir H. Haarde ræða sam-
an.