Morgunblaðið - 08.04.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 19
NEYTENDUR
Tvær sparnaðarleiðir bornar saman Gert er ráð fyrir hjónum sem fædd eru árið 1964 og eru því á 35. aldursári. Þau eiga tvö börn, eins og fimm ára. Samanlagðar tekjur þeirra eru 362.000 kr. á mánuði árið 1999. Forsenda um vexti er 7,5% á ári og upplýsingar um sjóðsöfnun hjá Sun Life koma frá sölumanni Sun Life hér á landi. Sparnaðarupphæðirnar eru valdar þannig að ráðstöfunartekjur eftir skatta, bætur og sparnað verði svipaðar hvor sparnaðarleiðin sem er valin. ffi, s l \ ( { { y) 2% viðbotar- II Wft lífeyrissparnaður Sun Life Mismunur
Launatekjur 362.000 362.000 0
4% í lífeyrissjóð 14.480 14.480 0
Viðbótarsparnaður 7.240 0 7.240
Skattskyldar tekjur 340.280 347.520 -7.240
Skattur 83.805 86.581 -2.776
Laun eftir skatt 256.475 260.939 -4.464
Barnabætur (2 börn yngri en 7 ára) 3.294 2.642 652
Vaxtabætur* 1.458 1.024 434
Til ráðstöfunar með bótum 261.227 264.605 -3.378
Sun Life trygging/sparnaður 0 5.712 -5.712
Til ráðstöfunar eftir sparnað 261.227 258.893 2.334
2% lífeyrissparnaður 7.240
Mótframlag ríkissjóðs 724
„Viðbótarsparnaður" 7.964
Eftir 30 ár, 7,5% vextir** 9.881.674 4.146.912 5.734.762
Sparnaður eftir skatt 6.093.040 4.146.912 1.946.128
* Miðað er við að hjónin skuldi 3,9 millj. kr. vegna húsnæðiskaupa og greiði samtals 262.500 kr. á ári í vexti veqna þessara lána.
** Ekki hefur verið tekið tillit til verðbólgu. Heimild: Vinnan
>
Samanburður ASI á tveimur sparnaðarleiðum
2,2% viðbótarsparn-
aður hagstæðari
ÞAÐ er næstum helmingi hagstæð-
ara fyrir hjón á 35. aldursári, sem
hafa sameiginlega 362.000 krónur í
mánaðai’laun, að velja 2% lífeyris-
sparnað en sparnaðarform tengt líf-
tryggingu á við Sun Life. Þetta kem-
ur fram í útreikningum hagdeildar
ASÍ sem birtir voru í Vinnunni, blaði
ASÍ fyrii- skömmu.
Samkvæmt útreikningum ASI
hafa hjónin um 50% meira til ráð-
stöfunar í lok sparnaðartíma en ef
þau velja tilboð sem þau fengu frá
Sun Life. Þar fyrir utan hafa þau
meira milli handanna meðan á
sparnaði stendur og munurinn er
það mikill að þau geta keypt sér líf-
tryggingu.
Að sögn Eddu Rósai’ Karlsdóttur,
hagfræðings ASI, eiga margir í erf-
iðleikum með að átta sig á muninum
á öllum þeim kostum sem standa til
boða í sambandi við lífeyrisspamað.
Hún segir að nauðsynlegt sé að hver
og einn skoði þessi mál út frá sínum
eigin forsendum en það getur reynst
erfitt í því flókna skattaumhverfi
sem við búum við. „Það hafa sprottið
upp ráðgjafarstofur sem sumar
hverjar taka ekki fyrir þjónustu sína.
Ég hef áhyggjur af því að viðkom-
andi sölumenn kunni að freistast til
að mæla með því sparnaðarformi
sem gefur hæstu sölulaunin.
Almennt sýnist mér sem 2,2% við-
bótarspamaðurinn sé hagstæðastui’."
Edda Rós segir að hún hafí þurft
að taka margt með í reikninginn
þegai- hún gerði samanburðinn og
hún bendir á að það þm-fi fólk líka að
gera, að velta fyrir sér kostum og
göllum hven-ar leiðar.
„Meta þarf hvað sparnaðurinn
kostar og hvað verður tfí ráðstöfunar
að loknum sparnaðartíma eftir skatt.
