Morgunblaðið - 08.04.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Samsöngssælgæti
TOM.IST
Salnrinn
ÓPERUSAMSÖNGSTÓNLEIKAR
Samsöngsatriði úr óperum eftir Moz-
art, Verdi, Humperdinek, Delibes,
Beethoven, Nicolai og Bizet. Hulda
Björk Garðarsdóttir S, Tonje Haug-
land S, Sigríður Aðalsteinsdóttir MS,
Tomislav Muzek T, Sigurður Skag-
fjörð Steingrímsson Bar. og Davíð
Ólafsson B-Bar. Kurt Kopecky, pí-
anó. Þriðjudaginn 6. apríl kl. 20.30.
SAMSONGSATRIÐI - frá
dúettum upp í sext-, jafnvel sept-
og oktetta - eru algengari í óper-
um en halda mætti, miðað við hvað
þau virðast snautlega vanrækt
bæði í söngnámi og tónleikalífinu.
Það er algengara en tárum taki að
heyra einskonar stríð allra gegn
öllum á sviðinu í stað þess agaða og
samstillta hópsöngs sem tónskáld-
in ætlast til. Þar við bætist, að með
ólíkum samsetningi radda má ná
ótrúlegri Ijölbreytni, fyrir utan
hvað leynast víða margar sam-
söngsperlur í óperubókmenntum
sem staðið hafa í skugga ein-
söngsaríunnar.
Það var því vel til fundið að halda
samsöngstónleika í Salnum í Kópa-
vogi á þriðjudagskvöldið var og
leiða þar saman nokkur skærustu
einsöngvaraefni landsins af yngstu
kynslóð ásamt góðum gestum á
svipuðu reki frá Noregi og Austur-
ríki. Og ekki var að sökum að
spyrja. Bæði var dagskráin sérlega
vel valið safn gimsteina, sem ætti að
falla hlustendum í geð langt út íyrir
raðir óperuunnenda sem slíkra, auk
þess sem söngurinn í heild gaf líf-
legt sýnishom af getu ungra söngv-
ara á uppleið. Öll voru þau stödd á
þessu ómótstæðilega ferska fyrsta
þrepi atvinnumennskunnar, þar
sem hvatleiki og sönggleði oft meira
en jafnar þann fágunarskort sem
reynslan ein getur bætt.
Ytt var úr vör með meistara
Mozart. Ur Brúðkaupi Fígarós
sungu Hulda Björk Garðarsdóttir
og Sigríður Aðalsteinsdóttir dúett
Súsönnu og Marcelínu, og hæfðu
hvor annarri með afbrigðum vel,
eins og einnig mátti heyra í tveim-
ur öðrum dúettum þeirra síðar,
þótt hér væru ögn ósamtaka á köfl-
um. I dúett Súsönnu og greifynj-
unnar sungu saman Hulda og hin
norska Tonje Haugland, og var
ekki laust við að Tonje hætti þar
eins og stundum síðar til að neyta
aflsmunai-, enda ugglaust freist-
andi með jafnglæsilegu dimmglitr-
andi hljóðfæri. í þeirra hóp bættist
næst Sigurður Skagfjörð Stein-
grímsson í terzett Súsönnu,
greifynjunnar og greifans, og náð-
ist þar nokkuð jafn samsöngur.
Fyrsta „kassaatriði" kvöldsins kom
næst á eftir í dúett Pamínu og
Papagenós úr Töfraflautunni, þar
sem Sigurður og Tonju sungu sam-
an mjög fallega smellinn „Mann
und Weib und Weib und Mann“.
Hafði Sigurður þar vinninginn í
þýzkum textaframburði, þó að
röddin væri á móti svolítið lokuð. I
terzett Pamínu, Tamínós og
Sarastrós úr sömu óperu náðu
Tonje, króatíski tenórinn Tomislav
Muzek og Davíð Ólafsson allvel
saman, þó að útlendingarnir gæfu
stundum full hraustlega í.
