Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 33 MENNTUN Hagnýt náttúrufræði í víðtækum skilningi stofn- LANDBUNAÐARHASKOLINN á Hvanneyri verður stofnaður 1. júlí 1999 um leið og Bændaskólinn á Hvanneyri verður lagður niður eftir 110 ára sögu. Síðastliðin 50 ár hefur þó verið rekin háskóladeild við skólann. Eigi að síður markar formleg stofn- un háskóla í landbún- aðarvísindum þátta- skil þar sem háskóla- nám og rannsóknh’ verða aðalviðfangsefni unarinnar. Björn Þorsteinsson, kennari við Bændaskólann, segir að háskólanám í búvísindum á Hvanneyri sé 90 eininga B.S.- nám sem taki þrjú ár. „Hægt er að lýsa því sem hagnýtri náttúrufræði í mjög viðum skilningi. Allt nám sem lýtur að nýtingu náttúruauðlinda, eins og landbúnaður er dæmi um, snertir þrjú svið, en það eru náttúrufræði, tækni og hagfræði. Til að nýta land með búskap þarf að þekkja auðlindirnar frá vísinda- legu sjónarhorni en þar eru fræði- greinarnar líffræði, jarðvegsfræði, efnafræði, tölfi’æði o.fl. Það þarf að hafa vald á tækninni við nýtingu auð- lindanna sem ki-efst innsýnar í vinnuaðferðir, vinnuumhverfi, vélar og verkfæri. Það þarf að va^ a efnahagslegum m ' forsendum auðlindanýting- (A^ arinnar bæði almennt frá sjónarmiði samfélagsins og . einnig frá sjónarmiði fyrh’- tækis í búrekstri.“ En hvernig er námið byggt upp? „Fyrsta ár námsins er að meginstofni til grunngreinar raun- vísinda. Annað ár eru það grundvall- argi’einar búvísinda, þ.e. sérhæfðari líffræðinámskeið eins og kynbóta- fræði, beitai’vistfræði, fóðui’fræði og áburðarnotkun. Þá eru grunnnám- skeið tæknigreina, hagfræði og rekstrargreina einnig á öðru ári.“ Skyldugreinar fyrstu tvö árin Fyi-stu tvö árin er algerlega um að ræða skyldugreinar, að sögn Bjöms. Þriðja árið eru valgreinar þar sem nemendum gefst kostur á að sérhæfa sig í búfjárræktar-, bútækni-, hag- fræði-, landnýtingar- eða jarðræktar- greinum. Valgreinar þriðja árs er hægt að taka við aðra háskóla en Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri að fengnu formlegu samþykki nefnd- ar sem sett er til að fjalla um per- sónubundna samsetningu valgreina. Væntanlegur Landbúnaðarháskóli á Hvanneyri hefur ræktað fagleg tengsl við norrænar systurstofnanir sínar og rekur ásamt þeim Norræna dýralækna- og landbúnaðarháskól- ann - NOVA sem er samræmingar- og samstarfsvettvangur háskólanna. Nemendur með íslenska BS-gi’áðu í búvísindum geta gengið beint inn í mastersnám í mörgum greinum við þessa háskóla. Jafnframt geta nemendur á þriðja ári BS-námsins á Hvanneyri tekið sérhæfð valnámskeið aðra önnina í þeim greinum sem ekki er gi’und- völlur til að bjóða vegna takmark- aðrar þátttöku eða skorts á sérfræði- þekkingu hérlendis. Einnig er Land- búnaðarháskólinn í samstarfi við menntastofnanir vestanhafs og má þar nefna Agricultural College of Nova Scotia og University of Prince Edward Island í Kanada. „Eitt fyrsta verkefni nýs háskóla- ráðs verður að marka stefnu í nýjum viðfangsefnum. Gera má ráð fyrir að nýjar námsbrautir verði teknar til sérstaki-ar skoðunar, t.d. styttri, hagnýtar brauth’ fyi’ir nemendur sem hyggjast takast á við sérhæfðan búrekstur fremur en lengra nám. Einnig er mikill áhugi fyrir að kanna möguleika á auknu framboði náms sem snertir landnýtingu og umhverf- ismál, þar með talið á sviði skóg- ræktar og landnýtingar. Að lokum verður lögð áhersla á að koma á fót meistaranámi í búvísind- inum sem tengt yrði rannsóknum sem fara fram á Hvanneyri, hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins og víðar. Þetta er nauðsynlegt til þess að gefa rannsóknastarfseminni það afl sem hún þarf að hafa við há- skóla sem ber að stunda rannsóknir." Hvernig er aðstaða til náms á Hvanneyri? „Kennslustofur eru bún- ar öllum nýtískubúnaði, bókasafn, rannsóknastofur og tilraunabú innan seilingar,“ segir Björn. „Nemendur njóta ýmiss hagræðis af því að búa og starfa á sama svæði. Þessi háttur gefur góða nánd milli nemenda inn- byrðis og nemenda og kennara. Undanfarin ár hafa verið byggðn upp nýtískulegir nemendagarðar á Hvanneyri með einstaklingsher- bergjum og fjölskylduíbúðum. Búið er að tengja þessi hús við tölvunet stofnunarinnar þannig að nemendur eiga kost á háhraðasambandi við Netið og önnur tölvusamskipti.“ A staðnum er leikskóli og bai-na- skóli. Nemendur eiga einnig mögu- leika á að hafa hross í skólahesthúsi. Næsti þjónustukjarni er Borgarnes en þangað era 16 km. Til Reykjavíkur era um 74 km um Hvalfjarðargöng. Ung o g metnað- arfull stofnun HÁSKÓLINN á Akureyri hóf starf- semi sína 5. september árið 1987 með kennslu á iðnrekstrarbraut og hjúkr- unarbraut. Núna era fjórar deildir í háskól- anum með um það bil 500 nemendum. Í heilbrigðisdeild era væntanlegh’ hjúkr- unarfræðingar og iðju- þjálfai’ menntaðh’ til starfa. I kennaradeild eru nemendur sem ætla að verða kennarar í grannskóla eða leikskóla. Nem- endui’ í rekstrardeild skipa sér í rekstrarfræði eða tölvu- og upplýsingatækni. I sjávarút- vegsdeild era nemendur að mennta sig í sjávarútvegsfræð- um og matvælaframleiðslu. Sólveig Hrafnsdóttir náms- ráðgjafi segir að spár um nemenda- fjölda geri ráð fyrir að 700-900 nem- endur stundi nám við háskólann árið 2004 og að fjöldi nemenda gæti orðið 1.500-2.000 þegai’ líða tekur á næstu öld. Við háskólann staifar ein rann- sóknarstofnun og er hún þverfagleg, þ.e. hún sinnh- rannsóknum á fræða- sviðum allra deilda háskólans. I stjórn hennar sitja bæði háskóla- kennarar og frumkvöðlar úr atvinnu- lífínu. Rannsóknir á vegum stofnun- arinnai’ spanna mjög víðfeðmt svið og era viðfangsefnin oft nátengd at- vinnulífinu. Háskólinn hefur svo náið samstaif um kennslu og rannsóknh’ við rannsóknastofnanh’ atvinnuveg- anna, þ.e. Hafrannsóknarstofnun, Iðntæknistofnun, Rannsóknarstofnun fískiðnarins, Rannsóknarstofnun landbúnaðai’ins og Orkustofnun. Háskólinn á Akureyri er til húsa á allmörgum stöðum á Akureyri. í Þingvallastræti 23 eru til húsa heil- brigðisdeild, kennaradeild og skrif- stofur kennara. I Glerárgötu 36 era rekstrai’deild, sjávar- útvegsdeild, skrifstofur kennara og útibú samstarfs- stofnana. Einnig er kennt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akui-eyri