Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Námskynning 99 Fólk sem hugar að námi á háskólastigi næsta haust getur kynnt sér flestar þær námsleiðir
sem standa til boða með því að sækja Námskynningu 99 á sunnudaginn. Kynninguna sækja væntanlega bæði
framhaldsskólanemar og fullorðnir sem hafa hug á að læra eitthvað nýtt; tækni, vísindi eða listir.
Hvað er
snj allt að
læra II?
• Nám á háskólastigi hefur aldrei verið
fjölbreyttara
# A Námskynningunni verða sætaferð-
ir á milli kynningarstaða
NÆSTA sunnudag efna skól-
ar á háskólastigi til sameig-
inlegrar námskynningar í
Reykjavík. Opið hús verður í Aðal-
byggingu Háskóia Islands þar sem
kynnt verður nám við Háskóla Is-
lands, Háskólann á Akureyri, Land-
búnaðarháskólann á Hvanneyri,
Samvinnuháskólann á Bifröst,
Tækniskóla íslands, Leiklistarskóla
íslands og Viðskiptaháskólann í
Reykjavík. Tannlæknadeild HÍ
verður með kynningu í Læknagarði,
Kennaraháskóli íslands við Stakka-
hlíð og Tónlistarskólinn í Reykjavík
í Skipholti 33.
Námskynningin verður opin frá
klukkan 13 til 17 og verða í boði
bæði veitingar og skemmtiatriði.
Námskynningin er einkum ætluð
verðandi háskólanemum en allir eru
velkomnir. Sætaferðir verða á milli
kynningarstaða.
í Morgunblaðinu í gær var sagt
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík,
Kennaraháskóla Islands, Tann-
læknadeild HÍ og Leiklistarskólan-
um. Hér er sagt frá Háskóla Is-
lands, Háskólanum á Akureyri,
Samvinnuháskólanum á Bifröst,
Landbúnaðarháskólanum á Hvann-
eyri, Viðskiptaháskólanum í
Reykjavík og Tækniskóla íslands í
tilefni af Námskynningu 99.
Háskóli viðskipta-
og tölvunarfræði
í HAUST mun Viðskiptaháskólinn í
Reykjavík (VHR) hefja nýtt skólaár í
annað sinn. VHR mun annars vegar
brautskrá nemendur með BS-
gráðu í viðskiptafræði og hins
vegar í tölvunarfræði. Skólan-
um hefur verið sett það hlut>
verk að vera í forystu í
viðskipta- og tölvunar-
fræðimenntun á há-
skólastigi, einnig að
auka samkeppnishæfni
íslensks atvinnulífs.
Viðskiptaháskólinn
er til húsa í nýrri 400 fermetra
byggingu á fímm hæðum í Of-
anleiti og er mikið lagt upp úr
góðum aðbúnaði nemenda og
kennara. A fyrstu hæð er mötu-
neyti og fyrirlestrasalui-. A
annarri hæð er bókasafn, upplýsinga-
miðstöð með gagnabönkum og 60
manna fyrirlestrasalur. A hinum eru
kennslustofur, vinnuaðstaða, herbergi
fyrir verkefnavinnu nemenda o.fl.
í VHR er kennt í tveimur deildum.
Tölvunarfræðideildin styðst við rúm-
lega tíu ára hefð, þar sem deildin var
áður Tölvuháskóli Verzlunarskóla Is-
hlut- Vit
V
lands. Tveir kostir eru í boði, annars
vegar að útskiifast eftir tveggja ára
nám og hins vegai’ að Ijúka með BS-
námi með því að bæta þriðja árinu
við. Á því ári er hægt að velja um
áherslur.
Viðskiptadeildin er ný og hefst
annað starfsár hennar nú í
vor. Námið þar er þriggja ára
BS-nám þar sem meginá-
hersla er lögð á tækni og öfl-
uga fræðilega undirstöðu.
Nemendur velja sérsvið á
þriðja ári og er eftir megni
leitast við að tengja saman fræðin og
hagnýtingu þeiira.
Guðfínna S. Bjarnadóttir, rektor
VHR, segir skólann vera ungan og
metnaðarfullan. „Nemendur þurfa
að leggja hart að sér til að standast
þær kröfur sem gerðar eru. Góð
undirstaða í stærðfræði og tölvu-
þekking nýtast vel í því samhengi.
Við kappkostum að nýta tímann vel
og leggja traustan grunn sem gagn-
ast nemendum okkar vel í námi og
starfi og bjóði þeim góða valkosti í
framtíðinni. Þetta er mikilvægasta
markmið okkar, ásamt því að þjóna
viðskiptalífinu og þjóðfélaginu öllu,“
segii- hún.
Á fyrstu tveimur áranum í tölvun-
arfræðináminu er lögð áhersla á hag-
nýta þjálfun í hugbúnaðargerð, og
eftir tveggja ára nám eiga nemendur
að hafa þekkingu til að geta unnið við
öll stig hugbúnaðargerðar, annast
notendaþjónustu og haft umsjón með
rekstri tölvukerfa. Tvær námsleiðir
eru á þriðja árinu og lýkur báðum
með BS-prófi í tölvunarfræði. Nem-
endur geta annaðhvort haldið áfram í
tölvunarfræði eingöngu eða tekið við-
skiptafræði sem aukagi'ein.