Dúett Huldu og Sigurðar í hlut-
verkum Zerlínu og Dons Giovannis
úr samnefndri Mozartóperu var
dálítið mattur. Huldu skorti aðeins
meiri mýkt og rödd Sigurðar verk-
aði nokkuð hol, líkt og vegna hæsi,
en samsöngur þeirra var að öðru
leyti nokkuð vel samstilltur. Þar-
næst sungu Hulda og Sigríður
dúett Fiordiligiar og Dórabellu úr
Cosi fan tutte, eins og fyrr sagði
með vel samhæfðum röddum, er
síðar náðu hvað beztum árangri í
seiðandi dúett Malliku og Lakme
úr samnefndri óperu eftir Delibes í
einum af hápunktum kvöldsins.
Síðast fyrir hlé sungu svo Sigurð-
ur, Tomislav, Davíð, Hulda og Sig-
ríður kvintett úr Cosi fan tutte af
þokka, en þó ekki 100% samtaka.
Beztu bitarnir voru eftir hlé.
Tonje, Sigríður, Tomislav og Sig-
urður sungu frægan kvartett
Gildu, Maddalenu, hertogans og
Rigolettós út samnefndri ópera
Verdis með miklum glæsibrag, og
mátti merkja, að hér væri króatíski
tenórinn á heimavelli. Dúett Hans
og Grétu úr óperu Humperdincks
var kyrrlátur og snotur í meðför-
um Sigríðar og Huldu, og ástar-
dúett Violettu og Alfredos úr La
Traviata (Verdi) var innlifaður og
hrífandi. Hinn heróíski fóstbræðra-
lagsdúett Dons Carlosar og Posa
(Verdi) í túlkun Tomiseks og Sig-
urðar glumdi af karlmennskuleg-
um glæsibrag, en kanonkvartettinn
úr Fidelio (Beethoven) í meðförum
Huldu, Tonje, .Davíðs og Tomislavs
hefði aftur á móti mátt vera aðeins
hraðari og liðlegri. Ekki sízt átti
það við um njörvaðan píanóundir-
leikinn, en annars slapp Kurt
Kopecky nokkuð vel frá viðamiklu
hlutverki sínu þetta kvöld.
Davíð brilleraði ekki óvænt með
kómískum tilþrifum í drykkjuvísu
Falstaffs úr Die lustige Weiber von
Windsor (Nicolai) - einu ein-
söngsaríu kvöldsins - og í bréfa-
dúettnum úr sömu óperu fóru
Tonje og Sigríður hreinlega á kost-
um með eldfjörugum söng og gam-
ansömu leikbrögðum sem vöktu
mikla kátínu. Síðastur á dagskrá
var hinn fjörugi smyglarakvintett
úr Carmen Bizets, þar sem Hulda,
Tonje, Sigríður, Davíð og Tomisek
skiluðu líklega bezt heppnuðum
hópsöng dagskrárinnar á þessu
bráðskemmtilega óperukvöldi.
Ríkarður Ö. Pálsson
27
verzlun v/Nesveg,
Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999
Hundruð þúsunda Kosovobúa hafa hrakist á flótta vegna
átakanna í Júgóslaviu að undanförnu. FóLkið þarf á brýnustu
nauðsynjum á borö við mat, hreinlætisvörur og teppi að halda.
Munið söfnunarreikning okkar í SPRON, 1151-26-12
(kt. 530269-2649) og gíróseðla i bönkum og sparisjóðum.
Nánari upplýsingar í síma 570 4000
Rauði kross íslands
MYNDIN er tekin á æfingu og á henni eru Óttar Guðmundsson, Rúnar
Ólafsson og Þorbjörg Beck.
Málverka-
sýningu
Tolla lýkur
MÁLVE RKASÝNINGU Tolla
lýkur í Listasetrinu Kirkju-
hvoli, Akranesi, sunnudaginn
11. aprfl.
Þar sýnir Tolli um 40 olíu-
málverk, bæði stór verk og
verk á stærð við eldspýtu-
stokk.
Listasetrið er opið daglega
frá kl. 15-18.
Hart í bak á
Reyðarfirði
LEIKFÉLAG Reyðarfjarðar
frumsýnir laugardaginn 10. apr-
íl leikrit Jökuls Jakobssonar
Hart í bak í félagsheimilinu Fé-
lagslundi.
Leikmynd er eftir Óttar Guð-
mundsson og Jón Júlíusson ann-
ast leikstjórn. Með helstu hlut-
verk fara Helgi Seljan, Þorbjörg
Beck og Margrét B. Reynisdótt-
ir.
Formaður leikfélagsins er Jó-
hann Sæberg Helgason.