Skattaleg meðferð þessara tveggja
leiða er gjörólík. Greiðslur í erlenda
sjóði eru ekki frádráttarbærai’ frá
skatti en útgreiðsla þeirra er skatt-
frjáls. Á móti kemur að 2% viðbótar-
framlag sem greitt er til viður-
kenndra vörsluaðila er undanþegið
skatti meðan á greiðslum stendur en
skattlagt við útgreiðslu. Þá fæst
0,2% framlag ríkissjóðs einungis ef
2% viðbótarframlag er greitt til við-
urkenndra vörsluaðila.
Edda Rós bendir á að þegar hún
hafí velt fyrir sér leiðum til að bera
saman þessar leiðir hafí hún gerf ráð
fyrir því að fólk hefði sömu upphæð
til ráðstöfunar eftii’ sparnaðinn.
Hún segir að ráðstöfunartekjur
séu meiri ef valinn er 2,2% viðbótar-
lífeyrissparnaður sem nemur 2.334
krónum á mánuði. Fyi’ir þá upphæð
segir hún að megi kaupa líftryggingu
þannig að ráðstöfunartekjur verði
svipaðar og ef Sun Life-leiðin er val-
in. „Sun Life-sparnaður er ekki frá-
dráttarbær frá skatti og skýrir hvers
vegna ráðstöfunartekjur eru hærri
með 2,2% sparnaði. Hjónin þurfa að
vinna sér inn hærri upphæð fyrir
vikið ef þau velja Sun Life og þá
skerðast barnabætur og vaxtabætur.
Skerðing bóta skiptir ekki sama máli
allan tímann þar sem börnin eldast
og skuldir minnka. Til að sparnaðar-
formin verði jafn hagstæð þarf
ávöxtunin hjá Sun Life að vera að
minnsta kosti 2,5% hærri en í hinu
sparnaðarforminu.“
Eins og sést í töflunni sem hér
fylgir eiga hjónin 9,9 milljónir ef
2,2% leið er valin en 4,1 milljón ef
Sun Life-leiðin er tekin. „Hjónin
þurfa að greiða skatt af 9,9 milljón-
unum og miðað við skattkerfið í dag
stæði 6,1 milljón eftir. Þótt þau taki
sparnað út við skattlok og hann sé
skattlagður hafa þau um 2 milljónum
meira milli handanna."
Þetta kemur
í staðinn
STUNDUM kemur það fyrir í miðri
eldamennsku að eitthvað hráefni
vantar sem er í uppskriftinni. Þá er
gott að vita hvað má nota í staðinn.
Hér koma nokkur dæmi um hvað
má nota í staðinn fyrir það sem
kannski er ekki til í
eldhússkápunum.
mbl.is
—ALLTAf= eiTTH\SA£) NÝTT
Þetta má nota í staðinn
í staðinn fyrir... má nota...
2 msk. hveiti = 1 msk. maisenamjöl
300 ml síróp = 300 g sykur leystur upp í 50 ml vökva
300 ml mjólk = 150 ml þurrmjólk og 150 ml vatn
300 ml súrmjólk = 1 msk. edik/sítrónusafi og 300 mi mjólk
300 ml sýrður rjómi = 300 ml venjuleg jógúrt
1 tsk. sítrónusafi = % tsk. edik
1 hvítlauksgeiri = 1 tsk. hvítlauksþykkni
450 ml tómatsósa = 150 ml tómatþykkni og 200 ml vatn
1 msk. sinnep = 1 tsk. sinnepsduft og 1 msk. vatn
Hveragerði — raðhús
frábær staðsetning
Vorum að fá í sölu fallegt 180 fm raðhús á tveimur hæðum m.
innb. 24 fm bílsk. 4 svefnherb. 3 stofur. Sólarverönd með heit-
um potti. Fallegur garður í góðri rækt. Húsið er mjög vel
staðsett. Áhv. 4 millj. Verð 9,1 millj. 5091
Valhöll, fasteignasala,
Síðumúla 27, sími 588 4477.
Sérvalið kjöt
í nýrri verslun
OPNUÐ hefur verið séi-vöruverslun-
in Steiksmiðjan í Dalshrauni 11 í
Hafnarfirði þai’ sem hægt er að fá
sérvalið kjöt. í fréttatilkynningu frá
versluninni kemur fram að kjötið sé
valið af kunnáttumönnum og unnið í
versluninni. Þá geta viðskiptavinir
fengið ráð varðandi meðferð og eld-
un kjötsins. Starfsmenn fyrirtækis-
ins era Omar Grétarsson kjötiðnað-
armaður og Rögnvaldur Guðbrands-
son matreiðslumaður. Eigendur
verslunarinnar eru Þórir Omar Grét-
arsson og Árdís Sigmundsdóttir.