og í Oddfellow-hús- inu við Sjafnarstíg. Háskólanum hefur verið afhent 3000 m2 húsnæði á Sólborg og hafa yfirstjórn háskólans, bókasafn, rann- sóknarstofnun og félög stúdenta þegar flutt í hluta þess húsnæðis. A Sólborgarsvæðinu, sem er framtíð- araðsetur háskólans, eru hafnar framkvæmdir við byggingar viðbót- arhúsnæðis fyrir háskólann. Háskólinn á Akureyri er ung og metnaðarfull stofnun í stöðugri upp- byggingu. Væntanlegir nemendur takast á við fjölþætt og krefjandi verkefni á hinum ýmsu fræðasviðum háskólans. Bæjai-félagið er oft kallað skóla- bærinn Akureyin enda vinnur um þriðjungur íbúanna í skólunum. A þessu skólaári hefur verið biyddað upp á nokkram nýjum möguleikum í námi eins og skipulögðu námi fyiir starfandi leikskólakennai’a, kennslu- réttindanámi fyrh’ leiðbeinendur, nám í tölvu- og upplýsingatækni, ferða- málasviði rekstrarfræðinga, iðjuþjálf- un og meistaranámi í hjúkranarfræði. Stefna Háskólans á Akureyri er að hafa námið hagnýtt og að búa nem- endur undir líf og starf í nútíma þjóðfélagi - ekki hvað síst á lands- byggðinni. I ljós hefur komið að flestir útskrifaðir nemendur skólans fara til starfa á landsbyggðinni. Rekstur og viðskipti í háskólaþorpi SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bifröst er byggður á grunni Samvinnuskólans. Haustið 1988 hófst kennsla á háskólastigi og í ársbyrjun árið 1990 var skólinn gerður að sjálfseignarstofnun og nafni hans breytt í núver- andi heiti. Samvinnuháskólinn er fagháskóli sem miðar starfsemi sína við eitt tiltekið svið, þ.e. undirbúning námsmanna til starfa við rekstur, viðskipti og stjórnun í atvinnulíf- inu ásamt þátttöku og forystu í félags- stai’fi. Sérstaða hans er fólgin í áherslu á stutt verklegt og hagnýtt nám, þjálfun með virki’i aðild og framlagi námsmanna sjálfra í stöðugri verk- efnavinnu og hópvinnu ásamt stöðugu námsmati. Skólinn er fámennur, um 120 nemendur að jafn- aði. Hann býður nemendum sínum heimavist, bú- setu í nýjum nemendagörðum eða í orlofshúsum á svæðinu. Bifí’astarsvæðið myndar því lítið skóla- þorp byggt nemendum og starfsmönnum skólans, sem þýðir að samskiptin verða persónuleg. Deildh’ skólans eru frumgreinadeild, sem veith’ eins árs sérhæfðan undirbúning fyrir nám í rekstrarfræða- deild. Umsækjendui’ þurfa að hafa lokið a.m.k. þriggja ára námi á framhaldsskólastigi eða fá metna starfs- reynslu að hluta séu þeir orðnh’ 25 ára eða eldri. Rekstrarfræðadeild er tveggja ára áfangi á háskóla- stigi. Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum er lokapróf undirbúnings fyrir atvinnuþáttöku og starfsferil. Rekstrarfræðadeild II er eins árs framhaldsnám fyrir rekstraifræðinga og veitir B.Sc. gráðu. Auk þess eru starfræktar starfsfræðsludeild og rann- sókna- og ráðgjafarstöð í skólanum. Háskólabyggðin á Bifröst er í fógru umhverfi í miðju Grábrókarhrauni í Norðurárdal. Svæðið er í alfaraleið, rétt við hringveginn. Bifraust er í Borgarbyggð. Reistar hafa verið margar íbúðir í nemendagörðum. Borgarbyggð starfrækir leikskólann Hraunborg í háskólaþorpinu og grunnskólinn