Fyrsta árið í viðskiptadeild er
byggð upp traust þekking í undir-
stöðugi'einum almennrar viðskipta-
fræði. Annað árið öðlast nemendur
innsýn í helstu þætti almennrar við-
skiptafræði og annarra þýðingarmik-
illa faga. Á síðasta ári gefst nemend-
um kostur á sérhæfingu. Öll árin er
lögð áhersla á mikla tölvunotkun og
samtvinnun raunhæfra vei'kefna við
námsefnið. Einnig gefst nemendum
kostur á að ljúka BS-prófi í viðskipta-
fræði með tölvunarfræði sem auka-
grein.
100 námsleið-
um lýkur
með prófgráðu
UM það bil 5.700 stúdentar eru
skráðir í Háskóla Islands. Fastir
kennarar og aðrfr starfsmenn eru
um 650, en auk þess starfa um
1.200 kennarar í hlutastarfi við
skólann. Háskólinn er með
stærstu vinnustöðum
landsins og jafnframt
er hann stærsta
kennslu-, rannsókna-,
og visindastofnun ís-
lands.
Hreinn Pálsson,
prófstjóri HÍ, segir að
í Háskólanum séu níu deildir
sem skiptist í skorir, auk fjölda
rannsóknastofnana. „Á hverju
ári eru um 1.100 einstök námskeið í
boði við skólann, og rúmlega 100
námsleiðum lýkur með prófgráðu,"
segii- hann, „á námskynningunni
verður lögð áhersla á að kynna
grunnnám við skólann, en það skipt-
ist í 29 BA-gráður, 19 B.Sc.-gráður
og 9 kandídatsgi'áður. Yfn- 30 náms-
leiðum lýkur með meistaraprófs-
gráðu.“ Hann bendir svo á að í
kennsluskrá skólans geti væntanlegir
nemendur fundið margháttaðar upp-
lýsingai' um námið í Háskólanum.
Deildfrnar níu i HÍ eru félagsvís-
indadeild, guðfræðideild, heimspeki-
deild, lagadeild, læknadeild, raunvís-
indadeild, tannlæknadeild, verk-
fræðideild og viðskipta- og hagfræði-
deild. Hver deild rúmar síðan mörg
fög eins og heimspekideild með til
dæmis sagnfræði, ensku, heimspeki,
bókmenntir, þýsku, norðurlandamál
og rómversk og slavnesk mál innan-
borðs.
Næsta haust verður tekin upp sú
nýbreytni í Háskóla íslands að
bjóða nemendum stuttar, hagnýtar
námsleiðir sem taka að jafnaði 45
einingar. Þeim mun ljúka með sjálf-
stæðu prófi. Tólf slíkar munu að öll-
um líkindum hefjast í haust og hef-
ur HI leitað til íslenskra fyrirtækja
og stofnana um fjármögnun á þeim
flestum. Hinar nýju námleiðir
henta t.d. vel nemendum sem gert
hafa hlé á námi eftir stúdentspróf
og eiga erfitt um vik með að
setjast á skólabekk í mörg
ár.
Að auki verða í boði tíu til
ijórtán nýjar 30 eininga
aukagreinar sem allar tengj-
ast nýju námsleiðunum.
Hagnýtar 45 eininga
námsleiðir sem hefjast haustið 1999
eru eftirfarandi. I raunvísindadeild:
rekstur tölvukerfa, rekstur sjávai'út;
vegsfyrh’tækja, ferðamálafræði. I
viðskipta- og hagfræðideild: rekstur
fyrirtækja og tölvunotkun, viðskipta-
tungumálanám, markaðs- og útílutn-
ingsfræði, rekstrarstjórnun, stjórn-
un, hagfræði. I heimspekideild: hag-
nýt íslenska, danska í atvinnulífi -
hagnýtt dönskunám, franska í at-
vinnulífi - hagnýtt frönskunám,
spænska í atvinnulífi - hagnýtt
spænskunám.
Meginrökin fyi'fr því að Háskóli
Islands stofnai’ stuttar, hagnýtar
námsleiðir er faglegur styrkur skól-
ans, víðtæk þekking starfsfólks og
rannsóknarumhverfi sem skapar
'ákjósanlegan gi'unn að kennslu. Með
nýju námsleiðunum gefst tækifæri
til aukinna tengsla við íslenskt at-
vinnulíf.
í ársskýrslu Háskóla íslands
skrifaði Páll Skúlason rektor um Há-
skólann: „Hann hefur smám saman
verið að þróast úr tiltölulega ein-
faldri stofnun yfir í fjölþætt fyrir-
tæki sem sinnir ekki eingöngu rann-
sóknum og kennslu með hefðbundn-
um hætti heldur líka margs konar
fræðslu og þjónustu við hin ýmsu
svið þjóðlífsins.“