Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Byggðasafn Arnesinga
Bæjarmyndir Matt-
híasar Sigfússonar
BYGGÐASAFN Ámesinga, Húsinu
á Eyrarbakka, hefur verið opnað
eftir hefðbundna vetrarlokun. I
Tónleikar
í Asbyrgi
TJARNARKVARTETTINN
heldur tónleika í Ásbjrgi,
Húnaþingi vestra, í dag 8. apríl
kl. 21.
Á efnisskrá þeirra eru ís-
lensk og erlend lög, þjóðlög,
dægurlög og einnig lög úr leik-
ritinu Systur í syndinni sem
þau eru að leika í um þessar
mundir.
Kvartettinn skipa: Rósa
Kristín Baldursdóttir, sópran,
Kristjana Arngrimsdóttir, alt,
Hjörleifur Hjartarson, tenór og
Kristján Hjartarson, bassi.
Tónleikarnir eru á vegum
Tónlistarfélags V-Hún.
borðstofú Hússins hefur verið
opnuð sýning á málverkum eftir
Matthías Sigfússon listmálara og
lýkur henni 16. maí nk.
Á sýningunni eru kynnt málverk
eftir Matthías sem sýna sveitabæi
á fyrri hluta þessarar aldar.
Verkin sýna bæjargerðir í sveitum
á þeim tíma þegar húsakynnin
voru ýmist ný timburhús eða
gamlir torfbæir. Á sýningunni eru
til samanburðar ljósmyndir teknar
í dag frá nánast sama sjónarhorni.
Á þennan hátt miðlar sýningin
ekki einungis fortíðinni í verkum
Matthíasar heldur líka
veruleikanum eins og hann er,
segir í fréttatilkynningu.
Matthías fæddist árið 1904.
Hann var sjálfmenntaður að mestu
fyrir utan veturna 1934 til 1936
þegar hann sat á námskeiðum hjá
Jóhanni Briem og Tryggva
Magnússyni. Var hann listmálari
að aðalstarfi frá 1942 og tók þátt í
mörgum samsýningum bæði hér
heima og erlendis. Matthfas lést
árið 1984.
- einhvern sem gengur í það strax
og gerir það veí?
Við bjóðum aðeins þekkt og vönduð merki
og þjónustu sem þeim hæfir.
WhirSpool, 8 efta 12 manna
margar gerðir
3, 5 eða 7 þvottakerfi
Frá 54.910 kr. staðgr.
Whi
Allar þessar vélar eru búnar afar fullkominni
vatnsflæðivörn og þurrka með hita frá
hitaelementum.
Líttu inn og kynntu þér kosti hverrar fyrir sig
- og kosti góorar þjónustu.
0
Heimilistæki
SÆTÚNI 8 • SlMI 569 1500
úrvalstæki, einstök þjónusta
Eumenia 5 manna
þvær á 20 mínútum
Þessi er felld ofan í borð-
þlötuna, alveg uþplögð í
horn þar sem pláss nýtist
ekki alltaf sem skyldi.
Hæð/breidd/dýpt:
53/45,8/45,8 cm.
£UMENIA\
62.890 kr. staðgr.
HLIF Ásgrímsdóttir: Án titils (9), olía á striga. BJÖRN Birnir: Málverk (16), akríl á striga.
Logar/Flæði/Gagnsæi
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
KRISTÍN Geirsdóttir: Gagnsæ 22, olía á striga.
MY]\PLIST
Hafnarborg
MÁLVERK
HLÍF ÁSGRÍMSDÓTTIR
BJÖRN BIRNIR
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
Opið alla daga frá kl. 12-18.
Lokað þriðjudaga. Til 12. apríl.
Aðgangur 300 krónur í allt húsið.
ORÐA má það svo að um páskana
sé málverkaveisla í Hafnarborg,
menningarhúsi þeirra Gaflara, jafn-
framt er nýlokið norrænu framtaki
sem byggðist einnig á sígildum
miðlunum. Undirstrikar að mál-
verkið er sem fyrr í góðu gildi hvað
sem öllum hrakspám líður og að það
er jafnt iðkað af ungum sem öldnum
í útlandinu og norður við Dumbshaf.
Eitt er áberandi beri maður þessar
sýningar saman, sem er hve Islend-
ingarnir koma vel út fyrir traust
vinnubrögð og ferskleika, engin
þreytumerki hér. Veigurinn við
þessar samsýningar er að skoðand-
anum opnast sýn til ýmissa átta í
norrænni listsköpun dagsins og það
er tvímælalaust besta ráðið til að
vekja áhuga leikmannsins, sem vík-
ur undan allri einstefnu í þessum
efnum, líkt og dæmin sanna. Al-
menningur hefur afar takmarkaðan
aðgang að úttekt á hinum ýmsu
hliðum íslenzkrar og norrænnar
samtímalistar sem er mikill dragbít-
ur á heilbrigða skoðanamyndun,
stóru Haustsýningarnar löngu liðin
tíð, sömuleiðis sýningar Septem og
Listmálarafélagsins. Hlutlægar
uppstokkanir á gildum viðhorfum
allra aldursflokka eins og víða sér
stað í útlandinu virðast eitur í bein-
um mikils hluta íslenzkra myndlist-
annanna og safnstjóra, miðstýi-ing
skal það vera. Myndlistarmenn eru
vel að merkja misjafnlega iðnir við
sýningahald, þótt þeir taki þátt í
samsýningum til að sanna sig, en
svo þegar þær engar eru eða lítt
marktækar vilja þeir gleymast,
skeður afar fljótt á þessum tíma
hraða og tækniframfara. í litlu landi
vill þetta verða afdrifaríkt og kallar
á betra skipulag en sú umræða skal
fara fram á öðrum vettvangi, en
samt þótti mér tilefni til að fara að-
eins inn á hann í tilefni af framtaki
þremenninganna og sýningarinnar
á undan.