Varma- landsskóli er í 15-20 mínútna akstursfjarlægð. I skólanum eru 15 vinnuherbergi til afnota fyi’ir nem- endur og þeir hafa aðgang að 40 pentium-tölvum. Bóka- safnið er vel búið fagbókum. Félög nemenda starfrækja verslun og bóksölu. „Nýjunar í Samvinnuháskólanum era t.d. fjamám fyrir lengra komna og þátttaka í Símenntunarmiðstöðinni, sem staðsett er í Borgamesi," segir Jónas Guðmundsson rektor skólans, „nú geta nemendur stundað nám með fjölbreytt- um og þægilegum hætti um Netið, frá heimili sínu eða vinnustað, þar sem þeim hentar og þegar þeim hentar." Námið sem boðið er í fjai’námi er 30 eininga nám til BS- gráðu í rekstrarfræðum. Forsenda inntöku í námið er að umsækjendur hafi að baki tveggja ára rekstrarfræðanám. WM Áhersla á starfsmenntun á háskólastigi TÆKNISKÓLI íslands er fagháskóli á sviði tækni og rekstrargreina. Skólinn hefm’ fi’á upphafi lagt áherslu á starfsmenntun á háskólastigi. Hann hefur á undanfómum áram verið í beinum tengslum við atvinnulífið og hafa nemendur unnið verkefni í samvinnu við fyrir- tæki og stofnanir. Það má því segja að Tækniskólinn sé háskóli atvinnu- lífsins. Námsframboðið hefm- aukist með tímanum og auk tæknifræði er boðið upp á nám í iðnfræði, meinatækni, röntgentækni, iðnrekstrai’- fræði, alþjóðamarkaðsfi’æði og vörustjórnun. Tæknifræði ei’ hagnýtt 7 anna nám og lýkur með B.Sc.-gráðu. Þar er áhersla lögð á þarfir atvinnulífs- ins og þjóðfélagsins fyrir tæknimenntað starfsfólk. Iðnfræði er þriggja anna nám að loknu iðnnámi og prófi úr undirbúningsdeild Tækniskólans. Pi’ófgráðan er iðnfræðingur. Meinatækni og röntgentækni er sjö anna nám og lýkur með B.Sc.-gráðu. Töluverður hluti námsins er verklegur og fer fram á rannsóknarstofum, sjúki’ahúsum og öðrum stofnunum. Iðnrekstrarfræði er 4 anna hagnýtt rekstrarnám og síðan er hægt að bæta við tveggja anna námi í alþjóða- markaðsfræði eða vörustjórnun og ljúka þá náminu með B.Sc.-prófgráðu. Tækniskóli Islands var stofnaður árið 1964 og hóf sama ár kennslu í bygginga-, rafmagns- og véltæknifræði, auk undirbúningsnáms. Núna eru fastfr kennarar við skólann um 40 en stundakennarar eru hátt á ann- að hundrað. Nemendui’ eru rúmlega 500 og deildfr skólans eru sex: frumgreina- deild, byggingadeild, heilbrigðisdeild, rafmagnsdeild, véladeild og rekstrardeild. Innan heilbrigðisdeildar eru meinatækni og röntgentækni. I rekstrardeild er hægt að læra iðnrekstr- arfræði, rekstrarfræði og iðnaðartæknifræði. I bygginga- , véla- og rafmagnsdeild er hægt að læra hvort heldur iðnfræði eða tæknifræði á viðkomandi sviði. Fyi’stu stárfsárin hafði skólinn aðsetur á ýmsum stöð- um í Reykjavík, frá árinu 1975 hefur hann verið að Höfða- bakka 9. Við skólann er starfandi gæðaráð og er rektor formaður þess. Hlutverk ráðsins er að hafa yfirumsjón með gæðastai’fi í skólastarfinu. Skólinn starfar í deildum, sem hver um sig hefur nokk- urt forræði eigin mála. Um er að ræða kennsludeildir, þjónustudeildir og stoðstarfsemi. t tækniskóli islands Tb* kádKJk CottQV d md T^cfnokvy
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.