Guðraundur Bjöm Steinþórsson
lögg. fasteignasal
Pálmi B. Almarsson
fmteignasala
Jón Pór Ingiraundarson
sölumaður
Ágústa Hauksdótlir
/i r ú m iííi k a u t> v. tt tl a o % #* l j v n c/ n
Jegmúla 2 * Sími 533-3344 »Fax 533-3345y
Búagrund - Kjalarnesi
Vorum að fá í sölu fallegt timburhús á
einni hæð ásamt innb. bílskúr. Um er að
ræð einb. og er húsið 143 fm og bílsk. 37
fm. f húsinu eru m.a. 4 svefnherb. Glæsi-
legt útsýni. Áhv. 7,5 millj. Verð 13,7 millj.
Fellsmúli - Rúmgóð
Æsufell - Laus Vorum að fá i sölu
fallega, bjarta og rúmgóða 105 fm 4ra-5
herb. íbúð á 5. hæð í lyftublokk. Parket og
flisar. Glæsilegt útsýni. fbúðin er laus til
afh. Verð 7,6 millj.
Hafnarfjörður - Laus fljótlega
Vorum að fá i sölu fallega og rúmgóða 104
fm 4ra herb. á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi
við Hvammabraut. Stórar suðursvalir. Áhv.
4,9 millj. Verð 8,8 millj.
Vesturberg - Skipti á minni
Mjög góð 92 fm 4ra herb. á 3. hæð. Skipti
á 2ja eða 3ja herb. íbúð æskileg. Áhv. 3,9
millj. Verð 7,3 millj.
Stórglæsileg 141 fm penthouse-íbúð á
tveimur hæðum ásamt bílsk. Glæsil. eld-
hús. Parket. 4 svefnherb. Stór sjónvarps-
stofa. Áhv. 5,8 millj. Óskað er eftir tilboði.
Grafarvogur - Bílskýli
(þessu glæsilega húsi eru til sölu 1200 fm,
(2x600), þjónustu-, verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði. Selst í einu lagi eða tveim-
ur hlutum, austur- og vesturendi. Hús-
næðið selst fullbúið að utan með frágeng-
inni lóð og malbikuðum bílastæðum og að
innan tilbúið til innréttingar. Frábær stað-
setning.
Dalvegur - Fullb. húsnæði
Vorum að fá í sölu fallega 86 fm íbúð á 3.
hæð f fjölbýlishúsi. Rúmgóð stofa og her-
bergi. Þvottahús innan íb. Fallegar innrétt-
ingar. Áhv. 4,5 millj. Verð 8,1 millj.
Vorum að fá í sölu mjög gott og fullbúið
265 fm húsnæði á þessum eftirsótta stað.
Um er að ræða endabil sem er á tveimur
hæðum og er neðri hæðin 140 fm og efri
125 fm. Efri hæðin er í langtímaleigu. Áhv.
4,5 millj.Verð 19,8 millj.
Vorum að fá í sölu góða 125 fm 5 herb.
íbúð á jarðhæð. 4 svefnherb. Nýlegt bað.
Áhv. 3 millj. Verð 9,9 millj.
Hraunteigur - Ris
Góð 46 fm ósamþykkt 2ia herbergja íbúð í
kjallara í tvíbýlishúsi. Ibúðin öll nýlega
standsett. Parket og flísar á gólfum. Áhv.
1,3 millj. lífsj. stm. rík. Verð 4,1 millj. Ekki
missa af þessari.
Laufrimi - Glæsileg Glæsileg 2ja
herbergja íbúð, 60 fm, á jarðhæð með sér-
inngangi. Sérsmíðaðar innréttingar. Park-
et, fltsar. Áhv 3,8 millj. Verð 5,8 millj.
Atvinnuhúsnæði
Vorum að fá í sölu rúmgóða, fallega og
bjarta 105 fm 5 herb. risíbúð á þessum Akralind - Glæsilegt
eftirsótta stað. Stór herb. Parket og flísar.
Áhv. 4,6 millj. Óskað er eftir tilboði.
Hrísmóar - Penthouse