Hlíf Ásgrímsdóttir er nýgræðing-
urinn í hópnum, útskrifaðist úr
MHÍ 1991 og stundaði framhalds-
nám við listakademíuna í Helsinki á
árunum 1994-96. Hefur hún haldið
tvær minni sýningar hér heima, í
Stöðlakoti 1994 og Leifsstöð 1998,
hins vegar verið til muna virkari á
samsýningum og þeim flestum í út-
löndum.
Hh'f sýnir 9 stóra fleka sem eins
og loga of gulum og rauðgulum lita-
tónum, segir að ljósguli liturinn fylli
sig unaðskennd og kjarki, appel-
sínugulur litur framkalli aðrar
kenndir, sé glóandi litur logans, lit-
ur eldsins sem brennir. Að verkin
fjalli um útgönguleiðir úr þröngu
rými út á opið svæði, sé ævintýra-
heimur sem breytist í flókið völund-
arhús þar sem leita þarf leiða úr
logandi göngum út á berangrið ...
Það er mikið líf og nær óheftur
kraftur sem kraumar undir niðri í
þessum að því er virðist nær
einslitu myndheildum og rétt er að
svo virðist sem ókennilegur og fjar-
rænn ævintýraheimur blasi við
áhorfandanum . Hann ætti í öllu
falli að eiga auðvelt með að láta sig
dreyma frammi fyrir þessum ólg-
andi formaiðum sem búa yflr reglu í
frjálsri mótun og vissri dýpt, þrátt
fyrir allan óróleikann, líkt eins og er
hann horfir inn í eldsloga. Kannski
magnar staðlað gerviijósið í salnum
að vissu marki upp þetta formaspil,
en þó er ekki gott að segja, því sí-
kvikul dagsbirtan getur einnig og
allt eins töfrað fram mörg sértæk
brigði.
Björn Birni ætti ekki að þurfa að
kynna, þótt hann hafi alla tíð verið á
hlédrægari kantinum um sýningar,
farið með veggjum að segja má, en
eftir langt starf að listakennslu í
Reykjavík er hann nú búsettur í
Gautaborg. Brá sér hingað vegna
sýningarinnar, mun einnig hafa átt
hugmyndina að henni og báðar eru
konurnar fyrrverandi nemendur
hans í málunardeild MHÍ. Björn er
mjög samkvæmur sér á sýningunni,
byggir myndir sínar á flæði forma
og staðfestir styrk sinn og stöðu.
Hallast þó frekar að fyrri viðhorfum
og litríkari myndheildum, en að
halda fram þeim kröftuga leik með
einslitar formablakkir sem hann var
byrjaður á og komu svo sterkt út í
Norræna húsinu fyrir nokkrum ár-
um. Björn gerir mjög rétt í því að
leiða þessa tvo fyrrverandi nemend-
ur sína fram í sviðsljósið og taka
sjálfur þátt í gjörningnum, en
kannski gerir hann það af full mik-
illi hófsemi.
Kristín Geirsdóttir hefur verið
dugmikil og athafnasöm síðan hún
hóf þátttöku á sýningarvettvangi í
byrjun áratugarins, en hún útskrif-
aðist úr MHI 1989. Hefur haldið 10
einkasýningar, en þær flestar litlar
og tekið þátt í enn fleiri samsýning-
um þar af nokkrum erlendis.
Kristín vinnur út frá einföldum
þríhyrndum formum þar sem gildi
litarins vegur þungt og til þess að
magna einfaldeikann og gera hinar
einhæfu reglubundnu formanir loft-
kenndari og munúðarfyllri eru þau
gjarnan höfð gagnsæ. Það má
gjarnan orða það svo að þau verði
líkust fíngerðum glitvefnaði sem
ljósið smýgur óhindrað í gegnum.
Hér er um að ræða þann titring
ljósbrigða, sem á fagmáli nefnist,
vibration, og felur í sér ýmsar
merkingar, framber öðru fremur
sjónræna ertingu en opnar einnig
myndflötin með skírskotun til ytri
og innri byrðar myndflatarins eins
og tilfellið er hjá listakonunni.
Kristín nær afar íinum ljós- og
litbrigðum með þessari aðferð og
þessi leikur með birtuflæði, liti,
gagnsæi og titring er hennar
sterkasta hlið og kemur mest á
óvart. það er einkum þegar lista-
konan færist mikið í fang að henni
tekst vel upp eins og í myndinni
sem væntanlega fylgir þessum lín-
um og þar sem hún leggur saman
þríhyrningana þannig að fernings-
formið verður merkjanlegt.
Bragi Ásgeirsson
i